Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 39 MINNINGAR Það er eiginlega hálffurðulegt að vera að skrifa minningarorð um hann Kristján afa minn. Mér fannst ekki kominn tími til að hann færi frá okk- ur. En svona er víst lífið. Hann var alltaf svo hraustur, duglegur og dríf- andi maður. Hann var yndislegur í alla staði og tel ég mig vera mjög heppna að hann skuli hafa verið afi minn. Afi Kristján var líka mjög ákveðinn maður og við börnin kom- umst ekki upp með hvað sem var hjá honum. Það að klára ekki matinn af diskinum sínum var nokkuð sem ekki var vel séð og alltaf þegar ég borðaði hjá ömmu og afa hlýddi ég honum og kláraði matinn samviskusamlega. Ég man líka eftir því sem krakki hversu flinkur afi var að breyta röddinni. Ég horfði oft á hann þegar hann var að tala í símann, t.d. við Lárus bróður sinn, sem hann gerði oft, og hversu al- vörugefin röddin hans var í símann. Um leið og hann hætti í símanum og fór að tala við okkur börnin breyttist rómurinn og hann varð svo blíður í tali. Hann var einstaklega barngóður maður og oft gaf hann sér tíma og settist niður að leik við yngstu börnin. Það var algjör unun að horfa á hann að leik við Eirík, son minn, og er ég svo þakklát fyrir þann tíma sem þeir fengu saman til að kynnast eftir að við fluttum suður. Alltaf ljómaði hann þegar barnabörn eða barnabarna- börnin komu í heimsókn og sýndi ávallt mikinn áhuga á því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Á sunnudeg- inum áður en hann féll frá vorum við öll fjölskyldan hjá honum á sjúkra- húsinu. Þótt hann væri mjög mikið veikur, þá ljómaði hann þegar hann sá barna- og barnabarnabörnin sín, þannig var afi, ótrúlega sterkur en blíður maður. Ég vona svo innilega afi minn að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég veit að þú horfir á okkur öll og ljómar eins og þú gerðir alltaf. Guð veri með þér elsku besta amma mín og styrki þig í sorg þinni. Bless, elsku afi minn. Þín dótturdóttir, Kristjana Helga. Með miklum trega í hjarta kveð ég í dag hann afa minn, Kristján Haga- línsson, er hann verður borinn til hinstu hvíldar. Hann afi minn hefur alltaf verið mér ákaflega kær og á stóran hlut í hjarta mínu. Alla mína tíð hef ég sótt ákaflega mikið í að vera nálægt honum og oftar en ekki fannst mér það vera gagnkvæmt, reyndar veit ég að það var þannig. Á mínum fyrstu árum fór ég ekki á leikskóla, heldur var ég hjá ömmu minni og afa á Skólabrautinni þegar foreldrar mín- ir voru að vinna. Þetta var svona al- veg þangað til ég fór í grunnskóla 6 ára gamall. Alveg frá því að ég man eftir mér var ég alltaf að stússast eitt- hvað með honum afa, alltaf var hann út í bílskúr að sansa eitthvað þegar hann var ekki að vinna. Alltaf var hann tilbúinn að leiðbeina manni ef maður var eitthvað að gera, smíða báta eða eitthvað svoleiðis, var það ekki bara ég sem naut góðs af því heldur öll hans barnabörn. Svo þegar maður varð eldri fékk maður að taka meiri þátt í því sem hann var að gera, gera klárt fyrir grásleppuvertíðina og fleira þannig, kom svo fyrir að ég fékk að fara í róður með honum, hvort sem var á net eða skak. Þegar ég er í kringum 11 ára aldurinn er keypt jörð vestur á Fellsströnd í Dalasýslu, Langeyjarnes, hófst þá nýr kafli í mínu lífi. Ég tók strax miklu ástfóstri við þennan stað og mér leið afskap- lega vel þarna með ömmu minni og afa og geri reyndar enn, veit ég að afa leið eins. Farið var í að rækta upp æð- arvarp sem þarna var og er árin liðu var þetta orðið líf og yndi hans afa, virkan þátt tók ég í þessu og fékk strax mikinn áhuga á þessu. Allt sem ég veit um æðarrækt, hvernig tófur og minkar haga sér sem og vargfugl- ar hef ég frá honum afa mínum. Alla tíð var hann afskaplega duglegur að fræða mig um allt þetta og margt annað sem og allar þær sögur sem hann sagði mér frá sínum yngri árum. Einnig var hann alltaf duglegur að uppfræða mig um stöðu mála ef ég var ekki á staðnum með honum. Allar þær umræður og hugleiðingar um hvað sé hægt að gera, hverju megi breyta og hvernig sé best að gera hitt og þetta. Allt þetta mun fylgja mér alla tíð og gleymast seint. Nú hin seinni ár hef ég ekki getað verið eins mikið til staðar og aðstoðar við hann og ég hefði viljað. Vinna, skóli og heimili það langt í burtu að ég hef ekki komist eins mikið á Akranes og vestur í Langeyjarnes eins og ég hefði viljað. Síðustu tvö sumur nú á undan komst ég ekki neitt vestur og hitti afa ekki nógu oft, fann ég mjög áþreifanlega fyrir þessu að það vant- aði stóran hluta í mitt líf. Svo var það nú í vor að mig dreymdi hann afa minn þar sem hann bað mig um að koma. Í kjölfar þess ákvað ég að flytja á Akranes yfir sumarið og vinna þar. Ekki grunaði mig í vor að þetta yrði okkar síðasta sumar saman og áttum við nokkra góða daga í Langeyjarnesi þar sem haldið var áfram að plan- leggja framtíðina og hvernig væri best að breyta hinu og þessu. Fyrir tæpum 2 árum eignaðist ég dóttur, Írisi Antoníu, það snart mig mjög að sjá að hún var að sjálfsöguðu gim- steinn þinn eins og öll þín barnabörn og barnabarnabörn, gaman var að fylgjast með svipnum þínum þegar þú sást hana, þú ljómaðir allur og alltaf varstu að spyrja um hana, hvenær hún kæmi og annað slíkt. Það sem stendur upp úr hjá mér á þessari stundu er þakklæti fyrir að hafa feng- ið þetta sumar og hafa fengið tæki- færi til að kveðja þig. Síðasta faðm- lagi okkar mun ég aldrei gleyma, það brenndi sig djúpt í hjarta mitt og mun fylgja mér alla tíð. Ég elska þig, afi minn, þinn Ólafur Ólafsson. Dánardagurinn er betri en fæðing- ardagurinn, svo segir í Predikara Salómons. Nú er það fyrsta fallið, og lagt upp í langa ferð, en við hin stöndum þögul og keik, allt hefur sinn tíma, upphaf og endi. Til moldar er borinn í dag Kristján bróðir minn Hagalínsson frá Bræðratungu í Dýrafirði. Á fyrsta ári var honum ekki hugað lengra líf, allir voru ráðþrota, það síðasta sem lækn- irinn sagði við móðir okkar þegar hann fór úr gamla bænum, ég get ekkert meira gert Guðmunda, en það má reyna hið gamla húsráð, að setja barnið í heitt og kalt vatn til skiptis, og það var svo sannarlega gert, og dugði í tæpt áttatíu og eitt ár. Krist- ján var 4. barn Hagalíns og Guð- mundu frá Bræðratungu af 13. Upp komust 11 hann er sá fyrsti af þeim sem fellur frá á náttúrulegan hátt, áð- ur fórst Einar af slysförum. En fyrir þau ár sem við áttum ber að þakka. Þegar ég nú kafa í hugskot mitt á kveðjustund leita myndir liðinna ára á hugann, og það líður að hausti, haust- ið er árstíð tregans og tára þegar skuggarnir lengjast, laufblöðin falla, en þegar sá sterki er farinn þá er auð- veldara að koma á eftir. Hann var fjölmörg ár starfsmaður og lærlingur í vélsmiðjunni á Þing- eyri, þangað kom ég oft sem krakki til Kristjáns í steypiríið og allan svarta skítinn sem þar var óumflýjanlegur, menn voru sveittir og svartir yfir haus, eins og kolanámumenn. Þá var oft farið í vasann á innri buxunum og rétt að manni krónu eða túkall, þó launin væru lítil sem engin, í þá daga var hægt að fá mikið fyrir túkall. Við Hringur vorum mjólkurpóstar frá Bræðratungu sum þessi ár yfir sum- arið, ég var á hjóli hlöðnu brúsum og flöskum í sokk, oftast var hægt að hjóla en stundum var það ekki hægt vegna veðurs, Hringur hljóp á undan en stoppaði af og til, til að vita hvað mér liði, ein mjólkurflaskan var til Kristjáns hún var sett við dyrnar á herbergi hans og sú tóma sem þar var tekin. Ein flaska var til aldraðra hjóna, þar beið mín ávallt brauðsneið og Hringur fékk líka góðgerðir. Þegar við systkinin komum öll saman á síðustu vordögum að ræða um Bræðratungu, „ættaróðalið,“ var okkur öllum ljóst að Kristján gekk ekki heill til skógar, hann ætlaði svo sannarlega að koma í Bræðratungu á þessu ári, þó ekki væri til annars en líta yfir sviðið, og alltaf var það eitt- hvað sem honum fannst að hann þyrfti að ljúka við að gera, og æv- inlega var það efst í huga hans að það sem gert væri þar, mundi duga sem lengst, aldrei var of mikið að gert til að prýða þar utan sem innan dyra. Þó seint sé, þá ber að þakka fyrir öll þau verk, sem hann þar vann af natni, al- úð, og trúmennsku. Það sem við öll áttum saman og eigum enn er Bræðratunga, þar eru allar okkar rætur saman fléttaðar og verða ekki upp rifnar. Aldrei lauk svo orðræðu okkar að ekki væri minnst á Bræðra- tungu, í stuttu eða löngu máli, svo var hún ævinlega ofarlega í huga hans. Það er ljúft að minnast þeirra fjöl- mörgu stunda sem við hjónin áttum þar með þeim Kristjáni og Helgu, en það sannast hér eins og svo oft áður hið fornkveðna, að enginn ræður sín- um næturstað. Dagurinn í gær er lið- inn, en við eigum von á morgundeg- inum, en ekki vissu, því þegar kallið kemur kaupir sér enginn frí. En hann pakkaði saman og kvaddi með reisn og valdi sér að nokkru brottfarardag- inn. Kristján var sívinnandi meðan starfsþrek hans dugði til. Hann var farsæll í starfi og vel liðinn, hann átti langan starfsferil sem vélstjóri í Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi og síð- ar í Landsbankanum. Hann var mikill gæfumaður í sínu einkalífi, og heim- ilisfaðir, átti glæsilega konu sem var og er einstök húsmóðir, og fjögur mannvænleg börn. Þau hjónin voru sem eitt í öllu, fjölskyldu sína, börn, tengdabörn og barnabörn héldu þau þétt utan um. Mikil er missir Helgu, barna og barnabarna, og mikil er missir Bræðratungu. Hafðu hjartans þökk fyrir sam- fylgdina. Við Dóra og börn okkar sendum einilægar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans. Lárus Hagalíns. Við systkinin frá Heiðarbraut 63 höfum þekkt Kristján og Helgu síðan við vorum smábörn. Það var mikill vinskapur á milli foreldra okkar, Möggu og Alla og Kristjáns og Helgu. Þau voru Dýrfirðingar mamma og Kristján, þekktust úr barnæsku þeg- ar þau síðan bjuggu bæði á Akranesi, eftir að þau fullorðnuðust. Vinskapurinn hélst alla tíð. Það var oft glatt á hjalla í kringum þau, þegar rifjaðar voru upp sögur úr Dýrafirð- inum, sem var þeim svo kær. Kristján var einstakur maður, hann hefur reynst okkur fjölskyldunni afar vel í gegnum tíðina, alltaf boðinn og búinn til að hjálpa ef með þurfti. Hann aðstoðaði okkur systkinin mikið þegar við þurftum hjálpar við eftir að foreldrar okkar féllu frá, hafi hann þökk fyrir það. Kristján var gæddur þeim hæfi- leikum að vera mjög barngóður og hjartahlýr, börnin mín hafa fengið að njóta þess. Sérstaklega tóku þau hjónin vel á móti okkur Angantý og börnunum, þegar við gistum hjá þeim í Langeyjarnesi, eina helgi sumarið 2003, það var yndislegt og svo frið- sælt og mikil hlýja sem stafaði frá þeim. Í dag þegar við kveðjum Krist- ján Hagalínsson hverfur hugurinn til baka, heim á Akranes, minnist ég þá með hlýju, glaðværra vinafunda þeirra hjóna og foreldra minna. Fjöl- skyldan mín þakkar Kristjáni góða samfylgd í gegnum tíðina. Minningin um hann mun lifa. Ég votta Helgu og börnunum hennar, Ingu Þóru, Smára, Guðjóni og Guðrúnu og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Guð gefi þeim styrk í sorginni. Edda H. Ársælsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ✝ Sigurður Guð-mundsson fædd- ist í Sunnuhlíð í Vatnsdal 23. ágúst 1920. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 1. september. margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð umvefji þig ljósi friðar og kær- leika. Elín. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR frá Stígshúsi, Stokkseyri, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt föstudagsins 26. ágúst, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ágúst Guðbrandsson, Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir, Einar Páll Bjarnason, Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, Logi Hjartarson, Kristín Steinþórsdóttir, Jason Steinþórsson, Hrönn Sturlaugsdóttir, Guðbrandur Stígur Ágústsson, Brynhildur Arthúrsdóttir, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir, Sigríður Inga Ágústsdóttir, Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Aron Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Grund á Akranesi, sem lést á dvalarheimilinu Höfða mánudaginn 29. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 2. september kl. 10.30. Bjarni Ó. Árnason, Áslaug Hjartardóttir, Sigríður Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Þórður Árnason, Sesselja Engilbertsdóttir, Emilía Petrea Árnadóttir, Guttormur Jónsson, Ingibjörg Árnadóttir, Sigurður Ingimarsson, Sigrún Árnadóttir, Elín Árnadóttir, Steinunn Árnadóttir, Þorkell Einarsson, Guðmundur Árnason, Sigrún Traustadóttir, Hrafnhildur Jónsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, SIGÞÓR HERMANNSSON, Grænutungu 1, Kópavogi, lést miðvikudaginn 31. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Ásta S. Karlsdóttir, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. Móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN MARÍA STEINDÓRSDÓTTIR píanókennari, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti miðvikudaginn 31. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Vignir Sigurpálsson, Kristín Ólafsdóttir, Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson, Jón Sigurpálsson, Margrét Gunnarssdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.