Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 6
6 Mánudagur 22. desember 1980. Mánudagsblaðið Ritstjóri Agnar Bogason, sími 13496. Auglýsingar 13496. Áskriftir ekki teknar. Verð í lausasölu kr. 450. Prensmiðja Bókamiðstöðvarinnar. í byrjun þesssa mánaðar kom út eintak af bandaríska blaðinu Time. Þar má lesa einhverja snörpustu ádeilu á velferðarstefnu Norðurlanda, hnitmiðaða deilu á það öngþveiti og rugl, sem komið hefur á hjá þessum þjóðum, einkum Svíum og Dönum. Grein þessi, sem er hóflega skrifuð, telur upp dæmi um þau fjárhagslegu óþrif og öngþveiti, sem skapast þegar „velferðarstefnan” gengur út í öfgar bæði vegna eigin örlætis og svo vegna heimtifrekju og óhófs einstaklinga í kröfum. Hún sýnir líka hvernig einstaklingar, jafnvel heilar stéttir notfæra sér hverja smugu til þess að svindla á kerfinu, svíkja út fé og styðja iðjuleysingja öx og aðrar afætur á furðu örlátu framfæri. Islendingar, sem búsettir eru erlendis, einkum í Danmörku og Svíþjóð hafa verið iðnir við kolann í þessum efnum, því þar fær þetta fólk opinbera styrki eftir skamma dvöl í þessum löndum samvkæmt „mannúðarlögmáli” þeirra krata, sem þar er, eða til skamms tíma hafa verið, við völd. Það væri afar þörf lesning fyrir þingmenn vora, þá er bera skynbragð á enska tungu, að fara yfir þessa grein, ef svo undarlega brygði við, að þeir vættu draga af henni nokkurn lærdóm. Þessu ríki, sem íslenzkir pólitíkusar miða nærfellt allar sínar gjörðir við, eru um þessar mundir í botnlausum skuldum, búa við hrikalega verðbólgu, atvinnuleysi, sem er einugis skapað af leti, stolti og aumingjaskap (þeir skammast sín fyrir störf, sem þeir láta gesta-vinnufólk vinna) og kjósa heldur að vera upp á hið opinbesra komnir, sitja að krásunum fyrirhafnarlaust. Sú þjóðlygi, að í þessum löndum ríki atvinnuleysi, er alræmd og ef megnið af þessum „fína” földa atvinnulausra fengist til þess að vinna ærlegt vesrk og senda þessa hálf-villtu alþjóðaflækinga til síns heima, myndu fá verkefni og létta þannig ríkisbyrðinga um ótaldar milljónir. Hér á landi heyrir maður hvern pólitíkusinn á fætur öðrum standa upp á þingi og í fjölmiðlum og heimta hærri framlög til hinna og þessa framkvæmda, meiri styrki handa listamönnum, meiri útgjöld handa botnlausu og vitlausu menntakerfi, fríðindi handa þeim, sem dýfa hendinni í kalt vatn o.s.frv. Menn eru bókstaflega orðnir leiknir í þeirri list að láta hið opinbesra eða þá, sem enn eru sjálfbjarga, borga fyrir sig á einn eða annan hátt. . . Við lestur þessarar greinar gæti máské runnið upp einhver smáglæta um það í hverja ófæru er stefnt hér á Islandi ef svo heldur fram sem horfír. Við Islendingar gætum allir lifað eins og vel-ríkir menn, ef hið opinbera færi að dæmi alvöruþjóða í þessum efnum og gættum meira hófs í þjóðnýtingi, byggðastefnuvit- leysu, ofrausn í fjárframlögum og öllum þeim óskiljanlegu útgjöldum og þvingunum, sem í dag eru að ríða okkur til helvítis. OiTUR q iólðbofiíi Skaust upp á stiörnuhimininn eftir að hafa skotið J.R. Nýjasta æðið vestur í Bandaríkjunum og víðar eru sjónvarpsþættirnir Dallas. Fleiri hundruð milljónir manna fylgjast náið með hverjum þætti og gefín eru út blöð reglulega sem fjalla eingöngu um þáttinn, en hann er í stuttu máli nokkurs konar,,Texasútgáfa” af þættinum Gæfa og f jörvileiki. Aðalpersónan J.R. (Leikinn af Larry Hagman), maðurinn sem þú elskar að hata, var skotinn fyrir um 8 mánuðum síðan og hafa undanfarnir þættir snúist um að finna út hver skaut hann, en aðdáendur þáttarins hafa varla mátt halda vatni af spenningi og hefur vitleysan gegnið svo langt að þekkt dagblað vestra hafa eytt forsíðum undir spekúlas jónir um hver væri sá seki. Nú er komið í 1 jós að það var engin önnur en Kristin Shepard mágkona J.R. en hún er leikinn af Mary Crosby dóttur hind eina sanna Crosby. Með þessu skoti hefur hún tryggt leikferl sinn um ókoma framtíð því tilboðin streyma nú inn. Með hennar eigin orðum ...,,nú er ég hætt að þekkast sem dóttir Bing Crosby og er þekkt sem persónan sem skaut JR” J.R. mun hafa lifað afskotið og til að flækja málin enn frekar þá gengur Kristin nú með barn hans þannig að aðdáendur þáttarins geta enn setið límd við tækin og fylgst með þróun mála. Hepburn í nýju leikriti Gamla brýnið Katharine Hephurn er ekki alveg dauð úr öllum æðum því hún mun leika í nýju leikriti í Denver í janúar n.k. Leikritið heitir The Last Waltz og mun verða sýnt samhliða kvikmyndahátíð henni til heiðurs. Til að rugla ekki áhorfendur þá mun auglýsingin fyrir leikritið hljóða „I eigin persónu á sviði” en Kata hló er hún heyrði þetta og sagði að sennilega hefði átt að standa þarna „Enn lifandi”. Katharlne Hopbum: Ronald hver? Á fundi vestrænna leiðtoga nýlega laumaði ítalskur blaðamaður miða að Rosalynn Carter er hún var í skoðunarferð. Á honum spurði hann hana; Sástu nokkurn tímann einhverja af myndum Ronalds Reagans? Fannst þér þær góðar? Rosalynn skrifaði honum til baka: „Það er svo langt síðan að ég man ekki eftir því” Annars er nokkur kuldi á milli þessara tvegg ja fjölskylda nú Reagans og Carters því Nancy Reagan hefur sagt að Carter- f jölskyldan eigi að hyp ja sig úr Hvíta húsinu áður en Reagan verður svarinn í embættið. Við óskum öllum viðskiptavinum vorum og jafnframt landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.