Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 11 FRÉTTIR ÚR VERINU YTRI skilyrði hafa verið sjávarútvegi á margan hátt erfið að undanförnu. Gengi krónunnar hefur staðið hátt og verið að hækka og olíuverð hefur ver- ið í sögulegum hæðum. Þetta kom fram í Morgunkorni Íslandsbanka, en þar segir að öllum líkindum muni íslenskur sjávar- útvegur þurfa að búa við þessi óhagstæðu skilyrði um hríð. „Á móti kemur að afurðaverð á erlendum mörk- uðum hefur hækkað talsvert síðustu misseri. Vext- ir í helstu skuldamyntum hafa einnig verið lágir en líkur er á að þeir munu eitthvað fara hækkandi á næstunni. Samþjöppun í útgerð hefur vaxið á síð- ustu árum, þannig réðu tíu stærstu kvótahafar yfir 24% af heildarkvótanum árið 1992 en í ár er hlut- fallið komið í 50%. Þegar horft er til síðustu ríflega 20 ára er ljóst að afkoma í útgerð og vinnslu hefur batnað mikið þótt sveiflur séu nokkrar á milli ára. Á næstu árum reiknum við með því að hlutfall sjávarafurða í heildargjaldeyristekjum verði komið í 32% árið 2007 og í 27% árið 2012. Ástæðan er sú að gjaldeyristekjur frá öðrum atvinnugreinum, iðnaði og þjónustugreinum, munu vaxa mun hraðar á næstu árum og ekki síst þegar framleiðsla hefst á grundvelli yfirstandandi álversframkvæmda,“ seg- ir í Morgunkorni. Um þetta og fleira er fjallað í nýrri skýrslu sem Greining ISB hefur gefið út og er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandsbanka. Erfið skilyrði FORRÁÐAMENN Vísis hf. hafa endanlega slegið af síldarsöltun hjá starfsstöð þeirra á Djúpavogi, enda hefur þróunin orðið sú að í samanburði við aðra verkunarhætti og breyttar forsendur er óhagkvæmara að salta síld, þrátt fyrir hvert söltunarmetið ár frá ári. Að sögn Sveins Ara Guðjónssonar, rekstr- arstjóra Vísis hf. á Djúpavogi, voru allar vél- ar, 5 flökunarvélar með hausurum og röð- urum ásamt öðrum fylgihlutum, seldar HB Granda nýverið og fluttar norður á Vopna- fjörð þar sem verið er að reisa stóra síld- arstöð. „Við munum einbeita okkur að salt- fiskverkun í stað síldarinnar auk þess sem við munum hefja slátrun á laxi upp úr miðjum september fyrir Salar Islandica sem er með mikið laxeldi í Berufirði en HB Grandi á stærstan hlut í því fyrirtæki,“ sagði Sveinn og bætti við að áfram yrði framleitt af fullum krafti ferskur fiskur í flug og lausfrystingu eins og undanfarin ár. Gunnar Steinn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Salar Islandica, sagðist ánægður með að samstarf hefði tekist við Vísi hf. á staðnum um að slátra og pakka laxi ferskum í flug fyrir Salar Islandica. „Fiskeldið hófst hér í Berufirði á vegum fyrirtækisins 2002 með einni kví. Í dag eru kvíarnar orðnar 16 sem sýnir hve aukningin hefur verið mikil hjá okkur. Fiskurinn í þess- um kvíum leggur sig á allt að 3600 tonn ef miðað er við slægðan fiski í sláturstærð, svo hér eftir munum við slátra og pakka fersku í flug 30–50 tonnum á viku, ef eftirspurnin leyfir en við seljum í samvinnu við söludeild HB Granda,“ sagði Gunnar Steinn og bætti við að á síðasta ári var slátrað til prufu 47 tonnum af laxi hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað í samvinnu við Samherja og kom það vel út, svo nú ríkir bjartsýni um góðan árangur. Síldarsöltun hætt á Djúpavogi Ljósmynd/Kristinn Benediktsson Síld Vísir hefur hætt vinnslu á síld. Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Saltfiskur og laxaslátrun koma í staðinn UMHVERFISRÁÐHERRA Ástralíu, Ian Campbell, hefur brugðist ókvæða við bréfi Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, en þar gagn- rýndi Árni Ástrali fyrir að andmæla vísinda- hvalveiðum Íslendinga í ljósi þess að Ástralir stundi sjálfir umfangsmikla fækkun á úlföldum og kengúrum. Campbell segir hneykslanlegt af Árna að bera saman hvalveiðar og grisjun úlf- alda og kengúra, þessu sé ekki saman að líkja. Á dögunum sagði Campbell hvalveiðar Íslendinga ganga þvert á ákvörðun meirihluta Alþjóðahval- veiðiráðsins og að ekki þyrfti að slátra hvölum til að rannsaka þá. Þá lýsti Campbell sig andsnúinn vísindaveiðunum, sem hann sagði illa dulbúnar hvalveiðar í hagnaðarskyni. Árni Mathiesen segist munu svara athuga- semdum Campbells efnislega á næstu dögum, en hins vegar sé hann meira hissa á óvönduðum kveðjum sem Campbell sendir sjávarútvegsráð- herra. Spurt um veiðar á kengúrum og úlföldum Um miðjan mánuðinn sendi Árni Mathiesen Campbell bréf þar sem hann sagði m.a. að sam- kvæmt ályktun um aðferðir við hvalveiðar séu stjórnvöld ekki eingöngu hvött til að leggja fram upplýsingar um hvalveiðar, heldur einnig sam- bærilegar upplýsingar um veiðar á öðrum stórum spendýrum. Í því sambandi sé áhugavert að skoða veiðar á þúsundum villtra úlfalda í Ástralíu, en dýrin séu skotin úr þyrlu. Auk þess séu milljónir kengúra veiddar árlega í landinu. Sagði Árni að í ljósi þess hversu mikinn áhuga Campbell hafi á aðferðum Íslendinga við hval- veiðar gerði hann ráð fyrir því að Ástralir muni leggja fram gögn um veiðar sínar á úlföldum og kengúrum. Fréttavefurinn news.com.au kveður Campbell hafa sagt: „Er maðurinn fífl? Er hann að fara fram á að við leggjum fram nákvæmar upplýs- ingar um líffjölbreytni á beitarlöndum á fundi um hvali? Þeir ættu að skammast sín fyrir þetta.“ Ekki vanur slíku orðbragði Segir Campbell ennfremur fráleitt að bera saman hvalveiðar og fækkun á kengúrum og úlf- öldum. Gífurleg fjölgun úlfalda og kengúra á bú- jörðum og beitarlandi í Ástralíu hafi leitt til þess að í umhverfisverndarskyni hafi reynst nauðsyn- legt að fækka þessum dýrum. „Að láta sér detta í hug að bera saman fækkun á kengúrum, sem gerð er í því skyni að vernda umhverfið, og hval- veiðar er hneykslanlegt,“ er haft eftir Campbell. „Ég er afskaplega hissa á þessu orðbragði mannsins,“ segir Árni Mathiesen um orðljótar athugasemdir Campbells. Árni telur það síst venju í samskiptum milli vestrænna ríkja að leggja sér slík fúkyrði í munn. „Það var ekki eins og við værum að gagnrýna hann beinlínis fyrir þessar aðgerðir þeirra, en ég hef greinilega hitt á einhvern veikan blett. Ég var eingöngu að minna hann á að skila inn upplýsingum sem Ástralir hafa beðið hann um að skila inn. Ég mun auðvitað svara þessu efnislega á næstu dögum, en ég þarf eiginlega að leita mér upplýsinga hjá mér fróðari mönnum um hvernig maður svarar svona orðbragði. Maður er bara ekki vanur því að menn tjái sig svona á þessum vettvangi.“ „Er maðurinn fífl?“ Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Ian Campbell Árni M. Mathiesen „Ég er afskaplega hissa á þessu orðbragði mannsins,“ segir Árni Mathiesen TRYGGVI Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu, segir að Neytendastofa muni beita sér fyrir því að rann- sóknir verði gerðar á sviði neyt- endaverndar. Neytendastofa er ný ríkisstofnun til húsa í Borgartúni 21, þar sem koma undir einn hatt þær stofnanir sem áður hétu Samkeppn- isstofnun og Löggildingarstofa en þær hafa nú verið lagðar niður. Und- ir Neytendastofu heyrir einnig nýtt embætti talsmanns neytenda og hef- ur Gísli Tryggvason tekið við því. Forstjóri Neytendastofu er Tryggvi Axelsson og segir hann að hin nýja stofnun muni starfa að stjórnsýsluverkefnum á sviði neyt- endamála og annast meðal annars framkvæmd laga um rafmagns- öryggi, öryggi almennrar fram- leiðsluvöru, mælifræði, faggildingu, eftirlit með óréttmætum við- skiptaháttum og gagnsæi markaðar- ins. Tryggvi segir að Neytendastofa muni einnig beita sér fyrir því að rannsóknir verði gerðar á sviði neyt- endaverndar. Hann segir neytenda- mál sífellt færast yfir á breiðara svið. Nauðsynlegt sé að uppfræða neytendur um hvað sé eðlilegt í neytendavernd og að auka veg neyt- endafræðslu í skólum. Þetta segir hann öllum til hagsbóta, því þeim sem hlusti á og virði sjónarmið við- skiptavinarins reiði betur af í sam- keppninni. Samkomulag er meðal ríkja innan ESB um að senda sín á milli tilkynningar um hættulegar vörur eða efni sem eru á markaðnum og þá mun Neytendastofa kanna hvort viðkomandi vara eða efni sé á markaði hér á landi. Tryggvi tekur fram að lyfjaeftirlit sem og mat- vörueftirlit falli ekki undir Neyt- endastofu. Áhrifavald ekki ákæruvald Gísli Tryggvason, nýr talsmaður neytenda, segir embætti sitt ekki ósvipað embætti umboðsmanns barna, hann hafi áhrifavald en ekki ákæruvald. Honum sé ætlað að standa vörð um hagsmuni og rétt- indi neytenda, gefa út rökstuddar álitsgerðir, gera tillögur um úrbæt- ur, kynna reglur um neytendamál, leiðbeina um meðferð ágreinings- mála og bregðast við brotum gegn réttindum og hagsmunum neytenda. Þar sem embættið er enn í mótun mun Gísli núna fyrstu vikuna í sept- ember vera með svokallaða símaviku þar sem hann tekur við ábendingum frá landsmönnum og þeir geta tjáð hug sinn um hvar þeir telja skóinn helst kreppa í neytendamálum. Símanúmerið sem hægt er að hringja í þessa símaviku er 510– 1121. Neytendastofa og talsmaður neytenda undir sama þaki Unnið verði að nýjum rannsóknum á sviði neytendaverndar Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, og Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, kynna hina nýju stofnun á blaðamannafundi. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ sér ekki ástæðu til að gera at- hugasemdir vegna sölu á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Sím- anum til Skipta ehf. og mun greiðsla kaupverðsins sem nem- ur 66,7 milljörðum króna og af- hending hlutabréfanna fara fram 6. september næstkom- andi að því er fram kemur í til- kynningu til Kauphallar Ís- lands. Í tilkynningu Samkeppniseft- irlitsins til hlutaðeigandi vegna kaupanna segir orðrétt: „Sam- keppniseftirlitið hefur haft til skoðunar og umsagnar sam- runatilkynningu, dags. 12. ágúst 2005, vegna kaupa Skipta ehf. á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Landssíma Íslands hf. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til athugasemda vegna þessara kaupa.“ Samkeppniseftirlitið Engar at- hugasemd- ir við sölu Símans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.