Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 51 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstu- daga kl. 14. Endurvekjum sönggleð- ina, syngjum saman við undirleik Arngerðar kl. 15.30 eftir bingó. Bað- stofan er opin frá kl. 9–13 í dag. Sparikaffi kl. 15. Allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Smíði/ útskurður kl. 13–16.30. Púttvöllur kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 9–16 almenn handavinna, böðun, fótaaðgerð, frjálst að spila í sal. Stöðin er opin frá 8.30–16.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gjá- bakka kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids i Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Al- pastemning á Broadway. Tónlist- arskemmtun með þekktum lista- mönnum frá Alpalöndunum Þýskalandi, Austurríki og Sviss, verður haldin 5. sept. á Broadway. Á skemmtuninni munu verða ísl. tón- listaratriði, m.a. Ásta Begga og Gísli frá Hestheimum. Uppl. og miðasala í síma 588 2111. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kynning verður mið. 7. sept. á vetr- arstarfseminni frá sept. til des. 2005. Á kynningunni mun FEBK kynna fyrirhugaða starfsemi og hóp- astarfið verður kynnt og starfsemi á vegum Félagsstarfs aldraða í Kópa- vogi. Fólk er hvatt til að koma og kynnast félagslífinu í Kópavogi. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Badminton kl. 13.10 í Mýri. Garðaberg opið kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. fjöl- breytt föndurgerð, umsjón Helga Vil- mundardóttir. Kl. 10.30 létt ganga um Elliðaárdalinn. Frá hádegi spila- salur opinn. Kl. 14.45 kóræfing hjá Gerðubergskór, stjórnandi Kári Frið- riksson, nýir félagar velkomnir. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720 – www gerduberg .is. Furugerði 1 | Mánudaginn 5. sept. byrjar bókbandið, laus pláss. Hraunbær 105 | Námskeið í mynd- list, útskurði, glerskurði, perlusaum, kortagerð og skrautskrift eru að fara að byrja nú í sept. Skráning og nán- ari uppl. í síma 587 2888. Vinnu- stofan opnar 5. sept. Einnig er í boði leikfimi, boccía, félagsvist og bingó. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Dagblöðin liggja frammi. Fótaað- gerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Hauststarfið er hafið. Komið við, staðfestið skrán- ingu og ræðið við leiðbeinendur. Fé- lagsmiðstöðin er opin frá kl. 9 til 16. Fastir liðir eins og venjulega. Hausti fagnað í Salnum með hátíðarbrag föst. 9. sept. kl. 14. Spennandi nám- skeið á döfinni. Sími 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16.00 dans- að við lagaval Sigvalda. Döðluterta með kaffinu. Allir velkomnir. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins. Samkoma kl. 20. Bænastund kl. 19.30 fyrir sam- komu. Allir velkomnir. www.filo.is. SÝNING á teikningum Halldórs Péturssonar úr bókinni Helgi skoðar heiminn stendur yfir þessa dagana í Galleríi Fold á Rauðarárstíg. Halldór Pétursson var fæddur í Reykjavík árið 1916. Ungur byrjaði hann að teikna og varð snemma landsþekktur fyrir teikningar sínar. Eftir að hann kom úr framhalds- námi sínu fékkst hann aðallega við myndskreytingar og skopteikningar og er óumdeilanlegur frumkvöðull á því sviði. Árið 1976 kom bókin Helgi skoðar heiminn fyrst út. Bókin varð þannig til að Halldór teiknaði myndirnar en Njörður P. Njarðvík skrifaði sögu við þær. Teikningar Halldórs eru skop- myndir sem sýna Helga litla kanna veröldina. Boðskapur sögunnar er að heimurinn sé fullur af lífi. Mann- eskjurnar eiga veröldina ekki einar. Dýr og vættir náttúrunnar eiga sama rétt og við og okkur ber að sýna tillitssemi og vináttu. Á þessum tíma voru íslenskar barnabækur sjaldnast litprentaðar enda var slík prentun kostnaðarsöm og framleiðsla á lítinn markað ekki talin borga sig. Þær litprentuðu bækur sem íslensk börn höfðu að- gang að voru þýðingar og birtu er- lendan veruleika. Þær íslensku bækur sem á eftir fylgdu bera með sér svip þess Ís- lands sem Halldór dró upp með myndum sínum. Halldór lést í Reykjavík 16. mars 1977. Sýningunni í Galleríi Fold lýkur á sunnudag. Sýning á teikningum Halldórs Péturssonar FÁTT var frumlegt við efnisskrána á tónleikum Öldu Ingibergsdóttur sópran í Listasafni Sigurjóns á þriðjudagskvöldið. Að vísu heyrir maður ekki oft annað eftir Puccini en óperutónlist, og því hefur örugg- lega mörgum þótt forvitnilegt að hlýða á þrjú lítil lög eftir tónskáldið. Því miður eru þetta fábrotin, rislítil verk og túlkun Öldu og meðleik- arans, Ólafs Vignis Albertssonar, var ekki það blæbrigðarík, hvað þá skáldleg, að það næði að ljá þeim vængi. Meira var varið í þrjú lög eftir samlanda Puccinis, Verdi, og var söngur Öldu þar talsvert tilþrifamik- ill. Að vísu var hún ögn nefmælt og sterkir tónar á efsta sviðinu voru dá- lítið hvassir, en innlifunin virtist a.m.k. fölskvalaus. Sömu sögu er ekki að segja um Ólaf Vigni; þrátt fyrir að spila af nákvæmni á píanóið var leikur hans litlaus og hljómaði eins og hann hefði engan áhuga á því sem hann var að gera. Þegar drama- tísk músík eftir blóðheitt ítalskt tón- skáld er á matseðlinum … ja, þá vill maður helst finna sterkt bragð, jafn- vel blóðbragð. Satt best að segja leið mér eins og ég hefði pantað vel kryddað spaghetti bolognese á fín- um matsölustað en fengið í staðinn brauðstangir og gúrkusalat, sem var óneitanlega vonbrigði. Auk tónlistarinnar eftir Puccini og Verdi voru íslensk lög á dagskránni sem oft eru flutt og voru þau eftir Sigfús Halldórsson og Jón Ásgeirs- son, en einnig söng Alda lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Jó- hann Ó. Halldórsson. Túlkun hennar var í það heila ágætlega ígrunduð og sannfærandi, en þeir tæknilegu ann- markar sem fyrr voru nefndir háðu henni þó að einhverju leyti. Hún sótti samt í sig veðrið eftir því sem á leið og aría Mímí úr La Boheme eftir Puccini í lokin var yfirleitt prýðilega sungin, en hefði samt hljómað ennþá betur ef píanóleikurinn hefði verið skýrari og líflegri. Meira krydd, takk TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Alda Ingibergsdóttir og Ólafur Vignir Al- bertsson fluttu lög og aríur eftir Puccini (Sole e amore, Terra e mare og E L’uccel- ino), Verdi (Stornello, La Zingara og Lo spazzacamino), Sveinbjörn Sveinbjörns- son (Álfarnir, Til næturinnar), Jóhann Ó. Haraldsson (Bara syngja og lifa), Jón Ás- geirsson (Vorvísa, Hjá lygnri móðu, Vor hinsti dagur) og Sigfús Halldórsson (Dagný, Vorsól, Lítill fugl). Þriðjudagur 30. ágúst. Söngtónleikar Jónas Sen Alda Ingibergsdóttir söngkona. NIÐJAR tveggja ástsælla íslenskra söngvara, þeirra Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Ís- landi, ætla að koma saman á sex tónleikum á næstunni til að heiðra minningu þeirra. Þetta eru þau Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópr- ansöngkona, sonardóttir Sigurveigar, og Stef- án Helgi Stefánsson tenórsöngvari, en Stefán Íslandi var langafi hans í beinan karllegg. Íslenskar söngperlur og óperutónlist Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Ými á sunnudag kl. 17 og verða þar flutt hefðbundin íslensk einsöngslög og dúettar fyrir hlé, en óp- erutónlist eftir hlé. Söngvurunum til fulltingis eru Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari og Ólafur Beinteinn Ólafsson, sonur Sigurveigar Hjaltested og Ólafs Beinteinssonar, en það var hann sem átti hugmyndina að þessum tón- leikum dóttur sinnar og Stefáns. „Hann spilar og kynnir og er eins konar sögumaður á tónleikunum. Hugmyndin að þeim er í raun komin frá honum,“ útskýrir Ingibjörg Aldís. „Honum fannst snjallt að minnast og heiðra Sigurveigu og Stefán og gefa um leið ungum söngvurum tækifæri til að koma sér á framfæri og kynna sig. Hann hlaut styrk til verkefnisins úr Minningarsjóði Mar- grétar Björgólfsdóttur og við vorum að sjálf- sögðu reiðubúin að vera með.“ Á tónleikunum verður flutt tónlist sem Stef- án og Sigurveig gerðu garðinn frægan með á sínum tíma, í bland við tónlist sem þau Ingi- björg Aldís og Stefán Helgi hafa dálæti á. „Þarna verða flutt lög á borð við Gígjuna eftir Sigfús Einarsson og Til skýsins eftir Emil Thoroddsen. Af óperutónlistinni syngjum við mikið úr La Traviata – dúettana þaðan frá a til ö. Síðan verður dúett og aría úr Ástardrykkn- um, svo dæmi séu tekin,“ segja þau og bæta við að rómantík og lýrík einkenni efnisskrána. „Það er mikið af ástum alls staðar.“ Það gerðist þó aldrei, svo söngvararnir viti til, að Sigurveig og Stefán hafi sungið saman, enda var kynslóðarbil á milli þeirra. „Enda er- um við ekkert að reyna að stæla þau, heldur syngjum bara eins og við syngjum. En við vilj- um reyna að endurvekja þessa stemningu frá þessum tíma.“ Ferðast um landið og syngja Ingibjörg og Stefán hyggja svo á ferðalag um landið, þar sem efnisskráin verður með svipuðu sniði. Fyrst verður förinni heitið til Selfoss þann 10. september, en þaðan halda þau norður á Akureyri og á Sauðárkrók og halda þar tónleika 17. og 18. september. Í lok október verður síðan haldið á Ísafjörð og Eg- ilsstaði. „Það var mun algengara hér áður fyrr að menn og konur færu um landið og syngju. Við ætlum að láta reyna á það; taka góðan rúnt og leyfa fólki að njóta,“ segir Stefán Helgi. Stefán Íslandi lést í hárri elli árið 1994, en Sigurveig, sem er 82 ára gömul í dag, hefur boðað komu sína á tónleikana. „Hún verður heiðursgestur á tónleikunum okkar,“ segir Ingibjörg og bætir við að amma hennar hafi haft mikil áhrif á hana í þá átt að hefja söng- nám. Stefán hafði nýhafið söngnám þegar langafi hans lést, en segir hann hafa glaðst yfir ákvörðun hans. Þau Stefán segja marga, sérstaklega eldra fólk, hafa gaman af þessari tengingu þeirra við hina raddprúðu forfeður þeirra, þó raddir þeirra séu langt frá því að vera eins. „Ég reyni að bera mig ekki saman við ömmu, heldur fyrst og fremst hvort ég sé sjálf ánægð með hvernig ég syng. Þau voru stjörnur síns tíma og því er erfitt að bera sig saman við þau,“ seg- ir Ingibjörg og Stefán tekur í sama streng. „Langafi minn var svo góður söngvari og frægur, að þó ég rembdist eins og rjúpan við staurinn kæmist ég aldrei nálægt því að verða eins og hann. En það er alltaf gaman þegar fólk heyrir einhvern tón sem því finnst minna á hann.“ Tónlist | Tónleikar til heiðurs hinum ástsælu söngvurum Sigurveigu Hjaltested og Stefáni Íslandi Endurvekja stemningu fyrri tíma Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Ólafur Beinteinn Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson ætla að minnast forfeðra sinna, söngvaranna Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi, á tónleikum. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.