Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samfylkingarfólk íReykjavík er aðkoma sér fyrir í startholunum þessa dag- ana vegna komandi borg- arstjórnarkosninga. Mál- efnavinna hefst um helgina, að sögn Jóhönnu Eyjólfsdóttur, formanns Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Frambjóðend- ur verða valdir með opnu prófkjöri, en ekki hefur verið ákveðið hvernig prófkjörið verður nákvæmlega, né heldur hvenær það verður haldið. Fulltrúaráð Samfylkingar- innar í Reykjavík tekur endan- lega ákvörðun um framboðsmál, að öllum líkindum í lok þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsing- um blaðamanns þykir sennilegt að svokallað stuðningsmanna- prófkjör verði fyrir valinu. Allir stuðningsmenn Samfylkingarinn- ar geta kosið í slíku prófkjöri – séu þeir ekki skráðir í flokkinn, nægir þeim að skrifa undir stuðn- ingsyfirlýsingu. Einnig hafa komið fram raddir um að óflokksbundnum verði tryggð aðkoma að framboðslist- anum. Fulltrúaráðið tekur vænt- anlega einnig afstöðu til þess á fundi sínum í lok september. Eins og kunnugt er hafa þau Steinunn V. Óskarsdóttir borgar- stjóri og Stefán J. Hafstein, odd- viti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn, þegar gefið kost á sér í efsta sæti framboðslistans í Reykjavík. Auk þeirra stefnir Stefán Jó- hann Stefánsson varaborgar- fulltrúi á öruggt sæti á listanum. Hann staðfesti það í samtali við blaðamann í gær. „Ég hef verið varaborgarfulltrúi og sinnt ýms- um nefndarstörfum fyrir Reykja- víkurlistann,“ segir hann. „Ég hef verið hvattur til að gefa kost á mér í eitt af efstu sætunum hjá Samfylkingunni fyrir kosningarn- ar næsta vor. Ég mun verða við þeim áskorunum.“ Sigrún Elsa Smáradóttir vara- borgarfulltrúi reiknar sömuleiðis með því að gefa kost á sér áfram, en hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Fleiri hafa verið nefnd- ir til sögunnar, s.s. Sigrún Gren- dal píanókennari og Andrés Jóns- son, formaður Ungra jafnaðar- manna. Aðrir mögulegir fram- bjóðendur eiga vafalaust eftir að stíga fram í dagsljósið. Þeir samfylkingarmenn sem blaðamaður ræddi við í gær, í til- efni þessarar greinar, virtust al- mennt nokkuð rólegir vegna próf- kjörsins; þeir sögðu m.a. að menn væru líklega að bíða eftir því að málefnavinnan hæfist og að full- trúaráðið tæki endanlega afstöðu til framboðsmála. Eftir það myndi líklega færast fjör í leikinn. Átta öttu kappi fyrir síðustu kosningar Samfylkingin varð formlega til vorið 2000, með samningi Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalagsins og Samtaka um kvennalista. Hinn nýi flokkur tók því fyrst þátt í R- listanum fyrir borgarstjórnar- kosningarnar vorið 2002. Flokkarnir þrír sem stóðu að R-listanum, þá um vorið, áttu hver rétt á tveimur sætum í sex efstu sætum listans. Þar af komu þriðja og fjórða sætið í hlut Sam- fylkingarinnar, en auk þess fékk flokkurinn níunda sætið. Sjöunda og áttunda sætið komu í hlut óflokksbundinna, þ.e. þeirra Dags B. Eggertssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sú síðar- nefnda gekk formlega til liðs við Samfylkinguna u.þ.b. ári síðar. Átta frambjóðendur Samfylk- ingarinnar öttu kappi um fyrr- greind þrjú sæti og var kosningin í þau sæti bindandi. Flokks- bundnir félagar og þeir sem lýstu stuðningi við Samfylkinguna áttu rétt til þátttöku í prófkjörinu. Sendir voru út 3.300 atkvæðaseðl- ar til flokksfélaga skv. félagaskrá, því þeir gátu kosið með póstkosn- ingu en auk þess var hægt að kjósa á kjörstað í Reykjavík. Fékk afgerandi kosningu Meðal þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu voru þrír borgar- fulltrúar, þau Helgi Hjörvar, sem kom upphaflega inn í borgar- stjórn í gegnum Alþýðubandalag- ið, Hrannar Björn Arnarsson, sem kom í gegnum Alþýðuflokk- inn og Steinunn V. Óskarsdóttir, sem kom í gegnum Samtök um kvennalista. Aðrir frambjóðendur voru Sigrún Elsa Smáradóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Jón Hafstein, Pétur Jónsson og Tryggvi Þórhallsson. Stefán Jón fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið, með 1.029 atkvæði í það sæti, Steinunn Val- dís varð í öðru sæti með saman- lagt 1.217 atkvæði í fyrsta og ann- að sætið, og Helgi Hjörvar varð í þriðja sæti með samanlagt 1.295 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Sigrún Elsa varð í fjórða sæti, Hrannar í því fimmta, Stefán Jó- hann í sjötta, Pétur í sjöunda og Tryggvi í áttunda. Alls 2.509 greiddu atkvæði í prófkjörinu. Í samræmi við þessa niður- stöðu skipaði Stefán Jón þriðja sætið á framboðslista R-listans, Steinunn Valdís fjórða sætið og Helgi Hjörvar níunda sætið. Þá skipaði Sigrún Elsa fimmtánda sætið og Stefán Jóhann átjánda sætið. Fréttaskýring | Undirbúningur Samfylking- arinnar í Reykjavík er rétt að skríða af stað Málefnavinna að hefjast Þrír hafa þegar gefið kost á sér í efstu sætin á lista Samfylkingarinnar Undirbúningur að framboði er að hefjast. Líkur taldar á stuðnings- mannaprófkjöri  Samfylkingin í Reykjavík hyggst velja frambjóðendur sína í komandi borgarstjórnarkosn- ingum með prófkjöri. Ekki hefur þó verið ákveðið hversu opið prófkjörið verði. Í síðustu borg- arstjórnarkosningum voru fram- bjóðendur valdir með svonefndu stuðningsmannaprófkjöri, þ.e. þeir sem skrifuðu undir stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn, höfðu rétt á að kjósa. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is FLUTNINGASKÓLI Eimskips var settur í annað skipti í gær að viðstöddum menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. „Við útskrifuðum ellefu nemendur í desember á síðasta ári en í dag hefja þrettán nemendur námið,“ segir Árný Elíasdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Mín- erva | fræðsla og frammistaða, en hún skipuleggur námið. „Skólinn er hugsaður fyrst og fremst fyrir starfsfólk á hafnar- svæði og í vöruafgreiðslu. Mark- miðið með starfrækslu hans er að auka þekkingu þessa starfsfólks og að fyrirtækið hafi hæfa einstak- linga í sínum röðum, sem geta tek- ist á við ný störf og breytingar á hverjum tíma. Bætt þjónusta við viðskiptavini og svo framvegis. Einnig er markmiðið að auka þekk- ingu starfsfólksins á fyrirtækinu Eimskip.“ Skilyrði fyrir inntöku í skólann er að fólk hafi starfað hjá Eimskip í meira en ár. Námið er nemendum að kostnaðarlausu en það er stund- að að hálfu innan vinnutíma og að hálfu í eigin tíma. Tímasókn er átta tímar á viku yfir tvö misseri. „Allt í allt eru þetta 228 klukkustunda nám, eða um 330 kennslustundir,“ segir Árný. Mat til eininga í skoðun Árný segir náminu í raun skipt í tvo hluta. „Í fyrsta lagi bjóðum við upp á nám í grunngreinum, á borð við íslensku, ensku og stærðfræði. Námið byrjar með námstækni, sjálfsstyrkingu og samvinnu og svo framsögn og tjáningu. Þau læra að búa til kynningar í Kraftbendilsfor- ritinu [PowerPoint] og fara svo meira í tölvu- og gagnavinnslu. Svo erum við með ýmislegt sem tengist rekstri og starfsemi fyrirtækisins og hluti á borð við tollalög og tjóna- mál. Nemendurnir kynnast fyrir- tækinu, bæði með því að fara í starfsþjálfun í aðrar deildir innan fyrirtækisins í nokkra daga og síð- an koma starfsmenn og stjórnend- ur úr mismunandi deildum inn með kynningar eða nemendur vinna verkefni eða halda sjálfir kynningar fyrir annað starfsfólk og stjórnend- ur.“ Í burðarliðnum er að námið verði metið til eininga á framhaldsskóla- stigi, sem svarar um einni önn. „Við erum í samstarfi við menntamála- ráðuneytið og Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins. Nemendurnir geta fengið þetta metið sem allt að tólf einingar í val eða kjörsviði eða jafn- vel sem almennar greinar, en það fer eftir mati hvers skóla. Segja má að þessi skóli sé sambærilegur við Stóriðjuskólann í Straumsvík.“ Flutningaskóli Eimskips settur í annað sinn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ein kona er í skólanum, María Sif Magnúsdóttir. Hér skoðar hún námsgögnin ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is STJÓRN INTER, samtak aðila sem veita Internetþjónustu, hefur ákveð- ið að leggja inn kvörtun til Sam- keppniseftirlitsins vegna tilboðs Og- Vodafone um fría áskrift að Sýn. Segist stjórnin telja að þrátt fyrir að tilboðið sé tímabundið og gildi til 1. október, og að það muni taka Sam- keppniseftirlitið mun lengri tíma en svo að úrskurða um lögmæti þess, sé nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort slík tilboð, þar sem sjónvarps- þjónusta og ADSL-netþjónusta séu seld samtvinnuð, séu lögleg. Kærir tilboð um fría Sýn MIKIL stemning var á tónleikum sem Joe Cocker hélt í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngvarinn var greinilega í góðu formi og hlífði raddböndunum ekkert. Tónleikagestir voru einnig vel með á nót- unum og fögnuðu Cocker og hljómsveit hans vel en hann þakkaði m.a. fyrir sig á íslensku. Mest voru fagnaðarlætin þegar Cocker söng lagið With a Little Help From My Friends, sem hann flutti m.a. á Woodstock-hátíðinni árið 1969 og hlaut heimsfrægð fyrir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Góð stemning hjá Cocker HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á mótum Laugavegar og Bol- holts í Reykjavík í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Bílarnir voru mikið skemmdir og dregnir burt með kranabílum. Harður árekstur í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.