Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 5
Mánudagsblaðið Mánudagur 22. desember 1980. 5 SVEINN OG HALLDÓR Á FINNBOGSTÖÐUM SVEINN VEIÐIR TÓFU Einu sinni bjó bóndi á Finnbogastöðum er Sveinn hét. Hann var mikill aðburðamaður með margt og einkum refaveiði með boga. Fékk hann aldrei minna en tíu á vetri, en oft meira. Einu sinni brást honum veiðin og var þó autt agnið á nóttu hvurri. Lagði þá Sveinn boga sinn í lækjarfljót eitt ekki mjög grunnt hjá túninu og sökkti boganum, en lét agnbitann fljóta. Að lokinni kvöldvöku vitjar hann um og er hann þá burt; þó hafði hann bundið fullan fjórðungsstein við bogastálið. Gengur þá Sveinn- bóndi eftir slóð sem frá læknum lá og til þess er hann kem að svo kölluðum Kráksskerjum. Þar sér hann refínn eða þó heldur fjanda nokkurn í refslíki og dregur bogann og steininn. Nær hann þá í bogann, en skolli er þá venju meir hneigður til sjóar og vill á sund, en Sveinn heldur við. Gengur þóf þetta alllengi og notar þó Sveinn bæði karlmennsku og sin fornu vísindi. Að síðustu sigrast þessi óvinur. Ber bóndi heim veiðina, flær og hirðir belginn skolla, en ekki veiðir hann fleiri þann vetur. Um sumarið selur hann kaupmanni refstökuna, en áður þeir semdi um- verð klæðist Sveinn henni og smeygir yfir höfuð sér; taka þá lappir til gólfs, var þó Sveinn hár maður. Er þaðú eftir Sveini haft að kaupmaður hafi gefið jafnmikið fyrir þetta eina skinn sem önnur tíu; þar með kallaði hann þetta magnaðan ref af Isfirðingum sem hafi öfundað veiði sína. Líka sagði hann undarlega lausa húð refsins og nálega hvrgi fasta nema á löppunum og trýni. PÁLL VÍDALÍN ODDUR LÖGMAÐUR OG PÁLL VÍDALÍN SENDAST Á DRAUGA Einhverju sinni sem oftar sendu þeir Okkur og Páll hvor öðrum sendingar. Páll vakti upp mann þann úr Þingeyragarði er múkur hafði verið og hét Gunnlaugur. Þegar Páll hafði magnað draug þenna sendi hann hann á stað til að drepa Odd lögmann. En um sama leyti hafði Oddur einnig vakið upp draug sem hann sendi Páli Vídalín. Þessir tveir mættust á Grímstungnaheiði við læk einn sem ber nafn * af viðureign þeirra og heitir Leggjabrjótur. Þegar Gunnlaugur kom að lækjarbakkanum að norðan og sá hinn hinumegin lækjarins kvað hann: „Hvaðan komst þú að hitta mig hér á norðurgrandanum?” Þá svarar hinn er kom frá Oddi lögmanni: „Sendur var ég að sækjar þig af sjálfum höfuðfjandanum.” Þá segir Gunnlaugur: „Hvað vilt þú nú hafa með mig sem helgum er gefinn andanum?” Þá svarar hinn: „Svo búinn aftur sendi ég þig sjálfum höfuðfjandanum.” I því ruku þeir saman og flugust á allsterklega og hættu ekki fyrr en -eir höfðu brotið bein sín upp að knjám, og hefir síðan ekki orðið vart við þá. I öðru skipti sendu þeir Oddur og Páll hvor öðrum drauga. Varð Páll fyrri til að komu upp draugnum en Oddur. Oddur var nýkominn úr kaupstað og hafði tekið við sem hann ærlaði til kirkjubyggingar. Lét hann bera viðinn af skipi og hlaða í bunka. Oddur flýtir sér nú að koma upp draug er hann ætlaði Páli. En þegar hann er nýbúinn-að koma hinum á legg kemur sá er sendur var frá Páli á móti hinum og mættust þeir við viðarbunkann og börðust með borðunum þangað til ekki var eftir ein spýta heil, og er síðan ekki getið um þá. Óskum landsmönnum öllum gledilegra jóla árs og fridar. bökkum vidskiptir. á lidnum árum BRUNABÚTAFÉLAG Í8LANDS Umbodsmenn um land allt Gleðileg jól og Farsælt komandi ár Sparíbaukar ta mfa

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.