Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Akranes Ófeigur Gestsson 431 4383 892 4383 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236 Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849 Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207 Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204/847 9458/426 8000 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Hafdís Gísladóttir 436 6925 894 9284 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987 Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644 Hveragerði Úlfar Andrésson 483 4694 893 4694 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904 Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 846 8346 Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464 Sandgerði Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir 423 7330 821 7330 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488 Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338 Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945 Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655 Vestmannaeyjar Harpa Björgvinsdóttir 586 8036 695 2599 Vík í Mýrdal Björn Ægir Hjörleifsson 487 1474 896 1790 Vogar Vilborg S. Helgadóttir 424 6653 616 2075 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 820 6788 Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438 Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515 DREIFING MORGUNBLAÐSINS Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer Þú veist ekki hvað þú átt gott,“sagði bandarískur vinurminn á dögunum þar semvið sátum á bakka Flekku- dalsár í Dölum, yfir okkur heiður himinn, eina hljóðið niðurinn í ánni, svalur vindur lék í gulnandi stráum og við vorum aleinir í heiminum. Hann hafði komið fljúgandi frá New York til þessa stefnumóts, nú lá lax- inn hans á bakkanum. Vinur minn hafði verið einn við hylinn, sett í fisk- inn og landað honum; þegar ég kom gangandi og settist hjá honum sagði hann: „Þú veist ekki hvað þú átt gott.“ Ég vissi samt alveg hvað hann var að fara og gat ekki annað en sam- sinnt, ég á svo sannarlega gott að geta horfið út í þessa marg- breytilegu náttúru og notið hennar af og til, frá vori og fram á haust, þar sem ég kasta flugunni fyrir fiska og fæ útrás fyrir veiðieðlið. Við sem bú- um hér eigum svo sannarlega gott.  Fyrr í vikunni dró ég línuna inn á hjólið, lagði frá mér stöngina og settist inn í bíl til að ylja mér; á með- an djasstríóið Flís impróviseraði útfrá sönglögum Hauks Morthens horfði ég á veiðifélagann renna spæni yfir hylinn sem síðustu geislar haustsólarinnar lýstu upp. Þetta var haustsíðdegi eins og þau gerast feg- urst, vindurinn var dottinn niður og þar sem tugir heiðagæsa flugu yfir Tungufljótið hugsaði ég um orð vin- ar míns og kvaddi sumarið. Og hvílíkt sumar. Hreint maka- laust veiðisumar ljómaði fyrir hug- skotssjónum og mig langaði ekkert aftur út á bakkann, þetta var orðið gott. Enn og aftur fann ég fyrir þessu þakklæti sem ég hef upplifað síðustu árin á bökkum Tungufljóts í Skaftártungum, í félagsskap góðra vina; vissu um að sumarið sé búið og ég geti farið að hlakka til nýrra veiðiferða að loknum löngum vetri. Og hvernig var veiðin? er spurn- ing sem allir veiðimenn eru spurðir að og spyrja hver annan. Í sumar var hún góð; hún er alltaf góð, nægjusamur veiðimaður veiðir alltaf nóg. Það er samt skemmtilegra að kasta á vatn þar sem er fiskur en þar sem er enginn fiskur – og í sumar hefur yfirleitt verið alveg nóg af fiski í flestum ám og vötnum landsins. Sjóbleikjan kann að hafa brugðist einhvers staðar en í staðinn hafa veiðimenn upplifað furðulega gjöfult laxveiðisumar. Sjóbirtingsveiðin er endapunkt- urinn. Víst er að veiði er enn ekki lokið í öllum laxveiðiám en nú er engu að síður tími birtingsins. Góður vinur minn og veiðifélagi hefur eng- an áhuga á þessari haustveiði, þegar allra veðra er von, það dimmir snemma og getur frosið í lykkjum. Ég skil það vel – en er honum ekki sammála. Ég nýt árstíðanna og veðrabrigða við veiðar; kalsans við Hlíðarvatn í apríl, breyskjuhitans við Brunná í júlí og frostnáttanna við Tungufljót í september. Það er gam- an að takast á við þá áskorun sem fylgir síbreytilegum aðstæðunum.  Sjóbirtingurinn er kannski dul- arfyllstur allra þessara fiska. Og stofninn sem hrygnir í skaftfellsku árnar hættir aldrei að koma manni á óvart. Þvílík tröll, þvílíkir dyntir. Síðustu árin höfum við nokkrir fé- lagar kastað fyrir birtinginn í Tungufljóti einu sinni á hausti og í hvert einasta sinn hafa orðið til eft- irminnilegar sögur, menn hafa tekist á við óviðjafnanlega fiska, landað sumum og misst aðra. Félegar mínir hafa náð 18 pundurum, ég sjálfur einum sem slagaði hátt í 16 – og þetta eru silungar. Eitthvert slangur er af laxi í fljótinu og dregur hann yfirleitt meðalþungann niður. Veiðin hefur verið upp og ofan, frá 11 fiskum upp í 27, en það er ekki að- alatriðið, svo lengi sem maður veit af fiski í hyljum og reynir að ráða í hvað hann tekur og hvernig. Nú í vikunni komum við til veiða í kjölfarið á holli sem landaði átta fiskum, annað þar á undan tók þrett- án. Eitthvað af þessu var lax, sem gengur á undan birtingnum, en afl- inn samt blandaður. Veiðibókin greindi frá nokkrum af stærri gerð- inni, þrjú, fjögur eða fimm kíló. Kvöldið fagra þegar við bróðir minn veiddum af Fitjabökkum gaf fyr- irheit um annan dag og bjartari og þá hreyfðum við líka fáa fiska. Þeir voru þarna en tóku ekki, ekki einu sinni í hinum margrómuðu vatna- skilum, þar sem Tungufljótið sam- einast Ása-Eldvatni; þar undir mold- arbrúnu þaki jökulvatnsins liggja iðulega torfur af fiski og bíða þess að synda upp í ferskvatnið. Þar veiðast líka flestir – en ekki að þessu sinni. Samveran í veiðihúsinu á kvöldin er oft með bestu stundum veiðiferð- anna, þar eru sögur sagðar, end- urteknar og sagðar einu sinni enn, horfinna félaga minnst – og spáð í tökuna eða tökuleysið. Að þessu sinni voru dregnar fram allar kenn- ingarnar um kenjar sjóbirtingsins: Of bjart, of lítil gára, of glært vatn, norðvestanáttin. Þetta var allt til staðar, og fiskurinn tregur. Þar til síðasta morguninn, þá renndu grá- leit ský sér upp á himininn, það tók að rigna – og fiskur að taka. Laxinn tók Snældu af kappi í hinni forn- frægu Breiðufor, við Bjarnarfoss var Svartur Toby-spúnn öflugasta veiðarfærið og við Syðri-Hólma, í skilunum, kom upp fiskur af þeirri stærð sem Tungufljót er frægt fyrir, pattaraleg tíu punda hrygna, stálgrá og gljáandi. Þegar ég sá hana á pall- inum við veiðihúsið, sá ég endanlega staðfestingu þess að nú er haustið svo sannarlega komið og tími kom- inn til að þakka fyrir sumarið. Sumarið kvatt á sjó- birtingsslóð Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður kastar af Flögubökkum á Tungufljót í Skaftártungum, í síðustu geislum kvöldsólarinnar. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is STANGVEIÐI | HAUSTRÖKKRIÐ YFIR TUNGUFLJÓTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.