Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 12

Mánudagsblaðið - 26.05.1980, Blaðsíða 12
Erum enn tveim tröllaskrefum á eftir mestu sjóræningjaþjóöinni: VIÐ KOSTUM HUNDRUÐUM lVylTT T A T>I\ A T TT A TTTTV tn að Þóknast ”möppudýrum lYll-L/J /VIYL/r\ T XJ-rTJ; IXJ • sjávarútvegsráðuneytisins Þau skipta nú líklegast fremur þús- undum en hundruðum, tonnin, sem íslensku togararnir hafa orðið að kasta fyrir borð að undanförnu, til þess eins að þóknast „möppudýrum” Sjávarútvegsráðuneytisins. Er bæði um karfa og gráiúðu að ræða, enda eru togararnir nú í svonefndu þorsk- veiðibanni og því á skrapi, þ.e. að veiðum á öðrum miðum enþorsks er að vænta á. Þorskveiðibannið á að heita frið- unaraðgerð, en það hrindir togurun- um útí að stunda rányrkju undir „sjóræningjafána” Sjávarútvegs- ráðuneytisins, þar sem „möppudýr- in” þar bera ekki skynbragð á eðli þeirra veiðihátta, sem skrapið býður uppá. í stuttu máli er málið þannig vaxið að meirihluti togaraflotans, eða að jafnaði 40 til 60 skip í senn, eru nú að veiðum djúpt út af Vestfjörðum, svo- sem 15 tíma stím frá Reykjavík. Þar er nú mokveiði af gráiúðu og á stund- um gefst þar drjúgt af karfa líka. Öll útgerðarfélög reikna með að hver veiðiferð geti staðið í allt að ákveðnum dagafjölda, mismunandi eftir gjöfulum veiðisvæðum og nálægð við þau á hverjum tima. Grálúðuuppgripin nú þýða að skipin eru í langflestum tilvikum nán- ast fullfermd nokkur fyrr en áætlað er. Enginn góður skipstjóri lætur sér detta í hug að hætta veiðum þótt ekki vanti nema tvö til fimm tonn í lest, svo dæmi sé tekið. Þar sem tog geta rokkað allt frá nokkur hundruð kíló- um upp i 20 til 30 tonn, þótt verið sé á sama svæði, reyna þeir ávallt að taka eitt i viðbót til að fylla skipin. Jafnoft og þeir fá lítil köst, fá þeir stór köst upp á jafnvel tugi tonna, þegar ekki vantar í skipið nema eftil- vill eitt til fimm tonn. Nú skyldi maður halda að þar sem um síðasta tog er að ræða og heim- stím hafið þegar í stað, að óhætt væri að geyma á millidekki (þ.e. undir þil- farinu en ofaná lestinni) það magn, sem ekki kemst í lestina. En hið háa ráðuneyti hefur tekið það upp hjá sér að banna togurunum að koma með nokkurn fisk á milli- dekki, jafnvel þótt þar kunni að vera sama aðstaða og nægur ís fyrir hendi til að ganga frá honum, sem í lest væri. Þykir kunnáttumönnum vandséð hversvegna þeir mega ekki færa að landi glænýjan fisk, jafnvel þótt hann hafi ekki verið geymdur kaldari í lestinni í t.d. tíu daga, en ísaður þó á millidekki sé í t.d. 15 klukkutima. Talsmenn kunnáttumannanna hafa enn einusinni orðið undir i rök- ræðum við „möppudýrin” og því er það algeng iðja togaraháseta þessa dagana að moka fiski fyrir borð á heimastiminu upp á hundruðir milljóna króna, til að forðast sektir auk aflaupptekningar „möppudýr- anna.” Því eins og þeir segja: „Það er betra að henda þessu i sjóinn held- ur en að vera að gera að því, búa umþað, fá svo ekkert fyrir það og lenda að auki i sektum og rýrðum hlut.” Danir hafa fyrir löngu áttað sig á að jafn heimskulegar reglugerðir bjóða aðeins dubúinni rányrkju heim og leyfa sjómönnum sínum að landa hverju sem er, líka undirmálsfiski, enda er hann hvort eð er dauður ef hann er kominn um borð og getur auk þess verið skaðlegur lifinu fyrir neðan ef honum er þannig hent aftur. Semsagt: Um leið og við erum að kalla okkur leiðandi þjóð í fiskvernd- armálum á alþjóðavettvangi á „diplómatískum” pappírum, erum við a.m.k. tveim tröllauknum skref- um á eftir dönum, sem aldrei hafa verið kallaðir penir á því sviði. * * * Er það satt að Ólafur Ragnar Grimsson hafi aðeins verið framlenging af Moskvulínunni, Þegar hann tók þátt í ciðræðum íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen. Gæfu Norðmenn eftir harðlínu stefnu hans þar, ættu þeir að slaka ámóta á Barentshafinu fyrir Rússum. INDRIÐI STOPPAÐUR Það stóð mikið til í haust þegar Indriði G. Þorsteinsson byrjaði á þáttum sínum í sjón- varpinu oghafði viðtöl við menn, sem eitt- hvað höfðu að segja og þorðu að segja það. Viðtalið við Verharð Bjarnason, forstjóra, vakti mikla athygli og umtal og væntu menn mikils af þessum þáttum. En, fyrirvaralaust, var Indriði látinn hætta og þættirnir urðu ekki fleiri. Sagan segir að ástæða fyrir stöðv- uninni sé sú að Indriði hafi sýnt þeim nafna- listann yfir væntanlega þátttakendur og þá hafi kvígurnar í útvarpsráði orðið hræddar, einkum kommarnir. Þar var nefnilega efstur á lista Jón Þ. Árnason, hinn skelaggi skribent Mbl. annálaður fjandmaður kommúnista og alls óhræddur að láta skoð- un sína í Ijós. EKKISVARTAMARKAÐ Á HEYRNLEYSINGJATÆKJUM Það er ekki meiningin að vera dónalegir en ekki getum við staðist það, að endurprenta smáklausu úr blaðinu FÓLK, sem Óli Tynes ritar: „Olga Guðrún Árnadóttir er fjölhæf kona og orðin vinsæl fyrir sönglög sín og barnatíma. Hún hefur nú tekið að sér að kenna unglingum samfarir og sjálfsfróun og gerir það eflaust vel eins og annað.” Þetta minnir okkur dálítið á kerlingarnar sem voru að metast um krankleika eiginmanna sinna og bar ýmislegt á góma. Þó þótti slá öll met þegar ein kerlinga varð svo uppnumin af öll- um þessum sjúkdómum að hún sagði: ,,Ég skal segja ykkur eitt og það er, að maðurinn minn er svo blóðlaus og þegar honum stend- ur, líður yfir hann.” Þá urðu hinar orðlaus- ar. BORGARSTJÓRN MEÐ ”LJÁINN” Á FERÐ Það er altalað, að bráðlega verði einhverj- ar breytingar á rekstri veitingahússins Óðals. Eigandi helmings húsnæðisins, Samvinnu- tryggingar, neitar með öllu að framlengja leiguna á húsnæðinu og stoða þar hvorki bænir né hótanir og dregur það vitanlega mjög úr rekstrinum eða jafnvel eyðileggur hann a.m.k. á þessum stað. Það er auðséð að borgin og einstaklingar eru sammála umað drepa miðborgina. OLGA KANN Á KYNLÍFIÐ Það er staðreynd, að heyrnardaufir kvarta mikið yfir þjónustunni við þá, einkum hvað „batterí” snertir í heyrnartæki þeirra. Þessi litlu en mjög svo nauðsynlegu tæki eru ófá- anleg — nema hjá Heyrnarhjálp, sem ekki er opin nema þegar þeim þóknast og svo á viss- um tímum á gömlu Slysavarnarstofunni. Þar sem heyrnarlausir eru algjörlega hjálparvana án þessara tækja er þetta mjög bagaleg og raunar óafsakanlegt. Það ætti að vera skylda að hafa þessi batterí til sölu í öllum apótek- um t.d. og víðar á sölustöðum og auðvelda þannig þessu fólki að komast hjá miklum óþægindum. VÍSINDALEGIR SPARKARAR Það er undarlegt hve mikið vit menn hafa á bifreiðum, hvort þær séu nothæfar eða eitthvað mikið sé að þeim. Þetta sést best á bílasölunum þegar þessir spekingar eru að skoða notaða bíla. Það bregst ekki að eitt hið fyrsta sem væntanlegur kaupandi og sér- fræðingur gerir, er að ganga kringum bílinn og sparka spekingslega í dekkin á honum. Þessi frumskoðun á að gera út um hvort bíll- inn sé nothæfur eða ekki. Ef menn bara at- huguðu hve asnalegir þeir eru þegar þeir eru að þessu „vísindalega” sparki sínu myndu þeirlátaþað vera. AÐ LÆRA OG LIFA HÁTT Nóg er nú komið af öllum þeim óhæfu lúxus, sem námsmenn búa við og eru margar sögur af því, m.a. um námslán, styrki, eilífa- skólaveru, fribió etc. En þó tekur út yfir þegar hinn óbreytti borgari og sá sem raun- verulega borgar þessum „námsmönnum” fyrir að ganga í skóla, er hann sér þessa flott- ræfla koma akandi í sundlaugar á einkakerru með steróið á fullu, ganga þóttalega i t.d. sundstaði borgarinnar og sýna frímiða út á það að hann sé að „læra”!!! Þessi rindil- mennska fer i taugarnar á fólki eins og reyndar öll hegðun þessara oföldu gæðinga þjóðfélagsins. FÓTBROTNIR STÓLAR Á BORGINNI Það er furðulegt að Hótel Borg virðist ekki hafa efni á því, að sjá gestum sínum fyrir nægum stólum. Hver gestur sem þangað kemur eyðir svo og svo miklum tíma í að finna sér hættulausan stól og vekur þetta reiði margra gesta. Svo langt hefur gengið að hótelið hefur orðið að fá lánsstóla fyrir fyrir- menn eins og Rotary félaga, sem matast þar vikulega. Loforð um bót og betrun hafa ekki borið árangur.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.