Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.09.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ www.kringlukrain.is sími 568 0878 Lúdó og Stefán í kvöld 12. sýn. sun. 4/9 kl. 14 örfá sæti laus 13. sýn. fim. 8/9 kl. 19 nokkur sæti laus 14. sýn. lau. 10/9 kl. 16 sæti laus Pakkið á móti Örfáar aukasýningar: Fös 9.sept kl. 20 Lau 10. sept kl. 20 Fös 16. sept kl. 20 Lau 17. sept kl. 20 Áskriftar- kortasala stendur yfir Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN Nýja svið / Litla svið KYNNING LEIKÁRSINS Leikur, söngur, dans og léttar veigar Su 11/9 kl 20 - Opið hús og allir velkomnir EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON Stórtónleikar Í kvöld kl 20 – UPPSELT Í kvöld kl 22:30 – UPPSELT REYKJAVIK DANCE FESTIVAL Nútímadanshátíð 1.-4. September Í kvöld kl 20 Crystall, Wake up hate Lau 3/9 kl 15 og 17 Videoverk í Regnboganum Su 4/9 kl 14 Heima er best - Barnasýning kr. 800 Kl 20 Who is the horse, Love story Almennt miðaverð kr 2000 Passi á allar sýningarnar kr 4000 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 3/9 kl 14, Su 4/9 kl 14, Su 11/9 kl 14, Su 18/9 kl 14, ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 3/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 8/9 kl. 20, Fö 9/9 kl 20, Lau 10/9 kl 20, Su 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 15/9 kl. 20 ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HAFIN! Sala nýrra áskriftarkorta hefst laugardaginn 3. september - Það borgar sig að vera áskrifandi - NÁNARI DAGSKRÁ: WWW.DANCEFESTIVAL.IS 1.-4. SEPTEMBER :: 8 sviðsverk :: 2 vídeóverk :: Listamenn frá 6 löndum REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL NÚTÍMADANSHÁTIÐ 2005 Föstudagur 2. sept. TVÖ DANSVERK Kl. 20.00 Chrystall Danshöfundar: Alix Eynaudi og Alice Chauchat Dansari: Alix Eynaudi WAKE UP HATE Byggt á texta Jan Fabre: Jan Fabre (Angel of Death) Leikstjórn og leikur: Paulo Castro MIÐAVERÐ: 2000 KR. PASSI Á ALLAR SÝNINGAR HÁTÍÐARINNAR: 4000 KR. Í BORGARLEIKHÚSINU og Regnboganum STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:00 Klaufar og kóngsdætur mið. 31/8 kl. 20:00 uppselt, sun. 4/9 kl. 14:00, sun. 18/9 kl. 14:00, sun. 25/9 kl. 14:00. Edith Piaf fös. 2/9, lau.3/9, sun. 18/9, fim. 22/9, fös. 23/9, lau. 24/9. Kirsuberjagarðurinn – gestasýning fim. 8/9, fös. 9/9. Að eilífu – gestasýning lau. 10/9, sun. 11/9. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20:00 Rambó 7 fös. 2/9, lau. 3/9, fös. 11/9, lau. 12/9. LITLA SVIÐIÐ KL. 20:00 Koddamaðurinn fim. 8/9, fös. 9/9, lau. 10/9, sun. 11/9. Miðasalan er opin kl. 12:30-18:00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl.12:30- 20:00. Símapantanir frá kl. 10:00 virka daga. midasala@leikhusid.is. Sími 551-1200. Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Klaufar og kóngsdætur Edith PiafRambó 7 Kabarett í Íslensku óperunni Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON “Söngur Þórunnar er í einu orði sagt stórfenglegur...” SH, Mbl. Næstu sýningar Föstudaginn 2. september kl. 20 Laugardaginn 3. september kl. 20 Föstudaginn 9. september kl. 20 Laugardaginn 10. september kl. 20 Kaffitónleikar Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Þórarinn Stefánsson píanó. Einsöngslög eftir íslensk tónskáld, Grieg og Sibelius. Kvenfélagið Iðunn sér um sunnudagskaffið sunnudaginn 4. sept. kl. 15.00 HUGVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands efnir í dag og á morgun, í samvinnu við Reykjavíkurakadem- íuna, til ráðstefnu um framúrstefnu í íslenskum og evrópskum bók- menntum og listum á 20. öld. „Ein hugsunin á bakvið þingið er að gera þátt framúrstefnu í bók- menntum og öðrum listgreinum sýnilegri, en umræða um hana hefur verið takmörkuð,“ segir Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur, einn af skipuleggjendum ráðstefn- unnar. Hann segir að ástæðan fyrir því að rætt sé um margar listgreinar í einu í samhengi við framúrstefnu sé sú, að eðli hennar samkvæmt séu mörkin á milli listgreina óljós. „Mik- ið af tilraunamennsku framúrstefnu- listamanna felst einmitt í því að vinna á mörkum þessara greina, og jafnvel endurskilgreina þau. Fram- úrstefna er því í eðli sínu þverfagleg, sem gerir það ef til vill að verkum að hún verður minna sýnileg en ella.“ Benedikt nefnir sem dæmi konk- retljóðið, sem oft sé litið á sem jað- arfyrirbæri innan bókmenntafræð- innar, sem jafnvel ætti betur heima í myndlistinni, og því oft lítið fjallað um þau á þeim vettvangi. „Í mynd- listinni sjáum við síðan verk sem eru mjög textalegs eðlis, og væri kannski nær að bókmenntafræð- ingar fjölluðu um,“ segir hann og nefnir einnig þá skörun sem hefur átt sér stað, sér- staklega eftir miðja 20. öld hér á landi, að myndlistarmenn vinni í bókmenntum og öf- ugt. „Það er kannski eitt af einkennum framúrstefnunnar, að leita út fyrir mörkin og prófa sig áfram í nýjum miðlum.“ Íslensk fram- úrstefna Beðinn um að nefna dæmi um íslenska framúrstefnu, nefnir Benedikt Halldór Laxness fyrstan. „Það er ekki mikið að finna framan af öldinni, en á þriðja áratugnum er umræða um framúrstefnu meira áberandi hér heima en maður myndi kannski ætla. Menn prófa sig áfram, til dæmis Laxness með Únglinginn í skóginum og hann nefnir líka bæði expressjónisma og súrrealisma í við- tölum og greinum, Þórbergur Þórð- arson er að vinna með fútúrisma- hugtakið, Finnur Jónsson myndlist- armaður er í nokkuð nánu sambandi við Sturm-hreyfinguna og Jón Stef- ánsson myndlistarmaður tengist ex- pressjónistum í Danmörku.“ Á seinni hluta aldarinnar ber meira á hópamyndun, sem er eitt af megineinkennum framúrstefnunnar, þar sem sameinast um grundvall- aratriði. Dæmi um það er SÚM- hópurinn, sem einnig var í nánum tengslum við Evrópu á 7. áratugnum. „Að sumu leyti mætti líta á at- ómskáldin í svipuðu samhengi, Birting, September-hópinn og Suðurgötu 7,“ segir Benedikt. Er framúrstefnan dauð? Á síðustu áratugum hefur fræðileg umræða um framúrstefnu ein- kennst af hugmyndinni um endalok eða „dauða“ hennar. „Þetta hefur raunar fylgt henni frá upphafi, og er kannski hluti af hugmyndinni um framúrstefnu. Hún vill reyna á mörk og gera eitthvað nýtt, en um leið skapa eitthvað sem er hverfult og verður hluti af breiðari hefð. En ég held að framúrstefna þrífist á öllum tímum, þótt það geti verið erfitt að greina hana í samtímanum. Í ís- lenska hugtakinu framúrstefna ligg- ur, að þarna er um að ræða list sem er á undan sínum tíma. Það felur í sér að hún er skilgreind eftirá,“ seg- ir Benedikt að lokum. Auk íslenskra fræðimanna munu þrír erlendir fræðimenn flytja erindi á þinginu. Áætlað er að erindi af þinginu verði gefin út í formi greina í sérhefti Ritsins, tímarits Hugvís- indastofnunar, í upphafi árs 2006. Ráðstefnan verður sett í Norræna húsinu kl. 12.15 í dag. Málþing | Hugvísindastofnun og Reykjavíkurakademían efna til ráðstefnu um súrrealisma í Norræna húsinu Framúrstefnan hefur verið kölluð dauð frá upphafi Benedikt Hjartarson Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is MEÐLIMIR í japönskum þjóðdans- og tónlistarhóp stíga hér dans á sum- arhátíð í Tokyo, sem haldin var á síðasta degi sumarfrísins þar í landi um síðustu helgi. AP Sumri lýkur í Japan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.