Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 33 UMRÆÐAN ATHUGASEMDIR nefndar um afnám kynþáttamisréttis til ís- lenskra stjórnvalda birtust nú um daginn, eftir að sérfræðingar SÞ fjölluðu um skýrslu íslenskra stjórnvalda og viðbótarskýrslu frá Mannréttinda- skrifstofu Íslands (MRSÍ) um framfylgd alþjóðasamnings um afnám alls kyn- þáttamisréttis. Þótt nefndin telji margt vel gert í mál- efnum útlendinga og fólks af erlendum upp- runa þá bendir hún á ýmis atriði sem betur mega fara. Meðal til- mæla nefndarinnar er að stjórnvöld setji heildarlög til að vinna gegn kynþáttamisrétti, bæti af- greiðslu hælisumsókna og áfrýj- unarferli og endurskoði hina svo- kölluðu ,,24 ára reglu“ útlendingalaga. Ábendingar nefndarinnar merkja ekki endilega að Íslendingar standi sig verr en aðrar þjóðir í mannrétt- indamálum heldur er þeim ætlað að aðstoða stjórnvöld við að tryggja enn betur þau mannréttindi sem sett eru fram í alþjóðasamningnum. Því munu allir sem vinna að fram- gangi mannréttinda fagna tilmælum nefndarinnar. Hér vil ég beina sjónum að til- komu athugasemdanna frekar en ít- arlegu innihaldi þeirra. Álit nefndar SÞ er nefnilega áþreifanlegur árangur ákveðinnar faglegrar starf- semi sem tilefni er til að vekja at- hygli á. Athugasemd- irnar byggja á ýmsu starfi ríkisins og skýrslu yfirvalda, þekkingu sérfræðinga SÞ og dómgreind þeirra, og ekki síst starfsemi frjálsra fé- lagasamtaka, og þá helst starfi MRSÍ. Vinna allra þessara að- ila sameinast í til- mælum nefndarinnar sem eiga að vera okk- ur leiðarljós í öllu mannréttindastarfi. Virðing fyrir mannréttindum kemur ekki af sjálfu sér. Markvisst mannréttindastarf krefst þraut- seigju og mikillar vinnu sem oft er ekki mjög sýnileg. Að því leyti tel ég vert að vekja athygli á framlagi Mannréttindaskrifstofunnar til fyrrgreinds nefndarálits, sem e.t.v. er ekki öllum kunnugt. Með því að senda nefndinni viðbótarskýrslu og funda með sérfræðingum hennar stuðlaði hún að því að nefndin fengi heildstæða sýn á málaflokkinn. Það að helstu áhyggjumál skrif- stofunnar eru tekin upp í nefnd- arálit sjálfstæðrar, ópólitískrar sér- fræðinganefndar SÞ endurspeglar það góða starf sem skrifstofan vinn- ur. Engu að síður er það staðreynd að stjórnvöld hættu skyndilega stuðningi við skrifstofuna án við- unandi skýringa og er það mörgum okkar óskiljanleg ákvörðun. Í athugasemdum nefndarinnar er heitið á stjórnvöld að halda áfram stuðningi við MRSÍ. Á fundi nefnd- arinnar kom fram að íslensk stjórn- völd telja samstarf yfirvalda og fé- lagasamtaka á sviði mannréttinda afar mikilvægt og að framlag Mannréttindaskrifstofunnar hafi dýpkað og styrkt umræðuna. Því vænti ég þess að stjórnvöld fari að athugasemdum nefndarinnar hvað varðar fjárveitingar til MRSÍ. Þeir sem virða skoðanir annarra og eru tilbúnir að taka þátt í lýð- ræðislegri umræðu munu virða álit nefndarinnar. Dómsmálaráðherra hefur þegar sagst taka at- hugasemdirnar til skoðunar og vænti ég því jákvæðra viðbragða yf- irvalda sem miða að því að efla starf Mannréttindaskrifstofu Ís- lands og styrkja stöðu útlendinga og fólks af erlendum uppruna á öll- um sviðum mannlífsins. Álit SÞ á mannréttinda- málum á Íslandi Toshiki Toma fjallar um mannréttindastefnu SÞ ’Þeir sem virða skoð-anir annarra og eru til- búnir að taka þátt í lýðræðislegri umræðu munu virða álit nefndarinnar.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda.                    BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í LJÓSI þeirrar umræðu sem myndast hefur um viðhorf Íslend- inga til múslima vil ég leggja lóð mín á vogaskálarnar. Ég rek Jógamið- stöðina ehf. í Ármúla. Á sömu hæð og í næsta inngangi við mig má finna Félag múslima á Íslandi. Í tæp fjög- ur ár hef ég átt mjög góða sambúð við nágranna mína og mætt vinsam- legra viðmóti frá þeim en ég á að venjast. Samskiptin hafa kannski ekki verið mikil en mjög góð. Í stutt- an tíma í byrjun veru minnar í Ár- múlanum var samtengt rafmagn í þessum tveimur rýmum og var mér veittur fullur aðgangur að töflunni sem var staðsettur í þeirra rými. Á þriggja ára afmæli jógastöðvarinnar fyrir tæpu ári buðu þeir mér að fá lánuð borð, að fyrra bragði, sem ég þáði með þökkum. Múslimarnir hafa sýnt gestum mínum kurteisi og ég hef aldrei þurft að hafa afskipti af þeim vegna há- vaða eða slæmrar umgengni. Ég veit að þessi þægilega sambúð hefur slegið veru- lega á mína eigin fordóma á þess- um erfiðu tímum þegar neikvæð ímynd er dregin upp af herskáum múslimum í nánast hverjum einasta fréttatíma. Islam þýðir friður á arabísku og þeir músl- imar sem sækja félagið hér á landi virðast lifa í samræmi við það þrátt fyrir slæmt umtal. Ég hvet alla Ís- lendinga til að kynna sér trúar- brögðin fordómalaust og læra að lifa í sátt og samlyndi við þennan stækk- andi þjóðfélagshóp hér á landi. GUÐJÓN BERGMANN, Blönduhlíð 4, 105 Reykjavík. Góð sambúð við múslima Frá Guðjóni Bergmann, jógakennara og rithöfundi: Guðjón Bergman Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.