Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ úar með Goðafossi, sem fórst svo síð- ar þetta sama ár. Mikið var gott að hitta foreldranna og fjölskylduna aftur. Pabbi og mamma voru orðin öldruð og ég fann að ég vildi umfram allt vera hjá þeim. Ég settist því aftur að á Fríkirkjuvegi 3. Ég var ógift og fékk fljótlega aftur vinnu á bæjarskrifstofunum með sama kaupi og maður sem tekið hafði við af mér, sem var hærra en ég hafði haft. Ég setti sem skilyrði að fá sama kaup og hann hafði fengið og það gekk. Allt lék í lyndi og svo gerðist það einn daginn þegar ég var að ganga eftir gangstétt í miðbænum að bíll flautaði á mig. Ég snarstoppaði og þar var þá kominn ungur maður sem ég hafði kynnst í New York lítillega. Einar Egilsson hét hann og hafði verið við störf í Argentínu. Hann var ævintýra- gjarn á yngri árum sínum en þegar hann hafði verið í Suður-Ameríku í nokkur ár langaði hann heim. Ég sá hann í konsúlatinu í New York og fór með honum út að borða. Svo liðu tvö ár þar til hann sá mig á gangstéttinni. Vinur hans, sem var með honum í bílnum, sagði mér seinna að áður en hann flautaði á mig hefði hann sagt: „Þetta á að verða konan mín.“ Svo fór að við urðum strax óaðskilj- anleg og giftum okkur eftir ár, 7. apríl 1945. Hann var jarðaður á þeim degi 1999. Það var séra Bjarni sem gifti okkur, hann framkvæmdi allar fjöl- skylduathafnir fyrir fjölskylduna meðan hans naut við. Einar var 35 ára og ég 28 ára þegar við gengum í hjónaband. Þegar ég var gift kom einhvern veginn ekki til greina að ég ynni úti. Þá fóru líka börnin að fæðast og fimm árum eftir að við Einar giftumst þá bauðst honum vinna í Mexíkó. Hann talaði spænsku mjög vel og ákveðið var að hann tæki tilboðinu. Ég fór með honum og við bjuggum í Mexíkó í þrjú ár, mér fannst ég komin á heims- enda en vissulega var fróðlegt að búa þarna. Við fórum þó aftur heim og enn settist ég að, nú ásamt manni og börn- um, að Fríkirkjuvegi 3. Maðurinn minn var við ýmis störf eftir heimkomuna frá Mexíkó, þó lengst af innkaupastjóri hjá Rarik. Sjálf var ég heimavinnandi húsmóðir í 23 ár og sinnti börnum okkar fimm, Maríu, Agli, Þórunni, Sigurði og Mar- gréti – barnabörnin eru 18 og lang- ömmubörnin eru 12. Lauk viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 1974 En þegar ég var komin um fimm- tugt þá langaði mig að fara út á vinnu- markaðinn. Ég fór að svara auglýs- ingum en það var til lítils, tvö atvinnuviðtöl fór ég þó í, annað hjá reiknivélafyrirtæki og þar hafði ég reynslu, en þegar viðtalið var búið sagði maðurinn sem talaði við mig: „Hvernig heldur þú að þér liði að fara að vinna innan um allt þetta unga fólk?“ Ég kvaddi bara og fór og heyrði ekki frá honum framar. Ég hélt áfram að senda inn umsóknir en það var eins og gamla stúdentsprófið mitt og 23 ára starfsreynsla sem hús- móðir þætti ekki merkilegt á vinnu- markaðinum. Hitt viðtalið var hjá Sambandi sveitarfélaga, það fór vel á með mér og manninum sem ræddi við mig. Honum virtist lítast vel á mig og mína reynslu en sagði svo: „Það fylgir þessu dálítið snatt, ég kann varla við að fara að snatta svona fínni frú!“ Þar fór það, ég heyrði ekki meira frá hon- um. Tveimur árum síðar varð maðurinn minn heilsuveill. Þá kom auglýsing frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem ég svaraði, þar fékk ég vinnu sem gjaldkeri og hafði með höndum launa- útreikninga. En þegar ég var 57 ára datt mér í hug að fara í Háskóla Íslands og læra viðskiptafræði. Ég gerði þetta af því að ég vissi að sá sem hafði unnið þetta starf áður fékk laun sem viðskipta- fræðingur þótt hann væri það ekki – bara karlmaður, auk þess hafði mig alltaf langað til að læra meira. Mað- urinn minn og börnin tóku vel þeirri hugmynd minni að fara í háskólann og þegar til kom gekk mér mjög vel og lauk þaðan prófi sem viðskipta- fræðingur 1979. Krakkarnir tóku mér vel og buðu mér í partý með sér og hvaðeina. Prófritgerðin mín fjallaði um almennar tryggingar. Gylfi Þ. Gíslason, sem var bekkjarbróðir minn í barnaskóla, útskrifaði mig. Ég fékk síðan vinnu hjá Tryggingastofnun ríkisins. Ég hringdi í Eggert Þor- steinsson forstjóra og spurði hvort eitthvað væri laust, hann hvatti mig til að sækja um og það leið ekki lang- ur tími þar til hann hringdi í mig og bauð mér fulltrúastarf í endurskoð- unardeild. Ég gerði það og fékk eftir hálft ár laun sem viðskiptafræðingur. Nokkru síðar var Guðrún Helgadóttir kosin á þing. Hún var deildarstjóri og vildi fá frí og fá mig í sitt starf hjá tryggingunum á meðan. Ég var með ýmsar viðbárur en það endaði með því að ég fékk þetta starf og var deild- arstjóri hjá Tryggingarstofnun ríkis- ins í sjö ár, eða þar til ég fór á eft- irlaun. Vildi helst að Fríkirkjuvegur 3 yrði fjölskylduhús aftur Eftir að pabbi var látinn 1955 bjuggum við ásamt mömmu í húsinu þar til henni var boðið gott verð fyrir það árið 1957, þá ákvað hún að selja húsið, þá höfðum við Einar búið hjá henni í því í tvö ár með börnin okkar fjögur. Við keyptum fokheldar íbúðir tvær á Hjarðarhaga, mamma lét skipta sinni í tvær íbúðir og þarna bjuggum við öll saman þar til hún lést 1964. Mamma var alveg hissa þegar henni buðust 1,8 milljónir króna í hús- ið að Fríkirkjuvegi 3 og fannst hún ekki geta hafnað svo háu verði, sem það var þá. Þess vegna var það selt. Eftir það var þetta fjölskylduhús okkar ekki vettvangur fjölskyldulífs meir. Þar var, fyrst eftir að við flutt- um, til húsa Vinnuveitendasamband Íslands og síðar Innkaupastofnun Reykjavíkur. Ég kom í húsið tvisvar á því tímabili og fannst það mjög ein- kennilegt. Það helltust yfir mig minningar frá liðnum dögum, ég minntist þess þeg- ar rafmagnið kom árið 1926, hitaveit- an 1944, þangað til voru kolaofnar í stofunum. Kolageymsla var í kjallar- anum, þangað sem kolapokarnir voru bornir niður, úr þeim voru svo tekin kolin sem geymd voru í kolafötum við hlið hvers ofns. Eldhúsið í kjallaranum sem ég nefndi fyrr var innréttað árið 1931, árið 1933 var settur kvistur á húsið og komið á laggirnar baðherbergi, árið 1936 var eldhúsið búið til uppi og árið 1941, þegar Gunnar og Vala fluttu á aðalhæðina þá voru tröppur sem áður voru á vesturhlið teknar og verönd og forstofa gerð að stofu en inngangi frá Skálholtsstíg lokað. Mér finnst afar undarlegt að sjá bílastæðin sem nú eru þar sem áður voru blómlegir grænmetisgarðar móður minnar, þar ræktaði hún rófur og næpur, radísur og auðvitað kart- öflur, mikið af rabarbara og svo voru í einu horninu rifsberjarunnar og gras- blettur. Nú er þetta allt komið undir malbik. Í garðinum okkar var líka róla sem mér fannst svo gaman að róla mér í. Ef ég ætti að velja eftirminnileg- ustu stundina í þessu gamla fjöl- skylduhúsi okkar þá væri það líklega silfurbrúðkaupsdagur foreldra minna. Þá streymdu að gestir – vinir og vandamenn og húsið fylltist af blómum, ræðuhöldum og söng. Dans- að var í borðstofunni eftir tónlist úr upptrekktum grammófóni – það gerð- ist raunar oft, jafnvel í hádegi á virk- um dögum. Sjaldan hef ég fundið eins rækilega og í þeirri veislu hvað gott er að eiga sterkan frændgarð og góða fjölskyldu. Ég hef hugsað talsvert um gamla húsið okkar upp á síðkastið og ef ég ætti að ráða hvað yrði um það myndi ég vilja að það yrði fjölskylduhús á ný – að þar hljómuðu glaðir barnahlátrar og allt yrði þar fullt af lífi og gleði eins og var þar á mínum uppvaxtarárum.“ María Kristín og Sigurður Thoroddsen með börn sín og tengdabörn. Neðri röð frá vinstri: María, kona Valgarðs Thoroddsens rafveitustjóra. (norsk), Margrét, María Kristín, Sigurður, Kristín Kress, Sigríður Thoroddsen. Efri röð frá vinstri: Einar Egilsson, Jónas Thoroddsen borgarfógeti, Björg Magnúsdóttir kona hans, Valgarð, Gunnar og Vala Thoroddsen, María Tómasdóttir og faðir hennar Tómas Jónsson borgarritari, eiginmaður Sigríðar. Amma Maríu vildi hafa hana með á myndinni svo þau yrðu fjórtán, hún hræddist jafnan töluna 13. Gömul mynd af Fríkirkjuvegi 3, áður en inngangi í húsið var breytt. María Kristín Claessen og Sigurður Thoroddsen nýtrúlofuð. Margrét Thoroddsen með dóttur sína Þórunni Einarsdóttur sem skírð var á Fríkirkjuvegi 3, en þar bjuggu þá for- eldrar hennar. María Kristín, Margrét, Gunnar og Sigurður Thoroddsen á göngu á Fríkirkjuveg- inum 1932, Margrét er þarna með skólahúfu MR en Gunnar með gömlu stúd- entshúfuna. Í þá daga gekk fólk með stúdentshúfur sínar og Margrét kveðst hafa gatslitið sinni á endanum. gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.