Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 14

Mánudagsblaðið - 22.12.1980, Blaðsíða 14
if '_oo /iaoa«v.uaH iaoa ámiílapshlaðið SVÆÐAMEÐFEROIN eftir Hanne Marquard í þýðingu Jóns Á. Gissurar- sonar með formálum eftirdr. med Erich Rauch og Geir Viðar Vilhjálmsson. Bókinni fylgir litprentað kort er sýnir viðbragðssvæði fótanna. VALDATAFL( VALHÖLL eftir blaðamennina Anders Hansen og Hrein Loftsson. í bókinni rekja þeir Anders og Hreinn, sem báðir eru framarlega í flokki ungra Sjálfstæðismanna, áratuga deilur og átök stríðandi fylkinga innan Sjálfstæðis- flokksins sem leiddu til stjórnarmyndunar Gunnar Thoroddsens. í bókinni eru fleiri tugir Ijósmynda, sem margar hverjar hata hvergi birst áður, og stórauka gildi bókarinnar. Má með sanni segja að þar sé á ferðinni saga Sjálfstæðisflokksins í myndum. MRS. PRESIDENT er ensk útgáfa af bókinni Forsetakjör 1980 eftir þá Guðjón Friðriksson -og Gunnar Elísson. Telja má fullvíst að þetta verði eftirsótt bók erlendis því kjör Vigdísar Finnbogadóttur til æðsta embætis á íslandi vakti heimsathygli og fólk er forvitið aðdraganda aðdrag- anda kosninganna sem og þá persónu sem bar sigur úr bítum að lokum. STEINGRÍMS SAGA annað bindi, Búnaðarfélags- árin, pólitík og einkamál. Fyrsta bindi sjálfsævisögu Steingríms Steinþórssonar, fyrrum forsætisráðherra, vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir óvenjulega bersögli. í öðru bindinu heldur Stein- grímur áfram að rekja viðburðaríka ævi og segja frá samferðamönnum vítt og breitt um landið og í öllum stjórnmálaflokkum og mannfélagsstigum. Andrés Kristjánsson og örlygur Hálfdánarson búa til prent- unar. Fjöldi Ijósmynda er í bókinni. GOLFDUKA-OG TEPPALÍM Laybond 1371 Viö tilraunir okkar tii framleiðslu á aihiiða gólfdúka- og teppalími höfum vfð haft sam- vinnu við framleiðendur gólfdúka- og teppa. Árangurinn er Laybond 1371, sem hefur þegar getið sér gott orð og staðist þær kröfur sem gerðar eru í dag. Adhesiv^ Olíufélagið Skeljungur hf Verslunin Suðurlandsbraut 4, Sími 38100 og 38125. Birgðastöð við Skerjafjörð, Sími 11425. SUNNEFUMALIN eftir Dominic Copper í þýðingu Fransisku Gunnars- dóttur, Englendingurinn Dominic Copper dvaldist hér á landi í nokkur ár og lærði málið. Hann kynnti sér ítarlega allt er snerti hið sagnfræga Sunnefumál frá ofanverðri 18. öld og skrifaði síðan sögulega skáldsögu, sem hann hefur hlotið mikið lof fyrir erlendis og hér birtist í íslenskri þýðingu. SVÍNAKJÖT Tvær nýjar matreiðslu- bækur eru nú á ferðinni, í bókaflokknum Litlu mat- reiðslubækurnar, sem Ib Wessman þýðir og stað- færir. Þær heita Bókin um svínakjöt og Bókin um græn- meti. Alls eru Litlu mat- reiðslubækurnar orðnarátta talsins og fjallar hver þeirra um afmarkað svið matar- gerðar. Fyrri bækurnarvoru um Pottrétti, Kartöflurétti, Ábætisrétti, Kökur, Kjúklinga, og Útigrill og glóðarsteikur. ISLENZKAR TÖNMENNTIR. KVÆÐALÖG, FORSAGA ÞEIRRA BYGGING OG FLUTNINGS- HÁTTUR eftir dr. Hallgrím Helgason. Hér er lagður gundvöllur að fræðilegum tónmenntum fslands með grundvallar- rannsóknum á þeirri elztu hljómandi arfleifð, sem (slendingar hafa ástundað allt til vorra daga. Þetta er fyrsta músikvísindalegt rit á háskólastigi, sem samið er af íslendingi, og því um brautryðjendaverk að ræða. Upplagið er aðeins rúm 500 eintök, tölusett og árituð af höfundi, og fæst aðeins hjá útgefanda. W SKYRTUR BINDI SOKKAR HANZKAR PEYSUR NÁTTFÖT SLOPPAR SKÓR SNYRTIVÖRUR INNISKÓR FÖT FRAKKAR HATTAR HÚFUR VANDAÐAR OG ^ TREFLAR GOÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ: H ERRA

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.