Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.08.1974, Side 8

Mánudagsblaðið - 05.08.1974, Side 8
I ! ! \ \ \ \ \ k Bak við járntjaldið Anatoli Geihmann hefur verið forstjóri hins heimsfræga Hermitagesafns í Leningrad. Hér lýs- ir hann hinni útbreiddu spillingu, sem þrífst bak við járntjaldið, og hræsni yfirvaldanna I þessum efnum sem öðrum. \ \ \ \ ! ! \ \ \ \ \ \ \ \ ! ! ! I „Ég þarf sex liylki á dag", sagði stúlkan við mig. Hún var sautján ára og átti heima í Leningrad. Síðan fyigdi ein- falt reikningsdæmi: „Eitur- lyfjasalarnir selja hvert hylki (einn fersentimetra) af morfíni fyrir fimm rúblur. Þess vegna verð ég að fá 25 rúblur á dag, og eina leiðin fyrir mig til að fá svo mikla pen- inga er að selja blíðu mína. Ef ég hefði mína eigin íbúð, gæti ég unnið mér inn 50 rúblur á dag, því þá gæti ég tekið á móti 10 gesturn". Þetta sagði hún með jafn mikilli mikilli ró sem hún hefði verið að tala um hús- verkin. Þegar við hittumst aft- ur, sagði hún mér sögu sína. Nokkrum árum áður höfðu nokkrir unglingar lagt upp í sumarferð til Mið-Asíu, en þar eru ýmsar hirðingjaþjóð- ir, sem reykja létta tegund af deyfiefni, Anaska, og fara ekki dult með það. Unglingarnir úrvega þau sjúkiingunum lyf- in í leyni og fyrir mjög hátt verð. ! þessum sér-spítölum er minnstu óhlýðni refsað með því, að hinn „seki" er lokað- ur inni í einangrunarklefa eða gefin mjög sársaukafull brenni- steinssprauta. Einn af læknun- um hjálpaði mér til að kom- ast þaðan, en ekki fyrr en ég hafði lofað honum að sam- rekkja mér." Yfitvöldin í Sovétríkjunum hafa mikið yndi af að prediika í vandlætingartón um eitur- lyfjanautn og vændi á Vestur- löndum og láta sem slík vandamál fyrirfinnist ekki í Ráðstjórnarríkjunum. Eftir að ég hafði talað við þessa stúlku, fékk ég mikinn hug á málinu. Ég heirasótti ýmsa staði í Leningrad og talaði við vændiskonur, melludólga, lög- regluþjóna og lækna. Ég upp- götvaði fljótlega, að Soviet- samfélagið er gagnsýrt af spillingu á þessu sviði. Víðtæk spilling — vændi hrask — Sextán þásund skráðar vændiskonur í Leningrad * vöndust á að reykja þetta, og þegar þeir sneru aftur til Len- ingrad, fundu þeir, að þeir voru orðnir háðir deyfilyfjum. í fyrstunni sóttu þeit skóla og reyktu anaska og sprautuðu sig með morfíni og geraine í frítímum. Smám saman urðu þeir að auka skammtinn, en höfðu ekki nóg fé til að kaupa lyfin. Þegar foreldr- ar þeirra komust að því, hvernig ástatt var, gerðu þau yfirvöldunum aðvart. „Þá struku unglingarnir að heim- an. Strákarnir lögðu fyrir sig þjófnað, en stúlkumar vændi". Þó að stranglega sé bannað að katipa eða selja fífcnilyf, þá er lítill vandi að ná sér í þau á svörtum markaði. „Það er ekki til það fíknilyf, sem ekki er haagt að fá. Aðeins eitt skil- yrði fylgir: peningar. Ekki alls fyrir löngu, var mér sleppt úr sérstöku hadi fyrir fíknidyfja- neytendur. Flestir sjúklinganna voru miðaldra eða eldri krón- ískir dópistar. Hinir voru ungl- ingar, flestir undir 18 ára aldri. Þeir voru um það til þrjú hundruð. Það er mjög strang- ur agi á slíkum hælum, en vegna þess að læknarnir og hjúkrunarkonurnar vita,.að al- ger' lækning er ómöguteg,. þá Hótel, veitingahús, járn- brautastöðvar og opinber sal- erni eru yfirfull af vændiskon- um á öllum aldri og af öllum gráðum. Þegar ferðamanna- straumurinn er mestur á sumr- in, safnast ungar vændiskonur saman nálægt þemi hótelum, þar sem útlendir gestir dvelj- ast. Þær kalia sig „útlendinga- sveit hamhleypu-verkamanna". (Þetta er mjög yddað viður- nefni, því á sínum tíma tóku Sovíetríkin upp þá aðferð til að auka afköst verkalýðsins að efna til samkeppnis meðal verkamanna, og voru mestu hamhleypurnar (Stakanovítarn- ir) gerðar að þjóðhetjum. Ameríkumanni, sem kynntist þessu kerfi, varð að orði: Ef við byðum okkar verkamönn- um upp á þetta, gerðu þeir byltingu). Gleðikonur þessar eru alltaf klæddar eftir nýj- ustu tíslcu; þær smyrja sig frönskum andlitsfarða og reykja útlendar sígarettur, sem þær fá hjá túristunum í þókn- un. Stúlkurnar kunna yfirleitt nóg í ýmsum tungumálum til að framfleyta sér, en sumar þeirta tala ensku reiprennandi. Stundum hafa þær með scr ■ unga melludólga, sem kanpa vörur og mynt af erlendum ferðamönnum. Dollarana, fránk ana og þýsku mörkin, sem stúlkur þessar vinna sér inn, selja þær vinum sínum eða eyða þeim í hinum svoköll- uðu bereskas ( (sérverslanir, þar sem selja má vörur fyrir erlenda mynt). Margar af stúlkunum nota eiturlyf, og nærri allar dreymir þær um að giftast útlendingi. Sérhver lögreglustöð hefur sína deild, sem hefur það hlutverk að berjast gegn vændi, en venjulega lætur lög- reglan sér nægja að hand- sama stúlkurnar á hótelunum, nýta sér „þjónustu" þeirra um nóttina, og lofa þeim svo að fara heim að morgni. Það er nefnilaga þögult samkomulag um það, að vændiskonurnar séu „Intourist" (Ferðamálaskrif- stofunni) jafnmikil nauðsyn og Hermitagesafnið og Isaac-dóm- kirkjan. Sumar af stúlkunum vinna fyrir KGB (leyniþjónust- una) og gefa skýrslur um við- töl sín við útlendingana og tryggja með því framtíð sína í starfinu. Næturklúbbar fyrir útlend- inga á hótelum, sem eru lok- uð flestum Rússuim, eru fullir af þessum stúlkum, og bar- þjónarnir hafa ekkert út á það að setja, því að þær auka við- skiptin. Auk þess kaupa bar- þjónarnir oft dollara af þeim. Hin nýafstaðna málsókn á hendur Sorokin, forstjóra „In- tourist" í Leningrad, leiddi í Ijós sambandið, sem er milli vændiskvennanna, barþjónanna ~ og háttsettra soviet-embættis- manna, en það er í höndum hinna síðastnefndu sem tgjald- eyririnn lendir að síðustu. Það er líka annar flokkur af vændiskonum — eldri konur, sem á daginn vinna í verslun- um, verksmiðjum eða skrifstof- um. Þær eru ólíkar „útlend- inga-hamhleypunum" að því leyti, að þær kjósa heldur að skipta við sovíetborgara: þær eru hræddar við að verða gripnar í félagsskap með út- lendingum, það gæti kostað þær dagvinnuna. Kúnnarnir greiða þeirn þetta frá fimm og upp í tíu rúblur, en þar sem þær reka þessa iðju sína aðallega í kaffihús- um og veitingahúsum, tekst þeim venjulega að éta og drekka á kostnað einhvers ann- ars. Þær brúka sjaldan eitur- lyf, og aðal vandamál þeirra er drykkjuskapur. Þessar vændiskonur nota sér þjónana, sem bera á borð fyrir þær og finna fyrir þær réttu viðskiptavinina meðal kaffi- húsagestana. Sumir leigubíl- stjórar og burðarkarlar á hó- telum hafa líka lista yfir kven- fólk af þessu tagi, ef þjónustu þeirra er óskað. Aumastar allra af þessum djúpt sokknu konurn er að finna á járnbrautarstöðvunum á síðkvöldum. Þær prútta ekki um verðið eða velja úr kúnn- anum, heldur eru til í að sofa hjá hverjum, sem kaupir handa þeim glas af vodka. Ftáltrúi þeirrar deildar Inn- anríkisráðuneytisins, sem fæst við fíknilyfjaneyslu og vændi, Framhald'á 6;. síðu. úr EINU m Bætt aðstaða — en déskotans gustur. — Strætisvagnarnir góðir og vinsælir. — „Sinn er siður í landi hverju“ — Kurteisir pcningakassar í Ríkinu. — Hvað kosta breytingarnar á Austur- stræti? — Bílainnflutningur og landbúnaðarvélar. AUKINNI þjónustu og bættum aðbúnaði á sundstöðum lands- ins ber svo sannarlega að fagna. Eins og alkunna er þyrpist .fólk á sólardögum á sundstaðina til að njóta sólar og vatns — og svo útsýnisins, ef heppnin er með. Býsna oft er það þó, að ánægjan verður minni en ella og er þar um að kenna hinum leiöinlega gusti sem kemur svo iðulega í veg fyrir ánægjulega hvildarstund. Það væri óskandi að forráðamenn sundstaðanna reyndu að bæta úr þessu. Kostnaðurinn er áreiðanlega ekki mikill, t.d. með þvi að útbúa seglborða sem setja mætti ofan á girðingar. Þetta mætti svo taka niður yfir veturinn. O -------------- ÞAÐ HEYRIST ekki eins oft í þeini sem eru ánægðir með strætisvagnana og þeim sem eru óánægðir með þá. Hvað sem öllum göllum líður, hljóta menn að viðurkenna, að betra sam- göngutæki er vart að finna og líka, sem ekki er minnst um vert, það langódýrasta. Leiðakerfið er í stöðugri endurskoðun, enda eru hvorki allir farþegar né vagnstjórar ánægðir með það sem nú er. En það er eins og svo oft áður, að það er auðveldast að finna að. Strætisvagnarnir þjóna þúsundum ánægðra við- skiptavina og það er fuil ástæða til að halda þessari þjón- ustu á loft og að almenningi. Já, meira segja með auglýsingum, t.d. vor og haust. O -------------- ÓVÍÐA er eins lipur og hröð afgreiðsla og í útsölum ÁTVR, enda valinn maður í hverju rúmi. Mættu aðrar verslanir taka þá sér til fyrirmyndar í hvívetna. Ekki er það heldur til siðs almennt að þakka fyrir viðskiptin og bjóða kúnnann velkominn aftur. Þetta á sér stað í útsölunni við Snorrabraut að minnsta kosti, og meira að segja skriflegt. Út úr a.m.k. einum peninga- kassanuum þar kemur samlagningarstimpill. Á honuth "sten'dúr efst: „Thank you your purchaes“, síðan kemur upphæðin, sem verslað var fyrir, og loks neðst þessi vinalegu orð: „Please Call Again“. Þessi kurteisi kassi er vitanlega útlendur og sýnir það, sem raunar er vitað, að „sinn er siður í landi hverju“. O -------------- TÖLUGLÖGGIR framkvæmdamenn gerðu sér til gamans að áætla kostnaðinn við breytingarnar á Austurstræti. Voru ýms- ar upphæðir nefndar og bar þeim ekki saman. Þá stakk einn þeirra upp á því, að hætt yrði þarflausu karpi um kostnaðinn og skyldu þeir félagar leika þann leik, að mæla flatarmálið, leggja síðan fimmþúsund króna seðla eins þétt og þeir kæmust fyrir í götunni. Síöan yrði reiknað út, hver fjárhæð væri þar liggjandi, en beðið eftir lokareikningum við framkvæmdina. Þetta var gert, og kom þá út 80.000.000. — áttatíu milljónir króna —. Nú verður fróðlegt að sjá, hvort þessi leikur leiðir til réttrar niðurstööu. Það skal tekið fram, að ekki virtist þeim öllum bregða við útkomuna, sem og hitt, að allir voru ánægðir með framkvæmd- ina. O -------------- LANDBÚNAÐARVÉLAR bíða nú í vöruskemmum og á hafnarbökkum erlendis á meðan skipin koma hlaðin af bílum til landsins. Þegar opinberar skýrslur sýndu, að á fyrstu 6 mánuðum ársins höfðu veriö fluttir inn helmingi fleiri bílar en á sama tíma árið 1973, héldu menn að þessu innflutnings- kapphlaupi væri lokið, a.m.k. í bili. Það er nú öðru nær. Bíla- innflutningurinn í júlí ætlar að reynast meiri en búist var við, og þegar öll kurl koma til grafar, ekki minni en fyrri mánuði ársins. Vélknúin landbúnaðartæki eru ekki gefin, en þó eru þau miklu ódýrari en bílar, og þar af leiðandi minna upp úr þeim að hafa fyrir alla.Vegna lítilla tolla af þeim, gefa þau mun minna í ríkissjóð en bílar. Ekki skal neinum getum að því leitt, hvort hér er um tilviljanir að ræða, sem þó verður að ætla. Hitt er Ijóst, að hvort sem hér er að verki slóðaskapur eða gróðasjónarmið, er þetta illt afspurnar. Heyrt einhvern góðan nýlega? Sendið hann þó til okkar

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.