Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sævar Tryggva-son fæddist í Vestmannaeyjum 1. júní 1947. Hann andaðist á krabba- meinsdeild Land- spítalans 26. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Tryggvi Ólafsson málarameistari, f. 8.8. 1911, d. 9.4. 1985, og Þórhildur Stefánsdóttir, f. 19.3. 1921. Bræður hans eru Ólafur Tryggvason, f. 5.12. 1939, og Stefán Þór Tryggvason, f. 21.4. 1944. Árið 1970 kvæntist Sævar Ástu Sigríði Sigurðardóttur. Þau skildu 1996. Dætur þeirra eru: 1) Anna Lilja, f. 28.12. 1969, gift Unnsteini Einari Jónssyni. Synir þeirra eru Tryggvi, Rúnar og Sindri. 2) Hildur Lind, f. 8.10. 1983, unnusti hennar er Jakob Már Jónharðsson. Eftir skyldunám lauk Sævar íþrótta- fræðiprófi frá Den Jyske Idrætsskole í Danmörku árið 1968. Sveinsprófi í málaraiðn lauk hann árið 1972 og árið 1975 meistara- prófi í sömu grein. Hann starfaði sem málarameistari all- an sinn starfsaldur. Á sínum yngri árum var Sævar einn af efnilegustu knattspyrnumönnum Vestmannaeyja, dvaldi m.a. við æfingar hjá stórliði Arsenal árið 1967 og varð fyrsti landsliðsmað- ur ÍBV árið 1969. Hann sneri sér síðan að knattspyrnuþjálfun og þjálfaði m.a. yngri flokka ÍBV og Vals. Útför Sævars verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mig langar að minnast föður míns með örfáum orðum. Það mikilvægasta sem guð getur gefið manni er góð fjölskylda. Í þess- um orðum kristallast lífsviðhorf pabba. Hann dró aldrei dul á að við dætur hans og barnabörnin værum það mikilvægasta í hans lífi og að hann væri stoltur af okkur. Þetta er eitt besta veganesti út í lífið sem faðir getur gefið. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og lagði mikla áherslu á samveru fjöl- skyldunnar í leik og starfi, enda hafa áhugamál hans smitast til okkar allra. Fótboltaáhuginn er stór partur af okkar lífi, sem og útivist, náttúru- skoðun og veiði. Þær eru ófáar sam- verurnar í Skorradalnum, sælureit pabba, þar sem hann var sonum mín- um óþrjótandi uppspretta fróðleiks um náttúruna og dýrin. Einnig voru fótboltamótin, hvort sem einhver sona minna var að spila eða pabbi sjálfur, alltaf tilefni spjalls og fróð- leiks. Pabbi hafði alltaf tíma til að spjalla við smáfólkið. Að missa ástvin fyllir okkur sorg, en einnig gleði og stolti. Missirinn er mikill og skarðið verður ekki fyllt. En gleðin yfir öllum góðu stundum og því góða sem pabbi kenndi okkur gerir okkur stolt af honum. Minningarnar lifa og pabbi og lífsviðhorf hans verða alltaf órjúfanlegur partur af mínu lífi og fjölskyldu minnar. Anna Lilja. Afi kenndi mér margt um fótbolta og fugla. Hundurinn Breki er skemmtilegur hundur. Takk. Tryggvi. Afi minn var skemmtilegur. Hann var uppáhaldsafi minn. Rúnar. Afi minn kenndi mér mjög margt. Hann kenndi mér að heilsa Breka hundinum sínum. Hann var góður við okkur alla dagana. Sindri. Nú kveðjum við ástkæran frænda og vin sem eftir hetjulega baráttu við veikindi sín hefur kvatt þennan heim. Sævar var fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum yngstur þriggja bræðra. Eins og margur Eyjapeyinn var hann mikill áhugamaður um íþróttir og stangveiði og er hann af mörgum þekktur fyrir færni sína á þessum sviðum. Knattspyrnuferill hans var farsæll bæði sem leikmanns og síðar þjálfara með liðum Þórs, ÍBV, Hugins og Vals. Sævar lék með ung- lingalandsliði Íslands og lék síðar tvo A-landsleiki á árunum 1969–1971 og var með því fyrsti fulltrúi Vestmanna- eyja í A-landsliði Íslands. Jafnframt æfði Sævar á tímabili með enska stór- liðinu Arsenal sem ávallt hefur verið uppáhalds lið hans í ensku boltanum. Sævar sótti ófáa knattspyrnuleiki hjá bæði Val og ÍBV í gegnum tíðina og eins og sönnum íþróttamanni sæmir hafði hann sterkar skoðanir á fram- gangi mála innan vallar sem utan. Var fátt eitt skemmtilegra en að horfa á knattspyrnuleiki með Sævari og eig- um við margar góðar minningar um þá kappleiki sem við fylgdumst með sam- an. Í frítímanum dvaldi Sævar oftar en ekki í Skorradalnum þar sem hann byggði sumarhús við hlið sumarbú- staðar foreldra sinna. Þar stundaði hann stangveiði með árangri sem eftir var tekið og var auðséð að hann unni sér vel í fallegri náttúru Skorradals. Sævar var traustur maður sem reyndist sínum nánustu vel og var umhugað um velferð fjölskyldu sinn- ar. Fyrir eins barngóðan mann og Sævar voru afastrákarnir þrír honum miklir gleðigjafar og var greinilegt að samverustundir þeirra voru jafnt honum sem þeim mikils virði. Börn okkar systkinanna nutu einnig þeirra forréttinda að upplifa þessa einstöku gleði og vináttu sem einkenndu Sæv- ar og verður þessara gleðistunda lengi minnst í hugum smáfólksins sem og okkar sem eldri erum. Elsku frændi og vinur, þú skilur eftir þig stórt skarð í fjölskyldunni og er þín sárt saknað. Við trúum að þú munir fylgja okkur áfram og hver veit nema að þú eigir eftir að vísa okkur á bestu veiðimiðin í Skorradalsvatni. Guð geymi þig. Tryggvi Þór, Sigurður Ómar, Linda Björk og fjölskyldur. Í fornri sögu, frá 11. öld, „Fundur fuglanna“, segir frá eitt þúsund fugl- um á tímum mikilla breytinga og myrkurs. Fuglarnir fá skyndilega leiftursýn – mynd af heildarsýn, upp- ljómaðri fjöður. Af þeim sökum finnst þeim þeir örvaðir til að fara í langt og erfitt ferðalag til að gá af hvaða undraverða fugli þessi fjöður er. Þegar uppljómaða fjöðrin svífur niður úr himninum opinberar einn af vitrustu fuglunum að í reynd sé fjöðr- in forskynjun, sýn á Hinn Mikla. Hin- ir fuglarnir verða upprifnir og glaðir. Þeir eru margs konar, stórir og litlir, langir og stuttir, einlitir og marglitir. En burt frá stærð, lögun og litbrigð- um ákveða þeir eftir þessa skyndilegu og skammvinnu sýn að finna fjöðrina. Það verða þrumuhljóð er fuglarnir hefja sig til lofts, bara vegna þess að þeir ætla að finna þessa geislandi uppsprettu. Þeir trúa að þessi æðsta vera sé svo stórkostleg að hún geti aftur lýst upp þeirra dimma heim. Og fuglarnir byrja sína yfirmáta þreyt- andi leit. Sumir fuglarnir villast af leið, aðrir hætta. Í upphafi ákváðu fuglarnir að heimsækja sjö dali, sem hver og einn hafði mismunandi hindranir og áskoranir. Fuglarnir lentu í mjög flóknum aðstæðum, þjáningu, hrika- legum sýnum, tærandi efa og nagandi eftirsjá. Enginn friður né hvíld og engin uppskera í langan tíma. Þess vegna gáfust fleiri og fleiri fuglar upp. Aðeins þrjátíu fuglar héldu áfram úr hópnum sem var svo ákveðinn og einlægur í byrjun – allir í von um að finna rót Sannleikans og Heildar. Og auðvitað það sem gat lýst upp myrkrið aftur. Að lokum gerðu þessir þrjátíu fugl- ar sér grein fyrir, að þrautseigja þeirra, fórnir og tryggð við leiðina er hin uppljómaða fjöður, að þessi upp- ljómaða fjöður lifir í ákvörðunum, hvers og eins athöfnum gagnvart hinu guðlega. Elsku Sævar, fljúgðu áfram eins og alltaf. Guðmundur K. Sigurgeirsson. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Fallinn er frá góður drengur og fé- lagi í Val, Sævar Tryggvason málara- meistari, langt um aldur fram. Sævar kom til starfa sem þjálfari yngri flokka Vals í knattspyrnu árið 1978 og var hann alla tíð síðan virkur félagi í Val við þjálfun, sjálfboðaliðastarf eða við æfingar og keppni með eldri leik- mönnum félagsins. Sævar var þjálfari þriðja flokks Vals í knattspyrnu, sem fór í frækna keppnisferð til Brasilíu árið 1984 og þótti mikið ævintýri. Síð- ustu ár tók Sævar virkan þátt í starfi Valskórsins og hafði af því mikla ánægju. Sævar var Eyjamaður að uppruna. Hann var knattspyrnumað- ur í fremstu röð á sínum tíma í Eyjum og var meðal leikmanna í fyrsta ung- lingalandsliði Íslands í knattspyrnu. Hann varð einnig fyrstur Vestmanna- eyinga til að leika með íslenska lands- liðinu í knattspyrnu. Við Valsmenn kveðjum þennan prúða félaga okkar um leið og við sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Grímur Sæmundsen, formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Kveðja frá Valskórnum Okkur langar með fáum orðum að kveðja góðan vin, Sævar Tryggvason. Sævar var félagi í Valskórnum nánast frá stofnun hans og lét sig helst ekki vanta á æfingu. Í kaffi- hléum var mikið spjallað og það fór ekki framhjá okkur að hann var mikil náttúruunnandi og dvaldist löngum í Skorradal þar sem hann átti sum- arbústað. Eitt af áhugamálum hans var fuglaskoðun og var gaman að heyra hann tala um fuglana. Í lok hverrar æfingu var Sævar kominn með töskuna á öxlina á leið í boltann, en hann var mikill íþróttamaður. Á laugardagskvöldi í nóvember síð- astliðnum áttum við frábært skemmtikvöld saman og Sævar lék á als oddi. Samverustundirnar urðu ekki fleiri, því skömmu síðar greindist hann með illvígan sjúkdóm sem hann barðist við af einstöku æðruleysi uns yfir lauk hinn 26. ágúst. Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð er lúður gjallar. (Séra Friðrik Friðriksson.) Valskórinn þakkar Sævari sam- fylgdina. Minning um góðan vin lifir. Guð blessi minningu Sævars Tryggvasonar. F.h. Valskórsins Þórarinn G. Valgeirsson. Sævar Tryggvason, góður vinur og félagi okkar í Knattspyrnufélaginu Val, er fallinn frá. Þessi glaðlyndi og kappsami drengur gerði garðinn frægan í ÍBV á árum áður, en keppti undir merkjum Vals þegar hann flutti upp á land eins og öll hans fjölskylda í kjölfar gossins árið 1973. Hann hafði komið nálægt þjálfun yngri flokka í knattspyrnu í Vestmannaeyjum og tókst nú á við það sama hjá Val við góðan orðstír. Hann þjálfaði yngri flokka Vals í knattspyrnu, m.a. 4. flokk drengja sem hann fór með til Danmerkur árið 1983 á árlegt knattspyrnumót sem þar var haldið og árið eftir eða 1984 með sömu drengi nú í 3. flokki alla leið til Brasilíu. Sævari og hópnum hafði verið boðið af forsvarsmönnum bras- ilísks liðs sem þeir kepptu við í Dan- mörku, að koma á svipað mót í Bras- ilíu og metnaður Sævars fyrir hönd drengjanna var mikill, flokkurinn var geysigóður, þeim skyldi sýndur besti fótbolti í heimi og því var farið sem leið lá alla leið til Brasilíu. Drengirnir hans munu örugglega muna þessa ferð eins lengi og þeir lifa. Margir af þessum drengjum sem voru undir handleiðslu Sævars, skiluðu sér alla leið upp í meistaraflokk Vals sem góð- ir leikmenn. Minnst er á þetta hér því enn í dag láta menn sér ekki detta í hug að fara í svona mikla æfinga- og keppnisferð með íþróttaflokka, látið er nægja að fara til næstu landa. Þetta sýnir stórhug unglingaráðs Vals, Jónasar Guðmundssonar og Sævars, sem undirbjuggu þessa ferð fyrir þennan öfluga drengjahóp ásamt góðum fararstjórum, enda tókst þessi fræga ferð mjög vel. Við allir sem spiluðum með Sævari í eldri flokki karla í knattspyrnu, minnumst leikni hans með boltann og SÆVAR TRYGGVASON Mínar fyrstu minn- ingar tengjast pabba og samveru með honum. Ég held ég muni fyrst eftir að við feðgar vorum í gömlu fjárhúsunum á Haukagili, sem pabbi byggði upp neðar í túninu seinna. Það var vetur og blindbylur, svo varla sást útúr augum. Mínir stuttu fætur höfðu víst lítið að segja í skaflana á leiðinni heim til bæjar. Ég hef sennilega verið á fjórða, kannski fimmta árinu, en eins og ég svo oft upplifði á þessari samferð okkar feðga, voru handtökin snör, örugg og fumlaus, settur í strigapoka og sveifl- að á bakið og borinn heim í bæ. Og minningarnar eru fleiri um lít- inn strák sem vildi vera með pabba, hvert sem hann fór. Oftar en ekki JÓN INGIMUNDARSON ✝ Jón Ingimund-arson fæddist á Kaldbak á Eyrar- bakka 7. júlí 1920. Hann lést á Kirkju- hvoli, dvalarheimili aldraðra á Hvols- velli, að kvöldi mið- vikudagsins 10. ágúst síðastliðins og fór útför hans fram frá Reykholtskirkju 18. ágúst. fékk ég að vera með, en stundum var sagt „seinna vinur, þegar þú ert orðinn stærri“. Ég held líka að ég hafi verið eins og aukabún- aður á Farmall Cub traktornum, jafnaldra mínum, því ég man bæði eftir að hafa hangið hálfsofandi í fanginu á pabba við slátt og eins seinna far- inn að standa í lappirn- ar og stýra. Þolinmæð- in hjá manni sem var að stækka bú sitt og byggja upp var endalaus held ég, og aldrei fannst mér ég vera fyrir. Ég óx með búinu og vélunum, fékk að hjálpa til, fékk alltaf góða tilsögn, góðar útskýringar. Pabbi var glöggur á allt umhverfi sitt, hvort sem var landið, skepnur, menn eða vélar og varnaðarorðin þegar stráklingurinn var að komast upp á lag með vélar eða hross voru gjarnan „farðu varlega, vinur“, hljóma enn innra með mér og ein- hvern veginn held ég að ég skili þessu til næstu kynslóðar. Dugur og vinnusemi var eitthvað sem einkenndi þennan mann, og held ég að öllum ólöstuðum að enginn eigi jafn mörg handtök á öllum bæjum í Hvítársíðunni. Alls staðar fór pabbi til viðgerða á vélum, hjálpa til við byggingar, smala og svo binda hey þegar sú tæknin ruddi sér til rúms. Ég sagði stundum við hann að enginn væri meiri Hvít- síðingur en hann, þó aðkomumaður væri. Þá brosti hann, og sagði að sér þætti vænt um þessa sveit. Pabbi var ótrúlegur maður. Hann kunni held ég til verka á öllum svið- um. Ég man eftir að hann prjónaði, hann saumaði, bakaði, eldaði, hjúkr- aði, smíðaði úr tré, járni og jafnvel leikföng handa okkur krökkunum, og þegar sófasettið á heimilinu var orðið slitið, þá brá hann sér á námskeið í bólstrun og gerði settið sem nýtt. Hann sótti sér þekkingu eftir þörf- um, las helling og kunni mörgu góð skil, sagði líka skemmtilega og skýrt frá því sem hann kunni og vissi. Eftir að sjálfvirki síminn kom til sögunnar seint á síðustu öld áttum við oft löng og skemmtileg samtöl. Hann byrjaði oft er hann hringdi á því að segja „ég á nú ekkert erindi, langaði bara að heyra í þér“. Svona var hann, tók sér ekki mikið pláss og bað sjaldnast um neitt, en afar þakklátur er maður lagði honum lið. Skemmtilegt þótti mér seinni árin þegar ég kom úr leitum á haustin að svara spurningum hans um fjallið og féð. Hann þekkti heiðina vel og mundi hvern krók og kima þar, var- aði mig oft við illfærum ef ég færi um ákveðin svæði, löngu eftir að hann hætti sjálfur að fara í leitir, og svo kom sérstakur svipur á hann þegar hann spurði um þessar ferðir. Ég á mikla sjóði minninga um pabba, og í alla staði koma þær minn- ingar mér vel. Ég held að ef ég ætti að draga saman í eitt orð umsögn um hann mundi orðið vera „aðdáun“, svo vel fannst mér hann ætíð spila úr sínu. Að endingu vil ég segja: Takk, pabbi minn, fyrir samfylgdina Takk fyrir allt sem ég naut með þér. Vona að þú hafir notið einhvers líka. Hvíl þú í friði faðir minn kær. Farinn úr þessum heimi. Ég man þig svo vel er varst þú mér nær. Þá minningu ætíð ég geymi. Jón Ingimundur. Elsku afi. Fyrir mér hefurðu alltaf verið afi bóndi í sveitinni. Þú sast alltaf í horn- inu við eldhúsborðið í gamla húsinu á Haukagili. Eftir matinn fékkstu þér oft blund á bekknum inni í eldhúsi. Þú varst rosalega duglegur maður og hirtir landið þitt vel. Mér hefur alltaf þótt rosalega vænt um þig, afi, og var mjög stolt þegar ég sagði þér að þú værir að verða langafi. Það var svo gaman að sjá hvað þú varðst glaður. Bjarti líkaði voða vel við langafa sinn, hann dáðist mikið að skegginu þínu. Þegar ég hugsa til baka man ég ekki eftir þér öðruvísi en með mikið skegg. Þegar við heimsóttum þig á Hvolsvöll dag- inn fyrir andlát þitt varstu með svo flott skegg, nýklipptur og fínn. Ég var svo glöð yfir að vera komin til þín, vissi nokkurn veginn að ég væri að sjá þig í síðasta skipti á lífi. Ég var nokkuð viðbúin þessu sjálf, þar sem Bjartur Elí er orðinn það stór, að hann man alltaf eftir þér. Hann segir „þetta er Jón langafi, ekki Jón afi“ þegar ég sýni mynd af þér og segi Jón afi. Ég vona að þú, afi okkar, hafir líka verið tilbúinn. Og við Bjartur Elí erum glöð yfir að þú fékkst að fara svona. Velkominn til himna, afi, og takk fyrir allar stundirnar. Þín Anna Hildur. Afi er farinn. Afi með gráa skeggið og stóru hendurnar. Afi sem kenndi mér að flétta úr baggaböndum og að raka hey. Afi sem alltaf var góður og reiddist mér aldrei. Afi sem súrsaði slátur og leyfði mér að smakka há- karl. Afi með uppbrettar ermarnar, sem ræktaði kartöflur, veiddi bleikju og gróðursetti tré. Afi sem sagði mér sögur og leyfði mér að eiga lamb. Afi sem kunni að binda inn bækur, skera út í tré og sauma út. Afi sem aldrei bar öfund í brjósti og mælti aðeins góð orð um annað fólk. Afi sem gaf og gaf og bað aldrei um neitt í staðinn. Takk fyrir allar minningarnar. Takk fyrir að vera afi minn. Þórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.