Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 17 MINNSTAÐUR „Fullyrðingar í merkingum matvæla“ Fyrirlestur hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 27. september, kl. 15-16 Aðgangur ókeypis. Fyrirlesarar: Brynhildur Briem sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar og Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Selfoss | Bæjarstjórn Árborgar bókaði á fundi sínum þann 14. september, samhljóða, um þjóðveg 1 um Hellisheiði, frá Rauðavatni að Þjórsá: „Bæjarstjórn Árborgar hefur lengi barist fyrir því að Suður- landsvegur frá Rauðavatni að Þjórsá verði byggður upp. Á þess- um kafla annar Suðurlandsvegur engan veginn þeirri umferð sem um hann fer á álagstímum. Þessi hluti hringvegarins er einn sá fjöl- farnasti og víða hættulegur. Það er því brýnt hagsmunamál fyrir þjóðina að allar áætlanir um upp- byggingu vegarins miðist við fjög- urra akreina veg og nýja brú á Ölfusá um Efri Laugardælaeyju, en það brúarstæði hefur Vega- gerðin lagt áherslu á um áratuga- skeið. Bæjarstjórn hefur undanfarin ár beitt sér í þessu máli á fundum með þingmönnum kjördæmisins, fjárlaganefnd Alþingis og forsvars- mönnum Vegagerðarinnar. Einnig hafa Samtök sveitarfélaga á Suð- urlandi og samtökin Vinir Hellis- heiðar beitt sér af miklum krafti í málinu. Öllum opinberum aðilum er því fullljóst hvílíkt hagsmuna- mál er hér um að tefla. Fjármunir komi inn og áfangar verði tímasettir Í ljósi þessa lýsir bæjarstjórn Árborgar furðu sinni á því að nú þegar Ríkisstjórn Íslands ráðstaf- ar milljörðum króna af söluand- virði Símans til samgöngumála skuli ekki ein króna koma til upp- byggingar samgöngumannvirkja á þessari leið. Bæjarstjórn skorar á Ríkis- stjórn Íslands að endurskoða ákvörðun sína þessu máli í hag. Ennfremur skorar bæjarstjórn á þingmenn kjördæmisins að láta til sín taka í þessu máli nú þegar end- urskoðun vegaáætlunar stendur yfir og tryggja að þar komi inn fjármunir og tímasettir áfangar verkefnisins.“ Vilja símapeninga í Suðurlandsveg AUSTURLAND SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveitar samþykkti á fundi sínum nýlega samhljóða bókun varðandi Reykjavík- urflugvöll. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að miðstöð fyrir innanlandsflug verði að vera nálægt miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða eina mikilvægustu samgönguæðina milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar og afar mikilvægt að ferðatími og vegalengdir aukist ekki með hugsanlegri færslu flugvallarins,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Flugvöllur nálægt miðborginni Morgunblaðið/Þorkell Hornafjörður | Sænska hljómsveit- in Emil & the Ecstatics verða að- algestir blúshátíðarinnar Norður- ljósablús, sem haldin verður á Hornafirði 2. til 4. mars 2006. Frá þessu segir á vefnum skemmtifelag- .is. Auk sænsku blúsaranna munu margir helstu blústónlistarmenn landsins koma fram á hátíðinni. Þar skal fyrst nefna Halldór Bragason, en hann vinnur að undirbúningi há- tíðarinnar ásamt stjórn Hornfirska skemmtifélagsins. Vinir Dóra munu spila á Norðurljósablús en einnig munu Blúsmenn Andreu, Guðmund- ur Pétursson, KK og fleiri stíga á stokk. Dagskrá hátíðarinnar er í mótun en hún verður mjög metnað- arfull og blúsinn verður allsráðandi á Höfn í Hornafirði fyrstu helgina í mars 2006. Í vetur eru fyrirhuguð blúsnám- skeið fyrir unga sem aldna tónlist- armenn á Hornafirði og munu þeir koma fram á hátíðinni. Einnig er stefnt að því að kynna blústónlistina í grunnskólunum á staðnum í tengslum við Norðurljósablús. Liðsmenn Emil & the Ecstatics eru kornungir en tónlist þeirra á djúpar rætur og blúsáhugamenn þekkja áhrif frá BB King og fleiri kunnum blúshetjum. Emil Arvids- son, söngvari og gítarleikari, hefur vakið athygli fyrir hráan og einlæg- an söng og gítarleik. Að baki hans er firnaþétt sveit með Johan Bendrik hammondleikara fremstan í flokki. Sveitina skipa einnig Hans Erikson bassaleikari og Tom Steffensen trommuleikari. Stefnt er að því að Norðurljósa- blús verði árviss viðburður og áhersla verður lögð á að fá norræna blústónlistarmenn til að leika á há- tíðinni. Sænskir blúsarar til Hornafjarðar Egilsstaðir | Opnaður hefur verið nýr vefur um ferðaþjónustu á Austurlandi á slóðinni www.east.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um hvaðeina er lýtur að ferða- mennsku á svæðinu, s.s. við- burðaskrá, lýsingar á stöðum og ljósmyndir, lista yfir þjónustuaðila og gagnvirk kort. Þá er þar einnig stutt kynningarmynd um nokkrar af helstu perlum þessa stóra landshluta sem nær frá Skaftafelli norður í Bakkafjörð. Vefnum er ætlað að miðla nýjustu og bestu upplýsingum sem völ er á hverju sinni til inn- lendra sem erlendra ferðalanga og hann verður í stöðugri uppfærslu. Ferðamálasamtök Austurlands kostuðu vefinn og eiga hann en um- sjón með gerð hans var í höndum Markaðsstofu Austurlands. Fyr- irtækið IGM sá um hönnun og upp- setningu vefjarins sem er bæði á ís- lensku og ensku. Það var Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra sem opnaði vefinn formlega á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn var á Reyðarfirði á dög- unum. Ljósmynd/Albert Kemp Nýr ferðavefur um Austurland Borgarfjörður eystri | Farið er að hægjast um á kaffihúsinu Álfakaffi í Álfasteini á Borgarfirði eystra, þar sem sumarumferðin er dottin niður og mun færra um ferðafólk. Það er ekki þar með sagt að rólegra verði í fyrirtækinu, sem framleiðir varning sinn allan ársins hring fyrir mark- að. Ásamt því að reka verslun og kaffihús framleiðir fyrirtækið gjafa- vöru, minjagripi og legsteina úr ís- lensku grjóti, ásamt því að reka skiltagerð og hanna vörumerki. Guðrún Sævarsdóttir, sem starf- að hefur á kaffihúsinu og í versl- uninni, segir búið að vera ágætt að gera í Álfasteini í sumar. „Ég hef unnið á nokkrum ferðamannastöð- um, svo sem eins og við Geysi og hef ekki áður séð jafnmikið af Ís- lendingum og hér á einu sumri,“ segir Guðrún. „Það var mikið um göngufólk, enda gönguleiðir við allra hæfi og óskaplega fallegt hérna á góðum degi. Svo var tölu- vert um ættarmót í sumar og þá er fljótt að telja.“ Hún segir misjafnt fyrir hverju fólk falli af varningi Álfasteins. Börnin séu hrifin af litlum steinálfum og fullorðnir kaupi gjarnan orkusteina, útlendingar kaupi steinvíkinga en Íslending- arnir steinálfa. Þá séu kertastjakar og steinkúlur vinsæll varningur. Ferðalangar með Norrænu kaupi gjarnan stærri hluti, en þeir sem ferðist með flugi geti það ekki því steinninn sé auðvitað þungur. „Mað- ur tekur virkilega eftir því þegar fólk festist við einhvern ákveðinn hlut og gengur í samband við stein- inn. Ég hef lært ýmislegt um steina í sumar af ferðafólkinu sem kemur hingað, heyrt sögur og ýmsan fróð- leik. Svo þrammar fólk hér um allt og tínir grjót í árfarvegum og fjöll- um.“ Guðrún segir kaffihúsið njóta vin- sælda og fólk sé hrifið af hinu sér- staka útliti þess. Ekki aðeins séu það ferðamenn sem koma í kaffi- sopa og snæðing, heldur einnig heimamenn sem setjist niður um stund og spái í lífið og tilveruna við kaffiilm og undurljúfa klassíska tón- list mitt í öllu grjótinu. Hún hefur staðið vaktina frá 1. júní og kom þá í fyrsta sinn til Borgarfjarðar. Hún ætlar sér vetursetu í þorpinu og segist svo muni sjá til með fram- haldið. „Það leggst vel í mig að vera á Borgarfirði í vetur, en ég kvíði þó norðanáttinni dálítið, hún getur ver- ið erfið.“ Guðrún Sævarsdóttir í Álfakaffi á Borgarfirði eystra segir fólk stundum ganga í beint samband við grjót Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Borðað við steinhellu Súpa og brauð á Álfakaffi. Kaffi úr steini Býr á Borgarfirði í vetur Guðrún Sævarsdóttir leiðir menn í undra- heima íslenskra steintegunda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.