Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ um þess. „Þegar börn eiga við vanda- mál að stríða þá er það gjarnan þannig að vandamál sé einnig að finna innan fjölskyldunnar. Stundum er um að ræða viðbrögð við vanda barnsins. Stundum eru þau orsaka- valdar eða þau eru þess valdandi að erfitt reynist fyrir barnið að fá þá hjálp sem það þarf á að halda. Leslie Rescorla segir tækið vísa manni á næsta skref, þ.e. með hvaða hætti það eigi að hafa afskipti af barninu til þess að hægt sé að með- höndla það á réttan máta. Achenbach segir að það hafi komið sér á óvart hvað ólíkar þjóðir og menningarheimar eigi í raun margt sameiginlegt. Á námstefnunni kynntu þau nýlegar rannsóknarnið- urstöður sínar sem sýnir glögglega í 31 landi hversu keimlík vandamál ólíkir menningarheimar og lönd kljást við. Achenbach segir að sömu niðurstöðu sé að finna hjá flestum börnum í flestum löndum sem rann- sóknin náði til. „Það er meira sem er líkt með löndunum heldur en ólíkt,“ segir Achenbach. Meðal þeirra þjóða sem tóku þátt í rannsókninni eru Það sem við vorum að ræðahér voru samanburðarnið-urstöður 31 lands ítengslum við hegðunbarna sem eiga við andleg vandamál að stríða. Þau eru metin með spurningarlistum sem við þró- uðum fyrir margt löngu. Sumir þess- ara lista eru ætlaðir fyrir foreldra að fylla út, aðrir fyrir kennara og sumir fyrir börnin að fylla út varðandi sig sjálf,“ segir Thomas M. Achenbach. Hann segir niðurstöðurnar hafa komið á óvart þar sem ólík lönd og ólíkir menningarheimar hafi nánast alls staðar tilgreint sömu vandamál. Ódýr aðferð en árangursrík Hann bendir á að hér á landi séu spurningarlistarnir mikið notaðir og að auki nýtist þeir jafnt fullorðnum sem börnum. Yngsta viðfangið sem hann viti um sé um ársgamalt og þeir elstu yfir 100 ára. „Þetta er afar ódýr aðferð við að fá upplýsingar frá mörgum aðilum því þú þarft ekki að halda langa fundi með sálfræðingi, geðlækni eða félagsráðgjafa. Í stað- inn getur viðkomandi sérfræðingur litið yfir listann og nýtt sér hann sem grundvöll til þess að spyrja spurn- inga,“ segir Achenbach og bætir við að hægt sé að sýna foreldrum á prenti hvernig barnið þeirra hefur mælst og hvað hver og einn hefur greint frá. Þar með sé hægt að greina vandamálið og komist að rót- Norðurlöndin, flestar Evrópuþjóð- irnar, Bandaríkin, Ástralía, Íran, Eþíópía o.fl. „Foreldrar og kennarar tilgreina, að meðaltali í þessum lönd- um, sömu vandamál,“ segir Rescorla og bætir því við að sama sé upp á teningnum hjá unglingum. Þeir til- greini að vísu fleiri vandamál hjá sjálfum sér heldur en kennarar og foreldrar en það eigi við hjá flestum þjóðum. Listarnir þýddir á 74 tungumál Spurningarlistarnir, sem voru upphaflega hannaðir fyrir banda- rískt samfélag, eru notaðir víða um heim þ.á m. Íslandi. Þeir hafa verið þýddir á um 74 tungumál og það hafa verið birtar um 5.500 rannsóknir frá 64 löndum. Listarnir voru upphaf- lega ætlaðir börnum en hafa þróast með tímanum og eru í dag í notkun fyrir alla aldurshópa. Achenbach segir listana skoraða á megindlegum kvörðum, þ.e. margir þættir vandamála eru skoðaðir sem spanna vítt svið. Sem dæmi um slíka þætti mætti nefna áfengisdrykkju, tíð áflog, ánægju, óánægju, depurð, lélegan námsárangur, athyglisbrest o.s.frv. „Ef foreldri fyllir út slíkan lista þá er það einfaldlega beðið um að draga hring um 0 ef þetta á ekki við um barnið, 1 ef þetta á stundum við og 2 ef þetta á oftsinnis við miðað við undangengið hálft ár. Þetta er hannað með það í huga að þetta sé afar einfalt í notkun,“ segir Achen- bach og bætir því við að slíkir listar séu einnig ætlaðir kennurum en þá með eitthvað breyttum spurningum sem eiga við skólaumhverfið. T.d. hvort barnið sofi í tímum eða trufli kennslustundirnar. „Listarnir sem börnin sjálf fylla út eru afar svipaðir en þeir eru í fyrstu persónu. Þeir fela jafnframt í sér félagslega eftirsókn- arverð atriði s.s. jákvæð persónuein- kenni svo börnin geti verið ánægð með sig sjálf á meðan þau eru að fylla út listann.“ Þegar lokið er við að fylla út listann er notast við tölvu- forrit sem telur saman stigin og vandamálin eru skipt í samstæðu, sem Achenbach kallar einkenna- mynstur. Þ.e. vandi sem kemur sam- an við tölfræðilega úrvinnslu á afar stóru úrtaki fólks sem hefur fyllt út listana. Achenbach segir árásar- hneigð falla undir einkenna- mynstrið. Því fylgi hlutir eins og tíð áflog, hótanir, bræðisköst og hegðun sem leiði til þess að reglur séu brotn- ar. Því fylgi lygar, þjófnaður, skróp í skóla, athyglisbrestur, kvíði, depurð og ýmis félagsleg vandamál. „For- ritið tekur þá þætti sem heyra undir einn af kvörðum einkennamynsturs- ins, t.d. árásarhneigðina, og leggur saman stigin og barnið fær þá nið- urstöður fyrir árásarhneigð. Það sama á við um önnur mynstur. Til þess að geta túlkað merkingu þess þá berum við saman niðurstöður ákveðins barns við niðurstöður úr stórum handahófskenndum úr- tökum. T.d. börn sem eru á sama aldri og sama kyns og búa í sama samfélagi og viðkomandi barn.“ Hann segir ennfremur að ef teknar séu niðurstöður foreldra sem dæmi þá séu t.d. borin saman stigafjöldi árásarhneigðar, sem ákveðið foreldri hefur fyllt út varðandi sitt barn, við dreifingu stigafjölda sem sé að finna í umhverfi barnsins sem byggir á annarra frásögn foreldra. Þá sé hægt að sjá hvort foreldrar greini frá mun meiri árásarhneigð, örlítið meiri eða meðal árásarhneigð.“ Hægt er að skoða á tölvugerðri mynd hvernig stigafjöldi við viðkom- andi einkennamynstur dreifist hjá viðkomandi barni. Með þessu geti t.a.m. sálfræðingur eða félagsráð- gjafi séð á örskotsstundu hvort sá eða sú, sem fyllti út listann, eigi við meiri vanda að stríða á ákveðnum sviðum en alla jafna sé greint frá. Þ.e. hvort barnið eigi mest við árás- arhneigð, þunglyndi eða kvíða að stríða svo dæmi séu tekin. Ólík sýn ólíkra aðila Achenbach bendir á að hver og einn hafi sína sýn á ástand mála. Foreldrar byggi sínar niðurstöður á því sem þeir verða vitni að heima fyr- ir, kennarar á því sem þeir verða vitni að í skólanum o.s.frv. Þannig að þeir verða ekki vitni að sömu hlutum. Hann segir mikilvægt að sem flestir komi að því að fylla út lista um barn. T.d. eigi báðir foreldrarnir að fylla út slíkan lista enda upplifi þeir barnið á ólíkan hátt. Sömuleiðis sé mikilvægt að sem flestir kennarar fylli út spurningarlistann svo og sjálft barn- ið. Forritið getur svo reiknað út upp- lýsingarnar frá öllum sem auðveldar samanburð, og prentar út súlurit Ólíkir menningarheimar – sömu Morgunblaðið/RAX Hjónin Leslie Rescorla og Thomas M. Achenbach. Glímt við sömu vandamálin þrátt fyrir ólíka menningarheima. Hjónin og prófessorarnir Thomas M. Achenbach og Leslie Rescorla heimsóttu Ísland í tengslum við ráð- stefnu evrópskra sérfræð- inga í barna- og unglinga- geðlækningum í Reykjavík. Jón Pétur Jónsson ræddi við þau og komst m.a. að því að börn sem eiga við andlega erfiðleika að stríða eru að fást við sömu vanda- málin þrátt fyrir ólíka menningarheima. Kari Schleimer, barna- ogunglingageðlæknir í Sví-þjóð og yfirlæknir á há-skólasjúkrahúsinu í Malmö, er afdráttarlaus í tali er hún er beðin um að segja álit sitt á að- stæðum barna og unglinga nú til dags. Hún segir að of miklar byrðar séu lagðar á herðar þeirra og að það sé ekki einungis vandamál foreldr- anna heldur samfélagsins alls. For- eldrar vinni mikið og skilnaðir séu tíðir. Slíkt umhverfi sé mörgum börnum erfitt. Fjölmörg dæmi séu um að ung börn þurfi að sjá um sig algjörlega sjálf nokkra klukkutíma á dag. Einn- ig séu dæmi um að ekki sé gætt að tilfinningum þeirra við skilnað for- eldra. Margir segi: „Þau jafna sig eftir hálft eða eitt ár“. En málið sé ekki svo einfalt. Börn geti fundið fyr- ir óhamingju, vanlíðan og jafnvel þunglyndi sem ef til vill geti orðið rótin að frekari vandamálum seinna meir – jafnvel á fullorðinsárunum. Schleimer gengur reyndar svo langt að segja að það sé mun erfiðara að vera barn og unglingur nú á tím- um en oft áður. „Áður höfðu börnin nærveru foreldranna og fjölskyld- unnar. Þau voru kannski fátæk og þurftu að hjálpa til, en þau höfðu for- eldrana nálægt sér,“ ítrekar hún og bendir á að foreldrar megi ekki van- meta nærveru sína; þ.e. mikilvægi þess að þau séu hjá börnunum. Nú til dags, segir hún, þurfi börn hins vegar að glíma við svo margt, án foreldranna: „Líttu á öll börnin sem þurfa að vera ein marga klukkutíma á dag; tíu ára dreng eða stúlku sem þurfa að sjá algjörlega um sig sjálf frá kannski klukkan tvö á daginn, er þau koma heim úr skólanum, til klukkan sex, þegar foreldrarnir koma heim. Það er mikil ábyrgð.“ Schleimer segir, í þessu sambandi, að börn hafi mikla þörf fyrir að segja einhverjum frá því hvað hafi gerst í skólanum, og hvernig þeim líði. En þau vilji segja frá því strax, ekki seinna um kvöldið. Börn hugsi því gjarnan þegar foreldrarnir komi heim: „Það þýðir ekkert að reyna að fá þau til að setjast niður og hlusta á mig núna. Það er of seint.“ Benda á möguleika Schleimer segir mikilvægt að nú- tímaþjóðfélagið bregðist við þeim erfiðu aðstæðum sem börn og ung- lingar þurfi oft og á tíðum að glíma við. Þessum aðstæðum og þörfum barnanna megi t.d. mæta með sveigjanlegri vinnutíma, eða nær- veru annars foreldris, þegar barnið kemur heim úr skólanum. Schleimer segir að barna- og ung- lingageðlæknar séu meðal þeirra að- ila sem geti hjálpað börnum og for- eldrum. Þótt þeir geti ekki breytt aðstæðunum sem slíkum, þá geti þeir bent á ýmsa möguleika. „Við hlustum á fjölskylduna; börnin og foreldrana og reynum að benda á þá valkosti sem eru í stöðunni. Við reyn- um líka að láta þau hlusta á hvert annað,“ segir hún. „Þegar ég hef t.d. spurt ungling um samskiptin við for- eldrana, segir hann stundum að þau séu í formi leiðbeininga, þ.e. foreldr- arnir segi: Hvert ertu að fara, hve- nær kemurðu aftur, ertu búinn að lesa eða ertu búinn að borða? Og þegar ég spyr hvenær ræddirðu síð- ast við foreldrana um líðan þína, svarar hann: Ég ræði þau mál aldrei við foreldra mína.“ Schleimer segir að barna- og ung- lingageðlækningar gegni fyrst og fremst forvarnarstarfi í læknisfræði, þ.e. með þeim sé reynt að koma í veg fyrir langvarandi hegðunar- og til- finningavandamál sem geti þróast á fullorðinsárum út í alvarlegan geð- sjúkdóm, sé ekkert að gert. Verði sérgrein á Íslandi Að sögn Schleimers er staða barna- og unglingageðlækninga góð í Svíþjóð. Á öllum heilsugæslustöðv- um í Svíþjóð starfi teymi barna- og „Líttu á öll börnin sem þurfa að vera ein marga klukkutíma á dag“ Kari Schleimer barna- og unglingageðlæknir í Svíþjóð Kari Schleimer, barna- og unglingageðlæknir í Svíþjóð, átti hér studda viðdvöl í vikunni. Hún segir m.a. í samtali við Örnu Schram að of mikil ábyrgð sé lögð á herðar barna og unglinga nú til dags. Morgunblaðið/RAX Kari Schleimer vill að barna- og unglingageðlækningar verði sérgrein hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.