Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín Guðmunds-dóttir fæddist í Álftártungu á Mýr- um 4. júní 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness að morgni föstudaginn 26. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sesselja Þorvalds- dóttir, f. 4. maí 1888, d. 2. des. 1955, og Guðmund- ur Árnason, f. 21. sept. 1873, d. 9. des. 1954. Systkini Elínar eru tvíbura- systir hennar, Gróa, Júlía, f. 3. júlí 1921, Árni, f. 21. febr. 1923, Valgerður Anna, f. 9. febr. 1925, og uppeldisbróðir hennar, Magn- ús Halldórsson, f. 6. nóv. 1933. Hinn 4. maí 1941 giftist Elín eftirlifandi eiginmanni sínum Finni Einarssyni, bónda, f. 6. okt. 1917, frá Háhóli á Mýrum, sem ættaður er af Kjalarnesi. Foreldr- ar hans voru Einar Ingvi Finns- son, f. 27.5. 1888, d. 29.3. 1952, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 26.9. 1887, d. 21.4. 1919. Fósturmóðir Finns og seinni kona Einars var Sólveig Sigurðardóttir, f. 29.9. 1884, d. 23.3. 1962. Börn Elínar og Finns eru: 1) Sólveig Sigríður, f. 24.8. 1941, maki Þorsteinn Hlíð- dal Vilhjálmsson, f. 21.4. 1941, þeirra börn eru: a) Svanur, f. 26.11. 1963, b) Borgar, f. 13.7. 1968, c) Sigrún, f. 25.4. 1974 og d) Smári, f. 18.10. 1975. 2) Guð- mundur, f. 19.7. 1943, maki Jenný Svana Halldórsdótt- ir, f. 12.2. 1947, þeirra börn eru: a) Halldór, f. 12.2. 1968, b) Finnur, f. 22.9 1971, c) Elín, f. 29.11.1977, og d) Sigurbjörn Ingi, f. 24.9. 1981. 3) Sess- elja Valdís, f. 12.10. 1944, maki Kristján Björnsson, f. 8.11. 1943, þeirra börn eru: a) Herdís Birna, f. 8.2. 1964, b) Elín, f. 3.12. 1966, c) Eygló, f. 5.9. 1974, og d) Guðmundur, f. 3.5. 1978. 4) Gróa, f. 12.8. 1951, maki Ólafur Ingi Jónsson, f. 11.5. 1957, þeirra börn eru: a) Daði Jörgensson, f. 24.10. 1980, b) Sigríður, f. 18.1. 1991, og c) Finnur, f. 12.8. 1992. Barna- barnabörn Elínar eru 12. Uppeld- issonur Elínar og Finns er Einar Ingvi Einarsson, f. 9.3. 1951, maki Ingibjörg Sverrisdóttir, þau eiga sex börn. Elín ólst upp í Álftártungu hjá foreldrum sínum og systkinum en fluttist ásamt manni sínum að Gufuá í Borgarhreppi árið 1948 þar sem þau bjuggu til ársins 1963 er þau fluttust að Stað sem er næsti bær við Gufuá. Þaðan fluttu þau svo í Borgarnes árið 1967 og bjó Elín þar til æviloka. Útför Elínar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson.) Það er hverjum manni blessun að kynnast góðu fólki og þannig var þeg- ar ég kynntist tengdaforeldrum mín- um og þeirra afkomendum. Þegar kynni okkar Elínar hófust voru þau hjónin komin á efri ár og komin í sér- húsnæði fyrir aldraða við dvalar- heimilið í Borgarnesi en ég brokk- gengt borgarbarn með mjög takmarkaða þekkingu á lífinu til sveita. Ég var nokkuð kvíðinn okkar fyrsta fundi eins og gjarnan er við slíkar uppákomur en Gróa, konan mín, hafði áður upplýst mig um upp- runa þeirra, búskap og veikindi móð- ur sinnar. Strax þá tóku þau hjón vel á móti mér eins og öllum öðrum og ræktuðum við einstakan vinskap saman hátt á annan áratug og þannig fékk ég að kynnast öllum þeim góðu kostum sem Elínu voru gefnir. Við sátum oft saman löngum stundum þar sem hún sagði mér sög- ur úr lífi sínu og sinnar samheldnu fjölskyldu og smám saman fékk ég ljóslifandi mynd af ævi hennar. Ég sé hana fyrir mér sem unga stúlku, skynuga og tápmikla, þar sem hún ærslast um í túninu í Álftártungu ásamt tvíburasystur sinni Gróu, og yngri systkinum í leik og vinnu með mönnum og dýrum. Hún hafði reynd- ar ótrúlega máttugan hæfileika til að umgangast öll dýr og varla held ég að geti verið til meiri dýravinur. Ég sé hana líka fyrir mér þar sem hún stendur ung kona, liðlega tvítug, ný- lega heimkomna í faðm fjölskyldunn- ar eftir langa sjúkrahúsvist fyrir sunnan þar sem hún barðist fyrir lífi sínu. Í augum hennar má greina skæran lífsglampa og þrá eftir ham- ingjuríku lífi. Ég sé hana líka fyrir mér í eldhúsinu á Gufuá með börn- unum sínum fjórum ásamt uppeldis- syni, eiginmanni og foreldrum sínum og aðkomna gesti sitjandi umhverfis matborðið eftir erilsaman dag við bú- störfin. Börnin hlusta með athygli á kröftugar umræður fullorðinna um þjóðmálin eða önnur dægurmál. El- ínu líður vel enda mjög hamingjusöm með hlutskipti sitt og þakklát guði og mönnum. Ég sé hana líka fyrir mér samgleðjast börnum sínum og tengdabörnum þegar barnabörnin, og síðan barnabarnabörnin, koma í heiminn eitt af öðru. Þegar okkar kynni hófust tók ég strax eftir eðlislægum eiginleikum Elínar, hennar mildu skapgerð og já- kvæðu hugarfari. Margir aðrir góðir eiginleikar birtust manni með árun- um sem margir fengu að njóta bæði í gleði og sorg. Mér er efst í huga natni hennar í umgengni við dýr og nátt- úru, stálminni t.d. um menn, málefni, staðhætti og ljóð, en mér er minn- isstætt er hún þuldi bæði Fjallið Skjaldbreið og Gunnarshólma eftir Jónas sem hún hafði síðast farið með fyrir langa löngu en mundi samt. Stöðug fróðleiksfíkn fram í andlátið, góðvild, hjálpsemi og vinarhugur til samferðamanna sinna voru aðrir eig- inleikar. En innsæið og staðfestan um tilgang og gæði lífsins var sá hæfileiki sem ég naut mest. Eflaust hefur reynsla hennar, oftsinnis á mörkum lífs og dauða, og bágt heilsu- far, sem hún þó aldrei kveinkaði sér yfir, mótað hana mest en ég hef held- ur aldrei efast um að fjölskylda henn- ar hafi í uppvextinum umvafið hana umhyggju og ást. Elín var alltaf fyrir mér svolítið undur því mér finnst hún snemma hafa gert sér grein fyrir því að með ákveðnu hugarfari og lifnað- arháttum gæti hún ráðið mestu um gæði lífsins sér til handa. Þegar litið er til baka veit ég að margir eru sam- mála um að Elín hafi lifað innihalds- ríku og góðu lífi sem hún naut og vaknaði til á hverjum degi með eft- irvæntingu og þakklæti. Hún fylgdist vel með þjóðmálum, var einlægur náttúruverndarsinni, hafði róttækar skoðanir og hafði gaman af að ræða pólitík. Hún lét sig varða náungann og sagði jafnan að það væri sitt hvað að tala um fólk og tala illa um fólk, sem var nokkuð sem ég heyrði hana aldrei gera, því hún fann alltaf eitt- hvað gott við allar manneskjur – nema kannski helst misvitra pólitík- usa og hún fyrirleit heimsku gráðugs auðvalds. Sem mikill ættjarðarvinur bauð hún þó af hjarta velkomna er- lenda innflytjendur sem hingað hafa ratað og fannst þeir auðga íslenskt samfélag með framandi menningu og hugsun. Stöðnun og uppgjöf voru hugtök sem hún fyrirleit, enda hafði hún sjálf lifað einhverja mestu fram- faratíma þjóðarinnar, allt frá hingað- komu símans, útvarpsins og bílsins, til farsíma og háþróaðrar tölvutækni dagsins í dag. Hún fylgdist spennt með öllum fréttum, innlendum sem erlendum, og fylgdist með heimsvið- burðunum á risastóru atlaskorti sem jafnan stóð opið í stofunni hjá henni. Fólk sem þorði að bjóða hvers kyns óréttlæti birginn var hennar fólk. Með þessu hélt hún sjálf sinni frjóu hugsun kristaltærri fram í andlátið – réð til dæmis flókna krossgátu um sólarhring áður en hún lést, þá sár- þjáð, og spurði um líðan síns fólks og minnti á afmælisdaga frændfólksins nú seinni partinn í ágúst. Þótt líkami hennar hafi verið búinn að margsegja henni að nú gæti hann ekki meira dreif hún hann áfram af ólýsanlegum viljastyrk einum saman hin síðustu ár. Þegar slíks ósamræmis gætir milli veiks líkama og heilbrigðrar sál- ar hjá einum og sama einstaklingi er ekki laust við að maður verði pínulítið „spældur“ út í læknavísindin og í aug- um hennar mátti greina að hún var sama sinnis. Við það góða hjúkrunar- fólk, sem annaðist hana á Akranes- spítala, er þó ekki að sakast, því þar var henni sýnd einstök umhyggja og elskusemi. Að leiðarlokum er mér efst í huga djúp virðing og þakklæti fyrir að hafa auðnast að kynnast þessari tignar- konu íslenskrar alþýðu og bænda- stéttar, sem þó aldrei gekk á neinn skóla nema farskólann í sveitinni, en var þó hámenntuð. Hún hefur auðgað mig og gert okkur öll að betri mann- eskjum. Tengdaföður mínum, sem missir- inn er mestur, votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð um að lýsa leiðina okkar allra. Ólafur Ingi Jónsson. Elsku Ella mín. Ég vil bara kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst yndisleg og góð kona, alltaf svo já- kvæð og hjartahlý. Það var gott að leita til þín hvort heldur sem eitthvað bjátaði á eða ef eitthvað þurfti að fræðast um. Ég kom í fjölskyldu þína fyrir fjörutíu og tveimur árum þegar ég kynntist honum Munda þínum, og frá fyrsta degi tókuð þið Finnur mér opnum örmum, með ykkar einstöku hlýju og góðvild. Það er margs að minnast frá þessum árum sem við áttum samleið, ekki síst áranna á Kjartansgötunni þegar þið Finnur bjugguð í kjallaranum hjá okkur. Það voru góð fimmtán ár fyrir okkur öll og ekki síst fyrir börnin okkar að hafa afa og ömmu í sama húsi. Eitt það leiðir annað af sér. Þó við óskum og vonum fer sem fer. En við öllum spurnum er eitthvert svar. Heitur eldur endar sem kulnað skar. Tjaldið fellur, tíminn er frár, við þó taka af árum önnur ár. Og við brýnum að nýju bit í ljá, undirbúin leggjum brattann á. Öll við tæmum glösin eitt og eitt. Gildir einu hversu vel er veitt. Og við endurtökum ekki neitt. Sólin sekkur hafið í. En hún skín á morgun björt og hlý. Öll við fellum laufin, eitt og eitt. Fáum gott sem engu þar um breytt. Og við endurtökum ekki neitt. (Stefán Hilmarsson.) Ég vil þakka þér samfylgdina og alla þá ást og hlýju sem þú hefur veitt mér. Ég bið góðan Guð að styrkja Finn í hans miklu sorg. Þín tengdadóttir Jenný. Við viljum með þessum orðum kveðja ömmu okkar, Elínu Guð- mundsdóttur. Við systkinin höfum öll sína sögu að segja og hvert okkar á sínar minningar um „ömmu í Borg- arnesi“, eitthvað sem við geymum hjá okkur um ókomna tíð. Við erum þó öll sammála um það að í þessum minn- ingum eru endurtekin atriði sem gera ömmu eftirminnilega. Við munum öll eftir pönnukökunum hennar ömmu, kleinunum góðu, sumarbústaðarferð- unum og prjónuðu sokkunum og vett- ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Sandholti 40, Ólafsvík, andaðist á St. Franciskuspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 25. ágúst. Útför fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 3. september kl. 14.00. Guðmundur Alfonsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Samúel Valsson, Finnur Guðmundsson, Albert Guðmundsson, Samran Sela, Hjörleifur Guðmundsson, Fríða Sveinsdóttir og barnabörn. Elsku frænka okkar, JÓHANNA SVAVA PROPPÉ, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 30. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 7. september kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Aradóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN LÚÐVÍK ÞORSTEINSSON, Hagatúni 12, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suð- Austurlands miðvikudaginn 31. ágúst. Innilegar þakkir fær starfsfólk HSSA fyrir góða umönnun og hlýhug. Útför hans verður gerð frá Kálfafellskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 14.00. Olga Meckle, Emil Reynir Þorsteinsson, Lene Brouw Jörgensen, Ari Þorsteinn Þorsteinsson, María Gísladóttir, Anna Erla Þorsteinsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson og barnabörn. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og vinur, JÓN SÆVAR JÓHANNSSON, Kleppsvegi 76, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 1. september. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurrós Sóley Jónsdóttir, Guðbjörg Anna Jónsdóttir, Páll Gísli Jónsson, Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir, Kristbjörg Gunný Jónsdóttir, tengdabörn og barnabörn, Ragnheiður Ágústína Pálsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN EINAR GUÐMUNDSSON, Faxabraut 27, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðviku- daginn 31. ágúst. Jóhann Rúnar Björgvinsson, Birna Jónsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Magnús Ingi Björgvinsson, H. Hjördís Guðjónsdóttir, Eygló Rut Björgvinsdóttir, Sigurður Björgvinsson, Hildur Þóra Stefánsdóttir, Jóhanna Björgvinsdóttir, Hannes L. Jóhannsson, Björgvin Arnar Björgvinsson, Katrín M. Eiríksdóttir, Gréta Þóra Björgvinsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.