Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 13

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 13
Mánudagsblaðið Mánudagur 22. desember 1980 13 Við viljum togara. . . Aldeilis er það með ólíkindum hvað skrif- borðsútgerðarmenn hins opinbera • komast upp. Þeir ákváðu þegjandi og hljóðalaust að nú skyldi kaupa togara til Þórs- hafnar. Þetta varð niður- staðan af 10 ára þrot- lausri vinnu í Fram- kvæmdastofnun ríkisins og líkum apparötum í þeim tilgangi að fínna eitthvað að gera handa þeim á Þórshöfn. Að vísu hefur verið þar rífandi atvinna siðustu ár, en það skiptir ekki máli. Það var nefnilega atvinnuleysi á staðnum þegar byrjað var á þessari áætlana- gerð. Þegar það ljós rann upp fyrir útgerðarmönnunum við ríkisskrifborðin að best væri að kaupa togara var farið til Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráðherra og honum sagt að kaupa þyrfti togara frá Noregi á eirm og hálfan milljarð króna. Þetta var dyggilega stutt af öllum þingmönnum kjördæmisins, enda þora svoleiðis kallar ekki annað en hlýða öllu sem atkvæðin heimta. Nú, nú. Steingrímur samþykkir auðvitað að kalla- greyin á Þórshöfn fái togara, enda í fyllsta samræmi við ste fnu hans um að minnka flotann. En við gestum ekkert borgað, sögðu þeir á Þórshöfn. Það gerir ekkert til, sagði Sverrir Hermansson yfir- kommisör, ég bara lána ykkur þetta hundrað pró- sent. Þegar þetta fréttist varð umboðsmaður togaraselj- andanna harla glaður og sá að 10-12% umboðslaun af þrem milljörðum væri miklu hærri upphæð heldur en umboðs- laun af bara einum og hálfum milljarði króna. Umboðsmaðurinn hækk- aði því verðið um einn og hálfan milljarð króna. Var hann þó orðinn einum til einum og hálfum milljarðý’ dýrari en sambærilé^t togarar sem hægt er að fá með sáralítilli útborgun frá Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum. Þetta var skítt með hækk- unina sögðu þeir Sverrir Hermansson og Bjarni Ein- arsson. En við vorum búnir að lofa ykkur þessu skipi svo þið fáið það auðvitað þótt sé dálítið dýrt. Verst ef Stein- grímur verður mjög reiður. En Steingrímur varð ekkert reiður. Að vísu fannst honum dálítið skrítið að verðið skyldi allt í einu hækka um 1500 milljónir, en hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni? Svo verður þetta svo lítið eftir mynt- breytinguna, sagði Stein- grimur, þá færum við kommana fram um tvö sæti, nei ég meina kommuna. Þétta verður orðið ódýrt strax eftir áramótin. Nú bíða þeir á Þórshöfn eftir að togarinn þeirra komi til hafnar, hlaðinn bjór og brennivíni og kannski eitt- hvað af húsgögnum fljóti með. Það má svo alltaf huga að því hvort borgar sig að senda skipið á veiðar. Að vísu eru ekki sjómenn á lausu í plássinu, en þeir hljóta að redda þessu í Framkvæmda- stofnuninni eins og öðrti. Þeir ætla víst líka að borga þessar 600 milljónir sem tapreksturinn nemur fyrsta árið. Ef þeim finnst það of mikið þá þarf bara ekkert að gera skipið út. Þar með sparast að minnsta kosti þær milljónir, ef einhver er þá að hugsa um að spara. Nú eru þeir á Egilsstöðum alveg vitlausir í að fá eins og eitt stykki togara. Þeir hafa misst Lúlla af þingi og Hjörleifur vill ekki láta þá fá stórvirkjun á Héraðið, þess vesgna vesrða þeir alla vega að fá togara. Elga þeir í Hveragerði kannski ekki part í togara? A J A X DnnHUfini BAUNIR i tomatsosu „ Sjö-níu-þrettán“ Hjátrúin hefurfylgt manninum um langan ueg, en hefursamtsem áður dugað skammt þegar raunueruleikinn er annars uegar. Eins og dæmin sanna. Því uelurskgnsamt fólk úrþeim möguleikum sem traust tryggingafélag hefur uppá að bjóða í öiyggis - og tiyggingamálum. Kynnirsér undantekningamar og áhættusuiðin og gengur úr skugga umað það hafi þá tryggingu sem það þarfnast og firrirsigum leið óþarfa áhyggjum. Leggðu traust þitt á Samuinnutryggingar— það gerir flest skynsamt fólk. Skynsamt fólk I velurtraust t/U éAI tryggingafélag | SAMVINIWJ TRYGtilNGAR ffl Ármúla 3, sími 81411. Umboðsmenn um land allt. AUOLYSINGASTOfA KWSTINAR 62.57

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.