Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 1
10 SlaSJyrír alla 8. tbl. 31. árg. 1980 Verð kr. 450. GERVASONI — HNEYKSLIÐ KEYRIR UM ÞVERBAK! Eitt ómerkasta en um leið umtalaðasta mál hér á íslandi, er svokallað Gervasoni-mál. Nú þegar hefur þessi flækingur næstum valdið stjórnarstitum og jafnframt gert dómsmálaráðherra okkar að undri vegna óádveðinnar framkomu og reikulsháttar. I stað þess að vísa manninum þegar úr landi, hefur málið sífellt stækkað og orðið örðugra með hverjum deginum. Grátkerlingar hafa æst sig upp af einhverjum mannúðarástæðum og ritað langar greinar í blöðin um mannkertið, þingfrekja hefur hótað að hætta að styðja stjórnina í trássi við flokk sinn og gefnar hafa verið út yfírlýsingar um hversu mikil skömm það yrði fyrir landið ef manninum væri vísað heim. Forsaga Tildrög alls þessa eru þau, aðGervasanikemur til Islands á fölskum pappírum með uppdikt- eraða sögu um ofsóknir í heimalandi sínu þ.e. að hann hlýði landslögum og gegni herþjónustu. Utan um þetta spinnur hann svo voðasögur um þá herfilegu meðferð sem hann muni sæta effrönsk yfirvöld nái til hans. Inn í þennan darraðadans kemur svo flokkur kommúnista og sam- þykkir að hann skuli styðja hann með ráðum og dáð en hótar illu ella. Hvað vitum við um manninn? í stuttu máli ekki neitt. Að sögn ónefndar heimildar í tengslum við franska sendiráðið er fullyrt að komi hann til Frakklands bíði hans sennilega vinnuskylda við jarðrækt í tvö ár, en líklega ekki önnur refs- ing. Á lofti eru miklar sögur um það að ferill Gervasonis sé heldur óglæsilegur og síst til Formannsefni Sjálfstæðis» flokksins Sjálfstæðismenn eru nú í þungum þönkum út af klofn- ingi í flokknum og þá einkan- lega vegna formannkjörsins að vori. bað er farið að stinga upp á liiniuii ólíklegustu nöfnum í þessu sambandi. Það er vinsæl skoðun meðal hinna öfgaminnstu afla flokksins að möguleikar væru á því að Ingólfur Jónsson, Hellu-jarl, muni fást í formannembættið, sem compromi-formaður, meðan þessi úlfúð og óvissa ríkir. Ingólfur hefur hvorki sagt af eða á um málið enda iniklu hlédrægari en svo, einkum síðan hann lét af þing- mennsku fyrir Rangæinga. Hann nýtur feiknavinsælda og er, að sögn málsmetandi manna og öfgalausra, sá, sem allir gætu sætt sig við. Það er almennt álitið að Geir sé ekki ákjósanlegur, fremur en Gunnar, þó báðir hafi harðsnúnar klíkur kring um sig. En margt er skrítið í kýrhausnum. Því er fleygt nú að Matthías Mathísen sé að vinna að eigin framborði i formannsembættið og ætli að opinbera þetta áform sitt eftir áramót, einskonar nýjársgjöf IiiiihIíi þjóðinni, Þetta finnst mörgum broslegt en aldrei er að vita hver vitleysan grípur menn á framabraut. Ef flokk- urinn þekkir sinn vitjunar- tíma, þá teljum við að Jónas Haraldz sé einn af frambæri- legustu mönnum, sem flokk- urinn á of víst er, að ef svo yrði, myndi hiiiiim stjórnað — til tilbreytinar. þess að honum verði leyfð dvöl í landinu. Sjálfur hefur Gervasoni leyft sér að skrifa dóms- málaráðherra ósvifið bréf þar sem hann heimtar vist hér á landi. Guðrún Helgadóttir þingkona hefur lýst yfir hversu skammarlegt það yrði til afspurnar ef það spyrðist erlendis að manninum, sem í raun sveik eina helgustu skyldu föður- lands sins myndi hrakinn frá Islandi. Afdrifaríkt. Það yrði saga til næsta bæjar ef upp kæmi og út spyrðist að íslenska ríkisstjórnin og þá vænt- anlega hið háa Alþingi gengi þannig fram fyrir skjöldu í því að styðja þennan afbrotamann, Allt skynsamt folk hefur gert sér grein fyrir að Sendið manninn til síns heima! forsendur fyrir landvist Gervasonis eru ekki fyrir hendi. ísland gæti, ef svo yrði orðið einhver alls- herjar hlandkoppur, sem allir auðnuleysinghar heimsins gætu flúið til og á tt þar öruggt griðland á því líkum forsendum og þessari. Það sem dómsmála- ráðherra á að gera er, að vísa manninum þegar í burtu. Hans er valdið og ákvörðunin og hans er það hlutverk að verja sóma landsins í viðlíka málum ogþessu. Ef hann getur það ekki á hann ekki skilið embættisheit- ið dómsmálaráðherra og verður skömm hans ætið uppi meðan lög og réttur eri í heiðri höfð. Hrapaleg mistök Sjá bls. 3 Tungulipur Kanslari Sjá bls.4 Við viljum togarasjabis.i3 STEF eltir menn ígröfina! Islendingar sem tlAyjn fá óvæntan fylginaut á eftír sér í gröfina STEF, hin ötulu sathtök tónasmiða, eiga síð- asta orðið í þessum efnum þ.e. reikningurinn frá STEF-i er látinn á útfararkostnað og nemur ekki Iægri upphæð en 7000 —sjö þúsund—krónum fyrir sálmasöng, sem venju- lega er kirjaður áður en moldum er varpað á hinn dauða. Ríkið vill ekki láta á sér standa í innheimtukúnstinni og tekur söluskatt af kistun- um, sem skylda er að borga og engar refkar. Þetta er há- punktur ósvífninnar, að það skuli leyft að innheimta þetta smáræði af aðstandendum hins látna. Það virðist ekRi nóg með að menn eru frjáðir með hinum sífellu innheimtum og kröfum hins opinbera í sjón- varpi og útvari og hótað jafnframt afarkostum, ef ekki er makkað rétt heldur bætist þetta rán af hinum látnu í ofanálag. Svo ákallar stjórnin guð og þykist trúa á guð!!!!! Er það satt, að Guðrún Helgadóttir hafi ætlað að ætt- leiða Gervasoni, en hann hafi fremur kosið vist á Djöflaeyju?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.