Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 19 MENNING HEIMILDARMYND um sópr- ansöngkonuna Kiri Te Kanawa er í vinnslu um þessar mundir og mun því tökulið frá sjón- varpsframleið- andanum TWI í London fylgja söngkonunni til Íslands á föstu- dag, en hún er hingað væntanleg til að halda tón- leika í Há- skólabíói 5. októ- ber næstkomandi. Hún heldur ennfremur námskeið í Söngskólanum í Reykjavík. Mikill laxveiðiáhugi Það er úraframleiðandinn Rolex sem stendur að gerð heimildarmynd- arinnar, en Kiri Te Kanawa hefur um nokkurra ára skeið verið einn af sendiherrum Rolex, eins og fleiri þekktir listamenn. Heimildarmyndin verður frumsýnd næsta vor. Að sögn Concert, sem stendur að tónleikum hennar, kaus Te Kanawa Ísland sem bakgrunn sinn í heimild- armyndinni, en hún hefur í þrígang heimsótt landið. Hún hafi viljað að heimildarmyndin sýndi hana á stöð- um sem henni þætti vænt um og í að- stæðum sem hún yndi sér vel í. Þá minnti Ísland hana að mörgu leyti á Nýja-Sjáland, þaðan sem hún er ætt- uð, enda væri margt líkt með fólki þar og hér. Kiri Te Kanawa hefur meðal ann- ars stundað stangveiði hér á landi, en hún er mikill laxveiðiáhugamaður og hefur veitt í báðum Rangánum, Svartá og Blöndu. Ómetanleg landkynning „Áhugi hennar á Íslandi á sér eng- in takmörk. Ég hef aðstoðað hana við ýmis mál þegar kemur að laxveiðinni. Svo hringdi hún í fyrrahaust og vildi þá endilega koma og fá að sjá norður- ljósin. Hún talar um Ísland alstaðar þar sem hún kemur, og það að draga Rolex hingað uppeftir og láta gera heimildarmynd um sig hér er nátt- úrulega landkynning sem engin upp- hæð getur keypt. Svo mætir hún í Söngskólann til Garðars Cortes og býður nemendum uppá söng- námskeið. Það er náttúrlega bara jafnlíklegt og ef Eric Clapton dúkk- aði upp í Gítarskóla Ólafs Gauks og byrjaði að kenna skalana. Þessi kona er bara alveg einstök. Það sem hún gerir og hefur gert fyrir Ísland er á fárra færri. Ég er afskaplega stoltur af því að þekkja hana og taka þátt í þessu,“ sagði Einar Bárðarson, tón- leikahaldari hjá Concert. Tónlist | Heimildarmynd um Kiri Te Kanawa tekin upp hérlendis Kaus Ísland sem bak- grunn myndarinnar Kiri Te Kanawa UMRÆÐAN VESTURPORT sýndi Brim eftir Jón Atla Jónasson á Golden Mask- leikhúshátíðinni í Moskvu á sunnu- dagskvöld. Leikendur voru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Egill Egilsson, í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar. „Þetta gekk rosalega vel,“ sagði Nína Dögg Filippusdóttir í samtali við Morgunblaðið frá Moskvu í gær, en hópurinn heldur heim til Íslands í dag. „Húsið var yfirfullt, og það var meira að segja svo þétt setið að ég efast um að sumir af áhorf- endum hafi séð sýninguna, því það var setið á tveimur hæðum og rým- ið sem við leikum í er mjög afmark- að.“ Sú staðreynd virðist þó ekki hafa dregið úr ánægju áhorfenda, því Nína segir þau hafa uppskorið mik- il fagnaðarlæti og hrós í lok sýn- ingar og eftir hana. „Það var klapp- að og klappað og klappað og við fengum mjög góðar undirtektir.“ Þannig að Rússarnir hafa kunnað að meta Brim? „Já, ég held það. Okkur var svo boðið í íslenska sendiráðið á eftir þar sem kom fullt af leikurum frá Moskvu og fólk frá hátíðinni. Þar vorum við heiðruð með diplómu og þakkað mjög vel fyrir að koma og sérstaklega nefnt hvað allir hefðu tekið vel í þetta, því Moskvubúar eru þekktir fyrir að vera skeptískir á allt. Þannig að við erum mjög sátt og glöð með okkar ferð.“ Dagblaðið The Moswow Times ritaði grein um hátíðina á föstudag og sagði hina nýju rússnesku leik- húshefð hafa orðið fyrir miklum ut- anaðkomandi áhrifum. Því hefði hátíðin, sem nú er haldin í fjórða sinn, boðið heim leiksýningum frá ýmsum löndum; Lettlandi, Litháen, Armeníu, Finnlandi og Póllandi auk Íslands, og gerði blaðið sér- staklega grein fyrir íslenska leik- ritinu á hátíðinni. Sýningin var leikin á íslensku, en íslenskumælandi rússnesk kona þýddi textann jafnóðum. Golden Mask Festival er virt há- tíð og keppni í senn en Vesturporti var boðin þar þátttaka. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, afhend- ir verðlaunin en hátíðinni lýkur á föstudag. Nína Dögg sagði hópinn ekkert hafa frétt af verðlaununum enn, enda skipti það litlu máli. „Að- alheiðurinn felst í því að fá að vera með. Það er viðurkenningin,“ sagði hún að lokum. Ljósmynd/Eddi Leikritið Brim naut hylli rússneskra áhorfenda. Fengu góðar und- irtektir í Moskvu Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is LANDSBÓKASAFN Íslands – Háskólabókasafn hefur að und- anförnu verið að þróa nýja tækni til þess að koma ís- lenskum, prentuðum menningararfi í staf- rænt form og gera hann aðgengilegan út fyrir veggi safnsins. Í framtíðarstefnu sinni hefur safnið skil- greint sig sem þekk- ingarveitu og mik- ilvægur þáttur í þeirri stefnu er að gera íslenskt efni að- gengilegt á vefnum. Þróun stafræns þjóð- bókasafns er mikið verkefni og vísir að því hefur orðið til á nokkrum ár- um. Nú er komin á vefinn um ein milljón síðna sem allur almenn- ingur hefur aðgang að sér að kostnaðarlausu. Það eina sem not- andinn þarf að hafa er nettengd tölva og síðan á leiðin að liggja á nýjan vef Landsbókasafnsins www.bok.hi.is sem geymir lykilinn að allri þessari þekkingu. Á vef Landsbókasafns eru nú aðgengilegar um 390.000 síður af efni sem tengist Íslendingasögum, bæði handritum og prentuðu efni, og 350 gömul íslensk kort. Innan skamms verða öll blöð og tímarit sem komið hafa út á íslensku fyrir árið 1920 komin á vefinn og er það efni um 700.000 síður. Nú má spyrja af hverju safnið takmarki sig við svona gamalt efni. Við því er einfalt svar: Safnið má ekki setja nýrra efni á vefinn nema að eigendur höfundarréttar veiti heimild til þess. Undantekningin er Morgunblaðið sem hefur gert samning við safnið um að mynda allt blaðið og er ætlunin að allt Morgunblaðið frá 1913-2000 verði komið á vefinn á næsta ári, öllum aðgengilegt. Við þessa myndvinnslu er beitt tækni sem gerir text- ann úr stafrænum myndum leitarhæfan. Þannig er hægt að leita eftir orðum og orðahlutum og auð- veldar það mjög alla notkun efnisins. Nú þegar tækni- málin eru að leysast er mikill áhugi innan safnsins á að halda áfram og setja meira íslenskt efni á vefinn. Það er markmið safnsins að koma á fót stafrænu bókasafni sem er opið öllum í gegnum tölvu. Með einni leit- argátt, sem staðsett verður á vef- svæði safnsins, verður hægt að fá upplýsingar um hvað hefur verið skrifað á íslensku um hvert við- fangsefni, t.d. byggðarlag, ein- stakling eða hvert það málefni sem ber á góma í umræðunni. Allt á þetta að verða leitarhæft með einni samhæfðri leit. Þess má einnig geta að þeir sem hafa áhuga á að fá einkaefni flutt í stafrænt form geta leitað til safns- ins sem býður þessa þjónustu gegn gjaldi. Hvað er svo næst? Mest þykir okkur vanta að koma dagblöð- unum s.s. Tímanum, Alþýðu- blaðinu, Þjóðviljanum, Dagblaðinu og Vísi á vefinn – við hlið Morg- unblaðsins. Okkur vantar styrkt- araðila sem tækju að sér að kosta myndun á ofangreindum blöðum og einnig á landsmálablöðunum, bæði gömlum og nýjum, sem geyma mikilvægar upplýsingar um byggðir landsins. Einnig þarf að huga að því að setja í stafrænt form þær gömlu íslensku bækur sem eru óðum að slitna og verða úr sér gengnar af mikilli notkun í safninu. Í stafræna þjóðbókasafn- inu þurfa líka að vera alls kyns bóka- og handritaskrár til að auð- velda notkun á því efni sem til er á íslensku og um íslensk efni, en situr í prentuðum gögnum, inn- lendum og erlendum. Safnið getur myndað um 25.000 blaðsíður á mánuði á þá stafrænu myndavél sem safnið hefur til um- ráða. Til þess að setja meiri kraft í verkið þyrftum við utanaðkom- andi aðstoð. Framtíðarsýnin kemst fyrr í framkvæmd ef við fengjum góða styrktaraðila sem gætu kostað eitthvert stafrænt verkefni. Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn er ein mikilvægasta þekkingarveita landsins. Þar er tæknin og þekkingin til staðar til að gera Ísland að fyrsta landi í heimi sem hefur komið öllum sín- um eldri ritakosti í stafrænt form og gert hann aðgengilegan um veraldarvefinn. Stafrænt, íslenskt þjóðbókasafn Sigrún Klara Hannesdóttir fjallar um Landsbókasafn og háskólabókasafn ’Landsbókasafn Ís-lands – Háskólabóka- safn er ein mikilvægasta þekkingarveita lands- ins.‘ Sigrún Klara Hannesdóttir Höfundur er landsbókavörður. STUNDUM dreg ég í efa að lýðræði sé heppilegt fyrirkomulag til að velja æðstu embættismenn þjóðarinnar. Lýðræðislegar kons- ingar eru nefnilega eins og ráðn- ingar sem eru í hönd- um aðila sem hafa oft engar forsendur til að meta hvaða umsækj- andi sé hæfastur. Al- gjör aukaatriði geta ráðið því hverjum kjósendur greiða at- kvæði sín. Flokkar hljóta fjölda atkvæða, sama hvað þingmenn þeirra hafa gert af sér. Í Bandaríkjunum sér maður t.d. George Bush vera kosinn m.a. af trúarlegum ástæðum. Hann tryggir stöðu sína m.a. með því að höfða til trúarof- stækismanna. Hann afneitar hinni guðlausu þróunarkenningu Darw- ins og beitir sér gegn hjónabönd- um samkynhneigðra. Í kosning- unum vegur það upp á móti því að hann ljúgi að heiminum um kjarn- orkuvopn í Írak og sendi í kjölfar- ið ungmenni Bandaríkjanna þang- að í opinn dauðann. Á Íslandi er annars konar sér- trúarsöfnuður sem sjórn- málaflokkar reyna nú mikið að höfða til. Söfnuðurinn kallast Femínistafélag, en ég kýs að kalla hann frekar Kvenrembufélag. Ég leyfi mér það í ljósi þess að þær skoðanir sem birtast í greinum femínista eru oft svo rembulegar, að ef samsvarandi (andstæðar) skoðanir kæmu frá karlmanni yrði hann án efa stimplaður sem karl- remba af femínistunum sjálfum. Dag eftir dag les maður greinar í blöðunum, skrifaðar af fem- ínistum, sem einkennast af ótrú- legum rembuhætti. Daginn sem ég skrifa þessa grein (24.9.) las ég t.d. grein í Mogganum með fyr- irsögninni Konur þurfa að kjósa konur, þar sem fjallað var um skoðanir Veru Oskini, sem rök- studdi mál sitt með því að kynin hefðu „einfaldlega misjöfn áhugamál og innsæi“. Í fyrsta lagi skipta áhugamál þing- manna mig engu máli og þau hafa engin áhrif á það hvern ég kýs. Það væri reyndar eðlilegt að þingmenn stefndu alla tíð í ákveðin ráðuneyti og sérhæfðu sig í mál- efnum þeirra, en þá sé ég ekki af hverju kyn þeirra ætti að skipta nokkru máli. Í öðru lagi er ég með lítið dæmi fyr- ir Oskini: ef innsæi karla og kvenna er svona ólíkt, er þá ekki réttlætanlegt að í störfum þar sem karlar hafa helst verið og innsæi þeirra reynst vel séu þeir ráðnir frekar en konur? Svona má benda á endalausar mótsagnir í málflutn- ingi kvenrembanna, enda virðast aðdáendur þeirra sjaldnast gera kröfu til þess að hugmyndafræði þeirra sé heilsteypt og laus við mótsagnir. Í greinum þar sem konur eru hvattar til að kjósa konur er engu líkara en gert sé ráð fyrir að kon- ur hafi það lítið vit á stjórnmálum að þær hafi engar aðrar forsendur til að meta frambjóðendurna en kyn þeirra. Þessu mundi ég taka sem móðgun ef ég væri kona. Líkt og hjá Bush skiptir það því ekki öllu máli hvað það er sem þessar konur gera. Ingibjörg Sólrún og Siv Friðleifsdóttir hafa t.d. báðar lýst yfir stuðningi við þá ákvörðun að Ísland eyði offjár í að sækja um aðild að Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, sem mér finnst vera fáránlegt bruðl og er það nóg til þess að ég kjósi þær ekki. En kvenremburnar pæla víst ekkert í svona málum. Þær pæla bara í kyni. Á heildina litið er líka ég and- vígur þeirri hugmynd að jafnrétti kynjanna gangi út á að stokka fólk upp í tvær andstæðar fylkingar eftir því hvort það séu karlar eða konur. Sú skoðun er samt und- irstaða flestra þeirra greina sem skrifaðar hafa verið um þann málaflokk. Í allri umræðu um að: konur þurfi að fá sinn fulltrúa eitthvert; og að fjölga þurfi kon- um, er gengið út frá þessari for- sendu og að jafnrétti felist í jöfn- um heildarhlutföllum frekar en jöfnum möguleikum einstaklinga, óháð kyni (sem unnið er gegn með hinum svokölluðu jafnréttisáætl- unum). Þess vegna finnst mér um- ræðan eins og hún leggur sig vera út í hött og mér finnst að margar konur megi vera málefnalegri í skrifum sínum um stjórnmál. Konur og stjórnmál Árni Fannar Sigurðsson skrifar um jafnrétti og pólitík ’Í greinum þar semkonur eru hvattar til að kjósa konur er engu lík- ara en gert sé ráð fyrir að konur hafi það lítið vit á stjórnmálum að þær hafi engar aðrar forsendur til að meta frambjóðendurna en kyn þeirra.‘ Árni Fannar Sigurðsson Höfundur er félagsfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.