Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.03.1968, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 25.03.1968, Blaðsíða 4
I Mánudagsblaðið Mánudagur 25. marz 1968 Blaó Jyrir alla Vikublað um helgar. x Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Verð í lausasölu kr. 15,00. — Áskriftargjald kr. 600,00 á ári. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasimi: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Verkföll, ríki og uppmælingaraðall Það er undarleg ríkisstjórn, sem ekki lætur þjóðina heyra frá sér þegar nær 23 þúsund manns fara í verkfall, af tvö hundruð þúsund íbúum. Jafnvel forsætisráðherra haíði ekkert að segja nema venjulegar kveinkanir þegar sjónvarp og útvarp höfðu tal af honum. 1 millitíðinni tapaði þjóðin, eftir aðrar ófarir, hundruðum miljóna í verðmætum. Það yrði eitthvað sagt við Johnson hinn banda- ríska, Wilson, de Gaulle eða* aðra þjóðarleiðtoga ef þeir svo þverlega stingju höfðum sínum í sandinnj í sambærilegu ástandi. Forsætisráðherra landsins hefði getað slegið sig til riddara, ef hann hefði beinlínis sýnt, að meining ríkisstjórnarinnar ér að stjóma þjóðinni en ekki vera einskonar rekald. Eí ráðherra, hann eða annar, hefði beinlínis látið þá lægst launuðu — upp í 12000 — fá fulla uppbót en jafnframt tilkynnt uppmælingarliðinu, að þýð- ingarlaust væri fyrir það, að leita bóta að svo stöddu máli, þá hefði öll þjóðin verið honum sam- mála, en engin þeim hópi, sem nú fylgdi með þeim lægst launuðu í verkfalli. Það þarf hvorki hagspeking eða fræðimann til að sjá, að þeir lægst launuðu og iðnaðarmenn eiga enga samleið í verkföllum. Margar iðnaðarstéttir, einkum uppmælingaraðallinn, hafa allt að sex- tíu þúsund krónur í mánaðarlaun, stéttir sem neita að vinna eftir stundavinnu en krefjast aðeins upp- mælingartaxta. Það er þessum stéttum mikið að kenna að góðu árin rauk allt verð t.d. byggingar- iðnaður upp úr öllu hófi og vinnusvik mögnuðust um helming. Þessar stéttir bárast og berast enn meira á en nokkrar aðrar og eiga, eins og að ofan getur, enga samleið með lægst launuðu stéttunum. Sá galli er orðin nokkuð algengur hér, að rík- isstjómir era hættar að stjórna en fylgja á ein- hvem yfirnáttúralegan hátt „straumnum". Þær halda áfram óbeinu atkvæðasnapi löngu eftir að þær eru seztar að völdum og virðast, oft, elta stundarhagsmuni, löngu ofar þörfpm þjóðarinnar. Þetta kom nú glöggt fram eins og undanhald stjóm- arinnar fyrir nokkram árum, er hún flúði frá eig- in frumvarpi. Það liggur í augum uppi, að ríkisstjórnin á að vera hið drífandi afl í vinnusamningum. Þjóðin þarf ekki að ljúga á sig kapítalisku hagkerfi leng- um, því við eram nær mesta, ef ekki almesta, sósí- alistaþjóðfélag sem um getur. Allar forsendur um kapítalistískar aðferðir í þessum málum er sjálfs- blekking og er þess skammt að minnast, að „samn- ingsaðilar" flestir era á meiri eða minni' ríkisfram- lögum, og sí og æ kvabbandi yfir nízku hins opin- bera í sinn garð. Forsendur fyrir því, að haga okk- ur í kaupdeilum eins og kapítalísku ríkin, eða jafn- vel ríki eins og Frakkar, Þjóðverjar eða Bretar era engar á íslandi, og því fyrr, sem ríkjandi stjórnir gera sér það Ijóst, því minni hætta á stórtöpum í hvert skinti, sem til verkfalla kemur. Hin hneysan, sú, að fara í verkfall með sumum iðnstéttum, er ekki anna$ en glapskyggni og firra, sem nú þegar verður að koma í veg fyrir að geti endurtekið sig. KAKALI SKRIFAR: I hreinskilni sagt Sparnaður ag kjánalæti — Þingmenn kætast — kratar líka — Hásakaup og nauðsyn — Sendiráðsmenn og viðskiptafræðingar — Labbað um há- skólalóðina, Melavöll og Bændahöllina og torgsskömmina — Þrifnaður og ólykt — Stulkur, kuldar og stutta tízkan — Hættulegar meinsemdir Það er ekki lítið talað um sparnað nú, ekki sízt síðan fjármálaráðherra birti almenn ingi áætlanir sínar um opin- inberan sparnað. Eflaust er ekkj nema allt gott um sparn- aðtartill. þessar að segja. Þær ná auðvitað aldrei tilsettum tilgangi enda ekki til þess ætl- azt. Hinsvegar gæti svo farið, að þær myndu vega, að ein- hverju leyti, upp í allt'það, sem tapaðist í verkfallinu og óbeinlínis vegna afskiptaleysis ríkisstjórnarinnar. Ekki mátti þó gleymast að hafa veizlu meðan verkfallið var í undirbúningi. Þingmenn fóru á sinn árlega gleðifimd og tókst mjög vel og í kjölfarið sigldi svo litli ríkisbubbinn, Alþýðuflokkurinn, sem hélt mikið ball og merkilegt til heiðurs útlendum krata, sem hér var staddur. Var þar mik- ið um dýrðir, einkum með til- liti til þess, að skömmu áður hafði framkvæmdaráð Alþýðu blaðsins sent út neyðarbréf til ýmissa aðdáenda sinna og hreinlega lýst yfir, að ef ekki væri hlaupið undir bagga, þá myndi blaðið gefa upp öndina innan fárra mánaða, jafnvel þótt Pétur Pétursson, dugleg- ur maður, hefði tekið við fjár- málum blaðsins. Sjálfstæðismenn, verandi hinir réttu aristokratar þjóð- arinnar, sýndu enn af sér snilli sina ,og keyptu 30 ára gamalt hús á 4,2 milljónir kr. — til íbúðar fyrir biskupinn okkar — en kostnaðurinn við að gera það íbúðarhæft, mun láta nærri 2,5 milljónum í við- bót. Er þó biskupinn sagður í ágætu húsnæði og hafa síður en svo orðið hrifinn ^f þessum breytingum. Það er ekki að neita því, þótt það eigi ekki sérstaklega við uúverandi stjórnarflokka, að af öllum þeim þörfu nefndum, sem nauðsynlegt væri að stofna er ekki Sparnaðamefnd, heldur eftirlitsnefud með útgjöldum ríkisins, og þá ekjci sizt til að sýna hver eða hverjir eru á- byrgir hverju sinnL Því miður er fækkun í utan ríkisþjónustu okfcar eins og dropi í háfið enda hefðu hag- fræðingar okkar fyrir löngu átt að hafa séð, að við þurfum VIÐSKIPTAFULLTRÚA er- lendis, en ekki kokkteil-menn, þótt þeir kunni að vera þægi- legir. Ríkisstjórnin gæti spar. ag hundruð milljónir ef borið væri niður á hinum brjálæðis legu framkvæmdum, sem við höfum slysazt út í síðustu ár- in og eru að tröllríða fjármál- um okkar. Hið jákvæða er stóriðnaður en hitt er jafn- framt svívirðing, að lána stór- flyrirtæki 50 milljónir króna í rekstur og leyfa því síðan, að reisa umbúðaverksmiðju þeg. ar til er í landinu fullkomin slík verksmiðja, sem ekki að- eins getur annað öllum okkar þörfum heldur lika gert er- lend viðskipti. Þetta hefði þó mátt afsaka ef um frjálsa sam keppni einkafyrirtækja hefði verið að ræða, en sér keppir einkafyrirtæki við fyrirtæki, sem styrkt er af ríkinu og hefur staðið í miklum vand- ræðum fjárhagslega. Afsökun þessa fyrirtækis er gjaldeyris öflun, en sú afsökun er eins úrelt og mest má vera í við- skiptalífi þjóða. Eg var að ganga um háskóla lóðina um daginn, innan um allar þessar byggingar og fín. heit. Gæsahópax vöppuðu þarna innan um únga mennta- fólkið og sómdu sér vel, yfir öllu þarna hvíldi einhver al- varlegur blær, einhver gtarfs- andi og gagnbvæm björgunar viðleitni, önnur tegundin að * afla sér líkamlegrar fæðu en hin andlegs feitmetis. Þetta er skemmtilegur hluti borgarinn- ar. Næst við aðalbyggingu’há. skólans er íþróttavöllurinn hans Geirs, sem er isvöllur á vetrum, hockyvöllur, unz girð ingin þar var rifin þegar regn ið hófst og vallaryfirvöldin töldu ólíklégt að meiri snjór eða frost sæjust á þessum vetri. Stórmerkileg niður- staða. Næst kemur svo afrek bændanna. Búnaðarhöllin, að- setur bænda utan af landi og hótel glæsilegt. Og þar er Flug félagið líka með sínar skrif- stofur. Næst kemur svo bíóið hans Friðfinns, kirkja, eins og samfallin harmonika, skólar og torg. Það er torgið sem vekur einstaka athygli. Allan veturinn er þetta flæmi autt, ýrnist frosið eða blautt, ekki stingandi strá ekki einu sinni runnar. Á miðju þessu flæmi er ljósastaur, sem endurspegl- ast í pollunum í bleytutíð þannig að bíógestir sökkvi ekki í fenið. En þegar vorar, sól hækkar á lofti og konur og karlar setja upp betri klæð. in sín, tekst borgarstjóminni ásamt sérfræðingum einkar vel upp. Bílhlassi á bílhlsiss ofan af SKARNA er ekið á flagið, og lyktin ilmar fyrir vitum gesta og gangandi, en Bændahöllin er einna helzt að- setur útlendra gesta og potin- táta á vegum ríkisins. Þessi einstæði lubbaháttur er slíkur, að undarlegt er, að borgar- stjóri skuli ekki hafa gripið í taumana og skipað fjósahirð- um sínum að bera venjulegan gerviáburð, en ekki viðbjóð, á völlinn. Afsaka má, að sumu leyti smekkleysið í útliti torgs ins, en ólyktin er ekki á borð við annað en bræðsluverk- smiðjurnar hér í miðri borg- inni, sem byggðar eru í skjóli einhverrar væmni um þjóðar- auð og peningalykt. Það er óþarfi fyrir okkur að eyðileggja fegurstu bletti borg arinnar með svoma óþörfum sóðaskap árið 1968. Læknir einn merkur gekk meg mér um miðborgina um daginn þegar frost voru mikil. Ungar stúlkur voru í hópum í Austurstræti og allar, eink- um þær yngri í stuttu tízk- unni. Lappir og læri, eins Það borgar sig að auglýsa í MÁNUDAGSBLADINU langt og sást yoru helblá af kulda en þær báru sig manna. lega, brostu og vingsuðu röss- unum þegar þær mættu pilt- unum. Eg spurði þá hvort þetta væri ekki beinlínis hættulegt fyrir telpumar, líkamlega hættulegt. Eg skal ekki um það segja almennt, sagði hinn varkári læknir, en ekki undraði mig þótt blöðru- bólgur yrðu alltíðar ef svona kuldi helzt. Nú er það staðreynd, að fátt er það til í óþægilegheitum, sem stúlkan ekki vinnur til ef henni finnst það smartara eða tízkulegra. Þetta er heimskunn staðreynd og vissulega gam- an, að vita að kvenkynið gerir allt í sínu valdi til að halda seiðmagni sínu — eða hvað það er nú kallað. Klæðaburð- ur íslenzkra kverína í dag eða fyrir 30 árum hefur breytzt geypilega og nær alls staðar til batnaðar. Sama máli gildir um karlmenn þótt aldrei meir en nú með bítlatízku og öðr- um ágætum og litríkum fram- förum. En spyrja má: getur ekki vérið betra að yfir mestu kuldaskeiðin séu þessar ungu hnátur aðvaraðar um mögu- lega sjúkdóma eða meinsemd- ir sem af kunna að leiða? Vissulega væri ekki úr vegi, að fólkið gerði sér ljóst, að hér ríkir ekki beinlínis Mall- orea-veðrátta á vetrum. Eg hefi tekið eftir því, þótt víðar sé kalda en hér, að ungar stúlkur klæða sig skynsamleg- ar og meira eftir veðráttunni en hér heima. Má vera að skyn semi ráði nokkru ytra og svo fjölmennið, þar sem minna ber á smámunaseminni, held- ur en þar sem allir þekkjast. í vetur hefur verið óvenjukalt, og umhleypingar, og mætti telja að skólayfirvöld brýndu fyrir stúlkunum, ag gæta dá- lítils hófs í þessum efnum, einkum ef fæst umsögn lækna varðandi mögulegar hættur. x

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.