Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 8
8 Mánudagsblaðið Mánudagurinn 26. maí 1980 Mnrgun - gjalda- pósturinn Margir vella því fyrir sér hvorl það sé rétl, að kostnaðurinn við Morgunpóst- inn sér orðinn svo ógurlegur aðlnvárp- KPstandi vart undir honum. Hafa, í því sambandi, verið nefndar himinháar upphæðir per mínútur og er þar marg- ur óþarfinn tii nefndur þ.á.m. kostnað- ur við þriðja aðila, ferðalög, sími og fréttamenn og enn fleira, sem kostar útgjöld. En veigamesta kvörtunin er þó hve leiðinlegur þátturinn er orðinn. Mönnum finnst að hann staðni æ meira, sem á líður, fyndnin og máls- hættirnir eru farnir að missa marks. Það er ósköp vonlítið að apa bresk- ameriska þætti eftir, ef þarf að krydda þá með skandinaviskri sósu... Aukasporslur Og talandi um útvarp þá leikur nokkur forvitni á hversu mikið útvarp- ið greiðir fyrir hina ýmsu ætti sem starfsmenn þess fá, sem aukajobb. Til dæmis hafa margir áhuga á því hve miklar greiðslur fara í þá menn, sem spila plötur vissna tima á dag, venju- lega klassískar og lesa og þýða það sem stendur utan á albúminu. Hér er hvorki átt við jazz-þættina eða svörtu músik- ina, sem eru vel unnir þættir, heldur klassíkkina og annað háfleygt dót. Við geymum nöfnin til betri tíma. Vaxtahækkun Nú er dregið úr öllum víxlakaupum þar sem fuilvíst er talið að vextir munu hækka allverulega um mánaðarmótin. Bankamenn fortelja okkur að óum- fiýjanlegt sé að hækka vextina til þess að vitleysa fái haldist i hendur áfram. Aukaframboð Það er mikiil ósiður hjá okkur að forsetaframboðið er orðið einskonar ,,free-for-all”-keppni, þar sem hver, sem er, getur boðið sig fram til kjörs — og verið tekin alvarlega. Við a.m.k. tvö síðustu forsetakjör hafa komið fram nöfn, sem hafa gert kapphlaupið um virðingarmesta embætti þjóðarinnar að aðhlátursefni vegna „aukaframboða” og tilburða einstaklinga til óvirðingar embættinu. Með þessu áframhaldi gæti svo farið að það yrði bókstaflega mannskemmandi að bjóða sig fram til forseta. Að gefa og þiggja Brennivínsmálin hafa verið gerð að umræðuefni blaðanna upp á sfðkastið og hafa bæði prestar og atvinnumenn átið þar Ijós sitt skína. Það er dálitið skrítið með brennivinið og afstöðu al- mennings til þess. Áður fyrr fengu menn sér neðan í þvf og urðu góðglað- ir, sumir þömbuðu spira eða landa aðrir drukku eðalvin, kokkteila eða konjak enn aðrir, meðan menning ríkti hjá þjóðinni, kneifuðu ölið að fornum hætti. Nú er þetta allt öðruvisi. Vín- neyslan er orðinn sjúkdómur, orð eins og alkohólisti, sjúklingur, ógæfu- maður og álíka hljóma nú daglega í eyrum okkar. Menn, semvilja fara í hundana fá ekki nokkurn stundlangan frið fyrir ,,do-gooders” einhverjum Farmhaid af bls. 2. gerast með Leifs Eiríkssonar- daginn í Bandaríkjunum. Þetta er ekki falleg lýsing munu les- endur hugsa. Það er hárrétt. Andlegt ásigkomulag Skandi- nava er bágborið eftir þrjátíu ára stjórn og áróður sósíalista. Öll sú útfletjandi hugmynda- fræði og lágkúra, sem fylgir í kjölfar samsæris meðal- mennskunnar er búin að gera | obbann af Skandinövum að andlegum lítilmennum. Þeir eru hnoðaðir frá fæðingu i ríkisreknu barnaheimila- og skólakerfi. Svo taka hinir ríkis- reknu fjölmiðlar við og stýfa hvern sprota sem ber einkenni frumleika eða sjálfstæðis. Þessar þjóðir eru á hraðri niðurleið bæði efnalega og menningarlega, ekkert er hinu íslenska ævintýri skaðlegra en áhrif frá Norðurlöndunum. Hin andlega hrörnunþeirra er blönduð heimskum heiðin- dómi, sósíalisma og tilbeiðslu á múgmennsku. En gallinn er bara sá að í hinu íslenska Lýð- ríki er líka að komast til vegs samsæri meðalmennskunnar. Við búum, eins og Norður- landamenn við ríkisrekið skóla- kerfi, útvarp og sjónvarp, við þjáumst i ríkisreknum skólum, sem eru útþíjaðir af lítilfjörleg- um sósíalista,,heilum” og sænsk,,menntuðum” kerfis- kálfum. Hætt er því við að enn um sinn muni þjóð hinnar klassísku tungu stíga í pontuna á Norðurlandaþingum og ávarpa syfjulega fulltrúa á slæmri dönsku. X. ©b OFFSETTÆKNI S.F. Einholti 8 • Sími 26109

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.