Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 45 MINNINGAR „Brasilíutakta“ hans á því sviði. Sæv- ar hafði gott keppnisskap, en kaus umfram allt að leikni og skynsemi í leik fengi að njóta sín og bar leikur hans merki um það. Hann fylgdist ávallt vel með sínu gamla liði í Eyjum og sást hann oft sem áhorfandi að leik þeirra þegar þeir fóru upp á land í keppni. Sævar var traustur meðlimur í æf- ingahóp okkar eldri drengja, sem hafa haldið hópinn við fótboltaæfing- ar í Valsheimilinu árum saman. Auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins og spila sjálfur með okkur eldri drengjum, var hann virkur félagi ár- um saman í „heimavarnarliðinu“, hópnum sem sá um umgjörð alla, í kringum heimaleiki meistaraflokks karla. Ótalin er öll hans sjálfboða- vinna fyrir félagið á fagsviði sínu. Við félagarnir í Val munum sakna hans frá æfingum og eins að sjá hann ekki lengur á sínum fasta stað á hlið- arlínu sem áhorfanda á Valsleik. Við færum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sævars er sárt saknað en minning- in um góðan dreng lifir. Fyrir hönd eldri flokks karla í Knattspyrnufélaginu Val. Hilmir Elísson. Mig langar að minnast æskuvinar míns Sævars Tryggvasonar frá Vest- mannaeyjum. Sævar var alltaf ljúfur maður og góðhjartaður. Við stofnuðum hljóm- sveit sem ungir strákar og spiluðum á skólaböllum í Gagganum. Sævar spil- aði á klarinett, Leifur frændi hans á gítar, Gísli Valla á trommur og ég á píanó og mig minnir að Gunnar Finn- boga hafi verið söngvari. Það var líf og fjör á þessum tíma í Eyjum. Æft var heima hjá mér og Gunnari Finnboga og í dag vorkenni ég for- eldrum mínum og Gunnars vegna há- vaðans. Samband okkar Sævars rofnaði eftir að hann flutti til Reykjavíkur, en það voru ávallt gleðifundir þegar við hittumst og síðast þegar við hittumst var það við jarðarför góðs vinar. Þetta var síðasta skiptið sem ég sá minn æskuvin Sævar. Sævar keyrði mig á BSÍ og ég hitti yngri dóttur hans á heimili hans. Þetta var góð stund. Elsku æskuvinur, þín verður sárt saknað af gömlu félögunum í Þór og Val, en minningin um góðan dreng mun varðveitast og aldrei gleymast og ég veit að Tryggvi málari hefur verið í dýrð frelsarans og tekið á móti þér. Elsku Hilla, dætur, tengdabörn og barnabarn og bræður, megi góður Guð blessa ykkur og varðveita um ókomna framtíð. Friðrik Ingi Óskarsson. Ég vissi fyrst af Sævari er hann var í ÍBV-liðinu kringum 1970, sem var þá eitt illvígasta lið sem um getur í ís- lensku fótboltasögunni, að mínu mati. Unnu titla og voru afar erfiðir heim að sækja út í Eyjar. Hann var senter og leiddi líklega beittustu framlínu landsins á þeim tíma. Háðum við Sævar nokkrar rimmur innan vallar, með liðum okkar. En það er þannig með andstæðinga í fótbolta, sérstaklega ef lengi er iðk- að, að nokkurs konar innanvallarsam- band kemst á. Oft eru miklar tilfinn- ingar sýndar í leikjum, menn opna sig, reiðast, rífast og fyrirgefa. Menn kynnast, og það nokkuð vel. Sem er skrýtið, því stundum er það eina sem menn vita í raun hver um annan hvað þeir heita, í hvaða félagi þeir eru og hvaða stöðu þeir spila. Alls ekki meira. Mundu varla þekkja hver ann- an á Laugaveginum í síðbuxum. Þannig þekkti ég Sævar á þessum ár- um. Síðar kynntist ég Sævari á annan hátt er hann flutti upp á fastalandið og gekk til liðs við Val í eldra flokki, tók þátt í félagsstörfum og var m.a. virkur í Valskórnum um árabil. Þar sátum við saman á tenórabekknum. Að leiðarlokum er ljúfur drengur og frábær félagi kvaddur. Aðstand- endum eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Dýri Guðmundsson. Stöku sinnum á lífsleiðinni kynnist maður fólki sem á eftir að móta mann sem einstakling og hafa á mann meiri áhrif en maður kannski gerir sér grein fyrir, fyrr en að mörgum árum liðnum. Þegar ég var á tíunda ári, ef minnið svíkur mig ekki, varð ég þeirr- ar gæfu og ánægju aðnjótandi að kynnast Sævari Tryggvasyni. Hann hafði þá tekið við stöðu þjálfara sjötta flokks Vals í fótbolta, þar sem ég hafði tekið mér stöðu á milli stang- anna með viðurnefnið Maggi mark og átti ásamt jafnöldrum mínum úti á vellinum eftir að njóta handleiðslu Sævars um margra ára skeið, innan vallar sem utan á Hlíðarenda. Mér er ávallt eftirminnilegt þróttmikið og bjart fas Sævars og af hversu mikilli hlýju og virðingu hann vann með svona pottormum eins og við vorum á þessum árum. Ég held að slíkir eig- inleikar verði vart kenndir nokkrum manni, heldur hljóti alltaf að þurfa að fela í sér meðfædda hæfileika, þolin- mæði og einlægan áhuga á velferð þeirra barna sem viðkomandi er treyst fyrir. Ég er reyndar stundum spurður hver sé ástæðan fyrir því af hverju ég sé svona óendanlega mikill Valsari að jaðri við hreinustu vit- leysu? Og eftir því sem árin líða þá sé ég alltaf betur að ástæðan fyrir því er hversu vænt mér þykir um það fólk sem tók mér opnum örmum á Hlíð- arenda. Sá tími sem gekk í hönd hjá okkur strákunum sem höfðu Sævar sem þjálfara var góður tími. Á komandi árum átti Sævar eftir að kenna okkur margt um fótboltann og líka samstöð- una og vináttuna sem er í raun kjarn- inn í öllu íþróttastarfi að mínu mati. Þessi félagsandi kom líka fram í því hvernig fótbolta Sævar vildi að við spiluðum; alltaf sem eins órofa heild. „Nú spilum við sambabolta, strákar, ekkert kick and run,“ var hann vanur að segja og ótrúlegt en satt þá átti þessi ástríða Sævars fyrir góðum fót- bolta eftir að skila okkur í keppnis- ferð alla leið til Brasilíu! Eftir að hafa mætt liði frá Brasilíu á móti í Dan- mörku (þar sem við reyndar töpuðum 0-1) var okkur boðið að koma til þess- arar mekku áferðarfallegrar knatt- spyrnu. Ég mun aldrei gleyma hóg- væru og sönnu stoltinu í andliti Sævars eftir að okkur barst þetta ein- staka boð þarna úti í Danmörku. Það- an af síður mun ég gleyma þeirri vinnu og eljusemi sem Sævar og ann- að gott fólk hefur mátt leggja á sig til þess að gera þennan draum okkar að veruleika. Draumurinn var líka annað og meira en þessar góðu ferðir. Hann fólst fyrst og fremst í öllum þeim ánægjustundum sem við strákarnir áttum undir handleiðslu Sævars. Fyrir þennan hamingjutíma á Hlíð- arenda verð ég ævinlega þakklátur. En kynni mín af Sævari áttu líka eftir að ná út fyrir fótboltavöllinn. Á menntaskólaárunum sárvantaði mig almennilega sumarvinnu og þá brást Sævar mér ekki, heldur réð mig í málningarvinnu til sín þar sem var vel fyrir mér séð og ég naut auk þess handleiðslu í góðu fagi, nokkuð sem hefur ávallt reynst mér vel. Þannig reyndist Sævar ávallt vera til staðar fyrir mig og ég fann alltaf að vænt- umþykja hans og umhyggja náði langt út fyrir fótboltavöllinn. Slíkur kærleikur verður ekki þakkaður með fátæklegum orðum, heldur helst með því að leitast ávallt við að breyta rétt eftir því sem manni var vel kennt. Þannig er að það er margt sem ég vildi segja um Sævar og hversu vel hann reyndist mér í lífinu en nú þegar ég á sjálfur þrjú börn þá get ég notið þess að heiðra minningu Sævars með þeim hætti sem ég held að hann hefði helst kosið. Með þeim hætti að hvetja þau til þess að vera drengileg í hverj- um leik sem og í lífinu og að bera ávallt fyllstu virðingu fyrir hverri manneskju. Móður Sævars, dætrum, barna- börnum sem og ástvinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Magnús Guðmundsson. FRÉTTIR KONUR frá Lionsklúbbnum Fold í Reykjavík konu á barna- og ung- lingageðdeild LSH nýlega og af- hentu gjafabréf. Þær gáfu til eign- ar ýmis húsgögn, tól og tæki til endurnýjunar á tómstundaherbergi BUGL. Sigríður Ásta Eyþórsdóttir, yfiriðjuþjálfi tók á móti gjafabréf- inu og var myndin tekin við það tækifæri. Gáfu BUGL gjafir ANNA María Jónsdóttir, formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, kveðst hafa áhyggjur af þeim stúlkum sem hafa skráð sig í Didrix spa skóla, því þær fái engin réttindi sem snyrti- fræðingar eftir skólavistina. Kristrún Heimisdóttir, lögmaður Samtaka iðn- aðarins, segir að auglýsingar skólans séu mjög villandi. Samtökin sendu fjölmiðlum tilkynningu fyrr í vikunni, þar sem varað var við auglýsingum skólans og bent á að skólinn veiti eng- in starfsréttindi. Lögmaður skólans, Guðrún Hulda Ólafsdóttir, mótmælir þessum ásökunum. Í tilkynningu Samtaka iðnaðarins segir að í auglýsingum, sem birst hafi í dagblöðum undanfarna daga, bjóði Didrix spa skóli tíu mánaða nám í tveimur iðngreinum: hárgreiðslu og snyrtifræði. „Auglýsingarnar gefa til kynna að um sé að ræða fullgilt nám í viðkomandi iðngreinum en það er rangt. Samtökum iðnaðarins er kunn- ugt að ungt fólk hafi greitt meira en hálfa milljón króna í fyrirfram- greiðslu til skólans í þeirri trú að um iðnnám sé að ræða […].“ Kristrún segir að Félag íslenskra snyrtifræðinga og Meistarafélag í hárgreiðslu, aðildarfélög Samtaka iðnaðarins, séu gríðarlega ósátt við starfsemi skólans. Hún segir að starf- semi af þessu tagi grafi undan iðn- námi í landinu. Skólinn auglýsi tíu mánaða nám, en skv. námskrá í snyrtifræði og hársnyrtiiðn tekur námið nokkur ár. Anna María Jónsdóttir tekur í sama streng. Hún segir að snyrti- fræðingar hafi barist fyrir því í mörg ár að byggja upp starfsheiti sitt. Auk þess hafi þeir lagt grunn að þeirri námskrá sem gildi í snyrtifræðinámi, en sú námskrá hafi verið samin af menntamálaráðuneytinu og Starfs- greinaráði Íslands. Hún segir að þeir sem kenni snyrtifræði þurfi að fara eftir þeirri námskrá, svo að námið verði viðurkennt. Umræddur skóli, Didrix spa, hafi hins vegar ekki fengið tilskilin réttindi hjá menntamálaráðu- neytinu. Iðnnemasamband Íslands (INSÍ) sendi einnig frá sér tilkynningu þar sem það ráðleggur þeim, sem hafa hug á námi við skólann, að ráðfæra sig við INSÍ eða menntamálaráðu- neytið áður en ákvörðun er tekin. Námskrá afhent ráðuneytinu Lögmaður Didrix spa skóla, Guð- rún Hulda Ólafsdóttir, hefur einnig sent fjölmiðlum tilkynningu vegna málsins, fyrir hönd skólans. Þar segir að í tilkynningu Samtaka iðnaðarins komi fram alvarlegar ásakanir á hendur skólanum. „Ekkert í auglýs- ingu umbjóðanda míns benti til þess að um samþykkt nám væri að ræða.“ Skólinn muni hins vegar kenna eftir metnaðarfullri námskrá sem byggð sé á aðalnámskrá fyrir framhalds- skóla og ætti að fullnægja reglugerð um sveinspróf. „Námskráin hefur verið afhent menntamálaráðuneytinu til samanburðar við aðalnámskrá framhaldsskóla.“ Í tilkynningu lögmannsins er því einnig vísað á bug að nú þegar sé búið að svíkja fé af nemendum skólans. „Gefið er í skyn að nú þegar sé búið að svíkja fé út úr nemendum sem ekki hafa sjálfviljugir skuldbundið sig til að greiða. Þessu vísar umbjóðandi minn á bug sem ósönnu og órök- studdu, enda hafi nemendur allir sem einn tekið upplýsta ákvörðun um að innrita sig á námskeið umbjóðanda míns.“ Samtök iðnaðarins vara við auglýsingum Didrix spa skóla Segja að skólinn veiti engin rétt- indi í snyrtifræði Lögmaður skólans vísar ásökunum á bug Þótt seint sé lang- ar mig til þess að minnast með nokkr- um orðum vinar míns Gunnars Friðrikssonar. Gunnar var ötull baráttumaður aukinna slysavarna allt frá barnæsku og lét mikið að sér kveða á þeim vettvangi allt til efri ára. Margir hafa getið starfa hans á sviði sjóslysavarna, en hann sat í stjórn Slysavarnafélags Ís- lands í 26 ár, þar af forseti félags- ins í liðlega tvo áratugi, frá árinu 1960 til 1982. Ég kynntist Gunnari á áttunda áratug síðustu aldar, sem skrif- stofustjóri hjá Einari Sigurðssyni útgerðarmanni. Þeir Gunnar voru góðir vinir og áttu margvísleg við- skipti á þessum árum, en þá rak GUNNAR FRIÐRIKSSON ✝ Gunnar Frið-riksson fæddist á Látrum í Aðalvík 29. nóvember 1913. Hann lést á Land- spítala, Landakoti, föstudaginn 14. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 24. janúar. Gunnar fyrirtæki sitt, Vélasöluna, af mikilli atorku. Að afloknu nám- skeiði í dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu árið 1977 var mér svo falið það vandaverk að gera afmælisdag- skrá um Slysavarna- félag Íslands, 50 ára, 29. janúar 1978. Ég gekk til þess verks af auðmýkt, fannst ég ekki þekkja nógu vel til sögu þessa merka félags til þess að gera verkefninu sómasamleg skil. Hvatning manns eins og Gunnars var mér því ómet- anleg og svo fór að ég heillaðist svo af viðfangsefninu og öllu því fórnfúsa starfi sem slysavarnafólk hefur ávallt innt af hendi, að ég varð ekki samur maður á eftir. Mun skárri en fyrr, held ég að ég megi fullyrða. Forvarnir hafa verið mínar ær og kýr síðan, þökk sé m.a. Gunnari og öðru einlægu slysavarnafólki. Gunnar lagði mikið af mörkum í umferðaröryggismálum. Hann var forseti SVFÍ þegar hægri umferð var tekin upp hér á landi hinn 26. maí árið 1968, og átti því ríkan þátt í öflugu starfi Slysavarna- félagsins, ásamt Hannesi Þ. Haf- stein, framkvæmdastjóra félagsins og mörgum fleiri, í undirbúningi þessarar gagnmerku breytingar í umferðinni. Voru m.a. stofnaðar umferðaröryggisnefndir víða um land sem unnu að undirbúningi H- dagsins, og slysavarnafólk stóð í framlínu umferðaröryggisvarða, sem tóku að sér að leiðbeina hik- andi vegfarendum í nýjum umferð- arheimi. Þegar Umferðarráð var svo stofnað í ársbyrjun 1969, í kjölfar hægri breytingarinnar, var Slysa- varnafélag Íslands einn hornsteina hins nýja ráðs, og Gunnar Frið- riksson sat í fyrstu framkvæmda- nefnd þess frá 1969 til 1972. Árið 1972 var hann skipaður varafor- maður ráðsins, við hlið Sigurjóns Sigurðssonar formanns, og gegndi því starfi til ársins 1978. Fyrir öll þessi störf á sviði um- ferðaröryggismála, þakkar Um- ferðarráð. Þjóðin öll stendur í þakkarskuld við mann eins og Gunnar Friðriksson. Enginn veit nokkru sinni hve mörgum hefur verið bjargað frá votri gröf eða frá alvarlegu slysi á vegum landsins með óeigingjörnu starfi manna eins og Gunnars. Þið megið stoltir vera, afkomendur hans. Blessuð sé minning hugsjóna- mannsins Gunnars Friðrikssonar. Óli H. Þórðarson. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.