Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 3
Mánudagur 22. desember 1980 3 Mánudagsblaðið Þjóðleik húsið: LEIKHU Það tókst ekki heldur. Þjóðleikhúsið frumsýndi á dögunum Könnusteyp- irinn, algjört „flopp” og nú nýlega trommaði það svo upp með Nótt og dag, eftir Tom Stoppard, tísk -þvælu um sam- keppni blaðamanna í Afríku, hugsanalaust samansafn „klisja”, grautað saman á ein- hvern næstum óskiljan- legan hátt. Það er vart hægt að hugsa sér efni sem jafnast á við þetta, sem er, hvað okkur snesrtir jafn algjörlega áhugalaust og barátta tveggja blaðamanna um fréttaöflun í Afríkuríkinu Kambabwe, en miðdcpill leiksins esru á milli Grimsby-piltungs Georgs Guthries, og fréttaritaraLondonblaðs, Richards Wagners. Sá fyrrnefndi hefur glópa- lánið og heppnina með sér en sá síðarnefndi, reyndur blaðamaður,hef- ur ekkert. Inn í þetta allt saman fléttast svo kvenn- snipt, einskonar blanda af „nymphomanic”, Anna Kristín Arngríms- dóttir, og hjáróma öfug- ugga, einhver blanda af plebiskum heimsborgara og nýlenduveru, orð- hvatri en frámunalega leiðinlegri. Talsvert hefur verið rætt og ritað um vesrkefnaval þessa leikhússundanfarið og flestum borið saman um það, að það hafi verið með nokkrum eindæmum lélegt. Margt hefur þar verið gagnlegt, sagt, en þó finnst mér einu atriði hafa verið gleymt: það er hlutverki leikara í þessu máli. Eins og reyndar ég hefi drepið á áður hries, svo ekki sé talað um Carson. Þýðingin er léttvæg og kæruleysislega vitlaus, orðasambönd misskilin og oft út í hött. Sveinn Einarsson, ein- ræðisherra hússins, sem nú er fluttur úr sal og setur að í ráðherrastúku leikhússins á frumsýningum, líklega til þess að geta fylgst betur með viðbrögðum gesta, hlýtur að hefur hlutverk þeirra í þeim málum verið ósköp hlutlaust og lítt áberandi. Agætir verkmenn á sviði hafa verið teymdir í að leika hvert hlutverkið öðru ómerkilegra, eins og hvorki þeim né leikhússstjórn hafi fyllilega hugsað út í verkið eða gildi þess á sviðinu. Margir leikara okkar eru vel menntir menn, en samt láta þeir etja sér út í þessi andlegu fen án minnstu mótmæla eða andspyrnu. I þessu einstæða verki er att saman góðum „professi- onal” leikurum og hreinum viðvaningum, sem eru langt úr hlutfalli við þau hlutverk, sem þeim er ætlað að leika. Þetta skapar misræmi á sviðinu og svo mikið djúp milli leiksins að stór raun er að. Ruth er t.d. leikin í hreinum „slap-stick” eða farsa, í hreinni andstöðu við hlutverk Wagners og Gut- hafa séð á frumsýningu að þau voru bæði dauf og áhugalaus. Það var ekki þetta kritiklausa klapp, sem of oft einkennir frumsýningar Iðnó né sú öfgafulla hrifning sem bregður glæsiljóma á provinssýningar eða upp- færslur Alþýðuleikhússins. Frumsýningum fer hrakandi ár frá ári, ekki einungis í verkefnavali heldur einnig hvað snesrtir klæðaburð og „orðstýr” gesta. Menn spariklæðast ekki á frumsýn- ingum og fátítt er að þeir mæti þar með því hugarfari að éta og fá sér hressingu, eða njóta kvöldsins, eins og tíðkaðist fyrr á árum. Nú má enginn skilja orð mín svo, að það fari saman fínn leik- smekkur og fín föt. Ytri áferð skiptir ekki máli hvað leikhúsið snsertir en það er óvéfengjanlegur hluti góðrar kvöldstundar að menn séu Litli sótarinn er ávalit tiltaks á bensinitöðvum ESSO (gg) Olíufélagið hf þokkalega klæddir og konur tjaldi sínu besta. Það er einmitt þetta tómlæti, sem hefur eytt þeirri góðu stemningu, sem oftastein- kenndi frumsýningar Þjóð- leikhússins, en er nú alveg horfin. Ullarpeysur og rifin sjöl eru ekti beint ákjósan- legur kvöldklæðnaður á tyllikvöldum. Leikhússstjóri hefur innleitt þennan drapp- arasvip í leikhúsið. Það sem ríkjum ræður er algjör dýrkun meðalmennskunnar eða snobb niður á við. Það er hálfleiðinlegt til afspurnar, ef sú skoðun verður ofaná, að það sé hálfgert skítverk að fara í musteri íslenskrar tungu, en sú skoðun virðist vera að fá yfirhöndina. .UTU SOTARIN aðstoðarmaður i orkuspamaði Sé svo í pottinn búið er Litli sótarinn sá aöstoðar- maður sem pú þarfnast. toeð honum fylgir nákvæmur leiðarvisir á íslensku sem þú skalt kynna þér vel áður en þú hefst handa. Hefurðu annars hugleitt hvort að olíueyðsla mið- stöðvarketilsins sé ekki óeölilega mikil? Ef svo er, þá er mjög líklegt að sótmyndun hafi oröiö í reykgöngunum eða innan á ketilveggjunum sem veldur því að olíu- eyðslan fer langt yfir lágmark. Með aðstQÖ Litla sótarans getur þú lækkað kynd- ingarkostnaðinn verulega og stuölað þannig að mikil- vægum orkusparnaði á þessum orkuþverrandi tímum. FAUCH 410 eða Litli sótarinn er kominn alla leiðfrá Þýskalandi til að aðstoða þig við að ná sem bestri nýt- ingu út úr miðstöðvarkatlinum þínum. Með hans hjálp leggur þú þinn skerf af mörkum til orkusparnaðar. Hrapaleg mistök

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.