Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF UNDIRRITAÐUR var í gær samn- ingur milli Latabæjar og BBC, stærstu fjölmiðlasamsteypu Bret- lands, um sölu á sýningarrétti á sjónvarpsþáttunum um Latabæ til næstu fimm ára. Verða þættirnir sýndir á BBC en BBC mun jafn- framt fylgja sýningunum eftir á kapalbarnarásunum CBBC og CBeebies. Áætlað er að sýning- arnar hefjist 3. október næstkom- andi og að þeir nái til 57 milljón sjónvarpsáhorfenda. Um er að ræða sýningarrétt á 35 sjónvarps- þáttum um Latabæ sem þegar hafa verið framleiddir. Tökur á nýjum þáttum hefjast í janúar. Verðmæti samningsins er trúnaðarmál. BBC rekur m.a. átta sjónvarps- stöðvar, þar á meðal CBBC og CBeebies, vinsælustu barnasjón- varpsstöðvar Bretlands. BBC nær til 57 milljón sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi og hefur um 95,6% mark- aðshlutdeild á sjónvarpsmarkaði. Um 76% af öllum börnum í Bret- landi horfa á BBC. Michael Carrington, yfirmaður barnaefnis hjá BBC, segir stöðina bera mikla ábyrgð sem ríkisstöð og þurfi meðal annars að taka mið af stefnu stjórnvalda í heilbrigðis- málum. Vegna þessa hefði BBC tek- ið höndum saman við helsta keppi- naut sinn, sjónvarpsstöðina Nickelodeon Junior, um sýningar á Latabæ. Stöðvarnar muni þannig báðar sýna þættina í Bretlandi. Hann segir afar sjaldgæft að BBC gangi til slíks samstarfs. Þarna sé hins vegar ekki um samkeppni að ræða, heldur almenningshagsmuni. Hann benti á að í Bretlandi væru ríflega 12 milljónir barna og þar af ætti um ein milljón við offituvanda að stríða. „Vandamálið er þannig meiriháttar,“ sagði Carrington við undirritun samningsins í gær. „Við vildum bregðast við þessu en þó ekki með því að predika yfir börn- unum, heldur með því að blása þeim andann í brjóst þannig að þau tækju heilbrigt mataræði og hreyf- ingu upp hjá sjálfum sér. Þegar við vorum byrjuð að velta þessu fyrir okkur, rak Magnús Scheving og Latibær á fjörur okkar og hann hafði varið heilum áratug í að þróa hugmyndina. Það lá þannig beint við að ganga til samstarfs við hann, enda uppfylla þættirnir þær kröfur sem BBC gerir til barnaefnis, það er að mennta, skemmta og upp- lýsa,“ sagði Carrington og bætti því við að hann væri sannfærður um velgengni þáttarins í Bretlandi. Skapar mikil verðmæti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, var viðstaddur undirritun samningsins í gær. Hann sagðist hafa fylgst með framgangi Lata- bæjar um langt skeið og viður- kenndi að hann hefði ekki alltaf verið jafn sannfærður og Magnús Scheving um þær hugmyndir sem hann hafði um Latabæ. Sagði Ólaf- ur að fyrir fáum árum hefðu til dæmis fáir trúað því að Magnús ætti eftir að selja BBC hugmyndina, líkt og nú væri raunin. Sagðist Ólaf- ur hafa borið mikla virðingu fyrir BBC í áratugi og sagðist spenntur að sjá hvernig samstarf þessara tveggja frábæru stofnana, Lata- bæjar og BBC, myndi þróast. Ólafur sagði að stærstu heil- brigðisvandamál samtímans, offita, sykursýki og fleiri sjúkdómar, mætti rekja til óhollustu í mataræði og hreyfingarleysis. Þessir sjúk- dómar kostuðu þjóðfélög gríð- armiklar upphæðir. Með því að hvetja börn til að bæta mataræði sitt og hreyfingar mætti spara stórfé. Þannig væru þau verðmæti sem Latibær skapaði mun meiri en bara markaðsverðmætin. Latibær er nú sýndur í 46 löndum en þau verða orðin 78 í lok ársins. Magnús Scheving, höfundur þátt- anna, sagði að enginn barnasjón- varpsþáttur í heiminum hefði nokkru sinni hlotið jafn öra út- breiðslu. Í tilkynningu frá Latabæ kemur fram að samningurinn sé mikill áfangasigur og lykillinn að vinsældum Latabæjar í Bretlandi á komandi árum. Samningurinn komi í framhaldi af mjög góðum árangri Latabæjar í Þýskalandi og Noregi þar sem áhorfstölur hafi sýnt allt að 57% áhorf allra barna á aldrinum 2 til 11 ára. Samið um sýningar á Latabæ á BBC í Bretlandi Morgunblaðið/Kristinn Samningi fagnað Magnús Scheving, höfundur Latabæjar, Michael Carrington, yfirmaður barnaefnis hjá BBC, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræða málin eftir undirritun samningsins milli Latabæjar og BBC í gær. Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu liðlega 4,7 millj- örðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,3 milljarða. Lokagildi úrvalsvísitölunnar er 4.603 stig og nánast óbreytt frá því á föstu- dag. Mest viðskipti voru með hluta- bréf í Landsbankanum, um 1,5 millj- arðar. Af úrvalsvísitölufélögunum varð mest hækkun á bréfum í FL Gro- up, eða 2,1%, en bréf í Marel lækk- uðu hins vegar mest, um 1,0%. Úrvalsvísitalan stendur í stað ● FULLTRÚAR fyrirtækisins Enex hf. skrifuðu í gær undir rammasamning við Shanxi CGCO orkufyrirtækið og fjárfestingarfélag Xianyang-borgar í Kína um að leggja hitaveitu í nýtt hverfi, sem á að rísa í borginni. Hitaveita þessi verður stærsta jarðvarmahita- veita heims, en nú er stærsta jarðvarmahitaveita heims í Reykjavík og þjónustar 170 þúsund manns. Undirritunin fór fram í höfuð- stöðvum Íslandsbanka á Kirkju- sandi, að viðstöddum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerði Sverris- dóttur og Zhang Liyong héraðsstjóra Xianyang. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í maí á þessu ári er samn- ingurinn metinn á um 20 milljónir dollara, eða um 1,3 milljarða króna, en þessi viðskipti komust á í heim- sókn viðskiptasendinefndar til Kína fyrir rúmu ári. Stærsta jarðvarma- hitaveita í heimi                           !"#   !$   % &'  ( "&' )&  *)&   +, &# &  +#&  $&' )& ( "&'  -."  /(!  /0 !1 .  &#)&  2          ! 0 ( "&'  %0 1&  3 ."&'   $45& 16 &&  -  !  &  78.1  9# 1    :;! "& :.".0 <=## &#0   &  > && "  &    !  "# ! ."' ?=11  $&' 40 ( "&'  /" @"# /"&'  <5 5  " $ %& 3A?B /4    .   C            C  C C C C C  C   C  C C C .= &#  =   . C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C D CEF C C C D EF C C C D CEF D  EF C D CEF C D C EF D EF C C C C C C C D CEF D  EF C C C D CEF C C C %. "'    '# & < ") 4 " '# G + /"     C           C   C C C C C  C     C  C C C                                                            >    4 ,H   <% I #&"  !1"'      C     C  C C C C C  C    C  C C C <%C >.#& = #   & &# <%C != # 0&  <%C >.#& =  ")  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI PORSCHE-bílaframleiðandinn hefur keypt fimmtungshlut í Volkswagen og er talið að hann hafi greitt um þrjá milljarða evra fyrir hlutinn, jafngildi um 225 milljarða íslenskra króna, en endanlegt verð mun þó ráðast af þró- un gengis bréfa í Volkswagen að því er kemur fram í frétt Süddeutsche Zeitung. Þar segir að Porsche fjár- magni kaupin úr eigin sjóðum og að tilgangurinn með kaupunum sé að koma í veg fyrir hugsanlega yfirtöku erlendra félaga á Volkswagen en auk þess má nefna að Volkswagen fram- leiðir mikið fyrir Porsche og félögin hafa einnig átt í nánu þróunarsam- starfi. Þýska fylkið Neðra-Saxland á 18,2% atkvæðabærra hluta í Volkswagen, Volkswagen á sjálft um 13% og með hlut Porsche væri því meirihluti atkvæða í Volkswagen í höndum þessara þriggja aðila. Gengi bréfa í Volkswagen hækkaði mikið í síðustu viku og hafði í lok hennar ekki verið hærra í meira en þrjú ár. Hækkunina mátti m.a. rekja til orðróms um að bandaríski millj- arðamæringurinn Kirk Kerkorian ætlaði sér að kaupa hlut í Volkswagen en eins leikur grunur á að fyrirætl- anir Porsche hafi spurst út fyrir helgi. Kauphallareftirlitið þýska hyggst skoða málið samkvæmt fréttum Süd- deutsche Zeitung og þá hvort Porsche hafi verið of seint til þess að senda frá sér tilkynningu um málið en það gerði félagið ekki fyrr en á sunnu- dagsmorguninn. Gengi bréfa í Porsche hríðféll á verðbréfamarkaðinum í gær eða um 8,2%, m.a. vegna efasemda helstu banka Þýskalands um kostina fyrir Porsche að eignast 20% hlut í Volkswagen. Gengi bréfa Volkswag- en hækkaði aftur á móti um 0,15%. Porsche kemur í veg fyrir erlenda yfirtöku á VW 7 'J /K:     E E !</? L M     E E A A 9-M  E E +!M 7 .     E E 3A?M LN *&.   E E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.