Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bagdad. AP, AFP. | Stjórn Íraks sætti í gær vax- andi gagnrýni vegna troðningsins sem kostaði nær þúsund manns lífið í Bagdad í fyrradag þegar rúm milljón sjíta tók þátt í trúarhátíð í borginni. Nokkrir þeirra sem fórust voru born- ir til grafar í gær og þúsundir manna voru við útfarirnar. Embættismenn í íraska innanríkisráðuneyt- inu sögðu að 965 manns hefðu látið lífið í troðn- ingnum. Um 815 manns slösuðust og 200 þeirra voru enn á sjúkrahúsi í gær. Nokkrar pólitískar hreyfingar í Írak sökuðu stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrver- andi forseta, og trúarofstækismenn úr röðum súnníta um að hafa valdið troðningnum með því að koma af stað orðrómi um yfirvofandi hryðjuverk og valda þannig ofsahræðslu á trúarhátíð sjíta. Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, fyrirskipaði rannsókn á tildrögum troðnings- ins. Hann sagði að ríkið myndi greiða fjöl- skyldum þeirra sem létu lífið bætur að andvirði þriggja milljóna dínara, 126.000 króna, á hvern mann sem fórst. Ráðherrar fari frá Nokkrir þingmenn úr röðum sjíta kröfðust þess að ráðherrum innanríkis- og varnarmála yrði vikið frá fyrir að hafa ekki tryggt öryggi fólksins á trúarhátíðinni. „Þetta er afleiðing ófullnægjandi frammi- stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherranna og hún stuðlaði að þessu mikla manntjóni,“ sagði þingmaðurinn Baha al-Aaraji, sem teng- ist Muqtada al-Sadr, róttækum klerki sjíta. „Þeir ættu að koma fyrir þingið til yfirheyrslu. Ef sannað verður að þeir hafi ekki uppfyllt skyldu sína ættu þeir að víkja og koma fyrir rétt.“ Jalal Talabani, forseti Íraks, sem er Kúrdi, sagði að stjórnin ætti að fyrirskipa „heiðarlega rannsókn til að ganga úr skugga um hvernig brotalamir tvöfölduðu manntjónið“. Heilbrigðisráðherra Íraks, Abdul Mutalib Mohammad Ali, hvatti ráðherra innanríkis- og varnarmála til að segja af sér fyrir að hafa ekki gert nægar ráðstafanir til að vernda mann- fjöldann. Jaafari forsætisráðherra hafnaði þessari kröfu í gær og sagði að ráðherrarnir hefðu gert allt sem á valdi þeirra stæði til að tryggja öryggi fólksins. Hann gagnrýndi einn- ig Ali fyrir að veitast opinberlega að ráðherr- unum. Lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg í land- inu vegna harmleiksins. Leiðtogar sjíta, þeirra á meðal Ali al-Sistani erkiklerkur, hafa hvatt þá til að sýna stillingu þar sem þeir óttast að harmleikurinn leiði til frekara ofbeldis. Stjórn Íraks gagnrýnd vegna manntjónsins Rannsókn á tildrögum troðningsins fyrirskipuð Syrgjandi vinir og ættingjar eins þeirra sem fórust í troðningnum í Bagdad bera líkkistu hans. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær að skipulögð hefði verið mesta neyðaraðstoð sem sögur fari af í Bandaríkjunum til hjálpar fórnarlömbum fellibyls- ins Katrínar, sem skall á nokkrum sambandsríkjum við Mexíkóflóa á mánudag. Forsetinn sagði að um einhverjar mestu náttúruhamfarir í sögu landsins væri að ræða. „Upp- byggingin mun taka langan tíma … mörg ár,“ sagði forsetinn eftir að hafa kannað ástandið úr lofti. Ekki er enn ljóst hve margir létu lífið í hamförunum en óttast að um þúsundir sé að ræða, eignatjónið er gífurlegt og milljónir manna eru enn án rafmagns. „Tala látinna á eftir að hækka geysilega,“ sagði Harold Cross, undirhershöfðingi og yfirmaður þjóðvarðliðsins í rík- inu Mississippi, en þar er talið að manntjónið hafi verið mest. Herskip send til Mexíkóflóa Varnarmálaráðuneytið í Wash- ington hefur sent fjölda hermanna, herskipa og þyrlna til að aðstoða við hjálparstarfið en sums staðar er enn verið að ná í fólk sem hefst við á húsþökum á flóðasvæðunum. Flugvélamóðurskipið USS Harry S. Truman verður sent að strönd- inni við Mexíkóflóa og verður notað sem fljótandi miðstöð fyrir björg- unaraðgerðir. Víða er skortur á mat og nothæfu drykkjarvatni. Ljóst er að finna þarf bráðabirgða- heimili handa mörg hundruð þús- und manns og enn fljóta lík á göt- um New Orleans og víðar. Miklir hitar eru á svæðinu og óttast að sjúkdómar eins og kólera geti breiðst út þegar líkin fara að rotna. „Ég hef fullan skilning á því að fólk vill að aðgerðirnar hefðu hafist í gær,“ sagði Bush í útvarpsviðtali í Hvíta húsinu í gærmorgun. „Ég skil vel kvíða fólks … En ég vil að fólk viti að von er á mikilli aðstoð,“ sagði forsetinn. Hann sagði að taka yrði hart á öllum sem misnotuðu sér neyðarástandið með því að stela og ræna, einnig yrði að refsa þeim sem notfærðu sér skort á bensíni til að okra á fólki eða reyndu að svindla á trygginga- félögum. Bush var gagnrýndur í fjölmiðl- um fyrir að bregðast of seint við ástandinu og birti dagblaðið The New York Times hvassyrtan leið- ara í gær þar sem Bush var sagður hafa sýnt skort á leiðtogahæfileik- um. Einnig er gagnrýnt að ekki hafi verið veitt nægilega mikið fé til að efla flóðavarnir við New Or- leans síðustu árin þótt margir sér- fræðingar hafi lengi varað við því að öflugustu fellibyljir gætu valdið miklu manntjóni á svæðinu ef flóð- garðar brystu. Borgin liggur að miklu leyti undir sjávarmáli. Skotið á björgunarþyrlu Byrjað var að flytja nauðstadda frá Superdome-leikvanginum til Houston í Texas-ríki í gær en þar er ætlunin að allt að 25.000 manns fái bráðabirgðahæli á gömlum leik- vangi, Astrodome. Aðstæður á Astrodome þykja mun betri en á Superdome, þar er loftkæling, sem ekki var fyrir hendi á Superdome. Lasburða fólk var flutt á brott frá New Orleans þegar í gærmorgun og farið var með það í neyðarskýli í borginni Baton Rouge í Louisiana. Björgunaraðgerðum við Super- dome-leikvanginn var þó slegið á frest í gær þegar skotið var á Chinook-herþyrlu sem notuð var til að ná í nauðstatt fólk á leikvang- inum. Einnig var talsvert um íkveikjur í hverfinu við leikvanginn sem torveldaði strætisvögnum að aka þangað og lýstu sumir ástand- inu sem skelfilegri ringulreið vegna þess að allt of fáir lögreglu- menn væru á staðnum. Fjöldi fólks úr húsum í grennd við Superdome-leikvanginn flykkt- ist að honum til að fá far með vögnunum. Heimildarmenn sögðu að bráðaliðar, sem sendir hefðu verið til að veita aðstoð í borginni, væru víða dauðskelfdir vegna þess að margir hinna nauðstöddu á leik- vanginum og annars staðar veifuðu byssum. Er fullyrt að í sumum hverfum hafi vopnaðir glæpamenn bókstaflega tekið völdin. Ráðamenn í Louisiana vilja að allir íbúar New Orleans sem eftir eru yfirgefi staðinn sem fyrst og mun vera áformað að senda mörg þúsund lögreglumenn og þjóðvarð- liða af stað til að koma á lögum og reglu. Ljóst þykir að flestir hinna 80.000 borgarbúa sem enn eru eftir af þeim 200.000 sem ekki héldu á brott þegar viðvaranir bárust um helgina séu úr röðum fátækra blökkumanna. Mörg þúsund manns höfðust enn við á Superdome-leikvanginum síð- degis í gær, þrátt fyrir rafmagns- leysi og yfirfull salerni. Skothríðin á þyrluna kom í kjölfar fregna um vaxandi ofbeldi og þjófnað í borg- inni. Ray Nagin borgarstjóri hefur skipað mestöllu lögregluliði borg- arinnar að hætta neyðaraðstoð og snúa sér að því að koma böndum á þjófa. Skotið hefur verið nokkrum sinnum á lögreglumenn og flutn- ingabílum með birgðum til nauð- staddra er sagt hafa verið rænt. Hætta á sjúkdómum Nær ekkert nothæft drykkjar- vatn er í New Orleans, fimm millj- ónir manna á hamfarasvæðunum eru án rafmagns og rotnandi lík mörg hundruð fórnarlamba flóð- anna fljóta í vatnsborðinu víða um borgina. Eru sjúkdómar á borð við kóleru taldir geta breiðst út. Drjúgur hluti af olíuiðnaði Banda- ríkjanna er á hamfarasvæðunum og er vitað um alls 20 borpalla á Mexíkóflóa sem virðast hafa slitnað upp og eru horfnir. Ríkisstjórnin í Washington hefur þegar gripið til þess ráðs að opna olíubirgðastöðv- ar sem ætlaðar eru til að bregðast við í neyðartilfellum. Er vonast til að þannig megi draga úr verð- hækkunum á eldsneyti. Bush heitir mikilli neyðaraðstoð Mikið um rán og gripdeildir á flóða- svæðunum í New Orleans, varað við hættu á kólerufaraldri ()*+),- ./-(!00 ,120 ,- &(* '-( ** *  *   *  *  ! * $ Q" !  8" ,  "      " = -./+0ABO( - %   % ,%    $.0      , % 8 3 ,    '0* ,8  C6" ; 8 ; , % 123/34)5361 7% %&&  ,%  (    <8P >8  8" 83 8     ", 3% C,8   '  ,  8 3  "  6 ; '0   ) ,% &     -     8 % 9   % * :7 ";  77 < 8 " ," 8 *  '0 "8" -=: -5>6461 =? A" " $ 3 " $  :( ** 8  %  (  % (   ,%   6 ; 8 *  '0 "8"  4  & >414 @*  "    ,!"" ; ! , -!   '=  J 3 "   <    ,8"  ,"  0 3 1   8   3       2 ##$ 8   A$ ,%*%  6 ; '0   B% % !    #$ 8  (C C %* * () (< ( AB<<B BB ); 8 "  8'  -B>)-4( :6446446DD6 : 8% %*   1%E 5%  8% %(   % 8   8 C     **   &%*F  %  C    (  ,* $ -%  (  %    ! C* %*    %(  * 1%E 5%   *     % /   8 ;* 8 " 6J 3   $  " ;" ; ,8"   -3+0(-                 $  .8 N 8 (6"*  ,0  :" "*  "  :  % * !  &%% G 8 3 ,   " 0 8  3J. # ' "" , '8 ; ! )      &&         * *% 8  &   & *  8  * , *%   8% ,!" 3 , ", "  " ; ", "   !"##"  #$ %  % & =         (   (F *%   * $  4&% 0*% %   *% R %   8 8 ; '   Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.