Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ Vestmannaeyjar | Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra tel- ur ekki tímabært að opna Surtsey fyrir ferðamönnum. Þetta kom fram á ráðstefnu um málefni Surtseyjar í Vestmannaeyjum en þessi yngsta eyja við Ísland hefur verið vís- indamönnum hugleikin og hafa þeir fylgst grannt með þróun mála á eyj- unni. Uppi hafa verið hugmyndir um að opna eyjuna fyrir ferðamenn og eins um stofnun Surtseyjarstofu. Bergur Elías Ágústsson bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum flutti er- indi um Surtseyjarstofu sem stað- sett yrði í Eyjum. Spurði hann án þess að taka afstöðu til spurning- arinnar um að opna eyjuna fyrir ferðamönnum hvort náttúruvernd, vísindastörf og ferðamennska gæti ekki farið saman. Taldi hann svo vera og sagði að bæjaryfirvöld í Eyjum væru mjög spennt fyrir hug- myndum um Surtseyjarstofu. Sig- ríður Anna Þórðardóttir umhverf- isráðherra var viðstödd ráðstefnuna og sagði hún að sér litist vel á hug- myndir um Surtseyjarstofu í Vest- mannaeyjum. „Mér finnst það mjög mikilvægt að það sé tengt saman við þá starf- semi sem fyrir er í Vestmanna- eyjum. Bæði Náttúrustofu, Fiska- og náttúrugripasafni Vest- mannaeyja og Byggðasafninu. Ég sé fyrir mér að þetta geti stutt hvort annað.“ Sigríður Anna bætti við að í Eyj- um væri umræða um byggingu menningarhúss og sér hún það einnig koma inn í þetta mál. „Það er ekki fráleitt að það geti tengst þessu á einhvern hátt og ég er reiðubúin til að leggjast á árar með Eyjamönnum í þessu máli.“ Hún telur ekki tímabært að opna Surtsey fyrir ferðamönnum. „Það er margt sem skiptir þar máli. Rann- sóknarhagsmunir vega þar mjög þungt og vísindamennirnir allir hér í dag hafa lagt mikla áherslu á verndun eyjanna. Eins er mjög erf- itt aðgengi að Surtsey.“ Sigríður Anna telur að hægt sé að nýta sér Surtsey á mun markvissari hátt gagnvart ferðamannaþjónust- unni. „Ég sé það fyrir mér að það verði árangursríkara fyrir Vest- mannaeyjar að nýta Surtseyjarstofu í þeim tilgangi. Það kæmi til við- bótar því sem fyrir er á Heimaey. Það væri hægt að skapa skilyrði fyrir siglingar í kringum eyjuna, vera með fræðsluerindi og annað sem hægt er að láta fara fram í Surtseyjarstofu. Það má vera að það komi að því einn góðan veð- urdag að menn telji það óhætt, þá er alveg ljóst að það þarf að útbúa einhverja aðstöðu en ég tel það ekki tímabært í dag.“ Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra á fundi í Vestmannaeyjum Surtseyjarstofa og menningar- hús gætu tengst Ljósmynd/Sturla Friðriksson Úr Surtsey Ráðherra telur ekki tímabært að opna Surtsey ferðamönnum. Námskeið | Mun illum ætíð illa ljúka er heiti á námskeiði sem efnt verður til nú í haust á vegum Símey. Þar verður farið í gegnum grundvall- arkenningar í siðfræði og hugmyndir manna um rétt og rangt. Útstkýrður verður munurinn á afstæðis- og al- gildishyggju um siðferði og munurinn á lögmálskenningum og leiks- lokakenningum í siðfræði. Spurningar sem bera mun á góma verða m.a.: Hvað er rétt og hvað er rangt? Er rétt alltaf rétt óháð að- stæðum? Er það sem er ólöglegt allt- af rangt og er það sem er löglegt allt- af rétt? Borgar sig alltaf að vera réttlátur? Hvað er dyggð og hvað er löstur? Hvað er gott líf? Markmiðið er að þátttakendur kynnist kenningum og hugmyndum í siðfræði sem þeir geta notað til að þroska og þróa þær hugmyndir sem þeir sjálfir hafa. Kennari er Þórgnýr Dýrfjörð, heimspekingur og menn- ingarfulltrúi á Akureyri, en hann hef- ur verið fyrirlesari um heimspekileg málefni um tíu ára skeið og haldið námskeið um siðfræði og samskipti. Námskeiðið hefst 4. október næst- komandi og er alls í fjögur skipti.    Eitt tilboð í sambýli | Aðeins eitt tilboð barst í framkvæmdir við ný- byggingu sambýlis við Geislatún 1 og var það yfir kostnaðaráætlun. Til- boðið átti Völvusteinn ehf. á Ak- ureyri og hljóðaði það upp á 110,4 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins var rúmar 104,2 milljónir króna, eða um 5% undir tilboði Völvusteins. Um er að ræða um 420 fermetra hús á einni hæð með 5 íbúðareiningum ásamt sameiginlegum stofum og þjón- usturýmum. Í byggingunni er tekið tillit til ýtrustu sjónarmiða um ferli- mál. Skila á húsinu fullfrágengnu að innan og utan og fullfrágenginni lóð og skal verkinu að fullu lokið í byrj- un september á næsta ári.    Fjármál heimilanna | Ingólfur H. Ingólfsson er leiðbeinandi á nám- skeiði sem efnt verður til á vegum Símenntunar Eyjafjarðar laug- ardaginn 15. október næstkomandi frá kl. 10 til 14. Fjarkennt er frá Framvegis, miðstöð símennta. Helstu atriði sem verða kennd eru: Hvernig greiða á niður skuldir fljótt og örugglega, hvernig stýra á neysl- unni til þess að hafa sem mest gam- an af því að eyða peningunum, hvernig hægt er að byggja upp sparnað og eignir óháð tekjum og skuldum og hvernig eyða megi hluta af sparnaðinum í verðbréf án þess að tapa öllum peningunum sínum. Innifalið í gjaldi er bókin Þú átt nóg af peningum – þú þarft bara að finna þá. ÞAÐ var líf og fjör í Lundarskóla í lið- inni viku, en þá stóðu yfir þemadagar þar sem m.a. var fjallað um umferðina og umhverfið. „Þetta hefur verið af- skaplega líflegt og skemmtilegt,“ sagði Þórunn Bergsdóttir skólastjóri, en allt í kring voru börn og ungmenni að störf- um. Að hluta til átti að vera um útiskóla að ræða og gekk það vel framan af, en síðasta þemadaginn setti veðrið strik í reikninginn þannig að flytja þurfti starf- semina inn undir þak. Nemendur voru fræddir um skipu- lagningu Akureyrarbæjar, umhverf- ismál bæjarins og um löggæsluna, en unglingastigið vann sérstaklega að verkefni sem hét: Bærinn okkar – um- ferðin og umhverfið. Þar var margt skoðað og skeggrætt, farartæki, gatna- kerfið og slys svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið með þemadögunum er að sögn skólastjóra að nemendur öðlist víð- tækari þekkingu við að skipta um vinnu- aðferðir, fara út af örkinni og leita upp- lýsingar sem síðan var unnið með og útbúið verkefni sem gestir og gangandi fengu að njóta á lokadegi vikunnar. Mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnu- brögðum og voru nemendur hvattir til að leggja metnað sinn í hvert verk. Samhliða verkefninu um umferðina og umhverfið verður nú í vetur lögð sér- stök áhersla á fjögur hugtök í starfsemi skólans. Þau eru umburðarlyndi, virð- ing, umhyggja og ábyrgð. Líflegt í Lundarskóla Áhugasöm Yngstu börnin voru áhugasöm í básnum þar sem voru mótorhjól og upplýsingar um akstur þeirra. Morgunblaðið/Kristján Þemadagar Nemendur tóku fyrir; bæinn okkar – umhverfið og umferð- ina, á þemadögum skólans. ÞORSTEINN Haraldsson, trúnaðarmaður í Slippstöðinni á Akureyri, sagði að starfs- menn vissu ekkert hvað væri að gerast í málefnum fyrirtæk- isins. „Við bíðum eftir því hvað gerist á næstu dögum en það er óvissan sem fer verst í mannskapinn,“ sagði Þor- steinn. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðar- manna, sagðist heldur ekki hafa neinar fréttir af stöðu mála. „Ég held að menn séu að reyna að vinna sig út úr þess- um erfiðleikum meðan á greiðslustöðvuninni varir. Og ég trúi því og treysti að menn séu að nota þennan tíma af al- vöru til að koma löppunum undir fyrirtækið á ný og dragi hvergi af sér við það verk,“ sagði Hákon. Þungt í starfsmönnum Þorsteinn sagði að andrúms- loftið væri ekki gott og frekar þungt í starfsmönnum. „Við höfum ekkert fengið að vita frá því fyrirtækið fór í greiðslu- stöðvun, menn eru því mikið að spá í spilin og hvert framhaldið verður. Þetta er lifibrauð manna og við hefðum því viljað vera betur upplýstir um stöðu mála,“ sagði Þorsteinn. Starfsmenn Slippstöðvarinn- ar eru í mörgum stéttarfélög- um og ætla forsvarsmenn fé- laganna að halda fund með starfsmönnum fyrirtækisins í dag, þar sem farið verður yfir stöðuna. Eins og komið hefur fram fékk Slippstöðin þriggja vikna greiðslustöðvun nýlega, eða til 4. október nk. Fyrir- tækið hefur átt í miklum fjár- hagserfiðleikum að undan- förnu og þá ekki síst í tengslum við verk sem fyrir- tækið var að vinna á Kára- hnjúkum. Ekki náðist í Hilmi Hilmisson, stjórnarformann Slippstöðvarinnar, í gær. Vandi Slipp- stöðvarinnar Óvissan fer verst í mann- skapinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.