Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR S tarfsmenn Morgunblaðsins fjölmenntu á fund með rit- stjóra blaðsins, Styrmi Gunn- arssyni, í gær, þar sem hann gerði grein fyrir aðkomu sinni að málefnum Baugs. Á fund- inum kom fram að Styrmir telur sig hafa farið rétt að í málinu í öllum meginatriðum og hann myndi ekki fara öðru- vísi að í dag. Þá hyggst hann ekki afsala sér neinu ritstjórnarvaldi í málefnum Baugs. Styrmir hélt ekki ræðu, heldur vísaði í grein- ar sínar í Morgunblaðinu og svaraði spurn- ingum starfsmanna. Styrmir var í byrjun fundar spurður að því hvort hann teldi sig hafa gert eitthvað rangt varðandi Baugsmálið en hann sagði svo ekki vera. „Atburðarásin var eins og ég lýsti í grein- um mínum. Til mín kom mikið magn upplýs- inga vorið 2002 en ég komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri við hæfi að birta efnið og myndi komast að sömu niðurstöðu í dag,“ sagði Styrmir. „Þá var ég beðinn um að mæla með lögfræðingi og nefndi nöfn nokk- urra en niðurstaðan varð Jón Steinar Gunn- laugsson. Þeir tölvupóstar sem ég skrifaði voru ekki ætlaðir til birtingar en maður lærir svo lengi sem maður lifir og ég mun ekki skrifa tölvupósta svona frjálslega héðan í frá. Það er mikið af málum í gangi í samfélaginu og ég fæ mikið magn upplýsinga. Mér finnst að Morgunblaðið þurfi að fara mjög varlega í að birta efni sem kemur utan úr bæ.“ Aðspurður hve margir á ritstjórn blaðsins vissu um samskipti Styrmis við Jón Gerald Sullenberger sagðist hann ekki muna ná- kvæmlega hve marga hann talaði við um þetta. „Ég talaði við kollega mína smátt og smátt, en man ekki hversu nákvæmlega ég gerði þeim grein fyrir þessu. Ég held þó að þeir sem ég starfa mest með frá degi til dags muni að ég fór fljótlega að tala um það í mjög fámennum hópum, að það væri kannski eitthvað sérkennilegt að gerast,“ sagði Styrmir. „Ég á ennþá tölvupósta sem ég fékk á þessum tíma og gæti birt þá ef til þess kæmi, en ég gat ekki hugsað mér að fara af stað með þetta í blaðinu án þess að hafa heillegri mynd af málinu.“ Styrmir sagði að allt sem fram kæmi í greinum sínum síðustu daga væri satt og rétt og að þar væri allt sem máli skipti. Hann kvaðst ekki hafa viljað birta innanhússtölvu- pósta Baugs og pósta á milli Baugsmanna og Jóns Geralds. Hann sagðist hafa verið gagn- rýndur fyrir þetta á sínum tíma og spurður að því hvert fólk ætti þá að leita ef það vildi koma upplýsingum á framfæri. „Ég vildi ekki birta neitt af þessu því þetta voru innanhússskjöl frá fyrirtæki úti í bæ og mér fannst þetta mál ekki eiga heima á síð- um dagblaðanna heldur hjá lögfræðingi,“ sagði Styrmir. Áhyggjur af trúverðugleika Styrmir kvaðst hafa orðið var við að fólk ætti erfitt með að trúa orðum sínum um að- komu Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, að mál- inu, og starfsmenn spurðu nokkuð um hana. „Ég geri mér ljóst að það er tortryggilegt að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sé á svona fundi hér með mér, en það breytir því ekki að því að kynni okkar Kjartans hóf- ust í bernsku hans og hann tengist mér fjöl- skylduböndum,“ sagði Styrmir. „Hann hefur verið náinn vinur minn alla tíð og er einn af fáum sem ég tala við um svona mál. Þetta er ástæðan fyrir því að Kjartan var á þessum fundi en ekki að hann er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.“ Starfsmenn spurðu Styrmi hvort mögulegt væri að skilja á milli þess að vera ritstjóri Morgunblaðsins annars vegar og vinur ein- hvers hins vegar og á hvorum grundvellinum samskipti hans við Jón Gerald og Jónínu Benediktsdóttur hefðu átt sér stað. „Ég tel að hægt sé að skilja þarna á milli en skil að þetta geti komið óþægilega út,“ sagði Styrmir. „Þegar ég talaði við Jón Ger- ald og Jónínu gerði ég það sem ritstjóri Morgunblaðsins og sama átti við um Kjart- an.“ Einn starfsmaður tók til máls og sagði að í málinu hefði verið sótt að blaðinu og við- brögð sín væru að verjast og standa með blaðinu. „Á sama tíma vakna alls konar spurningar og það sem ég hef áhyggjur af er trúverð- ugleiki fréttastofunnar,“ sagði hann. „Þú hef- ur stjórnað fréttaflutningi af Baugsmálum á sama hátt og af olíumálum og frumkvæði innlendrar fréttadeildar hefur verið sáralítið. Við getum haft ýmsar skoðanir á fréttaflutn- ingi Fréttablaðsins en eins og þetta blasir við mér ert þú orðinn þátttakandi í Baugsmál- inu. Getur þú eftir sem áður haldið áfram að stýra fréttaflutningi okkar af þessum mál- um?“ Styrmir svaraði því að hann ætti erfitt með að skilja þá niðurstöðu að hann væri orðinn aðili að Baugsmálinu. „Verð ég aðili að málinu bara af því að Fréttablaðið tekur upp á því að setja mál í rangt ljós? Ég tel að svo sé ekki og tel það fráleitt að ég sé aðili að málinu þótt ég hafi hjálpað ungum manni að fá lögfræðing sér til ráðuneytis. Ég er ritstjóri þessa blaðs í um- boði stjórnar Árvakurs og eini ábyrgð- armaður blaðsins. Ég mun ekki afsala mér neinu ritstjórnarvaldi varðandi málefni Baugs,“ sagði hann en starfsmenn brugðust ekki við spurningum hans um hvort eitthvað væri athugavert við umfjöllun blaðsins um ofangreind mál. Nokkrir starfsmenn lýstu á fundinum undrun sinni á að ekki hefði verið birt end- ursögn á fréttum Fréttablaðsins undanfarna daga í Morgunblaðinu í gær og sögðu þær skýringar hafa verið gefnar á sunnudags- kvöldið að allt sem máli skipti myndi koma fram í grein Styrmis í blaðinu í gær. Hann sagðist lítið hafa komið að daglegum frétta- flutningi um helgina og ekki stöðvað neinar fréttir og var það staðfest af Birni Vigni Sig- urpálssyni, fréttaritstjóra blaðsins. „Ég taldi að í greinum Styrmis væru allar upplýsingar sem þyrftu að vera þar, en get fallist á það eftir á að það hafi kannski verið yfirsjón að vera ekki líka með beinar fréttir upp úr Fréttablaðinu,“ sagði Björn Vignir. Styrmir bætti því þá við að hann væri ekki viðkvæmur fyrir því að birta í Morg- unblaðinu frásagnir af fréttum annarra blaða og raunar velti hann fyrir sér hvort ekki mætti nýta málið til að auka sölu blaðsins. Aðspurður hvort hann teldi hættu á að trúverðugleiki blaðsins minnkaði í augum les- enda héldi hann áfram að stýra fréttum þess, sagði hann að ef það kæmi ljós myndi hann segja af sér sem ritstjóri. Heyrðust þá úr sal vangaveltur um að vopn Baugsmanna væru kannski að snúast í höndunum á þeim og að málið sýndi að ekki hefði að ástæðulausu staðið til að setja lög um fjölmiðla hér á landi. Styrmi var bent á að hann hefði lagt áherslu á aðgreiningu frétta og ritstjórn- arefnis og var spurður undir hvað greinar hans í blaðinu þessa dagana flokkuðust? Styrmir sagðist þá skrifa greinar sínar sem einstaklingur og undir fullu nafni og hann þyrfti ekki að biðjast afsökunar á neinu í málinu. Ekki rætt um efnistök blaðsins „Það kom fram í tölvupósti hjá þér að hugsanlega væri ástæðan fyrir því að rann- sóknin væri ekki hafin sú að skattrannsókn- arstjóri væri að bíða eftir því að fjár- málaráðherra kæmi úr sumarfríi. Hvers vegna sagðirðu þetta?“ „Eins og fram kom í blaðinu í dag sagði ég Sigríði Dögg [blaðamanni Fréttablaðsins] að ég væri búinn að eyða tölvupóstum frá þess- um tíma og ég gæti ekki áttað mig á sam- hengi þessa tiltekna tölvupósts,“ sagði Styrmir. „Ég hef ekki talað við fjár- málaráðherra eða skattrannsóknarstjóra um þetta mál en eins og þetta kom fram í Fréttablaðinu sýnist mér að þetta sé svar við einhverri spurningu frá Jónínu um hvort fjármálaráðherra hefði eitthvað með svona skattrannsóknir að gera. Ég geri mér alveg grein fyrir að menn geta velt þessu orðalagi fyrir sér en ég get fullyrt að þetta er sára- saklaust.“ „Því hefur verið lýst að aðkoma þín að málinu snerti aðallega að útvega Jóni Geraldi lögmann. Hvernig stóð þá á að sá lögmaður sendi þér síðan skjöl varðandi málið sem þú aftur sendir Jónínu Benediktsdóttur sem svo sendi þau áfram til tollstjóra?“ „Ég held að í þessu tilviki hafi Jón Steinar snemma í ferlinu verið að upplýsa mig um eitthvað í þessum skjölum og ég síðan áfram- sent þau til Jónínu af því að hún bað um það. Það er ekkert dularfullt eða annarlegt við þetta. Ég var í samskiptum við þetta fólk og í þessu tilviki var Jónína að biðja mig að senda sér eitthvað sem Jón Steinar hafði sent mér frá Jóni Gerald. Það var verið að halda mér upplýstum um málið,“ sagði Styrmir. „Eins og ég hef sagt áður stóð ekki til að þessir tölvupóstar yrðu birtir og það má alveg segja að eðlilegra hefði verið að hún fengi þetta beint frá Jóni Geraldi.“ „Óskaðir þú eftir viðtali við Jón Gerald um þetta mál á sínum tíma og hefðirðu farið í skrif um málið ef hann hefði fallist á það?“ „Ég man ekki hvort ég talaði um viðtal við Jón Gerald sumarið 2002, en held að hann sé að vísa í að ég óskaði eftir viðtali við hann nú í sumar í Tímarit Morgunblaðsins. Við töl- uðum um það fyrir löngu að birta við hann viðtal eftir að ákærurnar væru komnar fram.“ „Ef þú gerðir ekkert rangt, af hverju ósk- aðir þú þá eftir því að nafn þitt og Morg- unblaðsins yrði þurrkað út úr tölvupósti?“ „Ég var að taka við skjölum frá þessu fólki sitt í hvoru lagi og þótt ég sé ekki vel að mér í tölvumálum gerði ég mér grein fyrir að nafn mitt og blaðsins kæmi fram á því sem ég áframsendi til hennar. Ég bað hana að þurrka þetta út þar sem ég vildi ekki að þetta færi áfram í einhverjar stofnanir sem hún kynni að vera í samskiptum við, með mínu nafni á.“ „Ef málið gekk út á að koma Jóni Geraldi í tengsl við Jón Steinar, hvers vegna þurfti þá að funda um hæfi lögfræðings sem hafði ver- ið lögfræðingur Morgunblaðsins í fjöldamörg ár og það eftir að hann var kominn í sam- band við Jón Gerald?“ „Ég held að vangaveltur um að þeir hafi verið komnir í samband einhvern tímann í maí séu rangar. Þið vitið að það geta verið rangar dagsetningar í tölvum og það tel ég að geti verið skýringin. Að minnsta kosti veit ég ekki til þess að samband hafi verið komið á milli þeirra svo snemma.“ „Jónína segir í viðtali í dag að Baugsmenn hafi ætlað sér að eignast Morgunblaðið. Hvað segirðu um það?“ „Það er ekkert sem ég hef upplýsingar um en ég get vel ímyndað mér að það hafi verið í þeirra huga áður en þeir keyptu Fréttablað- ið. Ég held að þeim sé alveg ljóst að eftir að þeir keyptu það og DV hafa þeir enga mögu- leika á því af samkeppnisástæðum.“ „Eftir að Jón Steinar gerðist lögmaður Jóns Gerald, töluðuð þið þá einhvern tímann saman um efnistök blaðsins í þessu máli?“ „Nei. Við höfum ekkert talað saman um efnistök blaðsins.“ Ekki þýðingar á leyniskjölum Styrmir var töluvert spurður um þýðingar á skjölum fyrir Jón Gerald, en þær segir Styrmir hafa snúist um að snara fréttum blaðsins yfir á ensku. „Þetta var sárasaklaust og ég bað engan hér um að þýða einhver leyniskjöl,“ sagði Styrmir. „Þýðingarnar eru samt það eina sem ég hef smásamviskubit yfir og tel kannski ámælisvert af minni hálfu. Mér fannst ekki gott að svona vinna yrði unnin hér innan ritstjórnarinnar og það hefði kannski verið eðlilegra að textinn hefði verið þýddur af löggiltum skjalaþýðanda, en mér fannst erfitt að neita [Jóni Geraldi] um þenn- an tiltölulega litla hlut.“ Styrmir var líka spurður um hvort blaða- maðurinn sem þýddi textann hefði vitað hver tilgangurinn með verkefninu væri. „Það má nú ekki gera of miklar kröfur til mín um minni, en ég lét þetta allt fara í gegnum Ásgeir Sverrisson [fréttastjóra er- lendrar deildar Morgunblaðsins] og ef hann var í fríi var það bara staðgengill hans,“ sagði Styrmir. „Ég veit ekki hvaða upplýs- ingar blaðamaður fékk en ég hef áreiðanlega sagt Ásgeiri frá því af hverju ég var að láta þýða þetta, enda var það ekkert leyndarmál í sjálfu sér. Á þessum tíma vildi ég þó ekki að mikið væri vitað um þessi samskipti mín við Jón Gerald. Mér þótti það ekki við hæfi.“ „En var það vegna þess að þú óttaðist að málið hefði slæm áhrif á ímynd blaðsins?“ „Nei. Af hverju ætti það að hafa slæm áhrif á ímynd þess að vera í samskiptum við mann sem stóð í viðskiptadeilum við fyr- irtæki úti í bæ og endaði með að kæra það?“ svaraði Styrmir. „Af hverju skyldi ég ekki vera í slíkum samskiptum? Er það eitthvað óeðlilegt?“ „En af hverju greindirðu ekki frá þessum samskiptum?“ „Ég hef gert það núna en sé ekki af hverju ég hefði átt að gera það þá. Við eigum að halda trúnaði við heimildamenn okkar og ég þurfti að halda trúnað við Jón Gerald á þess- um tíma. Við erum hér daglega í samskiptum við fullt af fólki og það er grundvallaratriði í okkar starfi að halda trúnaði við viðmælendur okkar.“ „Þú segir í greininni í dag að þú sért að íhuga að birta upplýsingar um innanhúss- samskipti. Ertu enn að því?“ „Ég er að velta þessu fyrir mér en er innan í mér á móti þessu. Það eru menn hér innan- húss, bæði á ritstjórn og aðrir, sem hvetja mig til þess en ég hef miklar efasemdir af þeirri einföldu ástæðu að ég tel að í þessu máli eins og flestum öðrum höfum við haldið okkur við ákveðin grundvallaratriði,“ sagði Styrmir. „Mér finnst mjög leiðinlegt að fara að brjóta þau þótt aðrir menn séu að atast í okkur. Ég er samt sem áður að velta þessu fyrir mér því svo langt geta menn gengið að nauðsyn brjóti lög.“ „Telurðu að það gæti skipt sköpum fyrir blaðið út á við að birta þetta?“ „Ég hef trú á því að réttlætið sigri að lok- um og tel skipta miklu máli að við höldum okkur við okkar vinnubrögð. Ég held að ekki sé hægt að gagnrýna okkar eða mín vinnu- brögð í þessu Baugsmáli síðustu þrjú árin nema varðandi áðurnefndar þýðingar,“ sagði Styrmir. „Gögnin úr réttarhöldunum á Flórída eru opinber gögn og hér var rætt hvort þau skyldu birt. Ég gat ekki hugsað mér að birta á síðum Morgunblaðsins frásagnir af gestum á snekkjum Baugsmanna. Það er hægt að gagn- rýna mig fyrir það en það er samt sem áður ástæða þess að það var ekki gert.“ „En hafa atburðir síðustu daga einhverju breytt?“ „Nei, í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt að „Tel skipta miklu máli að við höldum okkur við okkar vinnubrögð“ Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, svaraði spurningum starfsmanna blaðsins um Baugsmálið og fréttaflutning síðustu daga á fjölmennum fundi í gær. Hrund Þórsdóttir sat fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.