Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 26. maí 1980 Mánudagsblaðið 5 Þó að ísland sé búið að vera lýðveldi í nærri 36 ár hefur almenningur hér á landi ekki kosið ferseta nema tvisv- ar. Árið 1952 voru þrír fram- bjóðendur, Ásgeir Ásgeirs- son, séra Bjarni Jónsson og Gísli Sveinsson. Árið 1968 voru frambjóðendur tveir, Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen. Þessar tvennar kosningar voru athyglisverðar fyrir ýmissa hluta sakir. í báðum tilfellunum misstu stjórnmálamennirnir öll tök á þróuninni. Og það má í raun- inni merkilegt heita svo mjög sem flokkshyggja og flokks- pólitík hafa vaðið uppi ér á landi. Reyndar voru stjórn- málamennirnir síður en svo glaðir yfir þessari þróun. Þeir höfðu áreiðanlega hugsað sér, að forsetaembættið yrði póli- tískt bitbein eins og flest ann- að í þessu þjóðfélagi. Forseta- efnin yrðu uppgjafapólitíkus- ar og og flokksstjórnirnar ákvæðu hverjir færu í fram- boð. Forsetinn skyldi hafa pólitískan lit, en ekki vera semeiningartákn þjóðarinnar. Mér er nær að halda að ráða- menn allra flokka hafi verið sammála um þetta, og sér- staklega um það, að sjálfsagt væri, að forsetinn væri valinn úr hópi stjórnmálamanna. Einn stjórnmálamaður lét svo um mælt, að forseti, sem ekki hefði verið stjórnmálamaður, væri eins og skipstjóri, sem ekki kynni á kompás. Það er enginn vafi á því, að stjórn- málamenn allra flokka höfðu fullan vilja á því, að draga forsetaembættið niður í póli- tíska svaðið eins og flest ann- að í þessu landi. Þeim fannst það fjarstæða, að atvinnu- stjórnmálamennirnir, sem hafa allskonar fríðindi um- fram sauðsvartan almúgann, hefði ekki iíka einkarétt á for- setaembættinu. En svo undarlega brá við, að stjórnmálamennirnir misstu þetta út úr höndunum á sér. Þeir höfðu haldið, að hinir óbreyttu kjósendur flokkanna yrðu sauðtryggir eins og fyrri daginn og myndu hlíða öllum skipunum að ofan í blindni. En þetta fór á annan veg. Það varð uppreisn hjá hinum almenna kjósanda. Það skeðu þau undur og býsn, að hann dirfðist að óhlíðnast skipuninni að ofan og kjósa eins og honum sjálf- um sýndist. Sá draumur var á enda, að atvinnustjórnmála- menn einir væru sjálfkjörnir í forsetaembættið. Og enn í dag eru stjórnmálamenn í öll- um flokkum hálffúli yfir þessu. Það var stundum dá- andstæðingum Alberts Guð- mundssonar og Vigdísar Finnbogadóttur, en ég held, að þetta sé ekki vel séð hjá al- menningi nú, og kunni að hafa þveröfug áhrif við það, Ajax skrifar sem ætlast var til. Hve lítið pólitíkin hefir að segja í þess- um kosningum sést best á því, Albert Guðmundsson á án efa mikið fylgi á Reykjavíkur- svæðinu. Þar er hann mjög vinsæll og á stuðningsmenn í öllum flokkum. Hann á einn- ig talsvert fylgi úti um land, þó að óvinir hans séu að reyna að spilla fyrir honum með því að halda því fram að hann sé of mikill Reykvík- ingur og andstæðingur dreif- býlisins. Svo eru einstaka Sjálfstæðismenn reiðir FORSETA- KOSNINGAR lítið gaman að tala við almenna kjósendur í fyrri for- setakosningum. í öllum flokkum varð vart við upp- reisnaranda gegn stjórnmála- mönnunum, sem rétt einu sinni ætluðu að fara að segja kjósendum fyrir verkum og hugsa fyrir þá og segja þeim, hvaða forsetaefni þeir ættu nú að kjósa. Atvinnustjórn- málamennirnir gera sér fæstir nokkra grein fyrir því, hvern- ig almenningur lítur á þá. Þeir telja sjálfsagt, að fólkið í landinu líti á þá sem ofur- menni eða hálfguði, enda má glöggt sjá þetta af fasi þeirra sumra. Þeir vilja láta það sjást, að hér séu engir meðal- menn á ferð. En sannleikur- inn er bara sá, að stór hluti þjóðarinnar lítur á þá eins og hverja aðra miðlungsmenn, sem fyrir heppni hafa komist í aðstöðu til að krækja sér í allskonar friðindi. Þetta á sinn þátt í því, að tilraunir stjórnmálamanna til að gera forsetaembættið pólitískt hafa farið út um þúfur. í und- anfarandi forsetakosningum hafa stjórnmálaflokkarnir riðlast. Og þá má ætla, að í kosningunum nú í ár hafi þeir lært eitthvað af reynslunni. Að minnsta kosti hefur fram til þessa ekki borið mjög mik- ið á því að þar gætti pólitískra viðhorfa. Að vísu hefur borið dálítið á þessu aðaliega hjá að ser allir frambjóðendur eiga talsvert fylgi í öllum stjórnmálaflokkum. Þetta er svo sem ckkert undarlegt, því að frambjóðendurnir sem til greina koma eru allir hið mætasta fólk, sem eflaust myndi gegna embættinu með sóma, eins og þrír fyrstu for- setar lýðveldisins hafa gert. Það er að miklu leyti út í bláinn að vera að spá um úr- slit forsetakosninganna á þessari stundu, því að enn er kosningabaráttan ekki komin í fullan gang, þó að skriður sé að komast á hana. Að vísu hafa prófkjör farið fram á allmörgum vinnustöðum bæði í Reykjavík og úti á landi. Þau gefa kannski dá- litla vísbendingu um stemmn- inguna í augnablikinu en heldur ekki meira. í flestum prófkjörum hafa þau Guð- laugur Þorvaldsson og Vigdís Finnbogadóttir verið efst, svo að sumir hafa dregið þá álykt- un, að aðalbaráttan muni standa milli þeirra. Annars er það svo, að mikill fjöldi kjós- enda er enn ekki búinn að gera það upp við sig hvern þeir ætla að kjósa. Ég gæti vel trúað því að um helmingur kjósenda sé enn alveg óráð- inn. Það veltur því ansi mikið á því, hvernig frambjóðend- urnir standa sig í kosninga- baráttunni, sem framundan er. honum vegna stuðnings hans við núverandi ríkisstjórn. Ég hugsa ól, að þessi áróður gegn honum hafi ekki mikil áhrif. Guðlaugur Þorvaldsson á án efa verulegt fylgi víða um land. Sterkastur er hann lík- lega í Reykjaneskjördæmi, en þaðan er hann ættaður og margir líta þar á hann sem sinn mann. En hann á líka mikið fylgi úti á landi t.d. á Akureyrarsvæðinu. Pétur Thorsteinsson er lík- lega mestur heimsborgari af frambjóðendum. Mikinn hluta starfsæfi sinnar hefur hann dvalist utanlands í utan- ríkisþjónustunni. Þetta veldur því, að hannhefur ekki verið mjög þekktur hér heima. En Pétur nýtur mikilla vinsælda þeirra, sem þekkja hann og hann á um sig hóp harðsnúinna stuðnings- manna. Vigdís Finnbogadóttir á áreiðanlega fylgi um allt land. Hún fær atkvæði margra kvenna, en auðvitað ekki aiira. Ég held að áróðurinn um að hún hafi verið vinstri sinnuð í gamla daga, hafi ekki mikil áhrif. Þetta er allt ágætt fólk, sem þarna er um að velja. Vand- inn er bara sá, að gera upp á milli þess. Við veltum því kannski bet- ur fyrir okkur þegar lengra líður á kosningaslaginn og línurnar fara að skýrast. AJAX íslensk stjórnmál — ritstjórnargrein án orda

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.