Mánudagsblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 3
Mánudagurinn 23. júní 1980 Mánudagsblaðið 3 Baráttan um Bessastaði Það hefur að undanförnu færst talsvert líf og fjör í bar- áttuna um forsetaembættið. Frambjóðendurnir hafa verið á ferð og flugi um landið og haldið óteljandi fundi. Þeir hafa opnað kosningaskrif- stofur um allt, gefið út blöð, byrt auglýsingar og þar fram- eftir götunum. Yfirleitt hefur þessi kosn- ingabarátta farið nokkuð vel og kurteislega fram, þó að frá því séu að vísu fáeinar undan- tekningar. En þær eru áreið- anlega ekki frambjóðendum sjálfum að kenna, heldur áköfum fylgismönnum þeirra, sem ætla að heyja bar- áttuna á svipaðan hátt og prestkostningar eða eins og Alþingiskosningar voru háðar hér í þá góðu gömlu daga, þar sem þær snérust mest um per- sónuníð. Skoðanakannanir í sam- bandi við kosningarnar, held ég að verði að taka með tals- verðri varúð. Það á sinn þátt í þessu að mikill fjöldi kjós- enda er ekki búinn að gera upp við sig hvern þeir ætla að kjósa. Þetta er svosem ekkert undarlegt þar sem um ágætt fólk er að velja. Mér hefur fundist, í samtölum við fólk að þeir Albert og Pétur eigi meira fylgi en fram hefur komið í skoðanakönnunum. Eins má það vel vera rétt að baráttan standi einkum milli Guðlaugs og Vigdísar. Ann- ars er það ósköp barnalegt að vera að æsa sig mikið upp út- af þessu þvi allt þetta fólk virðist sóma sér vel í embætt- inu. Og satt að segja er maður orðinn hálfleiður á þessum sí- felldu lofgreinum stuðnings- fólksins um ágæti forsetaefn- anna. Þau eiga eflaust allt gott skilið en greinarnar eru ósköp líkar hver annarri og hafa sumar hverjar á sér allt að því blæ trúarlegrar til- beiðslu. En forsetakosningar eru nú einu sinni ósköp praktískur hlutur en ekki trúarlegt rit- mál. En í þessari baráttu um forsetaembættið finnst mér vera farið að votta fyrir þró- un, sem getur orðið alvarleg í framtíðinni. Kosningabákn frambjóðendanna er orðið mjög svo viðamikið og dýrt í rekstri. Fundir, verðalög, kosningaskrifstofur, blaðaút- gáfa og auglýsingar kosta nú orðið ógnar mikið fé. Sumir fullyrða að kosningabarátta kosti hvem einstakan fram- bjóðanda tugi milljóna, eða jafnvel yfir eitt hundrað millj- ónir. Og þetta er engin smá summa, jafnvel í óðaverð- bólgunni. Og í framtíðinni má búast við að kostnaðurinn við kosningaapparatið eigi eftir að aukast og margfald- ast. Þetta getur orðið ískyggileg þróun. Það rekur að því að engir nema ríkustu auðkýf- ingar hafi efni á því að fara í framboð. Fátækari fram- bjóðendur yrðu líklega að drukkna í skuldasúpu það sem eftir væri ævinnar. Svona er þetta orðið sumstað- ar í Bandaríkjunum þar sem sigur í kosningum er fyrst og fremst spurning um peninga. Og samfara þessu yrði kosn- ingin líklega aðallega barátta um fríð andlit og falleg bros. Frambjóðendurnir yrðu semsagt að vera forríkir, fótógenískir og brosa fallegu plastbrosi. Hér á árum fyrr, þegar þeir Truman og Dewy voru að berjast um forsetaembættið í Bandarikjunum sögðu margir kjósenda, einkum þó konur, að þeir kysu Truman af því að hann hefði svo falleg blá augu en Dewy hefði dökk stingandi augu, sem færu í taugarnar á sér. Enn er kosningabaráttan á íslandi ekki komin á þetta plan, en kannski verður hún komin á það innan fárra ára. Ajax skrifar: Ég hef lengi haft grun um það að Alþingismennirnir okkar séu fremur litlir sál- fræðingar. Sumir þeirra virð- ast ennþá haldnir þeirri trú, að almenningur líti á þá eins og einhverskonar himneskar verur, er séu hafnar yfir alla mannlega mælikvarða. Það breytir hér engu þó að þeir séu búnir að sigla öllu efna- hagslífi í strand og að allt sé að fara í kalda kol. Þrátt fyrir einstaka árgæsku til lands og sjávar er allt að fara á hausinn á ís- landi. Kjör almennings fara versnandi og enginn ræður við verðbólgubálið. Stórgróði undanfarinna ára hefur allur farið í lúxusvillur, harðvið og sólarlandaferðir handa broddunum. Það er engin furða þó að þessir menn haldi að almenningur líti á þá með djúpri lotningu, eins vel og þeim finnst sjálfum að þeir hafi staðið sig. En nú hafa þeir gengið ein- um of langt. Þeir voru nýbún- ir að lýsa því yfir að ekki væri svigrúm til meiri kauphækk- ana til almennings, og það getur svosem verið satt, eins og allt er í pottinn búið fyrir almenning. En þá ákváðu þeir að hækka sitt eigið kaup um 20% — þar var nóg svigrúm til hækkana. Þeim var ekki nóg að hafa allskonar fríðindi, sem al- menningur þekkir ekki, svosem ókeypis ferðir fram og aftur um landið, ókeypis síma og margt fleira af svip- uðu tagi. Ekki er að sjá annað en að allir flokkar og flestallir eigalýður, eigi ekki bót fyrir rassinn á sér. Séu í rauninni meiri öreigar en hafnarverka- menn og iðnaðarstúlkur. Trúi því hver sem vill. En margir fóru þó að reyna að hala i land þegar þeir fundu andúðina skella á sér. Þeir fóru að segja að þessi milljón- ar kauphækkun á mann hafi eiginlega bara verið gerð i gríni, þetta hefði ekki verið í talsverða athygli, þó að lítið væri skrifað um það í blöðin. Einn af valdamönnum þjóðarinnar skrifaði blaðagrein um ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar. Eins og vænta mátti var hann þrunginn af virðuleik og ábyrgðartilfinningu. Hann komst svo að orði að nú væru alvarlegir tímar og þessvegna yrðu allir lands- ilý&w. þingmenn hafi i fyrstu verið algerlega sammála um að veita sjálfum sér milljón til viðbótar í vasapeninga. Þeim fannst þeir svo sannarlega eiga þetta skilið fyrir afrek sín á undanförnum árum, fyrir að hafa siglt þjóðarskútunni svona hrapalega í strand. En þá skeði hlutur, sem þá hafði ekki órað fyrir. Þetta vakti storm af gremju á meðal alls almennings og það skal mikið til að slíkt gerist hér á íslandi. En í þetta sinn var andúðin slík að þeir gátu ekki annað en fundið hana lykjast um sig eins og múr. Viðbrögð þeirra hafa orðið á tvo vegu. Annarsvegar eru þeir að reyna að lata vorkenna sér, þeir séu í rauninni hreinn ör- neinni alvöru. Og nú eru þeir farnir að tala um að draga þetta allt til baka, hverjar svo sem efnd- irnar verða á því. En það er þó gott að sjá að almennings- álitið getur enn í dag haft svo- lítil áhrif i íslandi. Þetta minnir mann dálítið á atburð, sem gerðist hér á landi fyrir all mörgum árum og vakti þá menn, æðri sem lægri, að herða mittisólina. Fáum dög- um seinna hélt hann fína veislu í skrauthöllinni sinni og bauð þangað mörgu fínu fólki. Sagt er að veislan hafi kostað árskaup 2-3 verkam. Svona herti hann nú mittisól- ina, þessi göfugi valdamaður, þrunginn ábyrgðartilfinningu. Jón er ekki sama og séra Jón.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.