Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.08.1974, Page 4

Mánudagsblaðið - 05.08.1974, Page 4
4 Mánudagsbiaðið Mánudagur 5. ágúsí 1974 ‘Blaé fyrir alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Símj ritstjórnar: 1 34 96. — Aulýsingasími: l 34 96 Verð í lausasölu kr. 80,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Alþý&uflokkurinn Framhald af 1. síðu. og Magnúsi Kjartanssyni, sem sér óskir kommúnista rætast með undansláttarhætti krat- anna. Jafnvel þótt Keflavíkur- flugvöllur héti áfram NATO- stöð, verða þar engar varnir eftir formúlu Benedikts Grön- dal, og ákjósanleg aðstaða fyr- ir kommúnista til þess að hreiðra um sig þar og koma sínum mönnum í ábyrgðarstöð- ur. Þetta er líka sú stefna, sem Þórarinn Þórarinsson (Tíma- Tóti) hlýtur að gleðjast yfir, því hann hefur leynt og ljóst rekið mikinn kommúnistaáróð- ur I TÍMANUM og heldur ekki vatni af tilhlökkun yfir þeim árangri, sem hann virðist vera í þann veginn að ná með þvi að svínbeygja kratana. Það er ekki ólíklegt að Þór- arinn eigi eftir að fá fleiri gisti- boð til Austur-Þýzkalands og Sovétríkjanna ef þetta tekst hjá honum. En hvað segir svo hægri armur Framsóknarflokksins? Ætlar hann virkilega að láta það viðgangast að fórnað verði sjálfstæði landsins með varnar- leysi fyrir fárra ára setu í rík- isstjórn með kommúnistum og krötum sem allir sjá að leiöir einnig til upplausnar í efna- hagsmálum og þrengir hag allra þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem byggja afkomu sína á frjálsri verzlun. Því verður ekki trúað, að Einar Ágústsson utanríkisráð- herra, sem staðið hefur sig vel i einkastyrjöld sinni við komm- únistana Magnús og Lúðvík, láti það slys henda sig að máttleysisstefna Benedikts Gröndal fái að ráða næstu ár- in. Þá er voðinn vís. Þvílík uppgjöf væri það fyr- ir Einar, að láta t.d. Benedikt eftir utanríkismálin og vera sjálfur settur í eitthvert minni- háttar embætti. Þá fengi Ragn- ar Arnalds ósk sína uppfyllta, cn hann hefur jafnframt á- huga á að setja Lúðvík til hliðar, sem kommúnistum finnst hafa staðið sig illa í landhelgismálinu, þrátt fyrir fjölmargar kokhreystilegar yf- irlýsingar, sem hann varð að margkyngja þegar forsæiisráð- herra tók af skarið í samning- unum við Breta. Innan Alþýðubandalagsins er hann uppnefndur „landhelg- isþrjóturinn“, sem kyngir munnvatni jregar mest á ríð- ur að gefa ábyggilegar yfirlýs- ingar; er háll eins og áll og segir ætíð að það sé ekkert að í efnahagsmálum, þótt all- ir viti betur, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn tæmist óðum og fyr- irsjáanleg sé veruleg gengis- lækkun. Lánsfjárkreppan er nú að komast í algleyming og það verður fróðlegt að fylgjast með því þegar Landsbankinn og Út- vegsbankinn þurfa að inn- heimta hjá viðskiptavinum sín- um nokkra milljarða króna til þess að gerast kvittir við Seðla- bankann, á sama tíma og þeir þurfa að speða í útgerðina og iðnaðinn jafnmiklu fé svo ekki verði alger stöðvun í rekstri. Þetta ásíand kallaði .Lúðvík Jósepsson gott ástand í nýaf- staðinni kosningabaráttu. Og þaðt. eru orö, að sönnu hjá hon- um, því að þetta er einmitt ástandið, sem komn/únistar þurfa að hafa til þess ,að halda í og auka fylgi sitt. Nógu mik- il vitleysa og þá verður al- menningur þreyttur og hendir atkvæði sínu á kommana. Því veröur ekki trúað fyrr ( en á reynir, að þeir Eggert Þorsteinsson og Jón Ármann Héðinsson samþykki óþvingað- ir að Alþýðuflokkurinn gerist aðili að stjórnarsamvinnu með | kommúnistum. Þeir hljóta að I sjá, að utanríkis- og efnahags* ráðstafanir, sem gerðar verða í samvinnu við kommúnista, eru einungis kommum til framdráttar og kosningar verða fyrr en kratar gera sér grein fyrir. Þá verður enginn Alþýðu- j flokkur til á Alþingi Islend- j inga, en stærri og sVerkari , Kommúnistaflokkur. I Það koma stundum þær stundir fyrir okkur öll, að við getum ekki sofnað. Nýlega lagði ameríska tímaritið U.S. News & World Report nokkrar spurningar fyrir Harold L. Williams, yfirmann geðdeildar Walter Reed-spítalans í Wash- ington, og fer viðtalið hér á eftir: Spuming: Doktor Williams, er mikið um, að fólk kvarti um svefnleysi? Já, það er mjög algengt. Lík- lega eigum við öll erfitt með svefn á köflum. Þetta er afleið- ing daglegrar spennu og kvíða. Að vísu er ekki til nein form- leg skýring á svefnleysi, en ef einhver kvartar um svefnleysi, þá er svefnleysi fyrir hendi, og ef það háir honum verulega, ætti hann að leita til taugalækn- is. Flestir læknar munu þó senni lega segja, að ef menn hafi á- hyggjur af svefnleysi, geri á- hyggjurnar illt verra. Segja þeim, að ef þeir geti ekki sofið, skuli þeir lesa, eða fara á fæmr og gera eitthvað, sem þeir hafa áhuga á. Spurning: Er hcetta á, að svefnleysi haldi áfram um ó- ákveðinn tíma? Svar: Maður sofnar fyrr eða síðar. Bezta ráðið við svefnleysi, hugsa ég, er svefnleysi. Það er ólíklegt, að maður geti haldið sér vakandi — ef hann í raun og veru vill sofna — lengur en í 36 til 46 klst. Nema því að- eins, að hann fái sér blund og blund á daginn. Þess vegna reyna Iæknar að fá fólk til að hætta við að fá sér smáblund á daginn til að bæta sér upp svefnlausar nætur. Aðalatriðið er að komast í háttinn á skikk- anlegum tíma og gera það reglubundið. Spurning: Hve lengi cettu menn að sofa á nóttunni? Svar: Yfirleitt þarf fólk sjö til átta klukkustundir, en það er enginn almennur mæli- kvarði. Sumir komast mjög vel af með sex tíma; aðrir þurfa þetta níu til tíu tíma. Spurning: Getur það verið heilsuspillandi, að missa úr svefn hvern sólarhring? Já, það álítum við. Við höld- um, að menn geti safnað svefn- „skuld", ef þetta er til langs tíma. Og það getur haft afleið- ingar, sem elcki liggja ljóst fyrir, því að það er ekki víst, að maðurinn sjálfur verði þeirra var. Spurning: Er hcegt að vinna svefnmissinn upp? Svar: Já, ekki er annað að sjá. Þegar menn hafa verið sviptir svefni í fjóra sólar- hringa, til dæmis. og er síðan leyft að sofa eins lengi og þeir vilja, þá sofa þeir oftast 9V2 eða 10 stundir í fyrstu Iotu, fremur en þær 8, sem þeir eru vanir. Og þessu heldur áfram næstu þrjá eða fjóra sólar- hringa. En samt sem áður er þessi uppbótarsvefn talsvert styttri, en sá, sem þeir hafa misst úr. Spurning: Getur maður, ef svo mcetti að orði kveða, sett svefninn „í sparisjóð”? Ef mað- ur á sérstaklega erfitt tímabil fyrir höndum, vceri þá ekki gott að sofa lengur nokkrar undanfarndi ncetur? Svar: Nei, við erum nokk- urnveginn vissir um, að það væri til einskis. Hins vegar er gott að fá sér smáblund, ef mað ur á vökunótt fyrir höndum. Spurning: Hvernig stendur á, að sumt fólk byltir sér á alla vegu heilu nceturnar, og sofnar svo vcerum svefni undir morg- un? Svar: Ef menn fara að óttast, að þeir geti ekki sofnað, þá .eykur.það.spetyiuna, og það er þá, sem menn fara að bylta sér á alla vegu. Spurning: Geta andlegar cef- ingar rétt fyrir háttinn staðið manni fyrir svefni? Svar: Eg held, að andlegar æfingar í þeim skilningi að glíma við þrautir sér til skemmtunar, hjálpi fólki til að slaka á taugunum. Á hinn bóg- inn gemr það haft öfug áhrif að glíma við raunveruleg vanda mál, svo sem að láta tekjur og útgjöld standast á. Spurning: Heldur kaffi fyrir mannivöku? Svar: Já, vissulega. Kaffi hefur örfandi áhrif, sennilega um það bil hálfan styrkleika á við lyf, sem eru sérstaklega bú- in til að halda mönnum vak- andi. En ég er ekki að tala um kaffi, sem er drukkið með há- degisverði eða kvöldmat eða jafnvel klukkustundu áður en menn hátta. Satt að segja er líklegt, að þeir, sem drekka mikið kaffi — marga bolla á dag — verði svo vanir því, að þetta hafi lítil sem engin áhrif á svefn þeirra. Spurning: En hvað um „nátt- húfu" — að fá sér glas af whiskey — til að sofna við? Svar: Tja, allt sem slakar á líkamanum hjálpar mönnum til að sofna. En þetta er einstakl- ingsbundið. Allt sem menn gera reglulega til þess að sofna verð- ur á endanum til þess að hjálpa þeim til að sofna. Hin almenna regla er þessi: Ef maður hefur sæmilega þægilegt rúm á ró- legum stað og setur sig í hinar venjulegu stellingar, er líklegt, að hann sofni. Spurning: Er til nokkurs að telja kindur? Svar: Það hefur sennilega ein hver áhrif, eins og allt sem hef- ur reglubundna hrynjandi. Brezkur sálfræðingur hefur rannsakað þetta og komst áð þeirri niðurstöðu, að það mátti svæfa menn með hinum ólíkleg ustu meðulum, ef það var gert á reglubundinn hátt. Með vissu millibili lét hann skært ljós skína í augu sjúklinganna, gaf þeim um leið allsterkt raflost og lét háan tón duna við eyrun á þeim. Reyndin varð sú, að þeir sofruðu fljótt, og það jafn- vel þeir, sem nývaknaðir voru eftir fullan svefn. Spvrnifo; En er þetta ekki ekki öllu þPT/rdm heitir að slaka á? Svar: Það skyldi maður halda, en þess ber að gæta, að þe??! örvur.armeðul fylgdu regh.bu.ninu tilbreytingarleysi. Ef eiuhvað kemur manni ó- vænt til dæmis ef maður Ocynt í sfienu úti fyrir — er rn«ðx;i skyndil. glaðvaknaður. ReyntJar þarf mjög Iítið til að vekja menn, ef það kemur þeim algerlegá á óvart. Hins vegar geta menn sofið vært við mik- inn hávaða, ef hann er reglu- bundinn og fylgir vissri hrynj- andi. Spurning: Þýðir þetta, að ef maður hefði hátt-tifandi klukku í svefnherberginu sínu, þá svcefi hann kannske betur? Svar: Já, ég hugsa það sé lík- lega rétt. Framhald á 7. síðu. Á mánudag verður dregið í 8. flokki. 4.500 vinningar að f járhæð 42.000.000 króna Á föstudag er síðasti endurnýjunardagur. 8. FLOKKUR: 4 á 1.000.000 kr 4.000.000 kr. 4 á 500.000 — 2.000.000 — 4 á 200.000 — 800.000 — 160 á 50.000 — 8.000.000 — 1.040 á 10.000 — 10.400.000 — 3.280 á 5.000 — 16.400.000 — 4.492 41.600.000 — Aukavinningar: 8 á 50.000 kr. 400.000 kr. 4.500 42.000.000 —

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.