Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku © Puzzles by Pappocom 8 4 2 5 6 7 3 6 5 8 9 4 1 8 3 6 2 9 5 1 9 4 8 7 5 7 1 8 3 4 6 2 9 6 1 2 8 3 5 6 2 9 4 7 8 1 4 8 1 5 6 7 2 3 9 2 7 9 3 1 8 6 5 4 1 2 8 4 7 5 3 9 6 9 4 5 8 3 6 1 7 2 6 3 7 9 2 1 8 4 5 8 6 2 7 5 9 4 1 3 7 9 3 1 4 2 5 6 8 5 1 4 6 8 3 9 2 7 Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 flækingur, 8 ekils, 9 blása, 10 reið, 11 flýtinn, 13 peningar, 15 hafa eftir, 18 ægisnál- in, 21 miskunn, 22 spilið, 23 fiskar, 24 vantar vatn. Lóðrétt | 2 ást, 3 óþétt, 4 óþokka, 5 fiskar, 6 ósvikinn, 7 nagli, 12 læri, 14 ótta, 15 ósoðinn, 16 léleg skepna, 17 hinn, 18 stétt, 19 sveru, 20 skass. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 jökul, 4 snökt, 7 skóli, 8 lokki, 9 tól, 11 feit, 13 þrái, 14 ámæli, 15 óþol, 17 ljót, 20 ótt, 22 ískur, 23 ræður, 24 tinna, 25 syrpa. Lóðrétt | 1 Jósef, 2 krógi, 3 leit, 4 soll, 5 öskur, 6 teiti, 10 ófært, 12 tál, 13 þil, 15 óvíst, 16 orkan, 18 jaðar, 19 terta, 20 óróa, 21 tros. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tafir á ferðalögum og útgáfu heyra sög- unni til. Allt sem þú vilt áorka á þessu sviði sem og í samskiptum við útlönd gengur eftir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið sér sameiginlegt eignarhald á landi eða fasteign og allt sem tengist þeim í raunsærra ljósi nú en endranær. Áætl- anir sem það hefur haft uppi óralengi virðast nú geta gengið eftir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Breytingar sem þú hafðir vonast til að gera á nánu vina- eða parsambandi gætu orðið að veruleika núna. Þær munu þarfn- ast talsverðrar aðlögunar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert til í að leggja mikið á þig í vinnunni og færð góðar hugmyndir sem leiða til úr- bóta. Þú færð gömlu dóti nýtt hlutverk. En sniðugt! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Málefni tengd ástarævintýrum, skapandi verkefnum og vinnu með börnum ganga betur þessa dagana. Þú áttar þig betur á því nú en áður hvað þú vilt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Viðgerðir og breytingar gætu átt sér stað þar sem meyjan á sér samastað. Reyndar langar hana að breyta fjölmörgu frá og með deginum í dag. Hún leitast við að ná tökum á hlutunum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samskiptaaðferðir vogarinnar taka breytingum hægt og örugglega. Þú vilt komast til botns í hlutunum. Staðreyndir og sannleikur eru málið. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekanum á eftir að finnast sem ýmislegt í hans lífi verði léttara á næst- unni en undanfarna fimm mánuði. Leiðin er greið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn hefur líklega tekið sín nán- ustu sambönd til gagngerrar endurskoð- unar undanfarna fimm mánuði, vegna áhrifa frá Plútó, plánetu hreinsunar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki láta efasemdirnar aftra þér. Tvær plánetur með jákvæða strauma tróna efst í sólarkortinu þínu. Það þýðir að fólk ber þá virðingu fyrir þér sem þú átt skilda. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Markmið þín hafa tekið breytingum upp á síðkastið; hafðu í huga að hægt er að snúa sókn í vörn með því að skipta um stefnu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Breytingar eru að verða á sambandi þínu við stjórnendur, yfirmenn og jafnvel for- eldra. Þú er tilbúinn til að taka í taumana. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Þú hefur báða fætur á jörðinni og býrð bæði yfir áreiðanleika og skynsemi, ekki síst í peningamálum. Réttlæti og sann- girni skipta þig máli og þú hefur það jafn- an að leiðarljósi. Það eru undirstaða sjálfsvirðingar þinnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓSMYNDASÝNINGIN Andlit norðursins á Austur- velli með ljósmyndum Ragn- ars Axelssonar verður fram- lengd til mánudagsins 5. september. Sýningin var opnuð 24. júní og að talið er að ríflega 100.000 manns hafi séð hana í sumar, en hún hefur notið sérstakrar hylli erlendra gesta í Reykjavík, að sögn aðstandenda sýn- ingarinnar. Edda útgáfa og ljósmyndarinn hafa fengið allt upp í tugi tölvuskeyta á dag frá þakklátum ferða- mönnum sem sáu sýninguna á leið sinni um landið og vilja fræðast nánar um mynd- irnar, fá senda samnefnda bók sem kom út hjá Eddu útgáfu á erlendum málum í vor eða þakka fyrir sig. Ljósmyndirnar voru teknar á um tutt- ugu ára tímabili á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum og sýna íbúa þessara landa í kröppum dansi við óblíða náttúru norð- ursins. Stefnt er að því að sýningin verði sett upp næsta vor í Þórshöfn í Fær- eyjum. Morgunblaðið/RAX Sýning RAX á Austurvelli framlengdTónlist Beggabar | Ívar Jónsson heldur tónleika kl. 22. Húsið opnar kl. 18. Ókeypis aðgangur. Beggabar er þar sem áður var Nikkabar, Hraunbergi 4. Grand Rokk | Brain Police, Potentian og Sólstafir kl. 23. Kaffi Hljómalind | Jericho Fever halda styrktartónleika kl. 19 til útgáfu breiðskífu þeirra. Gavin Portland & We Made God munu meðal annars troða einnig upp. Kristján X | Hljómsveitin Llama, sem skemmti borgarbúum sem Skapandi sum- arhópur hjá Hinu húsinu, mun senda takt- fastar bylgjur um Suðurlandsundirlendið á laugardagskvöldið, og meðlimir úr Oxford halda fjörinu gangandi fram eftir nóttu. Sjallinn, Akureyri | Páll Óskar spilar. Húsið opnað kl. 24. Frítt inn til kl 1 en eftir það kr 800. Stapinnn, Reykjanesbæ | Mood spilar kl. 22. Tónleikarnir eru liður í Septemberblús Rythma og blúsfélags Reykjanesbæjar um Ljósanæturhelgi. Að auki munu hljómsveit- irnar Kentár og GoGo blues frá Færeyjum spila. http://www.mood.is. Tjarnarbíó | Útgáfutónleikar Benna Hemm Hemm. Hljómsveitin er skipuð 13 hljóð- færaleikurum. Einnig spila Nix Noltes. Hús- ið opnað kl. 21. Forsala í 12 Tónum. Þjóðmenningarhúsið | Tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur „Ravel á Þingvöllum“ kl. 20. Myndlist Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. september. Eden, Hveragerði | Sigurbjörn Eldon Loga- son, vatnslitir og olía. Til 4. september. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Stað sett. Hljóðverk, ljósmyndir og teikning. Til 17. september. Gallerí Höllu Har | Galleríið er opið 1.–4. sept.: Fim. kl. 13–21, föst. kl. 13–21, laug. kl. 13–21 og sun. kl. 13–16. Í tilefni Ljósanætur verður dregið eitt nafn úr hópi gestkom- andi og hlýtur hinn heppni málverk að gjöf. Allir velkomnir. Gallerí Sævars Karls | Sólveig Hólmars- dóttir – Hamskipti. Gallerí Tukt | Sara Elísa Þórðardóttir – Kraftur. Til 5. sept. Grafíksafn Íslands | Margrét Guðmunds- dóttir til 11. sept. Fim.–sun. frá 14 til 18. Hafnarborg | Eiríkur Smith til 26. sept. Handverk og hönnun | Sýningin „Sögur af landi“ til 4. sept. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal málverk og út- saum til 4. október. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Undir- liggjandi. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Olíumálverk á striga. Til 24. sept. Listasafn ASÍ | Hulda Stefánsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Til 11. sept. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Reykjanesbæjar | Eiríkur Smith og konurnar í Baðstofunni. Á sýningunni má sjá tæplega 50 verk eftir Eirík og fimm fyrrverandi nemendur hans í Baðstofunni. Til 16. okt. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úrval verka frá 20. öld til 25. september. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Stefnu- mót við safnara II. Sýningin opnar að nýju og stendur til 11. september. Sýning Lóu Guðjónsdóttur í Boganum á vatnslita- og olíuverkum stendur til 11. september. Ókeypis aðgangur. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11–17. Helgar frá kl. 13–16. Mokkakaffi | Árni Rúnar Sverrisson. Flétt- ur. Til 4. september. Norræna húsið | Sýning 17 danskra lista- kona á veggteppum í anddyri. Nýlistasafnið | Lorna, félag áhugafólks um rafræna list. Opið 13–17 mið–sun. Til 3. sept. Saltfisksetur Íslands | Lóa Henný Ólsen. Leikur að litum, alla daga frá 11 til 18. Til 4. sept. Skaftfell | Listamaðurinn Carl Boutard – „Hills and drawings“ í sýningarsal Skaft- fells. Listamaðurinn Dodda Maggý með sýningu sína „verk 19“ á vesturvegg Skaft- fells. Til 18. sept. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir sýnir 13 olíumálverk. Sveinssafn, Krísuvík | Safnið er opið fyrsta sunnudag hvers mánaðar yfir sumartímann frá kl. 13–17.30. Safnhúsið (Sveinshús) er allt til sýnis með leiðsögn auk þess sem nú stendur þar yfir sérsýn- ingin „Fuglar í myndum“. Thorvaldsen Bar | Skjöldur Eyfjörð – „Töfragarðurinn“ til 9. sept. VG Akureyri | Sex ungir myndlistarmenn. Alla föstudaga 16–18 til 14. okt. Dans Kramhúsið | Tangó hátíðin TANGO on ICE- land 2005. Argentískir tangódansarar, Argentískur tangókvartett og í fyrsta sinn á Íslandi TangóDJ. Námskeið fyrir byrj- endur og framhaldsnema. Öll kvöldin enda með glæsilegum tangódansleik, Milonga og danssýningu. Nánari uppl. og skráning á www.tango.is. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur–Íslendingarnir, Bókminja- safn. Auk þess veitingastofa með hádegis– og kaffimatseðli og lítil en áhugaverð safn- búð. Skemmtanir Cafe Catalina | Stefán G. Óskarsson spilar í kvöld. Classic Rock | Hljómsveitin Benzin heldur uppi fjörinu í kvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Úlfar í kvöld. Miðgarður | Á móti sól leikur á síðasta sveitaballi sumarsins. Aldurstakmark 16 ár. Traffik | Love Guru Allstars hópurinn opn- ar Ljósanótt á Traffík, Keflavík. Vélsmiðjan Akureyri | Karma leikur í kvöld. Húsið opnar kl. 22, frítt inn til mið- nættis. Veitingahús Café Ópera | Hljómsveitin Stefnumót með André Bachmann í kvöld kl. 21–23.30. Rómantísk stemmning. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Opið mánudaga kl. 10–13, þriðjudaga kl.13–16 og fimmtudaga kl. 10–13. www.al-anon.is. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Haustnámskeið í leik- fimi hjá Gigtarfélagi Íslands hefjast 5. sept- ember. Leikfimi fyrir einstaklinga með gigt og aðra sem vilja fá leiðsögn. Boðið er upp á alhliða leikfimi, bakleikfimi fyrir karl- menn, jóga og vatnsþjálfun. Ný námskeið: Orka og slökun og Þyngdarstjórnun til framtíðar. Upplýsingar og skráning í síma 5303600. ReykjavíkurAkademían | Námskeiðið að tala fyrir framan hóp verður haldið 29. sept., 4. okt. og 6. okt. Margrét Pálsdóttir málfræðingur veitir tilsögn og þjálfun í að tala við marga í einu. Ráðstefnur Norræna húsið | Þing Hugvísindastofn- unar, Ritsins og Reykjavíkurakademíunar „Framúrstefna: Tilurð, saga, samtími“, hefst í dag kl. 12.15. Á þinginu fjalla íslensk- ir og erlendir fræðimenn um framúrstefnu í íslenskum og evrópskum bókmenntum og listum á 20. öld. Dagskrá á heimasíðu Hug- vísindastofnunar wwww.hugvis.hi.is. Íþróttir Skallagrímsgarður | Fimmta Íslandsmótið í víkingaleiknum KUBB fer fram á morgun kl. 13. Leikið verður í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Þátttaka tilkynnist á vefsvæð- inu www.folk.is/kubb. Leikið verður skv. Palme afbrigðinu. Útivist Ferðafélagið Útivist | Jeppaferð að Háa- fossum og um Skáldabúðarheiði. Brottför kl. 10 og er brottfararstaður ákveðinn síðar. Keyrt austur um Þjórsárdal og við Háafoss er stefnan tekin á línuveginn þvert yfir af- réttarlönd Gnúpverja. Ferðinni lýkur við Ár- nes. Verð 1.500 kr. Ganga á Löðmund við Dómadal verður 4. september. Brottför frá BSÍ kl. 8. Vega- lengd er 6–7 km, hækkun 600 m og göngu- tími 5 tímar. Fararstjóri er Friðbjörn Steins- son. Verð 3.500/4.100 kr. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Ása M. Ásgrímsdóttir leiðir göngu um Heiðmörk í leit að sveppum. Mæting er í Furulundi í Heiðmörk kl. 11. Sjá www.skograekt.is. Markaður Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Ferðakl. Flækjufótur fer helgarferð 24.–25. september. Ekið verður um Stokkseyri, Eyrarbakka, Þykkvabæ og Vestur- og Austur Landeyjar. Gist á Hótel Dyrhólaey. Uppl. í síma 898-2468.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.