Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 49 DAGBÓK Englakórinn er smábarnakór semstofnaður var fyrir tveimur árum.Þar er ungum krökkum kenndursöngur og börnin læra bæði um takt og tónhæð. Þau hlusta á tónverk og farið er í raddbeitingu og sungnir skalar. Börnin læra lög á ýmsum tungumálum – frönsku, spænsku, ítölsku og kínversku, ásamt íslensku. Áður var Englakórinn fyrir börn á leikskólaaldri en í vet- ur verða hóparnir tveir, sá yngri fyrir 3-4 ára og sá eldri fyrir 5-7 ára. – Geta svona ung börn alveg verið í kór? „Já, það er ekkert mál. Þetta er meira að segja mjög gott fyrir þau. Söngurinn hjálpar til dæmis við málþroska. Í raddæfingum segjum við bæði sérhljóða og samhljóða og svo syngj- um við á mörgum málum. Sum börn geta ekki sagt ákveðna stafi, eins og til dæmis s, en með því að æfa með kórnum kemur það smám sam- an. Tónlistin hjálpar líka mikið til varðandi tján- ingu. Börnin tjá sig eðlilega í tónlistinni. Við notum hreyfingar í söngnum og krakk- arnir læra lögin utan að með því að gera hreyf- ingarnar. Þeir læra nótnalestur og fara í raun að lesa nótur áður en þeir verða læsir á bók. Börnin temja sér einnig aga og gera ýmislegt sem snýr ekki beint að tónlist. Þau þurfa svo dæmi séu tekin að læra að þegja á réttum tíma og að hneigja sig. Við höfum séð miklar breytingar á börnum sem hafa verið 2–3 annir hjá okkur í kórnum. Þau haga sér betur og kunna betur að meta tónlist. Kórstarfið finnst mér mjög skemmtilegt og gefandi þegar ég sé svona mikinn árangur. Við erum tvö saman með börnin, ég og mað- urinn minn, og svo eru foreldrar barnanna líka stundum með. Í gegnum Englakórinn er ég að reyna að opna augu foreldra fyrir því hversu góða hluti er hægt að gera þegar börnin byrja svona snemma í kórstarfi.“ – Hvernig datt þér í hug að stofna Englakór- inn? „Ég hafði séð um kór sem þennan í Hong Kong í mörg ár. Síðan flutti ég hingað og hér- lendis var enginn samskonar kór. Þegar yngri dóttir mín fór að tala langaði mig til að hún gæti verið í kór. Ég kom þessu því í raun á laggirnar með hana í huga. Starfið hefur farið fram úr björtustu vonum. Krakkarnir eru mjög áhugasamir og foreldrarnir eru hissa á því hvað þau geta lært mikið þetta ung.“ Nánast er fullt í hóp yngri barnanna en enn eru laus pláss fyrir þau eldri. Áhugasamir geta skrifað Natalíu tölvupóst á netfangið natalia- chow89@msn.com. Æfingar fara fram á laugar- dögum í Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlist | Ung börn geta lært að syngja í kór, gera raddæfingar og meta tónverk Smábörn syngja í Englakór  Natalía Chow er frá Hong Kong og fluttist til Íslands árið 1992. Hún er organisti í Ytri- Njarðvíkurkirkju en var áður við Hafnarfjarðar- kirkju og þar áður org- anisti og söngkennari á Húsavík. Natalía er með MA-gráðu í tón- mennt frá University of Reading, einsöngvara- próf frá Hong Kong og organistapróf frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar. Hún býr á Álftanesi, á tvær dætur og er gift Julian Hewlett frá Eng- landi. Natalía og Julian stjórna Englakórnum í sameiningu. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Bf5 4. Rc3 Rf6 5. e3 e6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Bb4 8. a3 Bxc3+ 9. bxc3 Re4 10. Hb1 Dc7 11. 0–0 Rd7 12. Re1 Rb6 13. f3 Rf6 14. cxd5 cxd5 15. e4 0–0 16. e5 Rfd7 17. f4 Hac8 18. Hf3 Ra4 19. Bd2 Rdb6 20. Rc2 Rc4 21. Be1 Rcb6 22. De2 Dc4 23. Dd1 a5 24. g4 f5 25. gxf5 exf5 26. Hh3 g6 27. Re3 Dc6 28. Db3 Hfd8 29. Dc2 Hc7 30. Hg3 Kf8 31. h4 Hdc8 32. h5 De6 33. c4 Dc6 34. c5 Rd7. Staðan kom upp í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Háskólanum í Reykjavík. Þorsteinn Leifsson (1.590) hafði hvítt gegn Elsu Maríu Þorfinnsdóttur (1.330). 35. Rxf5! b6 36. hxg6 hxg6 37. Rd6 Hd8 38. Dxg6 Rb8 39. Df6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 85 ÁRA afmæli. Í dag, 2. septem-ber, er 85 ára Þórður Sigurðs- son, Blikahólum 12, Reykjavík. Þórð- ur og kona hans, Kristín H. Kristjáns- dóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Stélinu, Síðumúla 11, 2. hæð, á morg- un, laugardaginn 3. september, frá kl. 17. 70 ÁRA afmæli. 5. september nk.verður sjötug Katrín Magnús- dóttir, Munaðarnesi. Hún verður að heiman á afmælisdaginn en sunnudag- inn 4. september er vinum og vanda- mönnum boðið að þiggja kaffiveitingar í samkomusal BSRB, Munaðarnesi, kl. 15–18. 69 ÁRA afmæli. Í dag, 2. septem-ber, er 69 ára Margrét Guð- mundsdóttir, myndlistarmaður. Í til- efni dagsins býður hún vinum og vandamönnum og öðrum sem áhuga hafa á listum í afmæliskaffi í Grafík- safni Íslands, Tryggvagötu 18, hafnar- megin, þar sem hún heldur sýningu. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 2. septem-ber, er áttræður Kjartan Sveinn Guðjónsson, Hlíðarhúsum 12, Reykjavík. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 2. sept-ember, er áttræð Anna I. Þor- varðardóttir, fyrrum húsfreyja í Belgsholti í Melasveit, Borgarfirði. Hún eyðir deginum með fjölskyldunni. Rétt tímasetning. Norður ♠542 ♥753 ♦D1094 ♣ÁDG Suður ♠ÁKDG8 ♥ÁK42 ♦3 ♣1098 Suður spilar fjóra spaða. Útspilið er smátt lauf, sagnhafi svínar, en austur á kónginn og trompar út í öðrum slag (og vestur er með). Hvernig er best að spila? Þetta er vandalaust ef hjartað fell- ur 3-3, en annars er hætta á að gefa tvo slagi á litinn. Það er langsótt að hægt sé að gera sér mat úr tíglinum og betri áætlun er að reyna að trompa fjórða hjartað í borði. Sem er hægt ef sá mótherji sem er með tvíspil í hjarta er líka með tvö tromp. En það verður að tímasetja spilamennskuna rétt. Norður ♠542 ♥753 ♦D1094 ♣ÁDG Vestur Austur ♠97 ♠1063 ♥D8 ♥G1096 ♦Á8652 ♦KG7 ♣7653 ♣K42 Suður ♠ÁKDG8 ♥ÁK42 ♦3 ♣1098 Það verður að spila strax litlu hjarta undan tveimur efstu. Hvernig sem vörnin svarar getur sagnhafi nú skilið eitt tromp eftir í borði og stung- ið fjórða hjartað. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is marga aðra fjölsótta ferðamanna- staði. Dyrhólaey er einstakur, fagur og eftirsóttur ferðamannastaður. Veg- urinn frá næsta bæ er nánast ófær, holóttur, þvottabretti, stakstein- óttur og egghvassar klappir uppúr á köflum. Þegar komið er upp á bíla- stæðið næst vitanum er það stak- steinótt og afar óslétt. Þá er gang- stígurinn að vitanum lagður smá- gerðri lausri möl. Ekki eru slíkir stígir lagðir út að tveimur helstu út- sýnisstöðum framan við vitann, vest- ur yfir ströndina né til skoðunar á gathöfðanum. Sömu sögu má segja um svæðið á neðra planinu austan- vert á eynni. Það sem vantar eru malbikuð plön þar sem hreyfihamlaðir geta hafið för í hjólastólum, þaðan malbikaða stíga að útsýnisstöðum. Þetta er sú lágmarkskrafa sem verður að gera um aðstöðu ferðamanna á útsýnis- stöðum og gleyma alls ekki salernis- aðstöðu. Fólk með barnakerrur, aldraðir með göngugrindur, hreyfi- hamlaðir í hjólastólum, eða með staf eða hækjur eiga réttmæta kröfu til þess að svona sé búið um á eftirsótt- ustu útsýnisstöðum landsins. Réttmæti þessarar kröfu byggist á þeirri einföldu staðreynd að ferða- þjónusta er önnur helsta gjaldeyr- istekjulind þjóðarinnar. Svo enn sé vikið að dæminu frá Dyrhólaey, þá tjáir engum, ekki ferðamálaráði, vegagerð, sveitarfé- lagi né öðrum að segja ekki ég, ekki ég. Úr þessu verður tafarlaust að bæta, finna þann sem ber ábyrgð. Peningar ferðafólksins, önnur helsta gjaldeyrislind landsins er til. Notið hana. Kristinn Snæland. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR, merktur: þín Magga, fannst í nágrenni Eiðis- torgs sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 863 4563. Óliver er týndur ÓLIVER, sem er rauður og hvítur, týndist við Dýraspítal- ann í Víði- dal . Hans er sárt saknað. Þeir sem gætu gefið upplýs- ingar um Óliver eru beðnir að hafa samband við Sigrúnu í síma 846 1915. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Vegir og göngustígar SÁ hópur landsmanna sem ekki er göngugarpar eða fjallafólk á ofur- jeppum er án efa afar fjölmennur. Þessi hópur nýtur nú þegar veru- legra vegabóta sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hafa lagt í, t.d. Nesjavallavegur og Kárahnjúka- vegur, vegur frá Búrfelli upp að Vatnsfellsvirkjun og vegurinn að Blönduvirkjun og upp með Blöndu- lóni. Nú er unnið að miklum vegi um Þórdalsheiði og Hallsteinsdal úr Skriðdal yfir á Reyðarfjörð. Vegna framkvæmda orkuveitna er aðgengi almennings að landinu meira og betra en nokkru sinni fyrr. Andstæður þessa eru hinsvegar margar og ótrúverðugt að fjárskort- ur hamli sjálfsögðum aðgerðum. Dæmi skal nefnt sem getur gilt um Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.