Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 20.04.1981, Qupperneq 1
3.tbl. 32.árg. 1981 Verð 4,50 Prívateyðsla útgerðarinnar svívirðilegt hneyksli. Krítisk endurskoðun ekki til —landsmenn langþreyttir Bókfærðar nausynjar: bílar og tiskukjólar. húsgögn og siglingar — Sigríður, dóttir útgerðar- mannsins, vantar kjól. Dýrasta tegund kjóls er keypt, en kostn- aðurinn er skrifaður hjá útgerð- inni. Möggu, konu frystihúseig- andans skortir nýjar eldhúsinn- réttingar, þær eru teknar út hjá trésmiðameistaranum, en kostnaðurinn er skrifaður hjá búsáhaldakaupmanninum. Bensín á einkabifeið, fært á bát- punginn og ýmisleg ólíukaup, viðgerðir og viðhald allt fært á hinir ýmsu nauðsynlegu kostn- aðarliðir teknir út hjá hinum og þessum verslunum og færðir á óskylda reikninga. Matvæli hand heilum fjölskyldum, færð sem proviant á skipin svim- andi útgerðarliðir, ekkert borg- að en samt sem áður gjaldgengir nauðsynjar í sambandi við út- gerð- og fískiðnað eiganda frystitækja og báta, allt fært á rekstareikning og enginn segir neitt. Þannig er færðar milljónir og aftur milljónir inn á falsaða reikn- inga fyrirtsekja, öllu skellt á saklausa báta og fiskiðnarfyrirtækja, einungis til þess að blekkja skattyfirvöld og komast hjá réttmætum útgjöldum. Ferðalög, á þágu útgerðar fljóta með, dvöl erlendis, sjálfsagður kostnaður í sambandi við viðhald þessarar atvinnugreinar. Þannig virðist ekkert lát á þeim lúxus sem einstaklingar geta veitt sér á kostnað eins af aðalatvinnuvegum þjóðar- innar og þeim er mestra styrkja nýtur. Þar með er ekki sagt, að allir útgerðarmenn og fyrstihúsaeigend- ur „lagfæri" bókhald sitt en þó er þetta, því miður of algengt og keyrir um þverbak hjá sumum. Þessar færslur eru svo álitnar góðar og gjaldgengar hjá hinum og þessum endurskoðendum, sem yfirlíta kostnaðareikninga og blessa yfir reikningana. Það er fullyrt meðal kaupmanna, að slík viðskipti hafi átt sér stað og eigi sér stað ennþá og alltaf í auknum mæli samkvæmt aukinni velsæld fiskiðnarins og góðærunum s<*m þar blasa við. Bifreiðar ai dýrustu gerðum er einnig færðar á reikningar útgerðar- innar, og margir útgerðarmenn og fjölskyldur þeirra aka á þessum drekum ,sem síðan er bókfærðir sem nauðsynjar fyrirtækjanna. Það er oft að almenningi blöskrar sá óheyrilegi luxus sem útgerðar- menn og aðstandendur þeirra búa við, heimilin skreytt dýrustu hús- gögnum og dvalir á bestu hótelum, ferðalög og önnur álíka útgjöld, sum ákaflega vafasöm og öll að því virðist algjörle|a óviðkomandi fiskiðnaðin- um. Oll þessi útgjöld nema milljónum og aftur milljónum í óþörfum en skattlausum peningum, sem lenda í vösum vellríkra rekenda fiskiðnaðarins. Það er kominn tími til að hér fari fram „kristisk“ endurskoðun, ekki aðeins sýndarendurskoðun á pappír- um einum saman. Jafnframt verði endurskoðandinn gerður ábyrgur á þeim útgjaldaliðum, sem ranglega eru færðir. Það myndi leiða af sér, að færri myndu láta draga sig inn í falskt bókhald en nú er. Almenn- ingur er löngu orðinn þreyttur á eymdarvæli fiskiðnaðarins og þeim háleitu hugsjónum, sem sagðar eru að baki þessa svindls. Útgerðin er ennþá átvinnuvegur, sem borgar sig en með þessum og álíka „útgjöld- um“ verður hinn árvissi taprekstur æ skiljanlegri. Minnkandi aðsókn að ísl. kvikmyndum „Ödauðleg listaverk" ómerkilegt fálm.„Punkturinn“ illa sóttur. Þar kom að því, að íslendingar yrðu þreyttir á íslenskum kvikmyndum og hinu nýja ævintýri hinna „framtaksömu frumherja“. Islenskt kvikmynda- gerð var talsvert nýjabrum til að byrja með en með aukinni myndagerð og oft kastað til höndum, hefur almenningur orðið leiður og sækir þessar sýningar með skiljanlegur dræm- ingi, áhugalaus og leiður yfir þessum misheppnuðu tilraunum og fálmi kvikmyndara. I einu vetfangi störfum við jafnfætis hinum bestu og reyndustu kvik- myndurum og handritahöfunum heims, fremjum hvert gullaldar- GLEÐ/LEGT SUMAR! afrekið öðru stórkostlegra á þessum vettvangi, gagnrýnendur slá myndunum gullhamra og ógleymanlegir sigrar eru unnir á öllum sviðum. Myndir eins og Punktur, punktur, komma strik berjast nú í bökkum þrátt fyrir örvæntingar- fullt og miður smekklegt aulýs- ingarit framleiðenda og búast má við að önnur álíka „listaverk" fá álíka ef ekki verri útreið. Það er kominn tími til að gagnrýnendur segi hiklaust frá sannleikanum um þessi LISTAVERK í stað þessa að hjálpa framleiðendum í að blekja almenning og tíunda ágæti sem ekki eru fyrir hendi. skipt um Ajax eins og fleiri veltir fyrir sér möguleikunum á nýjum flokki, en smá- möguleiki virðist vera eina lausnin vegna klofnings. Hvað myndi taka við? Nýr Glistrup eða nýjar hug- sjónir? Sjá grein á síðu 5. Skornir skammtar. Vantar herslumuninn. Leikgagnrýni í blaðinu. Tveim einþáttungar. Litla sviðið.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.