Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 18
NÝ íslensk prjónabók með fjöl- breyttum uppskriftum af lopaflíkum er komin á markað. Hönnuðurinn er Védís Jónsdóttir, sem vinnur hjá Ís- texi í Mosfellsbæ, en hún hefur vak- ið athygli fyrir hönnun ýmissa lo- paflíka. Védís lærði fatahönnun í fjögur ár í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn sem nú heitir Dan- marks Design og útskrifaðist árið 1989. „Ég hef í gegnum tíðina mikið unnið í ullariðnaðinum og hef mjög gaman af útflutningi og framleiðslu. Ég fæ svolítið kikk út úr því ef þrjú hundruð kíló eru í framleiðslu og maður selur í tonnum, en er hins- vegar ekki týpan í það að vera í einu litlu herbergi að sauma tvo kjóla. Ég þarf að samræma þá tvo póla, sem annars vegar felast í þeirri ánægju að skapa eitthvað fallegt og hins vegar selja í magni vörur, sem njóta vinsælda,“ segir Védís í sam- tali við Daglegt líf. Hannaði flíkur og liti Védís hefur hannað allar flík- urnar í nýju bókinni frá grunni, þar með talið litina. Bókin hefur að geyma 24 uppskriftir af prjónafatn- aði á konur, karlmenn og börn og einnig er þar að finna sérhannaða íslenska lopapeysu fyrir smáhunda, sem Védís segir að sé að verða fjöl- mennur nýbúahópur hér á landi. Uppskriftirnar eiga það allar sam- eiginlegt, að sögn Védísar, að vera einfaldar og fljótprjónaðar fyrir byrjendur sem og lengra komna. Meðal annars má finna uppskriftir að lopapeysum, húfum, töskum, pilsi, vestum og mottu. „Það má með sanni segja að það sé algjört prjónaæði í gangi því það sem af er árinu hefur íslenskt prjónafólk keypt lopa í um 40 þús- und lopapeysur miðað við í 25 þús- und peysur allt árið í fyrra. Og það eru ekki bara Íslendingar, sem eru sólgnir í að prjóna úr íslenska lop- anum, því nú þegar er orðin 37% aukning á útflutningi á lopa, en Ís- tex flytur út íslenskan lopa til Bandaríkjanna, Kanada, Þýska- lands og Svíþjóðar,“ segir Védís. Ístex hefur varla haft undan að framleiða lopann og hafa sumir litir verið uppseldir í verslunum. Prjóna- fólk getur nú tekið gleði sína á ný því nú eiga allir litir að vera fáan- legir auk nýju litanna, sem nýkomn- ir eru á markaðinn. Að lokum var Védís beðin um eina uppskrift og varð húfa fyrir valinu.  HÖNNUN | Í bókinni eru einfaldar og fljótlegar prjónaflíkur á konur, karla, börnin og líka á hunda Það er algjört prjónaæði í gangi Morgunblaðið/Þorkell Védís Jónsdóttir með hundinn sinn, Lappa, í sérhannaðri lopapeysu. join@mbl.is Hlý og góð ull- arhúfa fyrir vet- urinn sem hægt er að prjóna heima í ró- legheitum. 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 NÝJAR VÖRUR Lopahúfa Efni: 2 hespur Bulkylopi Sokkaprjónar nr 9 og 12 Fitjið upp 50 L með lit A á sokkaprjóna nr 9. Hafið 12–13 L á hverjum prjóni og tengið í hring. Prjónið stroff: *1 L sl,, 1 L br,* alls 16 cm. Skiptið yfir á prjóna nr 12 og aukið út um 10 L => 60 L. Prj slétt 8 cm. Takið úr á 6 stöðum. Úrtaka: umf: *Prj 2 L sl. saman, 8 L sl.* ent. frá *til* út umf. umf: *Prj 2 L sl saman, 7 L sl.* ent. frá *til* út umf. umf.: *Prj 2 L sl saman, 6 L sl.* ent. frá *til* út umf. 4. umf.: *Prj 2 L sl saman, 5 L sl.* ent frá *til* út umf. umf.: *Prj 2 L sl saman, 4 L sl.* ent. frá *til* út umf. umf.: *Prj 2 L sl saman, 3 L sl.* ent. frá *til* út umf. umf.: Prj 2 L sl saman, 2 L sl.* ent. frá *til* út umf. umf: *Prj 2 L sl saman, 1 L sl.* ent. frá *til* út umf. umf.: Prj 2 L sl saman út umf. => 6 L. Slítið frá og dragið bandið í gegn- um L sem eftir eru. Gangið frá endum. Frágangur/þæfing: Klippið 20 u.þ.b. 75 langa spotta og búið til 5 „langa lokka“ aftan í húfuna. Festið 2 spotta saman í sl, L og aðra 2 við hliðina í br L. Hafið 1 sl, og 1 br, L á milli hvers „lokks“. Þvoið húfuna og þæfið „lokkana“ í höndunum eða í vél. Ef þið þæfið húfuna í vél, festið teygjur neðst utan um „lokkana“ svo að þeir þæfist í strimla. Setjið húfuna í þvottaskjóðu og þæfið í þvottavél við 40°C. lagið húfuna til að leggið til þerris. Það gæti reynst nauðsyn- legt að þæfa húfuna tvisv- „SAMKVÆMT reglum má ekki setja fram fullyrðingar um betri heilsu í merkingum matvæla nema hafa til þess fullgilt leyfi Umhverfisstofnunar og leyfið er ekki veitt nema fyrir liggi vísindaleg rannsókn á því að varan hafi þau áhrif, sem getið er um,“ segir Brynhildur Briem, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, en fullyrðingar í merkingum matvæla er umfjöllunarefni í fyrirlestrum hennar og Brynhildar Pétursdóttur hjá Neytenda- samtökunum, í fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar í dag. „Fullyrðing getur verið með ýmsu móti,“ segir Bryn- hildur Briem. „Hún getur gefið til kynna sérstaka eig- inleika og/eða áhrif matvæla og svo eru aðrar merking- ar um næringargildi fæðunnar en eftirsóknarverðastar eru fullyrðingar um áhrif á heilsu fólks. Þar er verið að eigna matvælunum einhverja þá eiginleika að þau bæti heilsuna, eins og til dæmis gott fyrir hjartað eða styrkir ónæmiskerfið. Fullyrðingar um næringargildi eins og létt eða trefjaríkt geta verið góðar leiðbeiningar þegar verið er að velja sér matvæli. Ef sagt er að varan hafi þau áhrif að bæta úr hjartasjúkdómum eða gigt er varan ekki lengur matvara, þá er hún orðin lyf og um þau gilda aðrar reglur. Þar eru mörkin.“ Innan við tuttugu vörutegundir Brynhildur bendir á að hægt sé að sækja um leyfi fyrir fullyrðingunum til Umhverfisstofnunar og hefur stofn- unin veitt innan við tuttugu vörutegundum slíkt leyfi. Sem dæmi um vöru sem hefur verið rannsökuð er Benecol frá Mjólkursamsölunni. „Rannsóknir sýna að varan, sem inniheldur plöntustanol, getur lækkað kólest- eról í blóði,“ segir Brynhildur. „En það kemur stundum fyrir að sótt er um leyfi fyrir fullyrðingu sem ekki er hægt að staðfesta og þá er ekki leyft að selja þá vöru.“ Brynhildur segir að nýlega hafi verið settar reglur um fæðubótarefni og að á meðan þær eru að ganga í gildi megi sjálfsagt finna einhverja vöru á markaði, sem er full mikið fullyrt um á umbúðunum en það muni breyt- ast. „Það má segja að það séu byrjunarörðugleikar á meðan reglugerðin er að mótast,“ segir hún. Neikvæð fullyrðing Í reglugerðinni segir að fullyrðingar eigi að hafa gildi fyrir neytendur og gæta þeirra hagsmuna en ekki selj- andans. „Tilgangurinn með fullyrðingunum er að gefa neytandanum upplýsingar sem hjálpa honum við fæðu- val,“ segir hún. „Þetta á að vera einfalt. Heilbrigðiseft- irlitið sér um allt eftirlit en við sjáum um reglugerð og túlkun á þeim og leyfisveitingar þegar sótt er um.“ Brynhildur bendir á að ekki sé leyfilegt að halda því fram í vörulýsingu að eitthvert efni sé ekki í vörunni. T.d. að ekki sé koffín í svaladrykk þegar sambærileg vara er án koffíns. „Þetta er það sem kallað er neikvæð fullyrðing og er ekki leyfð,“ segir hún.  NEYTENDUR | Fullyrðingar í merkingum matvæla Matvara verður lyf ef hún er sögð bæta heilsuna Morgunblaðið/Jim Smart Fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar Fullyrðingar í merkingum matvæla þriðjudaginn 27. september kl 15–16, Suðurlandsbraut 24, 5. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.