Mánudagsblaðið - 23.06.1980, Síða 1

Mánudagsblaðið - 23.06.1980, Síða 1
‘Blaó fyrir alla Verö krönur 300.- Lif og heimili fjögurra manna lagf i rúsf af sjólfu rikinu, en... RÍKIÐ >CTLAR í LÖGFRÆÐI- BÓFAHASAR! i stað þess að sinna bótaskyldu sinni vegna gœsluvarðhalds saklausra manna i Geirfinnsmólinu — Gerir bœtur að engu 4 Lögfræðingar Fjármáiaráðuneytisins og ríkisins hafa ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómum undirréttar í fjórum skaðabótamálum. Mál þessu voru höfðuð og dæmd vegna þess að í árs- byrjun 1976 voru fjórir alsaklausir menn handteknir síðla nætur og haldið mánuðum saman í fangelsi þar sem þeir voru grunaðir um eitt eða fleiri mannsmorð. Lengst af varðhaldstímanum vissu hvorki þeir né aðstandendur þeirra nákvæmlega fyrir hvað þeir voru sviptir frelsi. Geta allir lesendur ímyndað sér örvæntingu eigin- kvenna, foreldra og barna þessara manna að líðan þeirra sjálfra ógleymdri. A meðan þeir sátu inni riðlaðist all- ur hagur þessara manna og fjöl- skyldna þeirra svo, að segja má að líf þeirra hafi hrunið til grunna. Hæstiréttur er fyrir löngu búinn að dæma þunga dóma fyrir þær röngu skargiftir, sem leiddu til þess að mennirnir voru settir inn. Ríkið hefur m.a. á grundvelli þeirra dóma viður- kennt bótaskyldu sína til fjórmenn- inganna. Undirréttur dæmdi þrem þessara manna 18 milljónir hverjum fyrir 3,5 mánaða frelsissviptingu og þeim fjórða 15,5 milljónir fyrir 3 mánaða gæsluvarðhald að ósekju. Þessar bætur eru hundsbætur þegar litið er á þau ægilegu örlög, sem þessir menn og alit þeirra skyldu- lið hefur verið Ieitt útí af lögreglu, dómsvaldi, fréttamiðlun og almanna- rómi. Allur dráttur á að greiða dæmdar og sjálfsagðar skaðabætur er aðeins til þess fgllinn að gera bæturnar verð- lausar á verðbólgubálinu og að öllu leiti þýðingarminni fyrir allt þetta fólk. Svona bætur verða aldrei nákvæm- lega metnar til fjár né greiddar með peningum. Rikinu ber fyrst og fremst siðferðileg skylda til þess að bæta fyrir hroðaleg afglöp eftir því sem mögulegt er. Afglöp sem allir íslend- ingar verða að vona að aldrei verði endurtekin í íslensku dómskerfi. Það er haft eftir lögfræðingum rík- isins að þeir telji að hinar dæmdu bætur séu alltof háar. Auk þess hafa þeir sagt að dómsniðurstöður kunni að verða notaðar sem fordæmi fyrir væntanlegum málum af sama tagi. Er hægt að hugsa sér ógeðslegri hugs- unarhátt sérmenntaðra ríkisstarfs- manna í hæstu Iaunaflokkum. Hugs- unarhátt hulinn þeirri fölsku dulu að verið sé að spara fyrir ríkið. ' Er það fyrir þetta sem almenningur er að borga þegar hann útskrifar lög- fræðinga úr Háskólanum? Hvað sem hinir ráðnu lögfræðing- ar segja, vaknar sú spurning hvort ráðherrar, sem kosnir eru til þing- starfa og embættisverka af almenn- ingi i landinu, hafi engan snefil af siðgæðisvitund. Er það ókostur í til- viki sem þessu að bæði Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra og Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra eru lögfræðingar? Ætia þeir eftilvill að skýla sér á bakvið embættismennina eins og jafnan þegar óþægileg mál koma upp? Því verður ekki trúað á þessa menn að þeir hafi ekki vit fyrir atvinnulögfræðingum ríkisvaldsins, þegar til mannlegra tilfinninga kemur. Það verður aldrei samin nein gjald- skrá fyrir bætur í miskamálum eins og hér er um að ræða. Það hefur þessvegna engan tilgang í sjálfu sér að vera að þvæla þessum hundsbót- um, sem naumast er verðgildi hálfrar kjallaraíbúðar, á milli dómsstóla í kerfinu í mörg ár i viðbót. Það er ekkert annað en júridískur bófahasar sem er ríkisvaldinu til skammar og gerir fébótaskyldur ríkisins að engu í þeirri verðbólgu, sem brennir þessar bætur upp eins og annað fé. Við megum aldrei gleyma því að rikisvaldið er ekkert annað en þjóðin í landinu og þá ekki síður þeir þegnar sem svo hryllilega hefur verið misgert við, eins og þá menn, sem alsaklausir máttu sitja á bak við lás og slá grun- aðir um morð og ódæði. Við megum heldur ekki gleyma því að ríkisvaldið er ekkert annað en samansafnað vald fólksins í landinu — og fólkið, það erum VIÐ. Rcttvísin hefur verið full „öriát” á gæsluvarðhaldsúrskurði, framundir það siðasta og ríkisvaldið virðist nú ætla að bæta enn um með því að skerða smánarbætur til síðustu fórnarlamba svo að þau næstu geti ekki vænst neinna raunhæfra bóta. DENNI FÓR VESTUR - SJÁ BLS. 3 Sagaí smygl- bransa? - BAKSÍDA ULFAR VERÐUR ÍRSKUR BÓKSALI fólk i opnu Er það satt, að „þjóðþrifa- fyrirtæki Ingólfs á Hellu, Hellu- prent, hafi aðeins veitt örfáum heimamönnum vinnu, hinir hafi verið yfirborgaðir aðkomumenn?

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.