Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 25 MINNINGAR ✝ Guðbjörg Sigríð-ur Björgvins- dóttir fæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1920. Hún lést á elliheimilinu Grund 18. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Sigríður Víglunds- dóttir frá Ísafirði, f. 29. des. 1885, og Björgvin Jóhanns- son, f. 29. jan. 1892 á Fáskrúðsfirði, upp- alinn á Akureyri. Bræður Guðbjargar voru Friðrik Einar, f. 1923, og hálfbræður sam- mæðra frá fyrra hjónabandi; Víg- lundur, f. 1909, Páll, f. 1911, og Kristinn Jón, f. 1914. Þeir eru allir látnir. Guðbjörg stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni. Að námi loknu lá leiðin til Dan- merkur þar sem hún dvaldi hjá hálfbróður sínum, Kristni Jóni, og konu hans, Anne Franzisku. Hinn 11. júlí 1942 giftist Guð- björg Guðjóni Benjamín Jónssyni bifreiðastjóra, f. 30. ágúst 1906 í Vola í Hraungerðishreppi. Guðbjörg og Guðjón eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Erla Björg, f. 16. apríl 1943, gift Dag- finni Ólafssyni, f. 23. ágúst 1942. Þau eiga þrjár dætur og átta barnabörn. 2) Guð- björg Svala, f. 21. ágúst 1951, gift Ólafi Haukssyni, f. 24. mars 1944. Þau eiga eina dóttur og eitt barnabarn. 3) Sigurður Viðar, f. 12. nóvember 1952, kvæntur Önnu Fugaro, f. 16. júlí 1947. 4) Jón Kristinn, f. 7. júlí 1958. Hann á eina dóttur. Guð- björg og Guðjón skildu. Guðbjörg var síðar í sambúð með Bjarna Ein- ari Bjarnasyni, f. 20. ágúst 1914 að Ögurnesi við Ísafjarðardjúp, d. 1991. Guðbjörg dvaldi síðustu árin á elliheimilinu Grund. Útför Guðbjargar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Og nú er sól að hníga og gullnir glampar loga, svo glitri slær á tinda og spegil sléttan sæ. Í fjarska synda svanir um sólargyllta voga og silfurtónar óma í kvöldsins létta blæ. Og kvöldsins töfrafegurð mitt hjarta með sér hrífur, og heillar mig og leysir öll gömul hverdagsbönd. Og enn á ný minn hugur með sunnanblænum svífur á sólskinshvítum vængjum um minninganna lönd. Og núna þegar haustar og hníga blóm og falla, þá heldur þú í norður og vegir skilja um sinn. Og ef ég gæti handsamað himins geisla alla, ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veginn þinn. Og nú er leiðir skiljast og vetur sest að völdum, þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín: Að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum köldum og vefji sínu fegursta skarti sporin sín. (Jón frá Ljárskógum.) Kveðja. Börn og tengdabörn. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund hjá okkur. Ég var búin að vera viðbúin því í nokkra daga og vissi að þessi tími væri senn í vænd- um. Ég verð þó að viðurkenna, að aldr- ei er maður tilbúin. Kveðjustundir voru okkur nú aldrei auðveldar. Ég man þær stundir þegar ég var lítil stelpa og bjó á Neskaupstað og þú í Reykjavík að það að kveðjast þegar önnur hélt heim á leið eftir stutta heimsókn reyndist oft erfitt. Báðar felldum við tár og oft reyndi ég að halda aftur af mér, en svona viðkvæmar vorum við bara. Núna sit ég og reyni að koma orð- um á blað og kveðja þig um leið og ég rifja upp hugljúfar minningar. Mín fyrsta minning um þig, var amma sem bjó í Reykjavík og átti heima svo langt frá mér að það tók heilan dag að keyra til hennar. Þegar við hittumst var ýmislegt brallað. Við sátum í strætó heilan hring og það fannst mér spennandi. Eins var farið í margar bíóferðir. Oft vorum við líka bara heima hjá þér og nutum stundanna. Við sungum oft saman og áttum okkar uppáhaldslag sem var Söknuður með Vilhjálmi Vilhjálms- syni og þú felldir oft tár í miðju lagi. Það var svo gott og gaman að vera hjá þér. Alltaf var stutt í brosið þitt, léttleikann og kátínuna. Svo liðu árin. Ég flutti suður og þá varð styttra á milli okkar. Heim- sóknir voru fleiri og oft kíkti ég til þín eftir skóla eða vinnu. Fyrir um tólf árum fór að bera á þeim sjúkdómi sem fylgdi þér eftir það eða Alzheimer sjúkdómnum. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt þær tilfinningar sem fara um mann, að fylgjast með ástvini sínum hverfa inn í þennan sjúkdóm. Auðvitað breytt- ist margt og þú hættir að skynja um- hverfið á sama hátt og áður. Stund- um þegar ég kom í heimsókn til þín upp á Grund horfði ég í augun þín og sá bara tómleika. Ég vil minnast þín núna fyrir hver þú varst, hvað þú varst mér góð og hvað mér finnst vænt um þig. Ég ætla að muna fallega brosið þitt og allt það sem við áttum saman. Ég vil að lokum þakka fyrir þennan tíma sem við fengum saman og biðja góð- an guð að taka vel á móti þér. Að lok- um ætla ég að láta fylgja með fyrstu tvö erindin með laginu Söknuður. Laginu sem við sungum svo oft sam- an. Ég syng það kannski ein núna og reyni að klára lagið í þetta sinn. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Með kveðju til þín, elsku amma. Helena Ólafsdóttir. Elsku langamma. Takk fyrir allt. Heimsóknir og gott spjall. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Kær kveðja. Ólafur Daði. GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR Kær tengdafaðir minn, Karl Þórðarson, er látinn, 82 ára að aldri. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyrir 18 árum, er ég kynntist syni hans, og var það mín gæfa að fá að fylgjast með honum við bústörfin sem hann unni svo mikið. Hvergi vildi hann annars staðar vera en heima í Kvíarholti, svo þangað lá leið okkar hjóna með börnin okkar, til að hjálpa til við hin ýmsu störf. Ég get með sanni sagt, að ekki gerði ég mikið gagn og verð því seint talinn bóndi, en Karl tengda- faðir minn, talaði aldrei um það, þótt hann brosti út í annað. Hann undraðist þó, hversu hrædd ég er við kóngulær. Það verður skrítið að koma í sveitina núna, en Guð veit að ég mun halda minningu þinni hátt á lofti, og reyni að svara spurning- um barna minna, er þau spyrja um þig. Það er komið að leiðarlokum og bið ég algóðan Guð að geyma þig fyrir okkur. Hér hefur hann búið ævina alla, og þekkir hverja þúfu hvern stein, sem á leið hans verður, er fer hann til fjalla, sitt fé, að sækja heim. Hann unir sér vel undir hömrunum háu, hér hefur hann allt sem þarf. Fjallakyrrðina og klettana gráu, og kotbóndans draumastarf. Hann hefur svo margar sögur að segja, sögur um vonir og þrár. Hér er hann fæddur og hér mun hann deyja, hér mun hans nafn lifa um ókomin ár. Horfi af kletti á kotbóndann vinna, í kyrrðinni ræktar sín tún, þar er lífið sem ég þráði að finna, undir þverhníptri hamrabrún. Kveðja, Brynhildur Magnúsdóttir. Á fallegum degi hinn 7. sept- ember síðastliðinn lést tengdafaðir minn, Karl Þórðarson, 82 ára að aldri, eftir stutt veikindi. Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni, fólki sem með framkomu sinni er góð fyr- irmynd í orði og verki. Fátt þrosk- ar meira en að fá að vera samferða slíku fólki í lífinu. Þetta á svo sannarlega við um hann tengda- KARL ÞÓRÐARSON ✝ Karl Þórðarson,bóndi í Kvíar- holti í Holtum, fæddist 14. apríl 1923. Hann lést 7. september síðastlið- inn. Eftirlifandi maki Karls er Jóna Veiga Benediktsdóttir, f. 3. maí 1934. Þau eignuðust sex börn og tíu barnabörn. Útför Karls fór fram í kyrrþey. pabba. Ég kynntist Kalla seint á árinu 1990, þegar ég var farin að vera með Þorsteini syni hans. Hann var að mér fannst mjög fámáll maður, en dálítið stríðinn. Hann hafði einstaklega gaman af börnum og fengu barnabörnin að njóta þess. Við Þorsteinn eig- um þrjú börn, Ásdísi Erlu, Katrínu Ósk og Bjarkar Svein. Kalli var sérstak- lega ánægður þegar Katrín Ósk var skírð, hún er skírð Katrín í höfuðið á móðursystur hans og sýndi hann óspart ánægju sína með það. Árið 1991 fór Kalli í mjaðmaað- gerð og fluttumst við Þorsteinn í Kvíarholt til þeirra Jónu, tengda- mömmu, á meðan hann var að jafna sig. Þorsteinn sá um skepn- urnar og ég tók við skúringum, í skólanum á Laugalandi, með tengdamömmu. Þennan vetur vor- um við meðal annars með þeim í þorrablótsnefndinni í sveitinni. Sá vetur er mér ógleymanlegur og þá kynntist ég líka tengdaforeldrum mínum miklu betur en ella. Kalli virtist hafa einstaklega gaman af því að ferðast um landið og óbyggðir þess og var fróður um landið. Kæri tengdapabbi, ég kveð þig með virðingu. Megir þú hvíla í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Sigurbjörg Sara. Elsku afi, þá er þrautum þínum lokið og þú hefur lokað augunum í hinsta sinn en eftir erum við og yljum okkur við minningu þína og um nýfæddu lömbin á vorin og svo smölun á haustin. En svona er lífið, við þökkum þér fyrir að kynna okkur fyrir sveitastörfunum sem þú unnir svo heitt. Við þökkum þér fyrir allt og allt og biðjum góðan guð að passa þig fyrir okkur og biðjum einnig um styrk fyrir ömmu Jónu í henn- ar miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú er komin lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Kveðja, Kristján Karl, Lena Kristín og Þuríður Magnea Þórðarbörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 UMRÆÐAN Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Hjartans ættingjar, vinir, samstarfsfólk og nemendur, nær og fjær. Innilegar þakkir fyrir nærveru ykkar, hlýju og samúð vegna veikinda og andláts elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR kennara, Sóleyjargötu 7, Reykjavík. Kæra starfsfólk krabbameinsdeildar Landspítala við Hringbraut og Karitas. Þjóðin er gæfusöm að eiga mannauð sem ykkur innan handar. Megi minningin um Ólaf lifa í hjörtum okkar allra. Hlín Helga Pálsdóttir, Andri Birkir Ólafsson, María Guðbjartsdóttir, Olga Björk Ólafsdóttir, Roland Hartwell, Helga Lára Ólafsdóttir, Ásgeir Friðriksson, Magnús Björn Ólafsson, Jóhann Ólafur og Andri Hrafn Andrasynir. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is STRÆTÓ farinn og nú á bankinn að fara líka. Það er af sem áður var þegar þjónusta verslana var nánast á hverju götuhorni og enginn blotn- aði mjög mikið við að bíða eftir strætó. Mér finnst sjálfum það hafa verið fyrir ekki svo löngu og að þróunin frá því sem var til þess sem er hafi gerst ótrúlega hratt. Tilefni þess að ég sest niður og pikka svolítið er að manni rennur til rifja aðferðir sem eiga að spara, til að auka hagnað sem er ekki svo lítill hjá bankanum okkar sem á og rekur útibú við Réttarholtsveg. Viðskiptamenn sem eru í mörgum tilfellum fullorðið fólk sem er búið að skila sínu og vill hafa hlutina í sem föstustum skorðum, geta farið í sitt útibú til að leggja inn eða taka út eftir þörfum, þar sem þetta fólk vill ekki liggja með sína fjármuni undir kodda af m.a. hættu á að það fái ekki að vera í friði. Stjórnendur Íslandsbanka sendu þau nöpru skilaboð til sinna við- skiptavina að það ætti að loka á Réttarholti og að þar yrði enginn þjónusta meir en í þessum skila- boðum til ykkar viðskiptavinanna er að nú skulum við taka fram göngugrindurnar og fara í þjálfun, labbaðu bara úr Fossvoginum austanverðum inná sogaveg eftir honum öllum u.þ.b. 2 km, þaðan norður Grensásveg að ljósum og yfir, bara passið ykkur á mjög hraðri umferð, upp Miklubrautina og nokkurn spöl norður Háaleit- isbraut þar erum við með þjón- ustu. Takk fyrir, þetta er alveg fyrir neðan allar hellur að stjórn- endur hjá bankanum skulu hunsa hátt í eitt þúsund undirskriftir sinna viðskiptavina, sem vilja og þurfa á þjónustu ykkar á að halda. (Góð þjónusta í hverfi heldur fast- eign í verði.) Þar er fokið í flest skjól hjá mörgum ykkar viðskiptavina hér í 108 Reykjavík, þar sem strætó sést hér ekki frekar en geirfuglinn við Íslandsstrendur. Mig langar til að fara þess á leit við bankann minn að hann endur- skoði þessa afleitu ákvörðun sem myndi án efa gleðja margan góðan íbúann hér í 108 Reykjavík. Virðingarfyllst ÞÓRHALLUR STEINGRÍMSSON Sogavegi 158. 108 Reykjavík. Halló! Íslands- banki – Strætó Frá Þórhalli Steingrímssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.