Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í LEIÐARA Morgunblaðsins föstudaginn 26. ágúst er fjallað um mönnunarvandamál á dvalarheim- ilum fyrir aldraða. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Þótt þjónustan sé áfram fjármögnuð af almannafé, fer ekki á milli mála, eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á, að með einkarekstri og sam- keppni má tryggja betri nýtingu fjár- muna, meiri sveigj- anleika og betri kjör starfsmanna. Það er t.d. umhugsunarvert, sem kemur fram í Morgunblaðinu ídag, að hið einkarekna hjúkrunarheimili Sól- tún hefur nú þegar mannað allar stöður fyrir veturinn og telur sig vel samkeppnisfært, þótt aðrir séu ívandræðum.“ Kvöldið áður var hamrað á því í Ríkissjónvarpinu að „hið einkarekna“ Sóltún væri búið að leysa sín mönnunarvandamál. Öðru máli gegndi um aðrar stofn- anir. Mjög eindregið var svo að skilja á fréttinni að allt væri þetta einkarekstri að þakka. Nú skulum við láta liggja á milli hluta hvar einkarekstur eigi við og hvar ekki. Á því eru mismunandi skoðanir og því álitamál. Staðreyndir eru hins vegar ekki álitamál. Þess vegna eru þær kallaðar staðreyndir. Framhjá stað- reyndum virðast mér bæði frétta- stofa Sjónvarps og leiðarahöfundur Morgunblaðsins horfa í þessu máli. Sú staðreynd sem þessir aðilar horfa framhjá er sú að dvalarheimilum fyrir aldraða er gróf- lega mismunað af hálfu fjárveitingavaldsins. Hlutafélagið Sóltún fær þannig hlutfalls- lega miklu meira fjár- magn úr ríkissjóði en aðrar öldrunarstofn- anir, hvort sem þær eru sjálfseignarstofn- anir eða í öðrum sam- félagslegum rekstri. Samningurinn er mun hagstæðari og allt vísi- tölubundið í bak og fyr- ir. Verði lyfjakostnaður meiri en gert er ráð fyrir í samn- ingnum þá borgar ríkið, gagnstætt því sem gerist hjá öðrum stofnunum; allur byggingarkostnaður er greidd- ur gagnstætt því sem er hjá öðrum. Ég vil taka það skýrt fram að allt þykir mér þetta vera í lagi að því til- skildu að mismunun gagnvart öðrum stofnunum verði afnumin. Samningar við Sóltún og aðrar stofnanir eru ekki eins upp byggðir einsog að framan greinir og þarf nokkra yfirlegu til að rýna í sam- anburðinn. Að mínu frumkvæði gerði Ríkis- endurskoðun úttekt á þessum mis- mun á sínum tíma og staðfesti að um umtalsverðan mun væri að ræða. Og hver skyldi hafa verið skýring Ríkis- endurskoðunar á því að ríkisvaldið var gjöfulla á skattfé til Öldungs hf. en til annarra dvalarheimila fyrir aldraða? Hin síðarnefndu, sagði Ríkisendurskoðun, „eiga að jafnaði ekki að sýna hagnað af starfsemi sinni. Að sjálfsögðu á slíkt ekki við um hlutafélög og aðra sambærilega einkaaðila á borð við Öldung hf. For- svarsmenn félagsins hljóta að gera eðlilegar kröfur um hagnað af starf- semi fyrirtækisins.“ Þar fengum við það. Hlutafélagið átti m.ö.o. að fá meira skattfé en önnur heimili fyrir aldraða til að geta greitt hluthöfum arð! Hvernig birtist svo þessi mis- munun í raunveruleikanum? Skýra má muninn með því að bera saman framlög til Sóltúns og Vífilstaða en bæði þessi heimili taka 90% nýrra innlagna beint af sjúkrahúsum. Þeg- ar framlag á fjárlögum er skoðað til þessara tveggja stofnana, fjöldi vist- manna gaumgæfður og síðan reikn- að út hvað Vífilstaðir ættu að fá ef framlögin væru samkvæmt sömu forsendum og hjá Sóltúni ættu Víf- ilstaðir að fá 76 milljónum krónum meira á ári en nú er raunin. Ef þessi samanburður væri heimfærður á Grund myndi sú stofnun fá 273 millj- ónum krónum meira en nú er. Um þetta sagði yfirlæknirinn á Skjóli í ársskýrslu sem birt var 14. mars 2003: „Það er hins vegar mikið undr- unarefni, hve mismunur milli heim- ila og vistmanna þeirra vex.“ Skýr- ingin er augljós sagði hann ennfremur, „sá óhjákvæmilegi mun- ur hlýtur að vera augljós á verktaka- kostnaði aðila sem annars vegar reiknar sér og hluthöfum sínum 15% arð af starfseminni og hins vegar sjálfseignarfélögum sem hafa það eitt á stefnuskrá að skrimta halla- laus frá ári til árs.“ Ég hef oft vikið að þessu málefni í skrifum, m.a. hér í Morgunblaðinu. Sannast sagna hefur það komið mér á óvart hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt því hróplega ranglæti og mismunun sem dvalarheimili aldr- aðra búa við, að ekki sé minnst á hagsmuni skattgreiðenda. Ég vil leggja ríka áherslu á að ég sé ekki ofsjónum yfir framlagi til þeirrar ágætu stofnunar sem Sóltún er, að því undanskildu að sjálfsögðu, að skattfé, sem varið er til velferðar- mála á að mínu mati ekki erindi í vasa fjárfesta. Mér svíður hins vegar að ekki sé búið eins vel að öðrum stofnunum hvað opinber fjárframlög snertir. Þetta misrétti má ekki líðast leng- ur. Þegar þetta hefur verið lagað verða fyrst komnar sanngjarnar for- sendur fyrir samanburð af því tagi sem leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins og Fréttastofa Sjónvarpsins hafa gert að umtalsefni. Aðstaða hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði jöfnuð Ögmundur Jónasson fjallar um kjör aldraðra ’Sannast sagna hefur það komið mér á óvart hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt því hróplega ranglæti og mismunun sem dvalarheimili aldraðra búa við.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. SKIPULAGIÐ í Reykjavík er að vanda mál málanna þegar kemur að borgarpólitíkinni. Undirritaður er kannski ekki alltaf sammála mikilvægisstuðlinum og finnst stundum halla á málaflokka eins og skólamál og félagsmál. En það er ekki mitt að dæma um það hvað eigi og eigi ekki að vera mik- ilvægasta málið í dag. Hér kemur því stutt innlegg í skipulags- umræðuna. Í miðri Reykjavík er nokkuð fallegur grasbali með trjám og tjörn í kring. Þetta er Hljóm- skálagarðurinn en þar má vel fara í pik- nik ef vindáttin er hagstæð og ef slökkt er á hinum einkar hallærislega gos- brunni sem þrátt fyr- ir fyrirheit um annað blæs gjarnan tjarn- argrútnum yfir göngustíga. Það er hinsvegar ljóst að nýting garðsins er ekki sem skyldi og er það fremur sorglegt í ljósi þess að þetta er grænt svæði á besta stað í borginni. Fyrir stuttu var dregin fram í dagsljósið gömul hugmynd um byggingu kaffihúss í garðinum. Það er frábær hugmynd og gæti verið vísir að endurnýjun lífdaga fyrir þennan yfirgefna garð. Það mætti gera miklu meira við Hljómskálagarðinn. Það er t.d. óskiljanlegt hvers vegna Árbæj- arsafninu var valinn staður í Árbæ (kannski var bara búið að skíra það áður en húsin voru flutt). Hrafn Gunnlaugsson kom með frá- bæra hugmynd fyrir nokkrum ár- um sem fólst í því að flytja gömlu húsin úr Árbænum í Hljóm- skálagarðinn. Þetta er góð hug- mynd. Hljómskálagarðurinn og tjarnarsvæðið sunnanvert tæki stórkostlegum framförum fyrir vikið. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er sígilt deilumál. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar í þessu samhengi og sýnist sitt hverjum. Nýverið kom enn ein patentlausnin fram sem felst í því að byggja nýjan flugvöll 500 m frá núverandi flugvelli – bara úti í sjó. Hér er vond hug- mynd á ferðinni og aldrei þessu vant var leiðarahöfundur Morg- unblaðsins á tánum og gagnrýndi vitleysuna. Þvílík sóun á almannafé að henda 13 milljörðum í nýjan flugvöll til þess eins að stinga dúsu upp í þá sem eru óánægðir. Það er alveg sama hvað reynt er það er aldrei hægt að gera öllum til hæf- is. Pólitík sem gengur út á það að friða fólk í stað þess að taka af skarið og hafa dug og þor er bara leiðinleg framsóknarmennska. Hvaða framtíðarsýn er það að hafa tvo stóra flugvelli á 25 km radíus? Í ljósi tækniþróunar sl. 50 ára mætti ætla að 25 km vegalengd (í lofti) verði orðin að engu eftir 50 ár. Hvers vegna þá að byggja nýjan flugvöll? Kefla- vík er alltaf að færast nær og nær og þar er ein af lengri flug- brautum Evrópu og þar er svæðið sem ætti að verða framtíð- armiðstöð innan- og utanlands flug- samgangna okkar Ís- lendinga. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er liðin tíð. Hann truflar og tekur pláss. Það sem meira er: það er ekki þörf fyrir hann. Það er skammsýni að halda að ferðatími farþega af landinu muni lengjast svo nokkru nemi – sé litið lengra en til allra nánustu framtíðar. Hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum eru í besta falli slæmar og í versta falli ef fram ná að ganga heimskuleg sóun á almannafé. Borgin skipulögð Grímur Atlason fjallar um skipulagsmál Grímur Atlason ’Burt með flug-völlinn og setj- um Árbæj- arsafn í Hljómskála- garðinn.‘ Höfundur situr í stjórn VGR. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar Hvernig heilsast á morgun Glæsilegur blaðauki um heilsu og hollan lífsstíl fylgir Morgunblaðinu á morgun. Meðal efnis er líkamsrækt, heilsufæði, jógaiðkun, betri svefn, sykurlaust mataræði, leiðir til að hætta að reykja, mikilvægi slökunar og margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.