Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Hallgríms-son fæddist í Reykjavík 17. apríl 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 20. sept- ember síðastliðinn, þar sem hann hafði dvalist frá því í maí á þessu ári. Foreldrar hans voru Áslaug Benediktsson Geirs- dóttir Zoëga, hús- móðir, f. 14. ágúst 1895 í Reykjavík, d. 15. ágúst 1967, og Hallgrímur Benediktsson, stór- kaupmaður, alþingismaður og bæj- arfulltrúi í Reykjavík, f. 20. júlí 1885 á Seyðisfirði, d. 26. febrúar 1954. Bjuggu þau lengst af á Fjólu- götu 1 í Reykjavík. Systkini Björns eru: Ingileif Bryndís, húsmóðir, f. 10. nóvember 1919, Geir, f. 3. júlí 1923, d. 5. nóvember 1924, og Geir, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, f. 16. desember 1925, d. 1. september 1990. Björn kvæntist hinn 21. nóvem- ber 1947 Emilíu Sjöfn Kristinsdótt- ur, húsmóður, f. 12. ágúst 1927, d. 26. október 2003. Foreldrar hennar voru Emilía Björg Pétursdóttir, húsmóðir, f. í Reykjavík 14. ágúst 1900, d. 19. september 1965, og Kristinn Júlíus Markússon, kaup- maður í Geysi, f. í Reykjavík 5. júlí arini, f. 30. apríl 1969. Sonur þeirra er Giacomo Gunnar, f. 17. marz 2002, og dóttir er Alexandra Ás- laug, f. 8. júlí 2005. C) Gunnar Magnús, f. 7. nóvember 1978, kona hans er Anna María Guðnadóttir, f. 30. ágúst 1979. Börn þeirra eru Gunnar Magnús, f. 7. október 2003, og Emilía Anna, f. 20. júní 2005. 2) Kristinn, f. í Reykjavík 17. apríl 1950. Eiginkona hans er Sólveig Pétursdóttir, f. í Reykjavík 11. marz 1952 og eiga þau þrjú börn, Pétur Gylfa, f. 6. september 1975, Björn Hallgrím, f. 3. janúar 1979, unnusta hans er Herborg Harpa Ingvarsdóttir, f. 2. júlí 1979, og Em- ilíu Sjöfn, f. 30. september 1981. 3) Emilía Björg, f. 19. júlí 1954, gift Sigfúsi Haraldssyni f. 31. júlí 1955. Þau skildu. Börn þeirra eru Krist- inn Björn, f. 29. september 1983, Haraldur Gísli, f. 5. október 1986, og Stefán Geir, f. 14. marz 1991. 4) Sjöfn, f. 19. júní 1957, gift Sigurði Sigfússyni, f. 1. júní 1955, og eiga þau fjögur börn, Emilíu Björgu, f. 9. nóvember 1984, Katrínu Erlu, f. 3. marz 1986, Sigurð Kristin, f. 15. september 1989, og Elínu Eddu, f. 28. febrúar 1996. Sjöfn og Björn bjuggu frá árinu 1968 á Fjólugötu 1 í Reykjavík, en foreldrar Björns byggðu það hús. Áður bjuggu þau um árabil á Reyni- mel 25a í Reykjavík. Heimili þeirra hjóna og sumarbústaður á Þingvöll- um voru ætíð miklir samkomustað- ir fjölskyldu þeirra og þar var alltaf öllum tekið með opnum örmum. Útför Björns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1894, d. 16. maí 1973. Björn lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands árið 1939. Hann var við nám og störf í Bandaríkjunum á ár- unum 1942 til 1946. Hann hóf störf hjá H. Benediktsson hf. árið 1946 og var forstjóri Ræsis hf. 1952 til 1954. Hann varð framkvæmdastjóri H. Benediktssonar hf. árið 1954 og síðan for- stjóri og svo stjórnar- formaður. Hann var stjórnarfor- maður Ræsis hf. í mörg ár og í stjórn Skeljungs hf. og m.a. stjórn- arformaður einnig. Hann var í stjórn Nóa-Síríusar hf. og Hreins hf., í stjórn Sjóvátryggingafélags Íslands hf., Steypustöðvarinnar hf., Byggingariðjunnar hf. og fleiri fyr- irtækja. Hann var í stjórn Verzlun- arráðs Íslands, Félags ísl. stór- kaupmanna og Félags bygginga- vörukaupmanna, svo nokkuð sé nefnt. Börn Sjafnar og Björns eru: 1) Áslaug, f. í Reykjavík 28. desember 1948. Eiginmaður hennar er Gunn- ar M. Sch. Thorsteinsson, f. í Reykjavík 18. febrúar 1945, og eiga þau þrjú börn. Þau eru: A) Björn, f. 1. apríl 1970. B) Laura Sigríður, f. 15. marz 1972, gift Aurelio Rav- Í dag verður jarðsettur tengdafað- ir minn, Björn Hallgrímsson, tæpum tveimur árum á eftir henni Sjöfn sinni. Það eru rúm 38 ár liðin frá því að ég kom fyrst inn á heimili þeirra Sjafnar og Björns í fylgd Áslaugar minnar. Mér er sérstaklega minnis- stætt hversu elskulega þau tóku á móti mér og létu mig finna það frá fyrsta degi að ég væri einn af fjöl- skyldunni og upp frá því má segja að heimili þeirra Sjafnar og Björns hafi verið mitt annað heimili. Allar mínar minningar um þau Sjöfn og Björn eru af þeim saman og allar minningarnar tengjast ein- hverju léttu og skemmtilegu enda voru þau gestrisin og hjálpsöm og með létta lund og glaðvær. Fjólugata 1 og ömmusveitin Birki- lundur voru alltaf opin fyrir okkur og þar hittist iðulega öll stórfjölskyldan og var þá undantekningarlaust slegið upp veislu. Það þarf ekki að segja þeim sem til þekkja að þar var kátt á hjalla. Sjöfn og Björn voru svo einstak- lega samrýnd að ég man ekki þann dag sem þau voru ekki saman, ef hann þurfti að fara eitthvað í við- skiptaerindum þá fór Sjöfn alltaf með honum, alla tíð, alltaf. Björn var um áratugaskeið í fram- varðarsveit íslensks atvinnulífs og átti hann sæti í stjórnum fjölmargra stórfyrirtækja og félagasamtaka og var hann sannarlega einn þeirra sem mótuðu íslenskt viðskiptalíf og settu sterkan svip á allt þjóðfélagið allan síðari helming síðustu aldar. Björn var fágaður maður með óað- finnanlega framkomu, kurteis svo eftir var tekið, orðvar og heiðarlegur og það sem hann sagði eða lofaði stóð alltaf, annað var ekki til í hans gen- um. Hann var ljúfur og góður maður og vandaður í alla staði. Björn hafði oft á orði að hann vildi fara á undan henni Sjöfn sinni því að hann kynni ekki að lifa án hennar. Nú hafa þau aftur hafið sambúð á nýjum stað í Himinhæðum eftir tveggja ára aðskilnað, eina aðskilnaðinn frá því að þau kynntust fyrir tæpum 60 ár- um. Ég kveð þig, elsku Björn minn, með þakklæti fyrir allt það sem þú varst mér og Áslaugu minni og börn- um okkar og barnabörnum alla tíð. Þú lifir áfram í ljúfum minningum okkar um tryggan og góðan föður, afa, langafa og vin. Gunnar Sch. Thorsteinsson. Í dag kveð ég elskulegan tengda- föður minn, glæsilegan en jafnframt einstaklega traustan og góðan mann. Björn var mikill fjölskyldumaður og mjög náinn sínu fólki. Hann átti ávallt mikil og góð samskipti við systkin sín þau Ingileif Bryndísi og Geir Hallgrímsson og það var honum mjög þungbært er bróðir hans féll frá eftir erfið veikindi. H. Ben. fjölskyld- an eins og hún er jafnan nefnd í höf- uðið á Hallgrími Benediktssyni er einstakt sómafólk og tengdafaðir minn talaði ávallt af mikilli virðingu og væntumþykju um foreldra sína, þau Hallgrím og Áslaugu. Björn var alltaf tilbúinn til að hlusta og gefa góð ráð. Alveg frá því að ég kynntist eiginmanni mínum, Kristni Björnssyni, og fór að venja komur mínar á Fjólugötuna þá fann ég þessa miklu hlýju og útgeislun sem frá tengdaföður mínum stafaði. Það var mér ómetanlegt að geta ávallt leitað til hans með ýmis erindi sem oft gat verið erfitt að leysa. En tengdafaðir minn lagði sig líka ávallt fram um að sinna öllum meðbræðr- um sínum á þann hátt sem honum einum var lagið. Hann var maður orða sinna og umgekkst samferða- fólk sitt með hlýju og virðingu. Þótt hann skorti ekki efnisleg gæði varð maður þess aldrei var að það væri eitthvert atriði í hans lífi. Öllu fremur lagði hann áherslu á að innræta börn- um sínum og barnabörnum heiðar- leika, réttsýni og náungakærleik. Tengdaforeldrar mínir voru ein- stakt heiðursfólk og voru mér mik- ilvæg fyrirmynd á mörgum sviðum. Björn og Sjöfn voru samhent hjón og samband þeirra einstaklega fallegt. Hann missti mikið er hún féll frá fyr- ir tveimur árum og það var honum afar þungbært að sjá á bak þessum lífsförunaut sínum sem var akkerið í hans tilveru. Þær voru ófáar ánægju- stundirnar sem við fjölskyldan öll nutum í faðmi þeirra og þau voru líka höfðingjar heim að sækja. Tengdafaðir minn var umsvifa- mikill í íslensku viðskiptalífi um ára- bil. Honum var trúað fyrir miklu og sinnti því afar vel sem honum var fal- ið. Mér er það minnisstætt er við hjónin hittum erlenda viðskiptaaðila á Fjólugötunni hversu mikla tiltrú þeir höfðu á Birni Hallgrímssyni og hans fjölskyldu. Oftar en ekki inn- sigluðu menn samninga sín á milli með handabandi og ávallt var á það lögð áhersla að orð skyldu standa. Eiginmaður minn, Kristinn, er ein- mitt alinn upp í þessu umhverfi sem reyndist honum mikilvægt veganesti út í lífið. Hann hóf ungur að fara utan í viðskiptaferðir með föður sínum enda voru þeir feðgar mjög nánir. Ég veit að hann saknar föður síns sárt. Það er ómetanlegt að eiga ástkæran og traustan vin sem aldrei bregst í lífsins ólgusjó. Systur Kristins, þær Áslaug, Emilía og Sjöfn, eiga líka um sárt að binda enda afar nátengdar foreldrum sínum sem núna eru bæði búin að kveðja. En minning þeirra lifir áfram í þessum einstaklega góðu og traustu mágkonum mínum og fjöl- skyldum þeirra. Björn var vinmargur maður og hafði mikla kímnigáfu og það var ávallt stutt í hláturinn á Fjólugöt- unni. Hann gat líka verið stríðinn og gerði stundum athugasemdir við klæðaburð okkar ungu kvennanna. En hann var líka alveg einstakur smekkmaður og ávallt vel til fara svo að vafalaust hefur hann á stundum haft nokkuð til síns máls. Við Krist- inn og börnin nutum þess svo sann- arlega að á Fjólugötunni var það jafnan viðkvæðið að hláturinn lengdi lífið. Það er gott að hafa í huga ekki síst þegar vindar á móti blása í lífi fólks. Elsku Björn, ég kveð þig í dag með miklum söknuði en jafnframt virð- ingu og þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Ég bið Guð um að varðveita minningu þína og veita fjölskyldunni allri styrk í þeirra söknuði. Þín tengdadóttir, Sólveig Pétursdóttir. Kæri afi. Þegar ég stóð við hlið þér um daginn, áður en ég fór til útlanda vegna vinnu, fékk ég sterklega á til- finninguna að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Þú horfðir í augun á mér og óskaðir mér góðs gengis eins og venjulega en það voru þung skref hjá mér þegar ég fór og maður byrjaði að hugsa um 35 ára vináttu okkur sem aldrei nokkurn tímann bar skugga á. Sumarbústaðarferðirnar í ömmusveit á Þingvöllum og allar gistinæturnar á Fjólugötu eru mínar kærustu æskuminningar, vídeó- kvöldin okkar þar sem við horfðum á Bruce Lee, Dirty Harry, James Bond langt fram eftir nóttu … enda forfallnir bíósjúklingar báðir tveir. Bíltúrarnir okkar á R-92 þar sem við töluðum saman um allt milli himins og jarðar og oft máttir þú þola langa fyrirlestra frá mér um það sem mér fannst að betur mætti fara í tilver- unni, hversu lífið væri hverfult, mis- skiptingu lífsgæðanna og svo mætti lengi telja og ótrúlegt hversu oft þú nenntir að hlusta á litla besserwiss- erinn sem taldi sig vita flest betur en allir aðrir. Aldrei bar skugga á vináttu okkar. Aldrei nokkurn tíman þau 35 ár sem ég hef lifað hér og ég gat alltaf treyst því að þú værir hreinskilinn. Húm- orinn þinn var líka einstakur en mér er minnisstætt þegar ég reyndi að skilja konur – flakkandi úr einu sam- bandinu í annað (hvarflaði nú aldrei að mér að það væri kannski eitthvað athugavert við mig en það er önnur saga) að ég spurði þig á gullbrúð- kaupsdegi ykkar ömmu um galdur- inn við 50 ára hjónaband. Þú tókst þér smá umhugsunartíma og svarað- ir svo: „Veistu, nafni, þetta er mikil vinna fyrstu 30 árin, svo venst þetta bara.“ Óborganlegt svar. Ég er enn að vinna í því að endast meira en þrjú ár en það er metið „so far“. Sem forfallinn bílaáhugamaður – og þá sérstaklega Mercedes Benz – hafði ég líka býsna gaman af að taka R-92 og þrífa hann hjá þér. Ég nefni- lega samdi við þig að ég þyrfti a.m.k. tvær til þrjár klst. í hvert sinn og fór svo rakleiðis með hann á bónstöð sem tók hann í gegn á 30 mínútum sem gaf mér um tvær klst. til að rúnta enda ekki oft sem maður fékk að keyra svona lúxusbíl. Bíllinn þinn var nefnilega alltaf í toppstandi. Allt- af eins og nýr og fyrir táning á gelgjuskeiði var rosalegt að skreppa upp á Bláfjallaveg og spýtta aðeins. Stuttu eftir að ég fékk bílpróf kom ég við á Fjólu og fékk Benzann til að þrífa. Keyrði um 200 metra eftir Lækjargötunni og viti menn, mér tókst að klessa bílinn u.þ.b. tveimur mínútum eftir ég fékk hann hjá þér. Þegar ég kom svo til þín með kökk í hálsinum, 17 ára gamall, til að segja þér frá þessu svaraði þú: „Hvaa, heldurðu að mér sé ekki sama um einhverja blikkbelju – er allt í lagi með þig, nafni?“ Stuttu seinna kom ég aftur til að þrífa bílinn en hafði lít- inn tíma og ákvað að gera það í bíl- skúrnum hjá þér. Græjurnar í botn og bíllinn tekinn alveg í gegn. Þegar ég svo bakkaði bílnum út úr skúrnum heyri ég eitthvert brak- hljóð enda tónlistin á fullu og sé mér til mikillar skelfingar að ég hafi gleymt að loka einni hurðinni aftur í og hún farið utan í bílskúrsvegginn og nánast af bílnum. Sem sagt, á mjög svo stuttum tíma tókst mér að skemma R-92 tvisvar sinnum og þú ekið tjónlaust í nokkra BJÖRN HALLGRÍMSSON ✝ Lilja Gréta Þór-arinsdóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1922. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 22. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herborg Breið- fjörð Hallgrímsdótt- ir, f. á Kolgröfum í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi, og Þórar- inn Guðmundsson, f. á Ketilsstöðum, Dyr- hólahreppi, V-Skaftafellssýslu. Þau skildu. Albróðir Lilju Grétu er Hall- eldrar hans voru Oddný Elín Jón- asdóttir frá Hliði á Álftanesi og Guðmundur Gíslason frá Seljavöll- um undir Eyjafjöllum, útvegsbóndi í Vestmannaeyjum. Börn Lilju Grétu og Haralds eru Guðmundur, f. 1941, búsettur í Neskaupstað. Þuríður Margrét, f. 1943, búsett á Egilsstöðum; Hlöðver Smári, f. 1950, búsettur í Hafnarfirði, og Matthildur Rós, f. 1954, búsett í Garðabæ. Einnig ólu þau upp dótt- urson sinn, Grétar Birki Guð- mundsson. Barnabörnin eru 15 og langömmubörnin 17. Lilja Gréta og Haraldur bjuggu í Reykjavík til ársins 1955, að und- anskildum þremur árum í Vest- mannaeyjum, en þá fluttu þau til Neskaupstaðar þar sem þau bjuggu til æviloka. Útför Lilju Grétu verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. grímur Breiðfjörð. Hálfsystur hennar, samfeðra, eru Alda og Bára. Hálfsystkini sammæðra eru Her- dís Ásgeirsdóttir, Ein- ar Hafsteinn Guð- mundsson og Jósep Ástvaldur Guðmunds- son. Árið 1943 giftist Lilja Gréta Haraldi Kristni Guðmunds- syni prentara og tón- listarmanni úr Reykjavík, f. 30. júlí 1922 í Vestmannaeyjum, d. 29. nóv- ember 1981 í Neskaupstað. For- Elsku amma. Nú ertu loksins laus úr viðjum sjúkdómsins sem rændi þig síðustu æviárunum. Ég vona að þú hafir það gott á nýja staðnum og að þið Halli afi séuð saman á ný. Ég var bara sex ára þegar við fjölskyldan fluttum frá Neskaup- stað og því miður varð aldrei mikið samband á milli okkar, fjarlægð- irnar voru svo miklar. En ég man eftir þér sem lágvaxinni, fallegri konu sem alltaf bar sig vel og þú geislaðir af yndisþokka. Þú varst mjög vel gefin og alltaf tilbúin að koma með góð ráð, og hefði ég vilj- að læra meira af þér. Þú varst ynd- isleg við hann Grétar bróður minn sem ólst upp hjá þér og afa, og veit ég að sorg hans er stór núna. En hann er heppinn að hafa fengið að alast upp á öruggu og góðu heimili ykkar afa með fjölskylduna nálægt sér. Ég á nú ekki margar minningar um þig, amma mín, en ég man eftir fallega garðinum þínum sem þú passaðir svo vel og varst svo stolt af. Og heilræði gafstu mér á ung- lingsárum sem ég man vel eftir en hef því miður ekki verið of góð til að lifa eftir. Ég hef alltaf verið óttaleg kjaftablaðra og gleymi oft að hugsa fyrst og tala svo og eitt sinn sagðir þú við mig: „Hrafnhildur mín, það er gott að geta talað, en enn betra að geta hugsað fyrst og talað svo.“ Ég man líka eftir þegar við bjugg- um í Neskaupstað og ég hef verið um fimm til sex ára. Ég hafði nýlok- ið við að fá mér brauð og mjólk í drekkutímanum hjá mömmu og mátti ekki fá meira að borða (en ég hef alla tíð verið mikið matargat) þegar mér datt það snjallræði í hug að fara heim til þín og kvarta yfir hve hungruð ég væri og að ég fengi aldrei neitt að borða heima hjá mér. Ég bar mig ósköp illa og fékk að sjálfsögðu að borða hjá þér um leið og svo þegar ég var södd og farin út að leika mér aftur hringdir þú í mömmu til að skammast yfir því hve barnið væri svangt og komst þá að því að ég var nýbúin að borða þar líka. Að sjálfsögðu flýtti ég mér ekki heim þann daginn, ég vissi al- veg að upp um mig hefði komist. Ég flutti svo til Danmerkur 1994 og við skrifuðumst á þangað til sjúkdómurinn yfirbugaði þig. Mér þykir mjög vænt um þær bréfa- skriftir og geymi ég bréfin þín, amma mín. Þú varst mikil fjöl- skyldumanneskja og þótti þér vænt um að hafa fjölskylduna í kringum þig. Þú munt lifa áfram í minningunni og ég mun alltaf muna eftir þér sem fallegu ömmu minni sem vissi svo ótrúlega margt. Alexandra mín var svo lítil þegar við fluttum út að þú hefur ekki kynnst henni mikið né hún þér. En ég er viss um að ykkur hefði litist vel hvor á aðra. Og hún talar aldrei án þess að hugsa fyrst, ólíkt mömmu sinni. En hvíl í friði, amma mín. Öllum okkar ættingjum sendum við Alexandra samúðarkveðjur. Hrafnhildur. LILJA GRÉTA ÞÓRARINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.