Mánudagsblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 23. júní 1980 Mánudagsblaðið 5 MÁNUDAGSBLAÐIÐ: Finnur Örn fleiri Öngstrœti? Örn Bjarnason, rithöfund- ur, er nú með nýtt leikrit í smíðum og bíða menn nú í of- væni þess að sjá það, eftir vel- gengni leikritsins Öngstrætis, eftir Örn, sem Leikfélag Ak- ureyrar færði upp i fyrra. Hefur það verk hlotið mjög góðar undirtektir og var LA m.a. með það á leikför um Suðurland nýverið. Þá sýndi félagið leikritið i Svíþjóð í vetur og hlaut það góða dóma. Er Örn þvi þegar orð- inn með athyglisverðustu leik- ritahöfundum hér og eru góð- ar vonir bundnar við nýja verkið. Úlfar Þorm. gerist nú bóksali á írlandi Úlfar Þormóðsson, blaða- maður á Þjóðviljanum um margra ára sleið og fjármála- stjóri blaðsins að undan- förnu, er nú á förum frá blað- inu. ,,Mér þykir ekki rétt að sitja sem fastast í þessu embætti ef reksturinn gengur ekki nægilega vel,” segir Úlf- ar, og hyggst halda til írlands með fjölskyldu sína. Þar ætl- ar hann m.a. að hafa ofan af fyrir sér með sölu íslenskra bóka. Enn ná framtíðaráform hans lítið lengra, a.m.k. gefur hann þau ekki upp. Skarð er fyrir skildi í ís- Úlfar hverfur. Hann hafði vert áræði, sem marga blaða- lenskri blaðamannastétt er tæpitungulausan stíl og tals- menn skortii. Ofnasmiðja Suðurlands býður þér hagstæða lausn á orkuvandanum með nýtingu innlendra orkugjafa FUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 Nú er hægt að spara allt að 70% af kyndingarkostnaði, í samanburði við olíukyndingu, með FUNA-rafhitunarkatli frá Ofnasmiðju Suðurlands. Funa katlarnir eru viðurkennd framleiðsla, samþykkt af Raffangaprófun ríkisins og Öryggiseftirlitinu, enda stenst framleiðslan ýtrustu kröfur, sem gerðar eru til hitunar- katla. Funa rafhitunarkatlarnir eru framleiddir með innbyggðum neysluvatnsspíral. Ofnasmiðja Suðurlands framleiðir einnig hina viðurkenndu Funa ofna, hannaða af íslenskum fagmönnum fyrir íslensk- ar aðstæður. Funa ofnarnir eru með þvinguðu S-rennsli, sem nýtir vatniðframúrskarandi vel. Kynniðykkur kosti Funa ofna og Funa rafhitunarkatla. Hagstæð greiðslukjör. Stuttur afgreiðslufrestur.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.