Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 23 brögðum í viðskiptadeilum við önnur fyr- á ýmsu í fjölmiðlum Baugs vegna þess að erald ráðgjöf varðandi lögfræðing sum- frá því sem vísu, að réttlætiskennd blaða í au grafist fyrir um ástæður þessa fram- því sem vísu, að blöðin tvö gangi í að út- um er að ræða? Má ekki ganga út frá því ða og heiðarlega fjölmiðlafólk, sem starfar anlega annt um starfsheiður sinn, geri að þessu máli verði fylgt eftir? Það getur æjara á hendur lítilli íslenzkri fjölskyldu n verði gerð eignalaus og einskis megandi ðamanna á Fréttablaðinu og DV. fyrirtæki vinni með þessum hætti. Mér ð meirihluti íslenzku þjóðarinnar fordæmi nubrögð. g sannfærður um að þeir miklu menning- r í þessar umræður síðustu daga, menn á orsson, Hallgrím Helgason og Illuga Jök- aka. Ég trúi því ekki að landskunnir rit- ð svona sé gengið að fólki. Ég efast ekki im í öllum talstöðvum þjóðarinnar þar nni og fordæmingu á þessu athæfi. Eða minni í gær, að tímabært væri að upplýst rráðamenn Baugs höfðu frumkvæði að að rger. Ég biðst hins vegar velvirðingar á að Baugsmenn mega það ekki. Samn- u voru skv. mínum upplýsingum gagn- blaðið nú að taka að sér að upplýsa þjóð- Baugs voru tilbúnir til og reiddu fram 120 ttugu milljónir – til þess að losna út úr höfðu efnt til gegn Jóni Gerald Sullenber- ger og fyrirtæki hans á Flórída. Til viðbótar hafa þeir áreiðanlega þurft að greiða mikinn eigin lögfræðikostnað því að Jón Gerald hefur upplýst að þeir hafi haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, þrjár í Bandaríkjunum og eina á Íslandi. Hvers vegna skyldu forráðamenn Baugs hafa borgað 120 milljónir til að komast út úr eigin málaferlum gegn Jóni Gerald? Þetta eru ekki litlir peningar, alla vega ekki á mælikvarða almennings á Íslandi en kannski litlir peningar fyrir forráðamenn Baugs. Við hér á Morgunblaðinu höfum kannski einhverjar hugmyndir um það hvers vegna þeir voru tilbúnir til þess, en sú vitneskja er ekki nægilega nákvæm til þess að hún verði sett á prent. Og þar sem báðir málsaðilar eru bundnir þagnarskyldu er tæpast við því að búast að þetta mál verði upplýst frekar að sinni, þótt upphæðin sjálf liggi nú fyrir opinberlega. Í þessum umræðum hefur lítið verið rætt um grundvallaratriði í birtingu frétta um þessi mál í Fréttablaðinu síðustu daga. Hvar eru nútíma samskiptahættir fólks á vegi staddir úr því hægt er að komast yfir tölvupóstssamskipti einstaklinga í milli? Það er skiljanlegt að Og Vodafone beri af sér sakir. Þetta er óþægi- leg staða fyrir fyrirtækið. Símafyrirtækið er í eigu sama aðila og 365 miðlar, sem er útgefandi Fréttablaðsins. Síðustu daga hefur fjöldi manna hringt í mig og viljað tala við mig í fastlínusíma af ótta við að hægt sé að hlera símtöl í farsíma. Að vísu hygg ég að hægt sé að hlera öll símtöl. En það hlýtur að vera áleitin spurning, hvort ekki beri nauðsyn til að rannsaka mjög nákvæmlega vinnubrögð símafyrirtækjanna, hverjir geti komizt í tölvupósta eða fylgzt með símtölum og hvernig það sé tryggt að þessi einkagögn fólks séu látin í friði. Hvernig ætla símafyrirtækin að komast hjá því að missa traust við- skiptavina sinna af þessum sökum? Að lokum: Það er rétt að það komi fram, að það varðar við hegningarlög að stela slíkum gögnum. Refsingin er upp gefin í þeim lögum fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynna sér það. Styrmir Gunnarsson. inn u. Tungumálakennsla var gskrá tungumáladagsins í mynda hélt menntamála- málþing um tungumála- rræna húsinu undir yfir- rkmið tungumálakennslu“ ar á mikilvægi þess að not- sameiginleg viðmið Evr- nnslu og námsmati í tungu- ldu Fjölmenningarsetur og málþing í Safnahúsinu við sem yfirskriftin var „Ís- falt mál“ og meðal annars mana á íslenskukennslu fyr- g ástæður og lausnir mikils nda rætt. Morgunblaðið/Sverrir s í gær. ættis um í gær fyrir sem fyrst var 01. Fangelsi er síðasti stað-urinn í heiminum sem égvildi vera í,“ sagði AronPálmi Ágústsson í samtali við blaðamann í gærkvöld. Aron Pálmi var gert að sofa í fangelsi skammt frá Dallas í Texas í fyrri- nótt, en fyrr um daginn handtók lögreglan hann í neyðarskýli Rauða krossins. Aron Pálmi segir að lögreglan hafi sagt, þegar hún handtók hann, að hann hafi ekki gert neitt rangt og að hún hafi ekki lagt fram neina kæru. Þrátt fyrir það hafi hann þurft að dúsa í fangelsi yfir nóttina. Hann segist hafa grátið af reiði. Einar S. Einarsson, formaður stuðningshóps Arons Pálma, telur að Aron hafi verið handtekinn þar sem hann bar enn GPS-staðsetn- ingartæki innan klæða, að kröfu fangelsisyfirvalda í Texas. Einar segist ekki vita af hverju lög- reglumenn hafi verið kvaddir til, en getur sér þess til að fulltrúar Rauða krossins í neyðarskýlinu hafi gert lögreglunni aðvart. Aron Pálmi var fluttur með lög- reglubíl til bæjarins Tylar austur af Dallas í gærmorgun og var í höf- uðsstöðvum skilorðsnefndar Texas, þegar blaðamaður náði tali af hon- um í gærkvöld, að íslenskum tíma. Hann beið eftir því að vera fluttur á heimili bróður fyrrverandi eig- inkonu stjúpföður síns, sem býr þar í nágrenninu. Skilorðsfulltrúar hans höfðu samþykkt að hann fengi að gista á því heimili. „Vonandi get ég verið þar næstu viku,“ sagði hann, en hann telur líklegt að skilorðs- fulltrúar muni fylgjast með honum þar. „Ég vil koma til Íslands en verð enn að bíða eftir því að sá tími komi.“ Einar sagði í samtali við blaða- mann í gær að hann hefði haft sam- band við sendiráð Íslands í Wash- ington og óskað eftir því að allt yrði gert, sem í þess valdi stæði, til að knýja á um lausn Arons Pálma og stuðla að heimkomu hans til Ís- lands. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein viðbrögð við þeirri ósk frá sendiráðinu í gær. Aron Pálmi Ágústsson Settur í fangelsi í fyrrinótt Hringferð þýskubílsins, sam-eiginlegs verkefnis HáskólaÍslands, þýska sendiráðsins, Stofnunnar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Félags þýskukennara, hófst í gær með athöfn við Aðal- byggingu Háskóla Íslands. Vigdís Finnbogadóttir, þýski sendiherrann Johann Wenzl, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og fulltrúar yngri kynslóðarinnar gáfu boltann til þýskuþjálfarans, Kristian Wieg- and, sem merki um upphaf hring- ferðar þýskubílsins sem mun á næstu vikum heimsækja íþróttafélög og skóla víðsvegar um Ísland, kynna lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýska- landi næsta sumar og bjóða upp á ör- námskeið í „fótboltaþýsku“. Ísland er eina landið sem þýsku- bíllinn sækir heim en verkefnið hef- ur vakið verðskuldaða athygli er- lendis fyrir nýstárlega útfærslu á kynningu á Þýskalandi, þjóð og tungumáli. Bíllinn er skreyttur með þeim borgum þar sem heimsmeistaramótið fer fram og gefur því ögn af land- fræðilegri kennslu einnig. Morgunblaðið/Kristinn Hópur fólks fylgdi þýskubílnum úr hlaði við HÍ á tungumáladeginum. Hringferð þýskubílsins er hafin Rúmlega 28 þúsund grunnskóla-nemendur lærðu ensku skólaárið2004–2005 en það er jafnframt fyrsta erlenda tungumálið sem kennt er í grunnskólum landsins og hefst venjulega í 5. bekk. Enskukennsla hefst að vísu fyrr í nokkrum skólum en rúmlega fimm hundruð nemendur í 1.–3. bekk lögðu stund á enskunám skólaárið 2004–05 og 435 nemendur 4. bekkjar. Kemur þetta fram í yfirliti yfir tungu- málanám grunn- og framhaldsskólanema sem Hagstofa Íslands tók saman í tilefni af degi tungumála í Evrópu sem haldinn var hátíðlegur í gær. Í mörgum grunn- skólum landsins er nemendum boðið að læra þriðja erlenda tungumálið, á eftir ensku og dönsku, en heldur hefur þeim fækkað undanfarin ár sem nýta sér þann kost. Á síðasta skólaári fækkaði nemendum sem völdu þýsku, frönsku eða spænsku í grunnskólum um samtals 322 nemendur frá skólaárinu þar áður. Mest er fækk- unin í þýskunámi þar sem nemendum fækkar um 23,4% en þýska er jafnframt vinsælasta þriðja erlenda tungumálið með um 720 nemendur á síðasta skólaári. Á skólaárinu 2004–2005 lögðu 73% framhaldsskólanema stund á nám í ein- hverju erlendu tungumáli eða um 16.500 nemendur. Stúlkur eru að jafnaði fleiri í hópi tungumálanemenda en 74,7% stúlkna á framhaldsskólastigi lögðu stund á erlent tungumál á meðan 71,4 % pilta gerði slíkt hið sama, hefur kynja- munurinn farið minnkandi síðastliðin ár en fyrir sex árum var hann 6,9% og árið 2000 var munurinn 8,1%. Flestir framhaldsskólanemendur læra ensku eða rúmlega fjórtán þúsund, danska kemur næst með rúmlega átta þúsund nemendur en bæði tungumálin eru skyldunámsgreinar hjá flestum fram- haldsskólum. Þýskunemum í framhaldsskólum fækkar hlutfallslega Þýska er þriðja algengasta erlenda tungumálið en tæplega fimm þúsund nemendur voru skráðir í þýskunám skólaárið 2004–2005, eða 21,8% nemenda. Þýskunemum hefur fækkað hlutfallslega um 5,1% frá árinu 1999 en um tvöfalt fleiri nemendur lögðu stund á spænsk- unám á síðasta skólaári en fyrir sex árum. Enskunám í grunnskóla hefst jafnvel við sex ára aldur Fækkun í námi á þriðja erlenda tungumáli í grunnskólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.