Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 25.03.1968, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 25.03.1968, Blaðsíða 6
Mámjdagsblaðið Mánudagnr 25. marz 1968 MYSTICUS: Sjoppan í Yatnsmýrinni Það var eitt góðveðurskvöld í sumar að mér datt í hug að fá mér göngutúr í góða veðrinu. Og um hásumarið leiðist manni að vera að labba um rykugar göt- urnar í miðbænum, manni finnst þá, að þaer séu í einhverri upp- reisn gegn guðsgrænni náttúr- unni. Um það leyti árs langar mann til að sjá grænt gras eða að minnsta kosti eitthvað annað 'en hús og malbik. Manni getúr á slikum stundum fundizt að öll mannanna verk séu eins og kláði eða skítablettur á ósnortinni nátt úrunni. Já, vfða hér á jörðu væri stórum fegurra umhorfs í dag, ef það úrkynjaða óartar- kvikindi, sem kaMar sig sjálft homo sapiens eða hinn vitiborna mann, hefði aldrei skotið þar upp kollinum. Jaeja, það varð úr þettakvöld að ég ákvað að labba yfir Vatns- mýrina suður í Skerjafjörð. t>að er svolítið eftir af gömlu Vatns- mýrinni, þó það sé ekki nema brot af þvi sem hún var í gamla daga. Og eftir nokkur ár verður liklega engin Vatnsmýri lengur til. Ég gekk Njarðargötuna vestur eftir mýrinni. Og sumstaðar þama norðan við veginn ermýr- in alveg eins og hún var í gamia daga. Þarna var stör og elting og engjarós og mýrarsóley og keldur með hofsóleyjum og hor- blöku. íslenzku mýrarnar eiga sinn sjarma, kannski meiri en smáralundir, bláberjabrékkur og birkihlíðar þó skáldin hafi gert miklu minna af því að yrkja um þær. Það þykir ekki nærri eins fínt að yrkja um mýrar og um birkilautir og bláfjóluhvamma. Og þegar verið er að gefa bæi- um nöfn mundi engum detta í hug að skíra bæinn sinn Vatns- mýri. Ónei, bærinn yrði skírður Smáragrund, Birkihlíð, Fagri- hvammur, Sólhóll, Svanáhlíð og þar fram eftir götum. Smekkur íslendinga í nafngift. um er voðalegri en tárum taki. Þegar ég var að labba þama yfir Vatnsmýrina sá ég allt í einu við veginn fyrir framan mig mánnvirki, sem ég átti ekki von á á þessum stað. Það stóð skúr þarna við vegbrúnina. Þegar ég kom að honum sá ég að þetta var sjoppa, sem var komin þama. „Ja, allstaðar eru þessar sjoppur" hugsaði ég, með mér. Þær eru vist famar að skipta hundruðum í þessari borg. En mér fannst þetta svo skrítinn staður fyrir sjoppu, þarna í miðri mýrinni, og engin byggð þarna á næstu grösum. En svo fór ég að hugsa um það. að oft væri mikil um- ferð þarna um veginn. Og kann- ske fólkið, sem vinnur í kálgörð- unum hinum megin við götuna verzli þarna. Kannske var þetta ekki svo mjög skrítið. Við af- greiðslugluggann í sjoppunni var gömul kona, hrukkótt og skorp- in í andliti. Þeir voru ekki að laða fólk að þessari búð með neinum fegurðardísum. Allt í einu datt mér í hug, að mig vantaði sígarettur. Það væri þá bezt að kaupa þær þarna í miðri Vatnsmýrinni. Ég .bað gömlu konuna um einn Camelpakka, og ég keypti líka smástykki af át- súkkulaði. Gamla konan sagði ekki eitt einasta orð. Hún rétti mér þetta og líka einhverja aura til baka, það voru 2 krónur og einhverjir smáaurar. Eg lét aur- ana í rassvasann, en sígarettumar og súkkulaðið lét ég í annan jakkavasann minn. Þegar ég fór stóð gamla konan hreyfingarlaus við afgreiðsluborðið og starði’ eitthvað langt út í bláinn með sinum gömlu, vatnsbláu^augum. Það var eins og hugur hennar væri óraiangt f burtu qg húu hefði lítinn áhuga á því, sem var að gerast kringum hana. „Þessi kona er ekki fædd busin- essmanneskja", hugsaði ég með mér. Meðan ég var við sjopp- una óku nokkrir bílar framhjá, en enginn þeirra staðnæmdist til að verzla þama. Ég sá ekki, að neinn í bílunum gerði svo mikið sem að líta á sjoppuna. Hins vegar sá ég, að fólk í einum bílnum leit undrandi á mig þar sem ég stóð þama, eins og þvi þætti ég eitthvað skrítinn. Það er þó ekkert skrítið við það að kaupa sér eitthvað í sjoppu. Svo hélt ég áfram suður i Skerjafjörð, og þaðan tók ég strætisvag'n niður í bæ. Þegarég kom heim ætlaði ég að fá mér sígarettu og fór í vasann til að ná í Gamelpakkann. En hann var þar alls ekki. Og súkkuJaði- stykkið var líka horfið. Þó var ekkert gat á vasanum. Ég fann enga skýringu aðra á þessu, en þá, að þetta hefði hvorttveggja oltið upp úr vasanum, þó að sHkt hefði aldrei komið íyriv mig áður. Vasinn var djúpurog Skrifstofumaður óskast Ungur maður óskiast strax til framtíðarstarfs við bókhaldsdeild félagsins. Reynsla við skrifstofu- störf nauðsynleg svo og enskukunnáttá. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum vorum, skal skilað til skrifstofu starfemanna- halds fyrir 27. marz n.k. «• '/f.F MCELANDAJR rem hafði alltaf reynzt öruggur. Allt einu datt mér nokkuð í hug. Ég fór í rassvasann minn og þreifaði eftir skiptipeningunum, sem gamla konan hafði iátið mig fá til baka. En það var sama sagan. Þeir voru þar ekki lengur. En lyklarnir mínir, sem voru í sama vasa voru þar kyrr- ir. Og ekki var neitt gat á þess- um vasa heldur. Þetta var allt saman hálf skrítið, að ég skyldi gílata svona öllu því, sem ég hafði fengið i viðskiptum mín- um við gömlu konuna í sjopp- unhi. Það var eitthvað viku seinna, sem ég rakst hérna í húsi á leigubílstjóra, sem ég þekkti vel. Hann býr suður í Skerjafirði, og ég vissi að hann ók oft Njarðar- götuna inn í bæinn. Ég sagði við hann: „Það er hálfskrítið að vera að setja upp sjoppu í miðri Vatnsmýrinni". Hann glápti á mig. ,,Hvar í Vatnsmýrinni -r sjoppa?" spurði hann. „Nú, þú hlýtur að hafa séð hana oft“, sagði ég. „Hún er við Njarðar- götuna í miðri mýrinni". „Þar er ekki nokkur sjoppa“, sagði hann. „Jú, víst“ sagði ég. „Eg keyptiþar sígarettur um daginn". „Ég held bara að þú sért eitthvað klikk- aður“, sagði bílstjórinn. „Það hefur aldrei verið nein sjoppa þar. Ég keyri þama um á hverj- um degi, svo að ég ætti að vita það“. Ég hðjt áfram að þræta við hann, en hann bara hló að mér. „Þú hefur kannski haldið að kartöflugarðamir fyrir sunn- an götuna væm sjoppur. En þú hefur áreiðanlega ekki fengið neinar sfgarettur keyptar þar“. ,,Nei, sjoppan er að norðanverðu við götuna í miðri mýrinni", sagði ég. „Nú, gott og vel, sagði bílstjórinn. „Það er fljótlegt að skera úr þessu. Eg skal keyra þig þangað núna, og þá skal ég hundur heita, ef þú finnur þar nokkra sjoppu". Auðvitað tók ég þessu boði. Ég var sannfærð- ur um að sjoppan væri á sínum stað. Það em sumir bílstjórar svona, hugsaði ég. Þeir takaekki eftir neinu, sem ekki kemur at- vinnu þeirra við. Svo ókum við suður í Vatnsmýri. Ég renndi augunum eftir Njarðargötunni. Og svei mér þá, ég gat ekki komið auga á neinn skúr þama. Ég mundi alveg hvar sjoppan hafði staðið. Rétt alveg hjáhenni var þúfa, sérkennilega löguð og vafin engjarósum. Og þama var þúfan. Bn sjoppan var horfin með öllu, og engin merki sáust þess, að þama hefði nokkru sinni verið neinn skúr. „Héma var hún“, sagði ég. „Skúrinn hlýtur að hafa verið fluttur f burtu“. Héma hefur aldrei verið neinn skúr, sagði bílstjórinn og skellihló, „þig hlýtur að hafa dreymt þetta allt sarnan". „Nei, ég var eins glaðvakandi og ég er núna,“ sagði ég. Ég ætlaði að fara að segja eitfhvað fleira, en þá varð mér litið niður í brúar- skurðinn alveg hjá þeim stað, þar sem sjoppan hafði staðið. Niðri í vatninu, fastir í sefi og hálf- grotnaðir sundur, lágu fjórir tíu króna seðlar. — Mystieus.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.