Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 23.02.1981, Blaðsíða 4
Mánudagsblaðið Mánudagur 23. febrúar 1981 4 Ritstjóri Agnar Bogason, sími 13496. Auglýsingar 13496. Áskriftir ekki teknar. Verð í lausasölu kr. 450. Prensmiðja Bókamiðstöðvarinnar. úrEINUI í ANNAÐ framhald Brandari Hafnarfjarðarbrandarar hafa gengið sér til húðar. Hér er Akureyrarbrandari. Það vekur eftirtekt ferðamenna á Akureyri, að þar sjást stundum á gangi þrír lögregluþjónar eins og fóstbræður. Við sem erum vön því að löggur gangi saman tvær og tvær leitum skýringa: Jú, þannig stendur á þessu, að einn í hópnum er allvel læs, annar sæmilega skrifandi en sá þriðji er með, þvi hann vill ólmur sjást í fylgd með menntamönnum. Leiðinlegt nöldur Það'er nú ljóst, að Birgir ísleifur, ætlar að skrifa sig út úr stjórnmálum. Greinar hans voru í fyrstu athyglisverðar en eru nú, því miður, bara leiðinlegt nöldur og fer lesandahópi stöðugt fækkandi. Sagt er að velunnarar og vinir fyrrverandi borgarstjóra hafí komið óskum um það á framfæri að Birgir hefti skrif sín um stund Mogganum til léttis og sjálfum sér til góðs. Annar þingmaður hefur vakið athygli á sér undanfarið, einkanlega í sambamái við þingmál. Það er hinn nafnkenndi Blöndal, sá sem best studdi við bakið á Jóni Sólnes í „símareikningsmálinu”. Blöndal hefur tekið til máls í hverju merkilegu og ómerkilegu máli á þingi og jafnframt látið þess getið í Mbl. ásamt mynd. Það er einkennilegt að þjóðin skuli ekki gera slíka menn að „alvöruþingmönnum” í stað hálfgerðra utangarðshvolpa. Eitt gleymdist Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú haldið hvern fundinn á fætur öðrum hér og þar um borgina. FJöldi manna og kvenna hafa gengið i púltið og krafíð borgarfulltrúa greinargerða um fjölda mála, stórra og smárra. En eitt gleymdist - ég minnist þess ekki að hafa séð fyrirspurn frá einum einasta borgara um það verkefni, sem er brýnast um þessar mundir. það var ekkert spurt um pólitískar ákvarðanir og framtíðaráform i málefnum aldraðra hjúkrunarsjúklinga. Finna kjósendur ekki hitann frá þessu mest brennandi „vandamáli” byggðarlagsins? Flugleiðir með sérgjöld fyrir aldraða Frá og með 1. febrúar tóku Flugleiðir upp ný sérí'argjöld íyrir aldraða á innanlandsleið- um félagsins. Sérfargjöldin eru 50% ódýrari en venjuleg fargjöld og gildir þessi afsláttur hvort heldur tekinn er tvímiði eða aðeins miði aðra leiðina. Þessi fargjöld gilda aðeins á miðvikudögum og laugardög- um og aðeins fyrir þá sem orðnir eru 67 ára eða eldri. Þá er tekiö fram í reglum um þessi nýju sérfargjöld að farmiði gildi í sex mánuði. Sé ófært til flugs miðvikudag eða laugardag gildir miðinn næsta dag sem fært er. Með þessu nýja sérfargjaldi fyrir aldraða vilja Flugleiðir koma til móts við mikinn fjölda fólks sem náð hefur 67 ára aldri. Mikill hluti fólks á þeim aldri Helgarpakkar úr Reykjavík út á land Ódýrar helgarferðir innanlands Frá og með 3i. janúar hófust ódýrar helgarferðir innanlands til fjölmargra viðkomustaða Flugleiða. Helgarferðirnar gilda frá öllum viðkomustöðum félagsins til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Akureyrar, Egil- staða, Hornafjarðar, Sauðár- króks og Húsavíkur. í þessum „helgarpakka” eru flugferðir báðar leiðir og gisting. Reykjavík I helgarferðum til Reykja- víkur er gist á Hótel BOrg, Hótel Loftleiðum, Hótel Esju, Hótel Heklu, Hótel Holti og Hótel Sögu. Hægt er að velja ferðir með tveggja eða þriggja nátta gistingu á ofangreindum hótelum.' I þessum „helgar- pökkum” er verulegur afsláttur af bæði fargjöldum og gisting- um. Bílaleiga Loftleiða býður sérstök kjör sé bíll leigður með „helgarpakka”. Helgarferðirnar verða farnar til f8. maí að undanteknu tímabilinu 6. til 24. apríl. Helgarferðir frá Reykjavík Sem að framan greinir eru einnig í gildi frá 31. janúar helgarferðir frá Reykjavík þar sem verulegur afsláttur er veittur af flugfargjöldum og gistingum. Hér er einnig um að ræða ferðir með tveggja eða þriggja nátta hótelgistingu. Akureyri Á Akureyri er gist á Hótel KEA og Hótel Varðborg. í höfuðstöð Norðurlands er jafnan mikið um að vera vetur semHér er skíðaaðstaða með afbrigðum góð. Oft er einnig skautasvell á vetrum. Á Akur- eyri eru margir góðir veitinga- staðir. Bærinn er þekktur sem skólabær yfir vetrartímann. AJAX skrifar saklausu hugsjónamenn- irnir, sem sátu uppi með völdin, heldur lúmskir og undirförulir eiginhags- munamenn. Það er þessi lýður sem júgóslvaneski kommúnistinn Miloran Djilas lýsir í bókinni „Hin nýja stétt”. Þarna er komin stétt, sem í flestu likist hinni nýríku stétt Vesturlanda. Yfirstéttar- fólkið austan járntjalds býr í skrauthöllum, og veltir úr hvers könar lúxus rétt eins og yfirstéttarlýð- urinn í Vesturlöndum. Viðhorf þess esru ósköp lík því og hjá „athafnamönn- unum” vestur frá. Smekk- urinn álíka vúlger, og menningin sömuleiðis. Líf- i snýst um hallir, harðvið, gull, gimsteina og finan mat. Alþýðan hefur ekkert eða lítið að segja í þessu „alþýðulýðveldum” Bæði austan tjalds og vestan hefur þróunin farið í svipaða farvegi. Það er fólk dreggjanna, sem hefur komist á toppinn, braskar- ar og svindlarar á Vestur- löndum, samviskulausir ciginhagsmunamenn aust- an tjalds. Það er grunnt á plebeijanum á báðum stöðum, lítilli menningu er fyrir að fara. Það eru harla Iitlar menningarpersónur frú Thatcher í Bretlandi og leppurinn Kaddr í Ung- verjalandi, hinn vúlgeri smáborgari skín út úr báðum. Og ætli ekki að þeir Reagan og Brjesnev séu ekki svipaðir um margt? Báðir runnir úr fiatneskju- legu, menningarsnauðu umhverfi, éta báðir á við þrjá eða fjóra venjulega menn. Ekki veit ég, hvort þeir forsetarnir snýta sér hefur að verulegu leyti hætt þátttöku í atvinnulífinu og hefur rúman tíma. Þessi nýju sérfargjöld Flugleiða ættu að auðvelda þessum aldursflokki ferðalög og þar á meðal heimsóknir til ættingja og vina. Með þessum nýju sérfar- gjöldum Flugleiða fyrir aldr- aða verður veruleg breyting. Sérfargjöld fyrir þennan aldurs- hóp hafa verið í gildi mörg undanfarin ár en afsláttur frá venjulegu fargjaldi nam þá aðeins 15 af hundraði. Hér er hins vegar um helmingsafslátt að ræða og er það von félagsins að margir geti notað sér þessi kjör. Ungt fólk setur því mikinn svip á bæjarlífið. Egilsstaðir Á Egilsstöðum er gist að Gistiheimilinu. Egilsstaðir eru samgöngumiðstöð á Austur- landi. Þar er aðal ílugvöllurinn og þaðan greinast leiðir til allra átta. Egilsstaðirermjögvaxandi staður og með tilkomu hins nýja menntaskóla er þar orðinn skólabær. Á Egilsstöðum eru bílaleigur og hamli ekki færð er því mögulegt að heimsækja firðinga og ferðast um Hérað, heimsækja Hallormsstað o.s.frv. Hornafjörður Á Hornafirði er gist á Hótel Höfn. Hornafjörður er mikill athafnabær og ört vaxandi. Þaðan er víðsýnt og fagurt um að litast. Jafnan er snjólétt á suðausturhorni landsins og því fært bæði í Öræfi og út á Stokknes. Marga fýsir að fylgjast með atvinnulífi þeirra Hornfirðinga. Þaðan hafa löngum róið harðduglegir sjómenn og er mikil gróska í bæjarlífinu. Sauðárkrókur Á Sauðárkróki er gist að Hótel Mælifelli. Á undanförn- með fingrunum, en mér fínnst það vel trúlegt. Þróunin hefur að undan- förnu farið þannig, bæði austan tjalds og vestan, að dreggjar þjóðanna hafa komist á toppinn, hinir aumu og menningar- snauðu smáborgarar. Hin- ar göfugu hetjur austan tjaldsmanna eru fuglar eins og Karmal í Afghan- istan, hérna vestan tjalds, t.d. á Islandi, eitthvert bland úr BOr BÖrson og A1 Capone. Ajax.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.