Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sesselja Mar-grét Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 28. jan- úar 1956. Hún lést á heimili sínu 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Mar- grétar eru Kristín Þórðardóttir, f. 7. feb. 1930, og Magn- ús Axelsson, f. 11. nóv. 1927, d. 19. des. 1988. Systkini Mar- grétar eru Þórður Kristinn, f. 21. des. 1951, Auður Guðlaug, f. 31. okt. 1959, Magnús Axel, f. 16. júlí 1967, d. 19. jan. 1992, og Anna Kristín f. 27. júlí 1969, d. 27. júlí 1969. Hinn 12. ágúst 1978 giftist Mar- grét Ólafi Jóni Briem skipaverk- fræðingi, f. 9. mars 1953. Foreldr- ar hans eru Valgarð Briem, f. 31. jan. 1925 og Benta Briem, f. 6. maí 1925. Börn Margrétar og Ólafs Jóns eru: 1) Eiríkur Atli, f. 19. nóv. 1979. Sonur hans og Ingunn- ar Guðbrandsdóttur er Benedikt Kristinn, f. 23. ágúst 2003. Sam- býliskona Eiríks Atla er Ásdís Halla Arnardóttir, f. 12. okt. 1979, dóttir hennar er Embla Sól Logadóttir, f. 6. sept. 2000. 2) Anna Margrét f. 15. apríl 1982, sambýlismað- ur Gunnar Páll Páls- son, f. 31. júlí. 3) Benta Magnea, f. 23. jan. 1986. 4) Þóra Kristín, f. 29. des. 1993. Margrét ólst upp í Keflavík. Að loknu verslunar- prófi, 1974, hélt hún út til náms við Lýðháskólann í Ringebu í Nor- egi, starfaði sem bókari við sjúkrahúsið í Keflavík, en fluttist síðar til Þrándheims og starfaði þar til loka árs 1980. Frá árinu 1999 starfaði Margrét við Mela- skóla sem stuðningsfulltrúi. Mar- grét og Ólafur Jón hafa lengst af búið í Faxaskjóli 18. Útför Margrétar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan15. Margrét okkar er látin. Hún kvaddi þegar tími kertaljósa og notalegra haustkvölda er að ganga í garð, á árstíma sem hún kunni svo vel að njóta. Magga átti rætur sínar í Keflavík en Ólafur Jón mágur minn og bróð- ir lagði snörur sínar fyrir hana þeg- ar þau voru bæði í námi í Noregi. Þar stofnuðu þau heimili en að námi loknu fluttu þau í íbúð við Birkimel og síðan í Skjólin þar sem hún naut sín vel við sjávarsíðuna. Magga var mikil húsmóðir og hagleikskona og bar heimilið þess glöggt merki. Hlúði hún að heim- ilinu af mikilli umhyggju og natni. Fjölskyldan og heimilið var henni allt og tók hún virkan þátt í námi og tómstundaiðju barnanna og var sífellt vakin og sofin yfir velferð þeirra. Hún fylgdist vel með högum skyldmennanna og vina, hvort sem um var að ræða hagi almennt, heilsufar þeirra sem eldri voru eða menntun og uppvöxt ungmennanna. Magga var einstaklega hlý og ör- lát á sjálfa sig. Hún gekk örugg og hiklaus fram þegar henni fannst sín þörf og dró ekkert af sér. Hún var næm á tilfinningar annarra og skynjaði þegar erfiðleikar voru, án þess að þeir væru bornir á borð. Hún var mikil félagsvera og naut sín best í hópi lífsglaðs og hress fólks. Þá lá hún ekki á skoðunum sínum um menn og málefni og veigraði hún sér ekki við að krydda frásagnir lítilsháttar til að gera sög- urnar áheyrilegri og skemmtilegri. Magga var dugleg og kraftmikil og tókst á við veikindi sín af mikl- um kjarki og æðruleysi. Var það okkur mikils virði að hún skyldi taka þátt í ferðalögum fjölskyld- unnar í sumar og lét þar engan bil- bug á sér finna þótt eflaust hafi hún oft þurft að harka af sér. Við kveðjum með söknuð í huga og sorg í hjarta en erum þakklát fyrir óteljandi góðar stundir og vin- áttuna sem við fengum að njóta og biðjum fjölskyldunni blessunar á erfiðum tímum. Elín og Garðar. Hún Margrét mágkona mín er látin. Alltof snemma, alltof fljótt. Ekki er nema rúmur mánuður síð- an fjölskyldan var samankomin á Egilsstöðum, Magga glöð í bragði eins og venjulega, leit vel út og allt virtist á réttri leið í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm. Minningarnar eru margar frá nærri 30 árum og renna nú fyrir hugskotssjónum. Ein elsta minning- in er þegar hún kemur hlaupandi heim í Skot og kallar „Halló amma og afi“ og tilkynnti þar með um fæðingu fyrsta barnabarns foreldra minna, en sjálf var hún þá langt gengin með frumburðinn sinn, Ei- rík Atla. Önnur minning er úr Birkimelsíbúðinni, þar sem við Þórður bróðir hennar erum boðnir í hina frægu föstudagspitsu, og tók- um heldur betur vel á því, ís á eftir. Minningar frá Austurríki og úr Skotinu, fullar af lífi og gleði. Og heimsóknir í Faxaskjól. Þó er það þannig að þær minningar sem hæst ber hjá mér snúast um vel valin orð hennar í minn garð eða annarra, svipbrigði eða snertingu, þegar vel átti við eða á þurfti að halda. Og það lýsir henni ef til vill best, gef- andi af sér. Magga var ein af þessum ein- staklingum sem maður kynnist í líf- inu og ber sérstaka virðingu fyrir. Magga bar ríka umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og vinum, var sér- staklega nærgætin og næm á per- sónuleika hvers og eins, og ávallt reiðubúin að liðsinna í hverju sem væri. Hygg ég að mörgum hafi hún veitt stuðning og liðsinni á marg- víslegan hátt, þótt það færi ekki hátt. Þannig varð hún ósjálfrátt að þessum fasta punkti í sinni fjöl- skyldu og vinahópi, þessari mann- eskju sem svo gott er að vita af og gott að leita til. Og gott að bera virðingu fyrir. Heimilið í Faxaskjóli og mannvænleg börnin fjögur bera persónuleika hennar ríkulegt vitni. Á fjölskyldumótum var ávallt til- hlökkun að hitta Möggu. Þar var hún hrókur alls fagnaðar og naut sín vel í samræðum, með sitt glað- væra bros og með sínum smitandi hlátri, allt samt á sinn látlausa hátt, alltaf jákvæð og gefandi af sér. Hún auðgaði umhverfi sitt, ef svo má að orði komast. Já, manni leið alltaf vel í návist Möggu. Og það er einmitt það sem við sem eftir stöndum nú tökum með okkur til móts við framtíðina, þess- ar góðu minningar sem við eigum um Möggu. Mikill er harmur ykkar kæri bróðir og fjölskylda, og stórt er skarðið sem eftir stendur. En sjóður minninganna er ríkulegur og hann hjálpar okkur hægt en örugg- lega á rétta leið á ný. Elsku Magga. Ég er afar þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og ganga mér þér á lífsleið- inni. Þó að nú virðist sem leiðir skilji veit ég að þú fylgir okkur í huga. Bestu þakkir fyrir þá um- hyggju og nærgætni sem þú sýndir ávallt Hönnu, strákunum og for- eldrum mínum. Blessuð sé minning þín. Gunnlaugur Briem. Forréttindi og þakklæti eru fyrstu orðin sem koma í huga minn þegar ég minnist elskulegrar vin- konu sem ég kveð nú með sárum söknuði. Það eru sönn forréttindi að hafa átt vináttu Sesselju Margrétar Magnúsdóttur í rúman aldarfjórð- ung. Geislandi persónuleiki hennar lét engan ósnortinn sem átti ein- hver samskipti við hana. Hún var líka svo skemmtileg með sinn hár- beitta húmor, greind, víðlesin og vel að sér, falleg og flink manneskja að unun var að fylgjast með öllu sem hún tók sér fyrir hendur – hún virt- ist geta allt, hvort sem það var að sauma dýrindisflíkur, gera við þvottavélina eða blanda einhver efni ætluð til bílaviðgerða sem hún skellti á illa farna gluggakistu og gerði sem nýja. Allt varð fallegt í höndunum á henni og nánasta um- hverfi hennar bar merki þess. Við Magga í Faxa, eins og hún var oftast kölluð af mínu fólki til að- greiningar frá öðrum Margrétum í lífi mínu, tengdumst upphaflega fjölskylduböndum þegar hún giftist Ólafi frænda mínum en síðar óx og dafnaði vinátta sem ég mat mikils. Sú vinátta byggðist ekki síst á líku verðmætamati en við vorum einnig óvenju samstiga í barneignum og hefði varla tekist betur til þó að lögð hefðu verið á ráðin. Magga gerði sér grein fyrir því að nauð- synlegt var að forgangsraða og ekki vafðist fyrir henni hvert hún vildi beina kröftum sínum. Fjölskyldan átti hug hennar allan og uppskar hún svo sannarlega eins og hún sáði – fjögur yndisleg og mannvænleg börn og sonarsonur eru til vitnis um það. Þegar hún svo tók að sér starf sem stuðningsfulltrúi í Mela- skóla fengu fleiri að njóta hæfileika hennar. Hún naut virðingar og vin- semdar barnanna, því þannig kom hún fram við þau. Ég hef það frá fyrstu hendi að þar var afbragðs- starfskraftur á ferð. Yndisleg manneskja í blóma lífs- ins er skyndilega farin og eftir sitja margir sorgmæddir. Ótímabær dauðdagi er alltaf óásættanlegur og óréttlátur. Söknuðurinn og sorgin er yfirþyrmandi. Ég bið Guð að gefa fjölskyldunni styrk og finna gleðina á ný í góðum minningum. Ásta G. Briem. Fyrir 25 árum sagði Eiríkur mér að skólabróðir hans ætlaði að koma í heimsókn og var það í fyrsta skipti sem ég hitti Óla og Möggu. Mér er minnisstætt hve þau höfðu einstaklega góða nærveru og Magga hlý og gaf mikið af sér. Hlýja, ósérhlífni og umfram allt manngæska er veganesti sem dug- ar vel. Alla þessa kosti hafði Magga og marga fleiri sem gerðu hana að traustum og skemmtilegum vini. Örlögin höguðu því þannig til að samskipti okkar hafa aukist mikið sl.ár. Ég þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman á spítalanum þegar lífið hafði tekið óvænta stefnu og við að takast á við stóru spurningarnar lífsins. Minningar um þig hrannast upp og tengjast þínum miklu mannkost- um og því hvað þú varst öllu þínu umhverfi og fjölskyldu og vinum mikilvæg. Í huganum ber mig gjarnan niður þar sem þú ert með bros á vör eða hlæjandi að segja brandara. Í návist þinni ríkti glað- værð. Við Eiríkur eigum skemmti- legar minningar frá liðnu sumri með ykkur Óla og Þóru Kristínu bæði í Borgarfirði og einnig á Ásólfsstöðum þar sem við dönsuð- um saman á pallinum undir harm- ónikuleik og einnig úr matarboði sem við vorum í hjá ykkur í þessum mánuði, þar sem þið voruð eins og venjulega höfðingjar heim að sækja og lékuð á als oddi. Þið Óli voruð einstaklega samhent og samstiga í ykkar lífsdansi og duldist engum sú mikla væntumþykja og ástúð sem ríkti á heimili ykkar. Velferð og hamingja fjölskyldunnar var þér ávallt efst í huga. Þú tókst örlögum þínum af miklu æðruleysi, en barðist fyrir lífinu með ótrúlegum dugnaði og megum við sem fylgdum þér síðasta spölinn draga lærdóm af því. Eitt af því síð- asta sem þú sagðir við mig nú um daginn þegar þú varst að kenna mér að hekla, og við vissum báðar að þú áttir ekki marga daga ólifaða, var: „Náðu nú í kaffi fyrir okkur Ragnheiður mín og svo fáum við okkur konfekt með og höfum það reglulega huggulegt.“ Við Eiríkur þökkum þér ljúfa og gleðiríka samfylgd og biðjum góðan guð að gefa þér elsku Óli og börn- um og öðrum ástvinum styrk til þess að takast á við þessa miklu sorg. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við hana Möggu frænku. Það er of snemmt, of óskiljanlegt, of áþreifanlegt. Í barnabarnahópinn hennar ömmu Kristínar er enn skarð rofið, stór persónuleiki skilur eftir sig tóma- rúm í hjörtum okkar. Hún var stóra frænkan okkar í Keflavík sem við litum upp til og dáðumst að. Hún var okkur fyr- irmynd í mörgu, því það var fátt sem hún Magga ekki gat. Hún var opin og glaðlynd manneskja sem sagði skemmtisögur, af sjálfri sér og allri fjölskyldunni ef því var að skipta. Það sást þegar stríðnispúk- inn kom upp í Möggu. Glampi kom í augun og fyrr en varði veltist fólk um af hlátri eins og þegar hún hermdi eftir ömmu Kristínu þegar hún t.d. dásamaði eina soninn, hann föður okkar, fram úr hófi. Svo var það líka hinn stórkostlegi Nesrass sem við gátum nú gert grín að frænkurnar sem vorum svo heppn- ar að fá hann í arf frá ömmu Krist- ínu. Magga var mikil fjölskyldumann- eskja og bera henni gott vitni börn- in hennar fjögur sem hún eignaðist með manninum í lífi sínu, honum Óla, en þau hjón voru einstaklega samhent. Stórfjölskyldan fór ekki varhluta af trygglyndi og ræktarsemi Möggu. Ef við höfðum ekki sést í ákveðinn tíma var það iðulega Magga sem átti frumkvæði að hittingi, bauð fram húsaskjól og lagði náttúrulega til flottustu kræsingarnar á veisluborðið. Þegar við hugsum um Möggu þá koma orðin hlátur, hlýja og styrkur upp í hugann. Þessum eiginleikum hélt hún fram til hinstu stundar og oft vorum við undrandi og auðmjúk andspænis þeim styrk sem hún sýndi í sínum erfiðu veikindum. Það var alltaf reisn yfir henni Möggu og henni hélt hún til síðustu stundar. Elsku Óli, Eiríkur, Anna Magga, Benta, Þóra Kristín, Stína frænka, Þórður, Auður og aðrir aðstand- endur. Ykkar missir er mikill og megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Hér þegar verður hold hulið í jarðarmold, sálin hryggðarlaust hvílir. Henni Guðs miskunn skýlir. Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn Guðs sálu mína mun taka í vöktun sína. (Hallgrímur Pétursson.) Jónína, Kristín, Snorri og Eyrún Valsbörn. Í dag kveðjum við elsku vinkonu okkar, Sesselju Margréti Magnús- dóttur. Kynni okkar hófust í Þránd- heimi, þar sem við stunduðum nám á áttunda áratugnum. Í Þrándheimi var starfandi öflugt Íslendingafélag. Meðal félaga var Ólafur Briem, sem var allra manna hugljúfi. Þegar það fréttist að Óli ætti kærustu á Íslandi biðu allir vinirnir spenntir eftir kvonfanginu. Síðan kom Magga og féll strax vel inn í hópinn. Hún vann strax hug okkar allra með útgeislun sinni og glaðværð. Í Íslendingafélaginu gerði fólk sér margt til gamans. Farið var í „hyttuferðir“, siglingar, göngur og skíðaferðir og haldnir alræmdir sviðadagar. Magga varð strax mikill drifkraftur í félaginu. Fjölskylda Óla og Möggu stækk- aði fljótt. Fyrst kom lítill prins og eftir heimkomuna til Íslands bætt- ust við þrjár prinsessur. Magga valdi að vera heima með börnunum. Hún var mikil húsmóðir og sinnti fjölskyldu og vinum af einstakri al- úð. Skömmu eftir heimkomuna hafði Magga frumkvæði að stofnun „þrándheimska“ saumaklúbbsins. Magga var leiðtogi af guðs náð. Hún hélt utan um hópinn sem smám saman breyttist. Makar fengu aðgang að saumaklúbbnum og börnin voru þátttakendur í fjöl- skylduferðum. Hópurinn hefur átt margar ánægjustundir saman. Far- ið er í gönguferðir, á skíði, í leik- hús, í sumarbústaði og haldnar eru veglegar árshátíðir. Magga hafði mikinn og góðan húmor og var fljót til svars. Hún var hin besta eftirherma bæði á ís- lensku og norsku, og náði hinni þrænsku mállýsku frábærlega. Oft var hún veislustjóri í stórafmælum og ætíð var hún hrókur alls fagn- aðar. Hún var glæsileg, enda krýnd drottning hópsins á fertugsafmæli sínu. Magga var mikil framkvæmda- manneskja, mjög skapandi og var margt til lista lagt. Frábær kokkur, dugleg í höndunum og hinn besti iðnaðarmaður, eins og sést vel á heimili þeirra í Faxaskjólinu. Nú er höggvið stórt skarð í fjöl- skyldu og vinahóp. Möggu er sárt saknað og við minnumst hennar með virðingu og þakklæti fyrir nær þriggja áratuga vinskap. Elsku Óli, við sendum þér og börnunum, móður Möggu og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Okkur finnst við hæfi að kveðja Möggu með orðum Howard Arnold Walters: Ég lít upp – og hlæ – og elska – og finn sál mína lyftast mót himninum. „Þrándheimski“ saumaklúbburinn. Í dag kveðjum við yndislega sam- starfskonu og vin, Margréti, sem barist hefur hetjulega við krabba- mein í fjögur ár. Leiðir okkar lágu SESSELJA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.