Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LEGGJA á aukið fé til leikskóla og tóm- stundaheimila Reykjavíkur til þess að slá á vandamál vegna skorts á starfsfólki. Auk þess verður samninganefnd falið að ná samningum við stéttarfélög ófaglærðra starfsmanna fyrir 1. október, en samningar renna ekki út fyrr en í lok nóvember. Þetta kemur fram í tillögum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra, sem hún ætlar að leggja fyrir næsta fund borgarráðs, en hún kynnti tillögurnar á foreldrafundi á leikskólanum Grandaborg síðdegis í gær. „Flestir aðrir aðilar á vinnumarkaði luku gerð kjarasamninga í vor, sem hefur fært manna, E víkurbor Steinu samning ræður se kjarasam samning lok nóve og yfirvi ónum kr nær nýr Steinunn Spurð muni haf legu leyt segir Ste neinar k starfsmönnum þeirra kjarabætur umfram það sem starfsmenn borgarinnar hafa haft. Þess vegna hefur bilið breikkað. Ég vil flýta samningaviðræðum svo það sé hægt að bæta kjör þessa fólks sem fyrst,“ segir Steinunn. Kostar 20–50 milljónir fram að samningum Hún segir að lausnin á þeim vanda sem nú er uppi verði að vera tvíþætt. Annars vegar þurfi að koma til sérstök fjárheimild til leik- skólanna og tómstundaheimilanna, sem muni gera yfirmönnum kleift að mæta starfs- mannaskorti tímabundið með aukinni yfir- vinnu og álagsgreiðslum þar til tekst að manna allar lausar stöður. Hins vegar þurfi að semja við stéttarfélög ófaglærðra starfs- Borgarstjóri með tillögu til lausnar á starfsmann Aukið fjárm nýir samning Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is „ÞAÐ ER mjög gott að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Helgi V. Guðmunds- son lögfræðingur. Helgi, sem er 67 ára að aldri, settist í helgan stein síðustu áramót, hefur ráðið sig til starfa á frí- stundaheimili sem Íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur rekur. Mikil mannekla hefur verið hjá leik- skólum og frístundaheimilum Reykja- víkur undanfarnar vikur og hefur reynst erfitt að fullmanna frístunda- heimili ÍTR. Í því ljósi hefur undanfarið verið biðlað til eldra fólks sem komið er út af vinnumarkaðnum að koma aftur til starfa. „Ég heyrði í hádegisfréttunum að það var auglýst eftir leiðbeinendum í frí- stundastarfið, svo ég hringdi og gekk frá umsókn og fór upp eftir daginn eft- ir,“ segir Helgi. „Ég hélt að ég tæki að mér starf sem frístundaleiðbeinandi frá fyrsta upp í níunda bekk en þegar ég kom á staðinn var mér sagt að þetta væru sex til níu ára krakkar. Ég vildi auðvitað ekkert bakka út úr þessu, svo skák, enda miki mennsku. „Ég le á að kynnast fól þekkja það með stig af stigi. Ég e krökkum, hef ke ari og líka grein inn er líka svo flj maður vinnur m er búinn áður en unnið svo mikið alltaf á eintali vi ég kann alltaf m við fólk en tölvu krökkunum á fr mjög lifandi star sem fer í þetta. É tíma í senn. Þett veit af, krakkar kennum hvort ö ég kann ekki ke það var hringt í mig daginn eftir og ég var ráðinn.“ „Ég hef gaman af mannlegum sam- skiptum og börn eru líka fólk. Ég er bara að prófa þetta, réð mig til fyrsta október, rétt rúman mánuð. Það sem ég hef áhuga á er að fá kennslu í ein- hverjum af grunnskólunum á höf- uðborgarsvæðinu í hlutastarfi og þá helst sem forfallakennari. Ég var við kennslu í þrjú ár frá 1996–9, eitt ár á Siglufirði og tvö ár í Garðinum. Þá var auðvelt að fá vinnu sem leiðbeinandi. Nú er nóg af kennurum í Reykjavík og ég tek því að mér þetta tómstundaleiðbein- andastarf til að byrja með.“ Kennir börnunum að tefla „Mér finnst alveg frábært að vinna með börnum,“ segir Helgi, sem meðal annars kennir krökkunum á frístundaheimilinu Mjög lifandi starf Helgi V. Guðmundsson lögfræðingur hefur meðal annars ke teigsskóla að tefla. Hér fylgist hann með viðureign þeirra E Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Lögfræðingur á eftirlaunum leiðbeinir á frístundahei „ÆTLAR Reykjavíkurborg að reka gæsluheimili eða leikskóla? Það er grundvallarspurningin í dag,“ segir Sóley Stefánsdóttir, móðir fjögurra ára drengs sem lendir í vanda vegna lokana á leikskólanum sínum í september. Hún segir að ef kalla eigi leik- skólann fyrsta skólastigið þurfi að sýna metnað til þess að ráða hæft starfsfólk á viðunandi launum. Fjöldi foreldra er í þeirri stöðu að þurfa að taka börn sín heim af leikskólum einhverja daga í september, eða þurfa að sækja þau fyrr á daginn. Sóley Stefánsdóttir og Þorsteinn H. Krist- vinsson, eiginmaður hennar, þurfa að kljást við hvort tveggja með fjögurra ára syni sínum, Birki Erni, sem er á leikskólanum Laufskálum. Á næstu þremur vikum þarf Birkir Örn að vera tvo daga heima, og segir Sóley að hún og maður sinn þurfi að taka hvort sinn frídaginn til þess að vera heima með syninum. Auk þess loki leikskólinn kl. 16, en ekki kl. 17:30 eins og verið hefur, svo þau þurfi nú að sækja Birki Örn fyrr á daginn. Sóley tekur þó fram að hún áfellist alls ekki starfsfólk leikskólans, það geri sitt besta í erfiðum aðstæðum. Samfélagslegt vandamál „Ef ég er heima vantar önnur 18 börn kennslu, svo þetta hefur keðjuverkandi áhrif út í samfélagið,“ segir Sóley, sem starfar sem kennari í Grunnskóla í Grafarvogi. við leikskólana, þetta er samfélagslegt v um börnin okkar ekki hærra en þetta, o fólk sé tilbúið til að sinna þeim fyrir nán Sóley. Sóley er menntaður uppeldisfræðing kvætt að mikið sé um mannabreytingar hún ástandið hafa versnað mikið síðan e 12 ára í dag, var á leikskóla. „Fyrstu þrj skipta mestu máli varðandi tengslamyn við ákveðið öryggi. Sum börn þola það a hræra í umhverfi þeirra, en mikið af bör og þá þurfum við bara að hafa enn meir þegar fram líða stundir. Ef við ætlum að hrynur það sem við byggjum ofan á það Taka sér frí til að vera heima með syninum Sóley með son sinn, Birki Örn Þorstei FRÍVERZLUNARSAMNINGUR TIL FYRIRMYNDAR Samningur Íslands og Færeyjaum hér um bil fulla og algjörafríverzlun, sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra undirritaði fyrir Ís- lands hönd í Þórshöfn í fyrradag, er fyrir ýmissa hluta sakir merkilegur. Í fyrsta lagi bindur hann okkur og frænd- og vinaþjóð okkar Færeyinga enn nánari böndum en áður. Líkt og utanríkisráðherra sagði, eiga litlar þjóðir að vinna saman og styðja hver aðra. Ákvæði samningsins, ekki aðeins um viðskipti heldur jafnframt um gagnkvæman rétt Íslendinga og Fær- eyinga hvað varðar heilbrigðisþjón- ustu, menntun, menningarmál og þátt- töku í sveitarstjórnarkosningum, stuðla að enn nánara samfélagi þjóð- anna. Samningurinn gengur jafnvel lengra á sumum sviðum en samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið, sem Færeyjar eiga ekki aðild að. Nú munu Færeyingar eiga nánast sama rétt á Íslandi og Íslendingar sjálfir og öfugt. Þetta er rökrétt framhald af aldalöngum jákvæðum samskiptum þjóðanna. Það er sömuleiðis jákvætt að gert er ráð fyrir að Grænlendingar geti gerzt aðilar að þessum samningi þegar fram líða stundir. Þannig væri orðið til vest-norrænt efnahagssvæði, sem myndi treysta böndin milli ey- þjóðanna í Atlantshafi. Í öðru lagi færir samningurinn, eins og allir aðrir fríverzlunarsamningar, báðum löndum ný tækifæri í viðskipt- um. Heimamarkaður bæði íslenzkra og færeyskra fyrirtækja stækkar. Ís- lenzkar fjárfestingar í Færeyjum eru nú þegar talsverðar, t.d. í verzlun á vegum Haga og í fjarskiptaþjónustu á vegum Dagsbrúnar. Færeyingar hafa einnig haslað sér völl í íslenzku við- skiptalífi; þeirra fremstur Jákup Jac- obsen, sem m.a. hefur byggt upp Rúmfatalagerinn, eitt af þeim fyrir- tækjum sem mest hafa gert til að lækka vöruverð á Íslandi. Gera verður ráð fyrir að samningurinn ýti enn frek- ar undir gagnkvæmar fjárfestingar og efli samkeppni á báðum mörkuðum til hagsbóta fyrir neytendur. Í þriðja lagi er fríverzlunarsamning- urinn við Færeyjar afar athyglisverð- ur að því leyti að hann nær til landbún- aðarafurða jafnt og annarra vara. Til þessa hafa íslenzk stjórnvöld ekki ver- ið til viðræðu um fríverzlun með land- búnaðarafurðir. Líkast til verða ákvæði samningsins um landbúnað að skoðast í því ljósi að Færeyingar flytja nánast ekkert út af landbúnaðarvörum til Íslands og íslenzkir bændur fá því litla samkeppni frá færeyskum. Auð- vitað getur það breytzt, ef Færeyingar sjá ný markaðstækifæri hér á landi. Hins vegar vilja Færeyingar gjarnan íslenzkar landbúnaðarafurðir og ný sóknarfæri skapast fyrir íslenzkan landbúnað með þessum samningi. Engu að síður hljóta íslenzkir neyt- endur að vona að þessi samningur sé aðeins sá fyrsti, þar sem samið er um fríverzlun með landbúnaðarvörur; að í kjölfarið fylgi fríverzlunarsamningar, sem auka í raun og veru samkeppnina á búvörumarkaðnum og stuðla að lækkuðu verði. Að því leyti er þessi samningur til fyrirmyndar. Loks bendir Davíð Oddsson á það í samtali við Morgunblaðið í gær að samningurinn byggist á fullkomnu trausti á milli landanna; engar eftir- litsstofnanir séu til að líta eftir því að ákvæði hans séu haldin. Þetta er óvenjulegt, en til marks um hin sér- stöku bönd, sem tengja Ísland og Fær- eyjar. SKELFILEGAR HAMFARIR Náttúruhamfarirnar í Bandaríkjun-um af völdum fellibylsins Katrín- ar eiga sér ekki hliðstæðu þar í landi. Ástandið í New Orleans og fleiri borg- um og bæjum við Mexíkóflóa er ólýs- anlegt. Fram hefur komið að eyðilegg- ingin sé enn meiri en í flóðbylgjunni miklu í Suðaustur-Asíu um síðustu jól, en að vegna góðs undirbúnings og brottflutnings íbúa hafi manntjónið orðið miklu minna en þar. Þó er nú ótt- azt að þúsundir manna hafi látizt og lík- in liggja sums staðar eins og hráviði. Það virðist á mörkunum að bandarísk stjórnvöld ráði við ástandið, sem hefur skapazt vegna hamfaranna. Rán og gripdeildir eru verulegt vandamál og margir íbúar flóðasvæðanna, sem ekki gátu komið sér burt, eru yfirvöldum ævareiðir fyrir meint aðgerðaleysi. Í gær var þannig skotið á margar björg- unarþyrlur og lögregla og hermenn urðu fyrir árásum. Hamfarirnar vestra sýna að jafnvel hinir stóru og voldugu eru berskjaldaðir fyrir ógnaröflum náttúrunnar. Við ættum ekki að hika við að rétta Bandaríkjamönnum hjálpar- hönd, ef þeir óska eftir aðstoð. MEIRI SAMKEPPNI Í MILLILANDAFLUGI Ákvörðun flugfélagsins Iceland Ex-press um að hefja áætlunarflug til sex nýrra staða í Evrópu, auk þeirra þriggja sem félagið flýgur nú til, er góð tíðindi fyrir neytendur. Félagið flýgur nú þegar til London, Kaupmannahafnar og Frankfurt-Hain í Þýzkalandi. Athygli vekur að af nýju áfangastöðunum sex eru aðeins tveir sem Icelandair þjónustar nú, þ.e. Stokkhólmur og Berlín. Aðrir áfanga- staðir eru Björgvin í Noregi, Gauta- borg í Svíþjóð og Hamborg og Fried- richshafen í Þýzkalandi. Þannig munu íslenzkum flugfarþeg- um standa til boða enn fleiri áfanga- staðir en áður. Jafnframt verður að gera ráð fyrir að aukin samkeppni leiði til þess að verð lækki í millilandaflugi. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóð, sem er jafnháð greiðum millilanda- samgöngum og Íslendingar, að hafa margar tengingar við útlönd á sem lægstu verði. Eftir því sem flugleiðum til landsins fjölgar má líka ætla að ferðaþjónusta styrkist er fleiri ferðamenn komast til landsins með beinu flugi. Brezka flugfélagið British Airways hefur boðað áætlunarflug hingað frá London næsta vor. Það er gott að fá er- lenda samkeppni inn á þennan markað og ekki óeðlilegt að erlend flugfélög sýni arðbærustu flugleiðunum til Ís- lands áhuga, rétt eins og íslenzk flug- félög auka umsvif sín erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.