Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 8
                                          !                   !  "  #     $ ! % #& ' ()  "     (  *  + ,      "# !    $!%                           -.   / ().  Í nýrri skýrslu um mat á sam-félagsáhrifum og arðsemijarðgangatenginga á Austur- landi, sem unnin var af Rannsókn- arstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) og kynnt var fyrir helgina á aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi, kemur m.a. fram að mikilvægt sé að líta til fleiri þátta en arðsemi þegar ákvarðanir um ný jarðgöng séu teknar. Matið er einkum byggt á fjór- um grunnþáttum; arðsemi, teng- ingu svæða, byggðaþróun og um- ferðaröryggi. Um tugur jarðgangakosta er skoðaður í skýrslunni og hver tek- inn fyrir sig í matinu. Út frá arð- semissjónarmiðum er niðurstaðan sú að hagkvæmast sé að leggja göng undir Berufjörð, en sé litið til allra þátta koma göng milli Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa- fjarðar og Seyðisfjarðar best út. Valtýr Sigurbjarnarson hjá RHA segir að ákveða þurfi hvort styrkja eigi miðsvæði Austur- lands, eins og skýrslan leggi til, eða að tengja betur jaðarsvæðin og leggur hann áherslu á að í rannsókninni sé horft til framtíð- ar en ekki sérstaklega á áhrifa- svæði yfirstandandi stórfram- kvæmda á Austurlandi. Á aðalfundi SSA kom m.a. fram gagnrýni á forsendur matsins, einkum hvað varðar vægi tenging- ar þéttbýliskjarna á Mið-Austur- landi, sem talið er of lítið. „Þáttur byggðarþróunar í grunnforsend- um matsskýrslunnar kom mér á óvart,“ segir Soffía Lárusdóttir, formaður SSA. „Tenging Vopna- fjarðar við Héraðið skoraði t.d. minna en tenging milli Seyðis- fjarðar og Norðfjarðar. Ég hef lit- ið á það sem eina raunhæfa kost- inn fyrir Norðausturland, til að fá raunverulegan aðgang inn á sam- göngu- og þjónustusvæði, að tengjast Héraðinu. Þá sé ég styrkleika í að tengja saman Mið- Austurland og ekki síst með því að tengja betur saman sveitarfélagið Fjarðabyggð með jarðgöngum til Norðfjarðar.“ Kjartan Ólafsson hjá RHA seg- ir gagnrýni á forsendur felast í að menn hafi ekki kynnt sér nægj- anlega vel hvað á bakvið liggi. „Þetta er tiltölulega flókin rann- sókn og við kynntum saman- dregna niðurstöðu úr mörgum þáttum. Með þessum aðferðum erum við að gera öllum kostum rétt til. Hér eru ekki aðeins tölu- legar staðreyndir á bak við, held- ur einnig hlutir sem verða illa mældir með tölum og mælikvörð- um, s.s. aðgengi að almennings- samgöngum. Við höfum velt því fyrir okkur í nokkur ár hvernig hægt sé að skoða samgöngufram- kvæmdir á fleiri forsendum en arðsemi, sem nær aldrei að end- urspegla öll þau áhrif sem menn vilja ná fram með ýmsum fram- kvæmdum í vegakerfinu. Búa þarf til staðlaðar upplýsingar um allar mögulegar framkvæmdir í vega- kerfinu til að gera ákvarðanatök- una gagnsærri og til að fyrir liggi raunsæ gögn og staðreyndir um hverja framkvæmd.“ Vankantar á vegaáætlun Helstu áherslur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi í sam- göngumálum fjórðungsins, og gagnrýnt er harðlega að þær fái ekki meiri athygli ríkisvaldsins, eru m.a. að lokið verði við að setja bundið slitlag á hringveginn eystra, ekki síst um Skriðdal. Fækka þurfi einbreiðum brúm, huga að bættri vetrarþjónustu á Öxi og ljúka úttekt á veginum. Flýta verði með sérstöku átaki tengingu Vopnafjarðar við þjóð- veg 1 og stórbæta almenn- ingssamgöngur í fjórð- ungnum. Bæta þurfi og rýmka aðstöðu við ferju- höfnina á Seyðisfirði og móta framtíðarstefnu og sinna brýnum úrbótum við Egilsstaðaflugvöll og flug- velli á Hornafirði og Vopnafirði. Halda verði jarðgangagerð á Austur- landi áfram og knýja fram svör um verkefnaröð hins opinbera, ásamt því að fá aukið fé til rannsókna á jarðgangakostum. SSA hefur harðlega gagnrýnt vegaáætlun fram til 2008, m.a. hvað varðar fjárveitingar til Vopnafjarðarvegar, leið- arinnar um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, nýs vegar og brúar yfir Hornafjarðar- fljót og vegbóta á Öxi. Tryggvi Harðarson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, segir sam- göngu- og jarðgangamál lykilat- riði varðandi þróun á Austurlandi. „Eins og ég hef alltaf sagt er ekki nóg að byggja álver ef annað fylgir ekki með. Ég tel mjög brýnt að menn fylgi því fast eftir að á Austurlandi verði farið í sam- göngubætur þannig að þetta geti orðið eitt atvinnu- og þjónustu- svæði. Það er jafnframt forsendan fyrir því að hægt sé að sameina sveitarfélög á Mið-Austurlandi og mynda eitt víðfeðmt og öflugt sveitarfélag. Fyrir framtíð Aust- urlands er þetta langstærsta ein- staka málið.“ Almennt hafa Austfirðingar einkum horft til jarðganga milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar annars vegar og Neskaupstaðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs hins vegar sem stórs skrefs í átt til samgöngubóta og styrkingar byggða. Fréttaskýring | Bættar samgöngur á Austurlandi brýnar Vegbætur óskast til að viðhalda góðæri eystra Hvort á að þétta miðhlutann eða tengja jaðrana betur við vaxt- arsvæðið? Horfa þarf til tímans að loknum stórframkvæmdum Telja að styrkja þurfi inn- viði fjórðungsins frekar  Samband sveitarfélaga á Aust- urlandi telur einsýnt að halda verði áfram samgöngubótum á Austurlandi í formi jarðganga, vegbóta og styrkingar flugvalla og ferjuhafnar, eigi Austurland að eiga raunhæfa möguleika á að viðhalda því góðæri sem ríkir sér- staklega í miðhluta fjórðungsins um þessar mundir. Það sé jafn- framt áhrifaríkasta leiðin til að jaðarsvæði fjórðungsins njóti góðs af til framtíðar. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Jarðgangakostir eru margir eystra. Helstu vegaframkvæmdir á Austurlandi til ársins 2008. 8 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða nú sumarauka í viku á glæsilegu 4 stjörnu hótel á Benidorm, Hotel Mediterraneo. Frábært hótel, sem er vel staðsett og með einum besta aðbúnaði á Benidorm. Herbergin eru ríkulega búin og glæsilegur veitingastaður og bar eru á hótelinu. Stór og fallegur garður með sundlaugum, auk innisundlaugar, líkamsræktar, sauna, heita potta og sameiginlegrar tómstundaaðstöðu. Mjög góð aðstaða sem hefur sannarlega slegið í gegn hjá farþegum Heimsferða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Framlengdu sumarið á Benidorm 5. október frá kr. 49.990 Frá kr. 49.990 Netverð á mann í tvíbýli með hálfu fæði í viku á Hotel Mediterraneo, 5. október Aðrir gististaðir einnig í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina Hotel Mediterraneo - Nýtt og glæsilegt með hálfu fæði BÓKAFORLAGIÐ Veröld gefur út fyrir jólin bók um Auði Eiri Vil- hjálmsdóttur, fyrsta íslenska kven- prestinn, en Edda Andrésdóttir fréttamaður skrifar bókina. Þar ræða þær saman um líf Auð- ar, lífssýn hennar, trú og afstöðu til margvíslegra málefna. Í fréttatilkynningu frá forlaginu segir að saga Auðar sé í senn „saga sigurvegara og eins konar leið- arvísir um lífið sem á að geta komið öllum að gagni. Lífssaga Auðar Eir- ar einkennist af einurð, baráttuvilja og þrautseigju þegar á móti hefur blásið. […] Þegar hún hlaut prests- vígslu fyrst kvenna á Íslandi árið 1974 lögðust margir starfsbræður hennar eindregið gegn vígslunni og þar sem hún bauð sig fram í prest- kosningum var framboð hennar sjaldnast tekið alvarlega. Hún lét þó ekki mótlætið aftra sér – jafnvel ekki þótt dætur hennar yrðu fyrir ótrúlegu aðkasti vegna brautryðj- endastarfs móður sinnar. Í bókinni fjallar Auður Eir af hreinskilni um ýmis viðkvæm mál frá ferli sínum, sorg og gleði, sam- ferðafólk, tildrög þess að hún fór að tala um guð í kvenkyni og skemmti- leg viðbrögð sóknarbarna hennar í Þykkvabænum. Þótt Auður Eir hafi verið með storminn í fangið um langt árabil hefur verið staðfest með ýmsum viðurkenningum á síðustu árum að baráttan hefur verið til góðs og ár- angur hafi náðst,“ segir meðal ann- ars í tilkynningunni. Edda Andrésdóttir ritaði fyrir um tveimur áratugum ævisögu Auðar Laxness, sem varð met- sölubók á sínum tíma. Viðtalsbók við Auði Eiri kemur út fyrir jólin Gerir upp ævifer- ilinn og veitir leið- beiningar um lífið Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Edda Andrésdóttir koma víða við í bókinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.