Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í GREIN minni í gær um Morgunblaðið og Baugsrannsóknina lét ég þess getið að til kynnu að vera tölvupóstar, þar sem fram kæmi að að- ilar á vegum forráðamanna Baugs hefðu ráðið einkaspæjara í Banda- ríkjunum til þess að grafa upp allt um líf Jóns Geralds Sullenbergers og konu hans. Í samtali við Morgunblaðið í dag staðfestir Jón Gerald að þetta sé rétt. Ég fagna því að fréttastofa Stöðvar 2 gerði hið sama, hringdi í Jón Gerald og sendi út samtal við hann þar sem hann staðfesti þetta hug- boð mitt. En jafnframt hringdi fréttastofa Stöðvar 2 í Jóhannes Jóns- son, einn helzta eiganda Baugs, og leitaði umsagnar hans um það, hvers vegna forráðamenn Baugs hefðu gripið til þessa ráðs. Nú brá svo við skv. því sem fram kom á Stöð 2 í gærkvöldi, að Jóhannes Jóns- son vildi ekkert segja um málið og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhann- esson. Það hefur ekki verið erfitt að fá Jóhannes Jónsson til þess að tjá sig um Baugsrannsóknina og ýmis mál, sem snerta hana, síðustu daga. Það var ekki erfitt að fá hann til að tjá sig þegar hann sakaði mig um óþverraskap við sig og sína fjölskyldu. Af hverju vildi hann ekkert tjá sig nú? Jón Gerald staðfestir ekki einungis að einkaspæjari hafi verið á veg- um Baugsmanna að njósna um líf sitt og konu sinnar. Hann staðfestir líka að til séu gögn með fyrirmælum til lögfræðinga Baugs í Banda- ríkjunum um að gengið skuli milli bols og höfuðs á honum og honum þar með komið út á kaldan klaka með fjölskyldu sína. Getur verið að þetta athæfi eigi eitthvað skylt við óþverraskap? Hvers vegna vildi Jóhannes Jónsson ekki tjá sig um þetta framferði eigin fyrirtækis við Stöð 2 í gærkvöldi? Í gærkvöldi náði Morg- unblaðið hins vegar í Jóhannes Jónsson og bar undir hann sömu spurningu og Stöð 2 hafði gert. Svar Jóhannesar birtist í Morg- unblaðinu í dag. Hann kannst lítið við málið en telur hugsanlegt að lögfræðingar Baugsmanna í Bandaríkjunum hafi gripið til þessara að- gerða. Væntanlega gerir Jóhannes sér ljóst að hann getur ekki skotið sér undan ábyrgð á því hvernig lögfræðingar hans vinna, þegar þeir eru að vinna í hans þágu. Þekkja menn einhver dæmi þess, að Íslendingar hafi farið að öðru fólki með þessum hætti? Eru nokkur dæmi um það, að fyrirtæki á Ís- landi hafi beitt slíkum vinnub irtæki? Ég fullyrði, að svo er ekki. Síðustu daga hefur gengið ég leyfði mér að veita Jóni Ge arið 2002. Má ekki ganga út f eigu Baugs sé svo mikil, að þa ferðis? Má ekki ganga út frá vega sér þá tölvupósta, sem u sem vísu, að það vel menntað á þessum blöðum og er áreiða kröfu til yfirmanna sinna um varla verið að einelti einkaspæ á Flórída og krafa um að hún skipti engu máli í augum blað Það er fáheyrt að íslenzkt f dettur ekki annað í hug en að þennan verknað og þessi vinn En alveg sérstaklega er ég armenn, sem hafa blandað sé borð við Guðmund Andra Tho ulsson, láti þetta mál til sín ta höfundar telji það sjálfsagt að um að við fáum að heyra í þei sem þeir lýsi fyrirlitningu sin hvað? Ég hafði orð á því í grein m yrði um samninga þá sem for gera við Jón Gerald Sullenbe því, að hafa ekki áttað mig á, ingsákvæði um þagnarskyldu kvæm. Þess vegna ætlar Morgunb ina um það að forráðamenn B milljónir – eitt hundrað og tu málaferlum, sem þeir sjálfir h Samninguri TILLAGA MARGRÉTAR FRÍMANNSDÓTTUR Umræðan um Baugsmáliðhefur tekið á sig ýmsarmyndir á undanförnum vikum og mánuðum. Inn í hana hefur verið blandað stjórnmála- mönnum og embættismönnum, Morgunblaðinu og fleirum. Mar- grét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í út- varpsviðtali í gær að hún vildi að óháð rannsóknarnefnd eða rann- sóknaraðili yrði fenginn til að fara yfir aðdraganda Baugsmálsins. Margrét segir í Morgunblaðinu í dag að undanfarið hafi borið á vantrú á stjórnmálamönnum, Al- þingi og embættismannakerfinu. „Við losnum ekkert við það nema að hreinsa út alla tortryggni úr þessu máli,“ segir hún. „Í mínum huga er því eðlilegast að setja upp óháða rannsóknarnefnd eða óháða rannsóknaraðila.“ Margrét segir að undanfarið hafi menn kastað á milli sín hálfkveðn- um vísum, bæði stjórnmálamenn og embættismenn sem og aðrir og því sé farsælast að leggja öll spilin á borðið. „Ég tel að þetta sé orðið mikil nauðsyn því ég finn þá vantrú sem fer vaxandi um allt þetta umhverfi og við það verður ekki unað,“ segir Margrét. „Við þurfum að búa í samfélagi þar sem við getum borið traust til stjórnmálamanna, fram- kvæmdavalds og ég tala nú ekki um embættismanna.“ Það er full ástæða til að taka undir hugmyndir Margrétar Frí- mannsdóttur um að aðdragandinn að Baugsrannsókninni verði kann- aður með einhverjum hætti. Morg- unblaðið mundi fagna því. Það er engin ástæða til að láta forráða- menn Baugs komast upp með að draga heilindi starfsfólks stofn- ana, sem við sögu koma, í efa. ÍRSKI LÝÐVELDISHERINN AFVOPNAST Tímamót urðu á Írlandi í gærþegar tilkynnt var að öllum vopnum Írska lýðveldishersins hefði verið eytt. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sagði í gær að í tíu ár hefðu stjórnir Bret- lands reynt að knýja fram þessa niðurstöðu og það hefði verið farið að standa í vegi fyrir því að koma á friði að það hefði ekki tekist. „Í dag hefur það loks náðst. Og við höfum stigið mikilvægt skref á leiðinni frá átökum til friðar á Norður-Ír- landi,“ sagði Blair. Martin McGuinness, samninga- maður Sinn Féin, sagði að þessi at- burður snerist um meira en vopn: „Hann snýst um að blása nýju lífi í friðarferlið, hann snýst um framtíð Írlands.“ Í fréttum í gær kom fram að vopn IRA hefðu verið geymd víða. Þeim var komið fyrir á níunda áratug síð- asta aldar og var um að ræða meira en 150 tonn af vopnum og sprengi- efni. Árið 1998 var gert samkomu- lag milli stríðandi fylkinga á Norð- ur-Írlandi, sem kennt er við föstudaginn langa. Helsti ásteyt- ingarsteinninn hefur verið vopn Írska lýðveldishersins. Hann hefur verið tregur til að afvopnast á með- an breskir hermenn eru á Norður- Írlandi og andstæðingar hans, sam- bandssinnar, hafa dregið í efa að Sinn Féin semdi í góðri trú á meðan IRA byggi enn yfir vopnum. Nú standa vonir til að þeirri hindrun hafi verið rutt úr vegi, þótt and- stæðingar IRA á borð við Ian Pais- ley hafi þegar sagt að hann telji þau vinnubrögð, sem beitt var við að eyða vopnunum, ekki sannfærandi. Þá má bæta því við að ekki hefur öllum vopnum IRA verið eytt í raun. Lýðveldisherinn hefur gert samkomulag við bresk stjórnvöld um að fá að halda skammbyssum til sjálfsvarnar og til að kæfa niður andóf. Ekkert virðist heldur benda til þess að öfl sambandssinna, UVF eða UDA, hyggist fylgja fordæmi IRA og láta taka vopn sín úr um- ferð. Írski lýðveldisherinn lýsti yfir því í sumar að hann væri hættur vopnaðri baráttu fyrir sameiningu Norður-Írlands og Írlands, sem staðið hafði í þrjá áratugi. Það var kominn tími til vegna þess að sam- kvæmt samkomulaginu frá 1998 átti sá áfangi, sem lýst var yfir í gær, að nást um mitt ár 2000. Írski lýðveldisherinn hefur hins vegar beðið álitshnekki undanfarið og má því segja að hann hafi verið knúinn til að snúa við blaðinu, þótt enn séu margir þeirrar skoðunar að með því að taka þátt í friðarferlinu sé verið að gefa drauminn um samningu Norður-Írlands og Írlands upp á bátinn. Þótt þetta spor marki tímamót er langt frá því að gróið sé um heilt í samfélaginu á Norður-Írlandi. Enn eru þar afmörkuð hverfi katólikka og mómælenda. Fólk sem ætlar að hefja sig yfir mörkin getur átt von á hreinum ofsóknum. Mótmælendur, sem flytja í hverfi katólikka, hafa ekki átt sjö dagana sæla og öfugt. Enn er grunnt á beiskjunni og tor- tryggninni og enn eru til þeir stjórnmálamenn, sem ala á þessum tilfinningum. Hvert skref sem stig- ið er í átt til friðar á Norður-Írlandi skiptir máli og það eru þáttaskil þegar vopnuð barátta víkur fyrir pólitískri baráttu. Ungmennadeild Norræna félags-ins, Nordklúbburinn, stóð ígær fyrir tungamálamaraþonií tilefni af evrópska tungu- máladeginum en á dagskrá voru námskeið frá miðjum degi og fram að miðnætti í níu evrópskum tungumálum; þýsku frönsku, spænsku, dönsku, finnsku, litháísku, rúss- nesku, finnlandssænsku og katalónsku. Hvert námskeið tók um eina klukkustund en farið var í grunnorðaforða tungumál- anna og það sem helst ber að kunna í sam- skiptum við innfædda. Freyja Finnsdóttir, stjórnarmeðlimur Nordklúbbsins, segir að nokkuð hafi verið um tungumálakennslu innan Norræna félagsins og í kjölfarið hafi hugmyndin að kennslumaraþoni vaknað. Evrópski tungumáladagurinn hafi verið tilvalinn til að láta á kennslumaraþon reyna og var Freyja ánægð með viðbrögð- in og þátttökuna. Hún sagði jafnframt að Norræna félag- ið muni halda áfram tungumálakennslu og næsta vor haldi verkefnið „Tölum saman“ áfram en síðastliðið vor voru tekin fyrir rússneska og lettneska svo dæmi séu tek- in. Fjölbreytileika tungumála fagnað Evrópski tungumáladagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á evrópsku tungumála- ári 2001 og hefur verið að festa sig í sessi í því skyni að fagna fjölbreytileika tungu- mála í Evrópu áberandi í dag gær en til að ráðuneytið m kennslu í Nor skriftinni „Mar þar sem bent va uð séu almenn ópuráðsins í ken málum. Á Ísafirði hél Háskólasetur m Eyrartún þar lenska sem einf var farið í saum ir útlendinga og brottfalls nemen Ungmennadeild Norræna félagsins stóð fyrir tungumálamaraþoni í tilefni evrópska tungumáladagsins Dagskrá til miðnæ á níu tungumálu Ungmennadeild Norræna félagsins, Nordklúbburinn, stóð tungumálamaraþoni í tilefni af evrópska tungumáladeginum s haldinn hátíðlegur á evrópsku tungumálaári árið 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.