Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 8
                                          !                   !  "  #     $ ! % #& ' ()  "     (  *  + ,      "# !    $!%                           -.   / ().  Í nýrri skýrslu um mat á sam-félagsáhrifum og arðsemijarðgangatenginga á Austur- landi, sem unnin var af Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) og kynnt var fyrir helgina á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi, kemur m.a. fram að mikilvægt sé að líta til fleiri þátta en arðsemi þegar ákvarðanir um ný jarðgöng séu teknar. Matið er einkum byggt á fjór- um grunnþáttum; arðsemi, teng- ingu svæða, byggðaþróun og um- ferðaröryggi. Um tugur jarðgangakosta er skoðaður í skýrslunni og hver tek- inn fyrir sig í matinu. Út frá arð- semissjónarmiðum er niðurstaðan sú að hagkvæmast sé að leggja göng undir Berufjörð, en sé litið til allra þátta koma göng milli Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar og Seyðisfjarðar best út. Valtýr Sigurbjarnarson hjá RHA segir að ákveða þurfi hvort styrkja eigi miðsvæði Austur- lands, eins og skýrslan leggi til, eða að tengja betur jaðarsvæðin og leggur hann áherslu á að í rannsókninni sé horft til framtíð- ar en ekki sérstaklega á áhrifa- svæði yfirstandandi stórfram- kvæmda á Austurlandi. Á aðalfundi SSA kom m.a. fram gagnrýni á forsendur matsins, einkum hvað varðar vægi tenging- ar þéttbýliskjarna á Mið-Austur- landi, sem talið er of lítið. „Þáttur byggðarþróunar í grunnforsend- um matsskýrslunnar kom mér á óvart,“ segir Soffía Lárusdóttir, formaður SSA. „Tenging Vopna- fjarðar við Héraðið skoraði t.d. minna en tenging milli Seyðis- fjarðar og Norðfjarðar. Ég hef lit- ið á það sem eina raunhæfa kost- inn fyrir Norðausturland, til að fá raunverulegan aðgang inn á sam- göngu- og þjónustusvæði, að tengjast Héraðinu. Þá sé ég styrkleika í að tengja saman Mið- Austurland og ekki síst með því að tengja betur saman sveitarfélagið Fjarðabyggð með jarðgöngum til Norðfjarðar.“ Kjartan Ólafsson hjá RHA seg- ir gagnrýni á forsendur felast í að menn hafi ekki kynnt sér nægj- anlega vel hvað á bakvið liggi. „Þetta er tiltölulega flókin rann- sókn og við kynntum saman- dregna niðurstöðu úr mörgum þáttum. Með þessum aðferðum erum við að gera öllum kostum rétt til. Hér eru ekki aðeins tölu- legar staðreyndir á bak við, held- ur einnig hlutir sem verða illa mældir með tölum og mælikvörð- um, s.s. aðgengi að almennings- samgöngum. Við höfum velt því fyrir okkur í nokkur ár hvernig hægt sé að skoða samgöngufram- kvæmdir á fleiri forsendum en arðsemi, sem nær aldrei að end- urspegla öll þau áhrif sem menn vilja ná fram með ýmsum fram- kvæmdum í vegakerfinu. Búa þarf til staðlaðar upplýsingar um allar mögulegar framkvæmdir í vega- kerfinu til að gera ákvarðanatök- una gagnsærri og til að fyrir liggi raunsæ gögn og staðreyndir um hverja framkvæmd.“ Vankantar á vegaáætlun Helstu áherslur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í sam- göngumálum fjórðungsins, og gagnrýnt er harðlega að þær fái ekki meiri athygli ríkisvaldsins, eru m.a. að lokið verði við að setja bundið slitlag á hringveginn eystra, ekki síst um Skriðdal. Fækka þurfi einbreiðum brúm, huga að bættri vetrarþjónustu á Öxi og ljúka úttekt á veginum. Flýta verði með sérstöku átaki tengingu Vopnafjarðar við þjóð- veg 1 og stórbæta almenn- ingssamgöngur í fjórð- ungnum. Bæta þurfi og rýmka aðstöðu við ferju- höfnina á Seyðisfirði og móta framtíðarstefnu og sinna brýnum úrbótum við Egilsstaðaflugvöll og flug- velli á Hornafirði og Vopnafirði. Halda verði jarðgangagerð á Austur- landi áfram og knýja fram svör um verkefnaröð hins opinbera, ásamt því að fá aukið fé til rannsókna á jarðgangakostum. SSA hefur harðlega gagnrýnt vegaáætlun fram til 2008, m.a. hvað varðar fjárveitingar til Vopnafjarðarvegar, leið- arinnar um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, nýs vegar og brúar yfir Hornafjarðar- fljót og vegbóta á Öxi. Tryggvi Harðarson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, segir sam- göngu- og jarðgangamál lykilat- riði varðandi þróun á Austurlandi. „Eins og ég hef alltaf sagt er ekki nóg að byggja álver ef annað fylgir ekki með. Ég tel mjög brýnt að menn fylgi því fast eftir að á Austurlandi verði farið í sam- göngubætur þannig að þetta geti orðið eitt atvinnu- og þjónustu- svæði. Það er jafnframt forsendan fyrir því að hægt sé að sameina sveitarfélög á Mið-Austurlandi og mynda eitt víðfeðmt og öflugt sveitarfélag. Fyrir framtíð Aust- urlands er þetta langstærsta ein- staka málið.“ Almennt hafa Austfirðingar einkum horft til jarðganga milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar annars vegar og Neskaupstaðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs hins vegar sem stórs skrefs í átt til samgöngubóta og styrkingar byggða. Fréttaskýring | Bættar samgöngur á Austurlandi brýnar Vegbætur óskast til að viðhalda góðæri eystra Hvort á að þétta miðhlutann eða tengja jaðrana betur við vaxt- arsvæðið? Horfa þarf til tímans að loknum stórframkvæmdum Telja að styrkja þurfi inn- viði fjórðungsins frekar  Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi telur einsýnt að halda verði áfram samgöngubótum á Austurlandi í formi jarðganga, vegbóta og styrkingar flugvalla og ferjuhafnar, eigi Austurland að eiga raunhæfa möguleika á að viðhalda því góðæri sem ríkir sér- staklega í miðhluta fjórðungsins um þessar mundir. Það sé jafn- framt áhrifaríkasta leiðin til að jaðarsvæði fjórðungsins njóti góðs af til framtíðar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Jarðgangakostir eru margir eystra. Helstu vegaframkvæmdir á Austurlandi til ársins 2008. 8 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða nú sumarauka í viku á glæsilegu 4 stjörnu hótel á Benidorm, Hotel Mediterraneo. Frábært hótel, sem er vel staðsett og með einum besta aðbúnaði á Benidorm. Herbergin eru ríkulega búin og glæsilegur veitingastaður og bar eru á hótelinu. Stór og fallegur garður með sundlaugum, auk innisundlaugar, líkamsræktar, sauna, heita potta og sameiginlegrar tómstundaaðstöðu. Mjög góð aðstaða sem hefur sannarlega slegið í gegn hjá farþegum Heimsferða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Framlengdu sumarið á Benidorm 5. október frá kr. 49.990 Frá kr. 49.990 Netverð á mann í tvíbýli með hálfu fæði í viku á Hotel Mediterraneo, 5. október Aðrir gististaðir einnig í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina Hotel Mediterraneo - Nýtt og glæsilegt með hálfu fæði BÓKAFORLAGIÐ Veröld gefur út fyrir jólin bók um Auði Eiri Vil- hjálmsdóttur, fyrsta íslenska kven- prestinn, en Edda Andrésdóttir fréttamaður skrifar bókina. Þar ræða þær saman um líf Auð- ar, lífssýn hennar, trú og afstöðu til margvíslegra málefna. Í fréttatilkynningu frá forlaginu segir að saga Auðar sé í senn „saga sigurvegara og eins konar leið- arvísir um lífið sem á að geta komið öllum að gagni. Lífssaga Auðar Eir- ar einkennist af einurð, baráttuvilja og þrautseigju þegar á móti hefur blásið. […] Þegar hún hlaut prests- vígslu fyrst kvenna á Íslandi árið 1974 lögðust margir starfsbræður hennar eindregið gegn vígslunni og þar sem hún bauð sig fram í prest- kosningum var framboð hennar sjaldnast tekið alvarlega. Hún lét þó ekki mótlætið aftra sér – jafnvel ekki þótt dætur hennar yrðu fyrir ótrúlegu aðkasti vegna brautryðj- endastarfs móður sinnar. Í bókinni fjallar Auður Eir af hreinskilni um ýmis viðkvæm mál frá ferli sínum, sorg og gleði, sam- ferðafólk, tildrög þess að hún fór að tala um guð í kvenkyni og skemmti- leg viðbrögð sóknarbarna hennar í Þykkvabænum. Þótt Auður Eir hafi verið með storminn í fangið um langt árabil hefur verið staðfest með ýmsum viðurkenningum á síðustu árum að baráttan hefur verið til góðs og ár- angur hafi náðst,“ segir meðal ann- ars í tilkynningunni. Edda Andrésdóttir ritaði fyrir um tveimur áratugum ævisögu Auðar Laxness, sem varð met- sölubók á sínum tíma. Viðtalsbók við Auði Eiri kemur út fyrir jólin Gerir upp ævifer- ilinn og veitir leið- beiningar um lífið Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Edda Andrésdóttir koma víða við í bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.