Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fram kom í Morgun-blaðinu í gær aðundanfarið hafi færst í vöxt að fyrirtæki og stofnanir óski eftir því að koma fróðleik um starf- semi sína á framfæri við grunnskólanemendur. Á laugardag sagði frá því að Landsvirkjun hyggst efna til samkeppni um orkumál í grunnskólum landsins og í kjölfarið verður fulltrú- um grunnskólanema boðið að taka þátt í að leggja hornstein að Kárahnjúka- virkjun í vor. M.a. verður nemendum í 8.–10. bekk boðið að gera kynningu um Kárahnjúka- virkjun. Sitt sýnist hverjum um það og hafa þær fyrirætlanir verið gagn- rýndar enda óhætt að segja að Kárahnjúkar og framkvæmdir tengdar þeim séu afar umdeildar meðal landsmanna. T.d. gagn- rýndi Ögmundur Jónasson alþing- ismaður þessa fyrirætlun á heima- síðu sinni, sagði að um áróður væri að ræða og Landsvirkjun bæri að draga bréfið til baka. Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa áhyggjur af aukinni ásókn fyrir- tækja og stofnana í grunnskólana. „Við viljum auðvitað að nemendur kynnist alls konar stofnunum og fyrirtækjum í samfélaginu en við viljum fá að velja það sjálf og það gera menn með því að hafna því sem þeir vilja ekki.“ Í tilkynningu frá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra, er þeim tilmælum beint til sveitar- félaga í landinu að þau setji sér stefnu um auglýsingar og kostun í skólum sem gildi fyrir alla skóla í viðkomandi sveitarfélagi. Sam- félagið kalli á nauðsyn þess að hafa skýra stefnu í þessum málum en menntamálaráðuneytið, í bréfi dagsettu 13. maí 2004, hafi einnig kallað eftir því að sveitarfélög settu sér slíkar reglur. Þá segir að þrátt fyrir tilmæli frá ráðuneytinu hafi fá sveitar- félög sett sér verklagsreglur um auglýsingar og kostun í skólum. „Foreldrum þykir brýnt að því verði komið við sem fyrst og hvetja því öll sveitarfélög til að marka sér stefnu fyrir grunnskóla innan sveitarfélags og birta hana í skólanámskrá hvers skóla,“ segir í tilkynningunni. Samstarf getur verið til góðs „Mér finnst full ástæða til þess að menn hafi aðgát þegar verið er að óska eftir slíku samstarfi en ég hafna því alls ekki að samstarf ýmissa stofnana eða fyrirtækja við grunnskóla geti verið af hinu góða,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og bætir því við að meta beri hvert tilfelli fyrir sig. Hann telur að það sé frekar erfitt að setja mjög ná- kvæmar reglur varðandi þetta en þó sé gott fyrir sveitarfélögin að hafa einhver almenn viðhorf sem þau geti stuðst við. „Það virðist vera aukinn áhugi fyrir því hjá stofnunum og fyrirtækjum að tengja sig við æsku landsins og uppfræða hana með ýmsum hætti, en allt getur nú orkað tvímælis sem gert er.“ Hanna tekur í sama streng og Vilhjálmur um að meta beri hvert tilfelli fyrir sig, og það sé í hlut- verki skólastjórnenda að taka lokaákvörðun. Hún telur ekkert athugavert við það að grunnskól- ar séu t.d. með kynningu á öðru skólastarfi – t.a.m. starfi tónlistar- skóla – eða starfi íþrótta- og tóm- stundarfélaga innan sveitarfé- lagsins. Jafnframt kynningu á hlutum sem stuðli að heilbrigðum lífsháttum barna og unglinga. Hún segist gera greinarmun á beinum auglýsingum og sam- keppni, það megi þó spyrja sig hvort samkeppni sem fyrirtæki eða stofnanir standi að séu ekki auglýsingar. Nemendur örvaðir til að fást við verkefni tengd rafmagni Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun fagna umræðunni sem nú eigi sér stað. Aðspurður segir hann að ekki verði hætt við samkeppnina þrátt fyrir gagn- rýni. „Við treystum dómgreind fólks að velja og hafna því sem því er boðið upp á,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að með samkeppn- inni sé Landsvirkjun ekki að aug- lýsa neitt heldur að örva nemend- ur til þess að fást við verkefni eins og hvað sé rafmagn, hvernig það sé framleitt og að nemendur fjalli um það hvernig Kárahnjúkavirkj- un virki, hver umhverfisáhrifin séu – bæði jákvæð og neikvæð – og samfélagsáhrif virkjunarinnar – þar sem sitt sýnist hverjum. Hann bendir á að aðkoma Lands- virkjunar að fræðslu í orkumálum í skólum hafi orðið til með þeim hætti fyrir nokkrum árum að hóp- ur skólamanna hafi sett sig í sam- band við fyrirtækið á sínum tíma til að kynna fyrir nemendum orkumál og stuðla að efldri kennslu í raungreinum, sem væri ekki nógu góð í samanburði við önnur lönd. Hann bendir jafnframt á mik- ilvægi þess að góð tengsl séu á milli skóla og atvinnulífs, og það sé m.a. tilgangur með samkeppn- inni. Fréttaskýring | Auglýsingar í grunnskólum Verklagsregl- ur séu skýrar Erfitt að setja mjög nákvæmar reglur varðandi auglýsingar í grunnskólum Sum fyrirtæki vilja í komast inn í skólana. Lagt til að sveitarfélög setji sér verklagsreglur  Í bréfi sem menntamálaráðu- neytið sendi skólastjórum grunn- skóla, skólaskrifstofum og sveit- arstjórnum 13. maí 2004 kemur fram að ráðuneytið beini þeim tilmælum til sveitarfélaga að þau taki málefni varðandi auglýs- ingar í grunnskólum upp í hverju sveitarfélagi fyrir sig með það að markmiði að settar verði verk- lagsreglur í samvinnu við skóla- stjórnendur um auglýsingar í skólum. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is ALÞJÓÐAGEÐHEILBRIGÐISDAGURINN verður haldinn hátíðlegur 10. október næstkomandi en í tilefni hans hefur Lýðheilsustöð – geðrækt hrundið af stað kynningu á Geðorðunum 10 sem birtast munu á öllum strætisvögnum Reykjavíkur, eitt orð á vagni, í einn mánuð. Geðorðin 10 eru tíu setningar sem minna á hvað hægt er að gera daglega til að efla geðheilsuna og eru byggð á eiginleikum þeirra sem taldir eru búa yfir vel- gengni í lífinu. Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnis- stjóri Geðræktar, segir herferðina vera til að vekja al- menning til vitundar um hvað hægt sé að gera til að hafa áhrif á eigin geðheilsu en einnig munu stuttir pistlar birtast í Morgunblaðinu næstu tíu vikur eftir einstaklinga í samfélaginu sem taka eitt geðorð fyrir og túlka á sinn hátt. Morgunblaðið/Kristinn Geðorðin 10 á öllum stræt- isvögnum Reykjavíkur „VIÐ erum hluti af alþjóða frið- argæslu Atlantshafsbandalagsins, sem eru hermenn, en við erum ekki að taka þátt í hernaði,“ segir Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri Ís- lensku friðargæslunnar, um þátt- töku íslenskra friðargæsluliða í endurreisnarsveitum alþjóðlega ör- yggisliðsins í Afganistan. Davíð Logi Sigurðsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, segir í grein sinni Uppbyggingarstarf eða hernaðarverkefni? í Morgunblaðinu í gær að endurreisnarþátturinn sé mikilvægur hluti verkefnisins en það sé að stofni til hernaðarlegs eðlis og talsmenn alþjóðlegu frið- argæslusveitanna segi að um hern- aðarlegar athugunarsveitir sé að ræða. Arnór Sigurjónsson segir að hlut- verk endurreisnarsveitanna hafi ekkert breyst. „Öll starfsemi al- þjóða friðargæsluliðs Atlantshafs- bandalagsins í Afganistan er hern- aðarverkefni,“ segir hann. „Þetta er alþjóða friðargæslulið sem er vopn- að til þess að sinna ákveðnum verk- efnum sem hefur verið að skapa stöðugt umhverfi í Kabúl og svo síðan í sveitum landsins.“ Starfsemi svonefndra endurreisn- ar- og uppbyggingarsveita, eins og Arnór Sigurjónsson nefnir þær, er til þess að vera sýnilegur hluti af al- þjóða friðargæsluliðinu í afskekkt- ari sveitum og héruðum landsins. Arnór bætir við að eitt meginverk- efnið sé meðal annars að safna upp- lýsingum um ástand og horfur á þeim stöðum þar sem sveitirnar séu og koma þeim á framfæri við hjálp- arstofnanir, m.a. í gegnum þróun- arfulltrúa sveitarinnar. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar eru íslensku friðargæsluliðarnir vopnaðir til sjálfsvarnar en séu ekki þarna til þess að verja einn eða neinn, s.s. lögreglumenn eða afg- anska embættismenn. „Við erum ekki þarna til þess að taka þátt í löggæsluverkefnum á borð við bar- áttuna gegn eiturlyfjum. Við erum ekki þarna til þess að sækja til árásar gegn einum eða neinum.“ Í greininni í sunnudagsblaðinu kemur fram að hernaður hafi þróast og snúist ekki aðeins um þátttöku í vopnuðum bardögum heldur sinni nútímaher ýmiss konar öðrum verkefnum. Arnór Sigur- jónsson tekur undir það og segir æ erfiðara að skilgreina hernaðar- verkefni. „Þar liggur misskilning- urinn ef einhver er,“ segir hann. „Íslendingar eru að leggja þarna fram ákveðna sérkunnáttu sem aðr- ir hafa ekki,“ bætir hann við og vís- ar m.a. til sérútbúinna fjallajeppa héðan sem nýtist vel í Afganistan. „Við erum þarna fyrst og fremst til þess að taka þátt í þessari end- urreisnar- og uppbyggingarstarf- semi með okkar borgaralegu sér- fræðingum.“ Segir Ísland ekki taka þátt í hernaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.