Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 2005 37 MENNING ÞRÍR vinir hafa lagt saman krafta sína og skapað myndverk í Kling og Bang á Laugavegi. Hér er um að ræða tauþrykk þar sem vísirósir Bjarna Þórarinssonar eru í for- grunni, myndir úr skissubókum Óm- ars Stefánssonar í bakgrunni en Goddur sér um samsetninguna. Hin- ar einstöku vísirósir Bjarna H. Þór- arinssonar sjónháttafræðings stela hér senunni í margbreytileika sínum og hugarflugi en kraftmiklar myndir Ómars gæða þær jarðsambandi og nýju lífi. Bjarni þróaði kenningar sín- ar um sjónháttafræði fyrir allnokkru og hefur kynnt þær með ýmsu móti, m.a. með bókagerð og gjörningum þar sem hann kemur fram sem Kokkur Kyrjan Kvæsir og talar eigin tungu. Á yfirborðinu má sjá augljós sjónræn tengsl vísirósanna við svo- kallaðar mandölur, en í tíbeskum búddisma er mandala mynd af ímyndaðri höll sem notuð er við hug- leiðslu. Möntrur, ákveðin orða- sambönd sem eru endurtekin í sí- fellu, eru einnig notaðar við hugleiðslu, t.a.m. orðin Om Mani Padme Hum, en allur sannleikur heimsins um þjáninguna og leiðir til þess að fjarlægja orsakir hennar á að vera falinn í þessum orðum. Orðnotk- un Bjarna í vísirósunum myndi ég þó frekar tengja leik og sköpun en hug- leiðslu, þó er í þeim ákveðin end- urtekning sem hugsanlega kallar fram einhvers konar hugleiðsluást- and. Bjarni notar rím og smávægi- legar breytingar á orðum í vísirós- unum, dæmi eru ORRÝ, BERRÝ, BARRÝ, IRRÝ, GARRÝ, GERRÝ … Þessi leikur ef svo má kalla minnir líka á listsköpun og orðaleiki dadaistanna, en dæmi um þá má m.a. finna í ljóðinu KARAW- ANE eftir Huga BalL frá þriðja ára- tug sl. aldar en það hljóðar svo: „Karawane/jolifanto bamba o falli bambla/grossiga m’pfa habla horem/ egiga goramen/higo bloiko russulu huju/hollaka hollala/anlogo bung/ blago bung/bosso fataka/u uu u/ schampa wulla wussa ólobo/hej tatta görem/eschige zunbada/wulubu ssu- budu uluw ssubudu/tumba ba- umf/ kusagauma/ba – umf / Úrsónata Kurt Schwitters byggir á viðlíka leik með hljóð, rytma og rím sem Bjarni notar einnig í orðaleikjum sínum. Myndljóð Bjarna minna einnig á verk naívista á borð við Sölva Helga- son og skreytimyndir hans, eða ljóð eftir Æra-Tobba: „Agara gagara úra rænum, illt er að hafa þá marga á bænum …“ Bjarni tengist þannig mjög skemmtilega inn í ólíka menn- ingarheima, trúarbrögð, listasögu og alþýðumenningu og sýnir hversu ein- stakur hann er innan íslensks lista- lífs. Að mínu mati höfða vísirósirnar og hinn lifandi bakgrunnur sem þær hafa fengið hér fyrst og fremst til sjónrænnar upplifunar áhorfandans, þó vissulega megi líka líta á orðaleiki Bjarna sem möguleika á sköpun óvæntra hugrenningatengsla. Þetta eru falleg verk sem gaman er að skoða, spá og spekúlera í og gaman væri að fá að sjá þau í betri birtu og stærra rými þar sem hvert og eitt fær að njóta sín til fulls. Hugar- heimar MYNDLIST Kling og Bang Sýningu lokið. Cosmosis Tauþrykk, Bjarni H. Þórarinsson, Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) Ómar Stefánsson Ragna Sigurðardóttir ÞAÐ er mikið gleðiefni hvað mörg góð tónverk hafa verið samin fyrir fjórar hendur á píanó og var metn- aðarfull dagskrá þeirra Þórarins og Jóns góður vitnisburður um það. Að mínu áliti er f-moll fantasía Schuberts ein af fegurstu perlum klassík-rómantískra tónverka og í rauninni ættu miklu fleiri píanó- leikarar og nemendur í píanóleik að leika fjórhendur, sem er bæði kjörið efni til að fjölga gleðiríkum stefnumótum þeirra og áheyrenda við slaghörpuna og einnig til að auka leikni í nótnalestri. Þessi samleiksháttur gerir miklar kröf- ur til flytjenda og voru þau verk sem hér eru til umfjöllunar vanda- söm. Litla svíta Debussy var túlkuð á syngjandi hátt og fallegri mótun hendinga. Lokaþátturinn, ballet, hefði mátt verða ör- ari og samhæfingin enn nákvæmari á lokahljómum. Dansa- syrpa Barbers upp- fyllir þá kröfu að vera hvorutveggja í senn bráðskemmtileg og vönduð tónsmíð. Þar notar höfundur til hins ýtrasta þan- þol dægurlagsins í nýstárlegri og oft all- ögrandi útfærslu. Þessu verki skiluðu þeir félagar ljómandi vel. Helst hefði mátt hvetja þá til meiri andstæðna í styrkleika og hraða. Sérstaklega fannst mér að loka- þátturinn þyrfti meiri ígjöf. Að loknu hléi hljómaði róm- antísk og falleg útsetning á Fag- urt syngur svanurinn… í útfærslu Jóns og Wynn-Anne Rossi í næmri túlkun. Því næst var borið á borð glæsi- verk með glæsibrag, en það var hin rómaða sonata Poulenc, sem hljómar nýstárlega enn þrátt fyrir sín 89 át. Og þar fannst mér tón- leikarnir rísa hæst. Að vísu greip Schubert mann sterkri tilfinningu, sér í lagi í upp- hafi f-moll fantasíunnar og sinna- skiptunum sem verkið tekur í breytingum yfir í ljúfan dúrinn. En flugið hélst ekki ótruflað og er ég næsta viss um að þeir hnökrar sem urðu skrifuðust fyrst og fremst á þau mistök píanóleikarans að hafa ekki flettara til aðstoðar. Það sem skiptir þó mestu máli er að heildarsvipmót tónleikanna var gott og þeir áhugaverðir. Allavega var full ástæða fyrir fleiri áheyrendur að mæta og njóta. Stjórn Tónlistarfélags Akureyr- ar lætur ekki deigan síga og byrjar á röð hádegistónleika, þar sem tengd verður saman list og lyst, þannig að áheyrendum gefst kost- ur á að njóta góðrar tónlistar og málsverðar á sama tíma gegn vægu verði. Hafist verður handa með hádegistónleika þessa næst- komandi föstudag. TÓNLIST Ketilhúsið á Akureyri Aðrir tónleikar á nýju starfsári Tónlistar- félags Akureyrar. Flytjendur: Jón Sigurðs- son og Þórarinn Stefánsson á píanó. Efnisskrá: Fjórhendur fyrir píanó: Petite Suite í fjórum þáttum eftir Claude De- bussy ( En bateau-Cortége-Menuet- Ballet), Souvenirs op. 28 í sex þáttum eft- ir Samuel Barber (Waltz-Schottische-Pas de deux-Two step-Hesitation Tango- Galop), Sónata í þremur þáttum eftir Franc Poulenc (Prelude-Rustitque-Final), Andantino op.84 nr.1 og Fantasía í f-moll op.103 eftir Franz Schubert, ásamt út- setningu Jón Sigurðssonar og Wynn-Anne Rossi á íslenska þjóðlaginu: Fagurt syng- ur svanurinn. Sunnudaginn 25.9. kl. 16. Píanótónleikar Jón Hlöðver Áskelsson Jón Sigurðsson Þórarinn Stefánsson Fjórhendur í Ketilhúsinu FLESTIR kannast við orðið Limbó og merkingu þess. Í kristinni trú er Limbó annars vegar biðstofa sálna sem hafa hlotið fyrirgefningu synd- anna en komast einhverra ástæðna vegna ekki strax að á himnum, hins vegar endanlegur áfangastaður m.a. óskírðra barna. Limbó er hvorki himinn né helvíti heldur eitt- hvað mitt á milli, en ekki vondur staður í sjálfu sér. Það versta við Limbó er að það er ekki neitt, held- ur eitthvað mitt á milli einhvers, biðsalur eins og alþjóðaflugvöllur. Í dag merkir hugtakið Limbó þó fyrst og fremst andlegt ástand og margir kannast án efa við að finn- ast þeir dvelja í Limbó á meðan beðið er eftir svari við einhverju mikilvægu í lífinu. Fæ ég nýja starfið? Á mér eftir að batna? Eign- umst við einhverntíma barnið sem okkur dreymir um? Stóðst ég próf- ið? Og svo framvegis. Limbó er andleg biðstaða sem verður til þess að viðkomandi fer í kyrrstöðu, verð- ur passífur, lífið einkennist af bið eftir að komast yfir ákveðinn þrösk- uld. Ólafur Elíasson hefur notað þetta orð við nafngift sína á nýrri inn- setningu sem hann sýnir í Safni við Laugaveg og nefnir Limbo Lamp for Pétur. Innsetningin er í litla rýminu á annarri hæð þar sem oft eru sýnd myndbönd, litlu glugga- lausu herbergi. Lampinn sam- anstendur af sterkum kastara sem beinir ljósgeisla að svífandi, gegn- sæjum glerskúlptúr, flatur hringur snýst innan í sívalningi. Rafmagn knýr hringina áfram í stöðugum, jöfnum snúningi sem minnir á gang himintunglanna. Áhrifin birtast síð- an í ljósbroti á veggnum sem sýnir hringina sjálfa en skapar líka mun stærri ljóshringi sem skríða eftir veggnum og yfir á áhorfandann sjálfan sem er baðaður þessu fal- lega, bjarta ljósi eitt augnablik, og svo aftur. Endurtekningin verður til þess að maður stendur kyrr til þess að upplifa þessa síendurteknu, léttu snertingu ljóssins. Eins og oft- ar hefur Ólafi tekist að virkja ein- falda möguleika ljóss á sjónrænt óvæntan og afar fallegan hátt, og um leið skapa einstök tengsl milli nútíðar og fortíðar, smáheimsins og alheimsins. Ég hef áður í umfjöllun um verk Ólafs Elíassonar minnst á þann línudans sem þau eiga það til að stíga milli nýskapandi sam- tímalista og einfalds sjónarspils, en það er einmitt þessi einfaldleiki sjónarspilsins sem gerir verk hans svo aðlaðandi. Það felst barnsleg gleði í birtingarmyndum ljósbrots- ins á veggnum og ekki síst í því að finna snertingu ljóssins svo áþreif- anlega. Limbo Lampi for Pétur minnir allt í senn á gang him- intunglanna eða geislabauga alda- gamalla málverka sem hér svífa af stað og umfaðma áhorfandann, en ekki síst á einfalda eðlisfræði ljóss- ins sem er kjarni allrar myndlistar. Inni í þessu litla rými stendur tím- inn í stað, rétt eins og í Limbó er ljósið rétt utan seilingar en alltaf í þann mund að umfaðma þig. List Ólafs Elíassonar er dæmi um samruna og samspil lista, tækni og vísinda og birtir um leið sér- stöðu hverrar greinar fyrir sig, rétt eins og hjá endurreisnarmanninum fer listsköpun hans fram með rann- sóknum á ótal sviðum og stöðugri forvitni um eðli alheimsins. Um þessar mundir sýnist mér samstarf listamanna og annarra stétta vera að aukast sem er afar jákvæð þróun í samfélaginu, þróun sem er komin nokkuð vel af stað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, listamenn eru til dæmis æ oftar sjálfsagður hluti af vinnuteymi við borga- og hverfa- skipulag og ekki síst hönnun bygg- inga eins og þáttur Ólafs Elíasson- ar í hönnun nýs tónlistarhúss er dæmi um. Það er líka löngu kominn tími til að rjúfa hina tilbúnu ein- angrun myndlistarinnar og virkja það mikla skapandi afl sem þar býr. Morgunblaðið/Einar Falur „List Ólafs Elíassonar er dæmi um samruna og samspil lista, tækni og vísinda,“ segir í umsögninni. Svífandi geislabaugar MYNDLIST Safn Safn er opið miðvikud. til föstud. frá kl. 14–18 og 14–17 um helgar. Ólafur Elíasson Limbo Lamp for Pétur Ragna Sigurðardóttir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni HINN 24. október nk. eru liðin 30 ár frá því að konur á Íslandi létu til sín taka með eftirminnilegum hætti og héldu frídag kvenna hátíðlegan með pompi og prakt. Útvarpsleik- húsið á Rás 1 hefur af þessu tilefni undirbúið syrpu útvarpsleikrita um hina kvenlegu sýn og afstöðu til kvenna. Á fimmtudagskvöldum kl. 22.15 í október og nóvember eru flutt leikrit um konur og eftir kon- ur. Flutt eru verk eftir fimm ís- lenska höfunda og tvo erlenda. Þau eru eftirfarandi: 6. október: Margar konur eftir Kristínu Ómarsdóttur í leikstjórn Ásdísar Þórhallsdóttur. 13. október: Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur. 20. október: Þögn á fimm vegu eftir Shelgah Stephenson í þýðingu og leikstjórn Karls Ágústs Úlfs- sonar. 27. október (og aftur 3. nóv- ember): Hvað er í blýhólknum eftir Svövu Jakobsdóttur í útvarps- leikgerð og leikstjórn Maríu Krist- jánsdóttur. 3. nóvember: Hvað er í blýhólkn- um, endurflutt. 10. nóvember: Nóbelsmanía og vettlingar eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur í leikstjórn Kristínar Ey- steinsdóttur og Kista töframanns- ins eftir Þórdísi Elvu Þorsteinsdóttur Bachmann í leik- stjórn Steinunnar Knútsdóttur. 17. nóvember: Nóra eftir að hún skildi við eiginmann sinn eftir Elf- riede Jelenik í þýðingu Elísabetar Bjargar Þorsteinsdóttur og Jór- unnar Sigurðardóttur og leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur. 24. nóvember: Nóra eftir að hún skildi við eiginmann sinn, end- urflutt. Kristín Ómarsdóttir Nína Björk Árnadóttir Leikrit kvenna í Útvarps- leikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.